Pau Gasol til LA Lakers 1. febrúar 2008 20:28 Pau Gasol er á leið til Hollywood Nordic Photos / Getty Images Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies er á leið til LA Lakers í NBA deildinni. Fréttir af þessu bárust bæði frá Memphis og Los Angeles nú rétt í þessu. Memphis liðið fær í staðinn miðherjann Kwame Brown, leikstjórnandann Javaris Crittenton, samning Aaron McKie (sem er hættur) og valrétti í nýliðavalinu á þessu ári og árið 2010. Brown hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum allan feril sinn í deildinni, en verðmæti hans í þessum viðskiptum felst fyrst og fremst í því að samningur hans er að renna út. Pau Gasol hefur verið hjá Memphis allan sinn feril eftir að félagið, sem þá var reyndar staðsett í Vancouver, tók hann númer þrjú í nýliðavalinu árið 2001. Gasol var með um 21 stig og tæp 10 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hefur verið með öllu lakari tölfræði í vetur. Lið Memphis hefur líka verið afleitt og spilað langt undir væntingum. Því virðist sem forráðamenn félagsins hafi tekið þá ákvörðun að byrja upp á nýtt - án fyrrum aðalstjörnu sinnar. Lakers-liðið er þarna að fá stórt púsl í viðleitni sinni til að byggja upp meistaralið á ný í kring um Kobe Bryant og gaman verður að sjá hvernig það tekst til.Segðu þína skoðun á fréttinni hér. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies er á leið til LA Lakers í NBA deildinni. Fréttir af þessu bárust bæði frá Memphis og Los Angeles nú rétt í þessu. Memphis liðið fær í staðinn miðherjann Kwame Brown, leikstjórnandann Javaris Crittenton, samning Aaron McKie (sem er hættur) og valrétti í nýliðavalinu á þessu ári og árið 2010. Brown hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum allan feril sinn í deildinni, en verðmæti hans í þessum viðskiptum felst fyrst og fremst í því að samningur hans er að renna út. Pau Gasol hefur verið hjá Memphis allan sinn feril eftir að félagið, sem þá var reyndar staðsett í Vancouver, tók hann númer þrjú í nýliðavalinu árið 2001. Gasol var með um 21 stig og tæp 10 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hefur verið með öllu lakari tölfræði í vetur. Lið Memphis hefur líka verið afleitt og spilað langt undir væntingum. Því virðist sem forráðamenn félagsins hafi tekið þá ákvörðun að byrja upp á nýtt - án fyrrum aðalstjörnu sinnar. Lakers-liðið er þarna að fá stórt púsl í viðleitni sinni til að byggja upp meistaralið á ný í kring um Kobe Bryant og gaman verður að sjá hvernig það tekst til.Segðu þína skoðun á fréttinni hér.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira