Fleiri fréttir

Þrír nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag

Ólafur Jóhannesson hefur valið þrjá nýliða í byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu á Möltu í dag. Þetta eru markvörðurinn Stefán Magnússon og miðjumennirnir Aron Gunnarsson og Bjarni Viðarsson.

Haukar í bikarúrslitin

Haukar tryggðu sér í sæti í úrslitum Lýsingabikarkeppni kvenna með sigri á Fjölni í undanúrslitum, 82-63.

Valur vann góðan sigur á Haukum

Keppni í N1-deild karla hófst í kvöld á nýjan leik eftir vetrarhlé og hófst á því að Íslandsmeistarar Vals lögðu topplið Hauka með fimm marka mun.

Keegan ánægður með Barton

Kevin Keegan segist hafa tekið eftir mjög jákvæðri breytingu á Joey Barton eftir fangelsisdvöl hans nú í síðasta mánuði.

Pau Gasol til LA Lakers

Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies er á leið til LA Lakers í NBA deildinni. Fréttir af þessu bárust bæði frá Memphis og Los Angeles nú rétt í þessu.

Hvað gerðist hjá Benjani?

Mikil óvissa ríkir nú um meint félagaskipti sóknarmannsins Benjani frá Portsmouth til Manchester City.

Óttast mjög um bróður Palacios

Líkur eru leiddar að því að sextán ára gamall bróðir Wilson Palacios, leikmanns Wigan, hafi verið myrtur af mannræningjum.

Get ekki endað ferilinn svona

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton vill mæta Bandaríkjamanninum Floyd Mayweather aftur í hringnum. Hann segist ekki geta hugsað sér að ljúka ferlinum á því að vera rotaður.

Áfall fyrir Barcelona

Spænska liðið Barcelona varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að fyrirliðinn Carles Puyol er með rifinn vöðva í fæti og getur því ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo.

Richards lofar að vera áfram hjá City

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City hefur lýst því yfir að hann sé "100% öruggur" um að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Woods heldur forystunni í Dubai

Tiger Woods fékk fugl á síðustu holunni á öðrum hringnum á Dubai mótinu í golfi í dag og hefur því eins höggs forystu á næsta mann á mótinu. Woods er samtals á átta höggum undir pari.

Defoe verður ekki næsti Júdas

Forráðamenn Tottenham ákváðu í gær að selja framherjann Jermain Defoe af ótta við að hann "tæki Campbell" á félagið í framtíðinni.

Ósætti um Alfonso Alves

Forráðamenn AZ Alkmaar í Hollandi ætla að beita sér fyrir því að framherjinn Alfonso Alves fái ekki að spila með Middlesbrough á leiktíðinni. Alves gekk í raðir Boro í nótt frá Heerenveen, en forráðamenn AZ vilja meina að þeir hafi átt forkaupsrétt á leikmanninum.

Man City sækir um í Intertoto

Manchester City hefur sótt um að fá að taka þátt í Intertoto keppninni í knattspyrnu í sumar. Keppnin getur gefið sæti í Uefa keppninni ef lærisveinum Sven-Göran Eriksson tekst ekki að komast þangað í gegn um úrvalsdeildina.

Slapp ómeiddur eftir harðan árekstur

Japanski ökumaðurinn Kazuki Nakajima hjá Williams í Formúlu 1, slapp ómeiddur frá hörkuárekstri á æfingu keppnisliða á Barcelona brautinni í hádeginu í dag. Nakajima fór útaf á fullri ferð í lokabeygju brautarinnar, á þriðja hundrað kílómetra hraða.

Stjórarnir lýsa yfir stuðningi við Beckham

Knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni virðast flestir hallast að því að David Beckham nái að leika 100. landsleik sinn fyrir Englendinga þó hann hafi ekki verið kallaður inn í fyrsta hóp Fabio Capello í gær.

Öll félagaskiptin í janúarglugganum

Mikill fjöldi leikmanna skipti um heimilisfang í janúarglugganum á Englandi. Vísir hefur tekið saman öll félagaskiptin hjá úrvalsdeildarliðunum.

Pöbbaleikmaðurinn kominn í landsliðið

Varnarmaðurinn Curtis Davies hjá Aston Villa var mjög ósáttur við frammistöðu sína þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu á sínum tíma og líkti sjálfum sér við pöbbaliðsleikmann eftir frammistöðuna.

Sala Benjani til skoðunar

Manchester City tókst ekki að landa framherjanum Benjani frá Portsmouth fyrir lokun félagaskiptagluggans á Englandi í gærkvöld, en þó er ekki loku fyrir það skotið að kaupin nái í gegn.

Samtök Knattspyrnumanna stofnuð í dag

Leikmannasamtökin í Landsbankadeildinni voru formlega stofnuð í dag og kallast Samtök Knattspyrnumanna. Það verður Gunnlaugur Jónsson, leikmaður KR, sem veitir samtökunum formennsku.

San Antonio vann í Phoenix

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio stöðvaði þriggja leikja taphrinu sína með dýrmætum sigri á Phoenix á útivelli 84-81.

Stjörnuliðin í NBA klár

Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum.

Defoe til Portsmouth

Seint í kvöld fékkst það loksins staðfest að Jermain Defoe væri genginn til liðs við Portsmouth þar sem hann hittir fyrir Harry Redknapp á nýjan leik.

Caicedo til Manchester City

Manchester City staðfesti eftir að félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti að samið hefði verið við Felipe Caicedo í tæka tíð.

Sjá næstu 50 fréttir