Fleiri fréttir

Allir EM-leikirnir í beinni á netinu

Áhugamönnum um handbolta gefst kostur á að horfa frítt á alla leikina á EM kvenna í Noregi og Danmörku á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu.

Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka aftur við liði Newcastle en félagið leitar nú að nýjum stjóra eftir að Chris Hughton var óvænt rekinn í gær. Það þykja mesta líkur á því að Martin Jol eða Alan Pardew verði ráðnir en Newcastle ætlar að reyna að ganga frá nýjum stjóra fyrir helgi.

EM: Farangur króatíska landsliðsins týndist

Íslenska kvennalandsliðið mætir því króatíska í kvöld í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Danmörku og Noregi. Króatía lék tvo æfingaleiki í Svíþjóð um helgina en liðið varð fyrir því óláni að farangur þess týndist á leiðinni til Svíþjóðar.

Roy Hodgson vill fá Ronaldinho til Liverpool

Brasilíumaðurinn Ronaldinho gæti verið á leiðinni á Anfield næsta sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu í morgun. Itasportpress heldur því fram að hinn þrítugi fyrrum besti knattspyrnumaður heims sé á óskalistanum hjá Roy Hodgson.

Koscielny ekki meira með Arsenal á þessu ári

Arsenal-miðvörðurinn Laurent Koscielny hefur leikið sinn síðasta leik á árinu 2010 og verður liðið því án tveggja miðvarða næstu vikurnar þar sem Belginn Thomas Vermaelen er einnig að glíma við meiðsli.

Rakel Dögg: Nánast of mikil gleði í hópnum

Rakel Dögg Bragadóttir segir að stemningin í íslenska landsliðinu sé gríðarlega góð en EM í handbolta hefst í dag. Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik í Árósum.

Carlos Tevez ætlar að sigrast á heimþránni

Carlos Tevez, argentínski framherjinn snjalli hjá Manchester City, ætlar ekkert að hætta að spila í Englandi þrátt fyrir það að vera þjáður af mikilli heimþrá. Tevez segist ætla að spila með City næstu árin og standa við gerðan samning.

Karen: Við erum vel undirbúnar

Karen Knútsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að liðið sé vel undirbúið fyrir átökin gegn Króatíu í dag.

Flottustu mörk helgarinnar í enska boltanum - myndband

Það má finna öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi en þar er einnig að finna val ensku úrvalsdeildarinnar á besta leikmanni og flottustu mörkum hverrar helgar. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Arsenal-maðurinn Samir Nasri er efstur á báðum listum eftir nýliðna helgi.

Engin kreppa hjá Tiger Woods sem flytur bráðlega í 6 milljarða kr. hús

Það eru engin kreppumerki á nýju heimili Tiger Woods sem bráðlega verður fullbyggt en það stendur við strandlengjuna í Flórída. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og í garðinum er Woods með fjórar fullkomnar æfingaflatir og getur hann einnig slegið með drævernum á "æfingasvæðinu" í bakgarðinum.

Pepe Reina hélt hreinu í hundraðasta sinn í gær - myndband

Pepe Reina, markvörður Liverpool, náði merkum tímamótum í gærkvöldi þegar Liverpool vann 3-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Spænski markvörðurinn hélt þá marki sínu hreinu í hundrasta sinn í búningi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Nolan, fyrirliði Newcastle: Leikmennirnir í sjokki

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, segir að leikmenn liðsins séu í sjokki eftir að stjórinn Chris Hughton var rekinn frá félaginu í gær. Hughton þótti ekki nógu reynslumikill stjóri en hann hafði komið liðnu upp í úrvalsdeildina á ný og liðið er sem stendur í 12. sæti í henni.

NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð

Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.

Liverpool ætlar að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar að koma sér inn á Asíu-markaðinn með því að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu á næsta ári. Ian Rush mun fara til Indónesíu í þessari viku til þess að ganga frá öllum málum. Fótbolti er mjög vinsæll í landinu þrátt fyrir slakan árangur landsliðsins en Indónesía er 25 sætum neðar en Ísland á heimslistanum.

Hargreaves í aðgerð í München

Hinn sífellt meiddi Owen Hargreaves, miðjumaður Manchester United, er kominn til München í Þýskalandi þar sem hann fer í aðgerð vegna nárameiðsla.

Liverpool ekki í vandræðum með Aston Villa

Liverpool er komið upp í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar en liðið vann Aston Villa örugglega 3-0 á Anfield í kvöld. Aston Villa er í sextánda sætinu, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

FH naumlega í undanúrslitin með sigri á ÍR

FH-ingar eru komnir í undanúrslit Eimskips-bikars karla í handbolta en þeir lentu í kröppum dansi gegn ÍR í íþróttahúsinu Austurbergi í kvöld. FH vann á endanum sigur 24-23.

Nettar afgreiðslur Nasri um helgina - myndband

Frakkinn Samir Nasri skoraði tvö af fallegustu mörkum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tryggði Arsenal 2-1 sigur á Fulham og um leið toppsætið í deildinni. Nasri hefur verið í frábæru formi á tímabilinu en hann hefur þegar skorað ellefu mörk fyrir Arsenal í öllum keppnum.

Verður HM í Katar haldið um vetur?

Keisarinn Franz Beckenbauer hefur viðurkennt að hann vilji að heimsmeistaramótið 2022 fari fram í janúar og febrúar. Í síðustu viku var tilkynnt að mótið það ár fer fram í Katar.

Vettel valinn kappakstursökumaður ársins

Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina

Fernando Torres að bíða eftir barni

Í þessum skrifuðu orðum er í gangi leikur Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst klukkan 20:00. Fernando Torres er ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er mættur á fæðingardeildina ásamt eiginkonu sinni.

Þurftu að borga fyrirfram á Pizza Hut

Hópur hörundsdökkra leikmanna hjá enska 2. deildarliðinu Bournemouth var beðinn um að borga máltíð sína fyrirfram á veitingastaðnum Pizza Hut þar í bæ. „Það er útaf því hvernig þið lítið út," sagði starfsmaður staðarins.

Guti klessukeyrði bílinn sinn blindfullur

Jose Maria "Guti" Gutierrez, fyrrum leikmaður Real Madrid, er ekki í góðum málum í Tyrklandi eftir að hann klessukeyrði bílinn sinn í nótt og það sem meira var kappinn var blindfullur. Guti hefur verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en sem betur fer hans vegna slasaðist enginn í árekstrinum.

Sjóðheitt undir Benítez - Tekur Luis Figo við?

Rafa Benítez, þjálfari Inter, hefur sagt að hann lesi ekki blöðin. Það er kannski eins gott því að í ítölskum fjölmiðlum um þessar mundir er fátt jákvætt að finna um hann.

Margir slegnir og reiðir yfir brottrekstri Hughton

Peter Beardsley er tekinn við sem knattspyrnustjóri Newcastle til bráðabirgða. Hann mun halda um stjórnartaumana á meðan stjórn félagsins leitar að manni í stað Chris Hughton sem var rekinn í dag.

Birgir Leifur: „Gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig"

„Ég er gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig. Ég missti algjörlega trúna á því sem ég var búinn að gera á einu augnabliki,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir slæmu gengi hans á fyrstu tveimur keppnisdögunum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Hver verður næsti stjóri Newcastle?

Newcastle er nú í leit að sínum áttunda knattspyrnustjóra á sex ára tímabili. Chris Hughton var sparkað í dag og ræða menn ýmsar hugmyndir um hver taki við af honum. Við skulum líta á nokkra kosti.

Hrafnhildur: Nýtum okkur vanmatið

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er vongóð fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta á morgun.

Birgir Leifur bætti sig um 7 högg en staða hans er vonlítil

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 73 höggum í dag eða 3 höggum yfir pari á öðrum keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir bætti sig um 7 högg frá því á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 80 höggum.

Vermaelen spilar ekkert fyrr en á næsta ári

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen muni ekkert spila með liðinu fyrr en á næsta ári. Vermaelen meiddist á hásin með belgíska landsliðinu á móti Tyrklandi í undankeppni EM í byrjun september og hefur verið frá síðan þá.

Chris Hughton rekinn frá Newcastle

Newcastle United hefur ákveðið að rifta samningi við knattspyrnustjórann Chris Hughton en stjórn félagsins er ekki ánægð með gengi liðsins að undanförnu.

Avram Grant: West Ham liðið er á réttri leið

Avram Grant, stjóri West Ham, segist trúa því að hans menn komist fljótt af botni ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham tapaði 0-1 á móti Sunderland í gær og er aðeins með 12 stig út úr fyrstu sextán leikjunum. Liðið er þremur stigum á eftir Fulham sem er í síðasta örugga sætinu.

Iniesta, Xavi og Messi í þremur efstu sætunum í kjöri FIFA

Barcelona-leikmennirnir Andres Iniesta, Xavi Hernandez og Lionel Messi urðu í þremur efstu sætunum í kjöri FIFA á besta knattspyrnumanni heims en það var tilkynnt í dag hvaða þrír leikmenn koma til greina þegar verðlaunin verða afhent í janúar.

Sunnudagsmessan: Man City tapar ekki leik ef Tevez skorar

Í þættinum Sunnudagsmessan sem sýndur var á Stöð 2 sport 2 í gær kom það fram að það er Carlos Tevez dregur vagninn hjá Manchester City. Argentínumaðurinn hefur nú skorað 33 mörk í 50 deildarleikjum fyrir City og alls 10 mörk á þessu tímabili.

Hólmfríður hittir fótboltakrakka út um allt Suðurland

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Öll mörk helgarinnar á visir.is

Átta leikir fóru fram um helgina þegar 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst. Leik Blackpool og Manchester United var frestað vegna snjókomu og í kvöld tekur Liverpool á móti Aston Villa. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is.

Sjá næstu 50 fréttir