Fleiri fréttir

ÍM25: Jakob Jóhann með enn eitt Íslandsmetið

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er heldur betur að standa sig á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug í dag en hann var að setja Íslandsmet í 100 metra bringusundi.

ÍM25: Hrafnhildur með Íslandsmet í 100 metra bringu

Enn eitt Íslandsmetið er nú fallið á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug á þriðja keppnisdeginum. Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi rétt í þessu.

Enska b-deildin: Heiðar og Gylfi Þór á skotskónum

Fjöldi Íslendinga var að venju í eldlínunni í ensku b-deildinni í dag en þar bar hæst að Heiðar Helguson hélt uppteknum hætti með Watford og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins gegn Scunthorpe.

Benitez: Við sýndum sterkan karakter

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool var ánægður með baráttuna hjá leikmönnum liðs síns í 2-2 jafnteflinu gegn Manchester City í dag.

Trapattoni stefnir á að taka þátt á HM 2014 í Brasilíu

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi hefur þvertekið fyrir að hann sé að hætta í boltanum eftir fjaðrafokið í kringum vafasaman sigur Frakka gegn Írum í umspili fyrir laust sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Adebayor: Við áttum skilið að vinna leikinn

Framherjinn Emmanuel Adebayor skoraði eitt mark fyrir Manchester City í 2-2 jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Anfield-leikvanginum.

Jafntefli hjá Liverpool og Manchester City

Liverpool og Manchester City skildu jöfn 2-2 á Anfield-leikvanginum í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en öll fjögur mörkin komu í seinni hálfleik.

Inter er komið í kapphlaupið um Aguero

Greint hefur verið frá því að forráðamenn Chelsea og Atletico Madrid muni hittast á fundi eftir helgi til þess að ræða möguleg félagaskipti argentínska landsliðsframherjans Sergio Aguero en hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnafélagið í þó nokkurn tíma.

Moyes: Engar fyrirspurnir borist okkur út af Rodwell

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton neitar því að félaginu hafi borist kauptilboð í hinn 18 ára gamla Jack Rodwell en bæði Chelsea og Manchester United eru sterklega orðuð við miðjumanninn efnilega.

Egyptar hóta að draga landslið sitt úr keppni í tvö ár

Egyptar eru sársvekktir með framkomu stuðningsmanna Alsír á meðan á úrslitaleik þjóðanna um laust sæti á HM næsta sumar stóð á miðvikudag en knattspyrnusamband Egyptalands hefur leitað til alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA út af málinu.

Keane: Erum þakklátir fyrir yfirlýsinguna frá Henry

Robbie Keane, fyrirliði írska landsliðsins, hefur ekki gefið upp alla von um að síðari umspilsleikur Írlands og Frakklands verði spilaður að nýju þrátt fyrir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafi þvertekið fyrir það.

NBA-deildin: James með 40 stig í sigri Cleveland

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að LeBron James átti enn einn stórleikinn í vetur, Orlando vann risaslaginn gegn Boston og Atlanta er áfram á sigurbraut.

Tveir leikmenn Barcelona með svínaflensuna

Staðfest hefur verið að bæði Yaya Toure og Eric Abidal hjá Barcelona séu smitaðir af svínaflensunni og þeir verða því ekki með Barcelona í leiknum gegn Athletic Bilbao í kvöld.

Ingi Þór: Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik

Ingi Þór Steinþórsson var mjög sáttur með sína menn eftir öruggan 20 stiga sigur á ÍR í Kennaraháskólanum í kvöld. Snæfell var með frumkvæðið allan leikinn en gerði út um leikinn með frábærum spretti í lok þriðja leikhluta.

Jón Arnar: Við eigum að geta betur en þetta

Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR var að sjálfsögðu ekki ánægður eftir 20 stiga tap á móti Snæfelli í kvöld. ÍR missti leikinn algjörlega frá sér á þriggja mínútna kafla í þriðja leikhluta.

Haukar unnu toppslaginn

Haukar unnu í kvöld sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 92-68, í toppslag 1. deildar karla í körfubolta.

Víkingur og Afturelding skildu jöfn

Víkingur og Afturelding skildu í kvöld jöfn í 1. deild karla, 23-23. Þar með tapaði Afturelding sínu fyrsta stigi í deildinni í haust.

Ferguson útskýrir af hverju Hargreaves spilar ekki

Manchester United aðdáendur hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá Owen Hargreaves spila aftur með Englandsmeisturunum en hann er búinn að vera frá vegna hnémeiðsla í meira en ár.

Arum: Mayweather þorir ekki að mæta Pacquiao

Bob Arum, forgöngumaður fyrir WBO-veltivigtarmeistarann Manny „Pac-Man“ Pacquiao frá Filippseyjum, skýtur föstum skotum á hinn ósigraða Floyd Maweather Jr. frá Bandaríkjunum í nýlegu viðtali og segir hann hræddan við skjólstæðing sinn.

Ármann krækti í Davis áður en hann fór af landi

1. deildarlið Ármanns hefur gert samning við Bandaríkjamanninn John Davis um að hann spili með liðinu í vetur. Davis byrjaði tímabilið í herbúðum Breiðabliks í Iceland Express deildinni en var látinn fara á dögunum þar sem Blikar töldu sig þurfa að vera með tvo erlenda leikmenn í stað eins áður.

Smith: Mér hefur ekki verið boðið að þjálfa Skotland

Knattspyrnustjórinn Walter Smith hjá Rangers og fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands ítrekar í viðtali við breska fjölmiðla í dag að hann hafi ekki verið í viðræðum við skoska knattspyrnusambandið um landsliðsþjálfarastöðuna hjá Skotlandi.

Viggó rekinn frá Fram

Viggó Sigurðssyni hefur verið sagt upp störfum hjá handknattleiksdeild Fram. Þetta staðfesti Haraldur Bergsson, formaður deildarinnar, í samtali við fréttastofu.

Landon Donovan valinn bestur í bandarísku deildinni

Landon Donovan, félagi David Beckham hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni, var í gær valinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins en lið hans spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Donovan fær þessa viðurkenningu en hann hafði fimm sinnum verið kosinn besti bandaríski leikmaðurinn.

Erla Dögg og Ragnheiður byrjuðu á að slá eigin met

Erla Dögg Haraldsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir byrja báðar frábærlega á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug en þær slógu báðar sín eigin Íslandsmet í Laugardalslauginni nú rétt áðan.

Páll Axel: Ég tala bara íslensku við hann

Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína frá því að þeir réðu til sín Darrel Flake en hann á þó enn nokkuð í land að komast í sitt besta form ef marka má leikinn við Stjörnuna í gær. Flake er með 18,5 stig og 7,5 fráköst að meðaltali á tæpum 25 mínútum í þessum sigrum á Blikum og Stjörnunni.

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu datt niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast. Spánverjar endurheimtu toppsæti listans en þar voru Brasilíumenn síðast.

Roy Keane hefur enga samúð með Írunum

Roy Keane, fyrrum landsliðsmaður Íra, hefur enga samúð með löndum sínum þrátt fyrir að þeir hafi misst af HM í Suður-Afríku vegna kolólöglegs marks Frakka. Thierry Henry tók boltann greinilega með hendi áður en hann lagði upp jöfnunarmark William Gallas sem nægði franska liðinu til þess að komast til Suður-Afríku.

Ekki öruggt að Zlatan geti spilað með Barca í El Clásico

Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu hjá Barcelona í vikunni og missir örugglega af leik liðsins um helgina á móti Athletic Bilbao. Það er einnig óvíst hvort hann geti verið með á móti Inter í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eða á móti Real Madrid í El Clásico á sunnudaginn eftir viku.

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Blikar þurftu að skipta um leikmenn áður en þeir komu til landsins

Það hefur mikið gengið á í leikmannamálum Breiðabliks í Iceland Express deild karla síðustu daga en nú er ljóst að leikmennirnir tveir sem áttu að leysa John Davis af koma ekki til liðsins og Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins þurfti því að hafa snögg handtök og finna nýja menn. Það tókst en aðeins annar þeirra verður með á móti Njarðvík í kvöld samkvæmt frétt á heimasíðu Blika.

Verða Essien og Muntari reknir úr landsliði Gana?

Þremeningarnir Michael Essien hjá Chelsea, Sulley Muntari hjá Inter og Asamoah Gyan hjá Rennes gætu lent í miklum vandræðum eftir að þeir misstu af vináttulandsleik Gana gegn Angóla án nokkurra skýringa.

Redknapp: Cudicini ekki meira með á tímabilinu

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham telur að markvörðurinn Carlo Cudicini muni snúa aftur á völlinn og spila á ný, en á síður von á því að hann spili eitthvað á þessu tímabili.

Formúlu 3 meistari fær Ferrari prófun

Tvítugur Frakki, Jules Bianchi fær að prófa Ferrari í tvo daga eftir að hafa tryggt sér sigur í Evrópumótaröðinni í Formúlu 3. Ferrari hefur klikkað á því að gefa ungum ökumönnum tækfæri síðustu árin, ólíkt liðum eins og Red Bull, McLaren, Williams og Renault.

Sjá næstu 50 fréttir