Fleiri fréttir

Guðjón Valur íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji.

Terry fór í aðgerð

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, gekk síðdegis í dag undir aðgerð á baki. Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi gengið að óskum.

Button: Ég er sami ökumaður og áður

Ökuþórinn Jenson Button hjá Honda í formúlu 1 segir að fyrsti sigur hans á ferlinum, sem hann náði í Ungverjalandi á síðasta tímabili, hafi ekki breytt stíl hans sem ökumanni. Á þeim sjö mótum sem eftir voru af tímabilinu hafnaði Button ávallt í efstu fimm sætunum.

Lescott einbeitir sér að Everton

Joleon Lescott, varnarmaður Everton, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við enska landsliðið eftir frábæra frammistöðu með liði sínu í vetur. Lescott kom til Everton frá Wolves í sumar og hefur slegið í gegn á Goodison Park.

Mascherano til Liverpool?

Rafael Benitez er sagður sjá leik á borði í málum Javier Mascherano hjá West Ham og er jafnvel talið að spænski stjórinn hjá Liverpool muni bjóða í Argentínumanninn þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar.

Totti vill hvergi annarstaðar vera

Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun.

Platini vill breytingar í Meistaradeildinni

Michael Platini, fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka og núverandi stjórnarmaður UEFA, hefur gefið í skyn að hann muni breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu fari svo að hann vinni forsetakosningar UEFA í næsta mánuði. Þar etur Platini kappi gegn Lennart Johansson, núverandi formanni.

Myndi láta Drogba í vörnina ef ég gæti

Didier Drogba yrði settur í öftustu varnarlínu Chelsea ef það væru til fleiri heilir sóknarmenn hjá liðinu, að sögn stjórans Jose Mourinho. Drogba lék framan af sínum ferli sem bakvörður og hefur líkamlega burði til að vera miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess.

New York sigraði í maraþon leik

New York sigraði Detroit í þríframlengdum maraþon leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 151-145 og dugðu 51 stig frá Richard Hamilton ekki til fyrir Detroit. Hjá New York skoraði Stephan Marbury 41 stig.

Chelsea hefur ekki spurt um Richards

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að Chelsea hafi ekki verið í neinu sambandi við sig varðandi varnarmanninn unga Micah Richards. Hinn ungi enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli í vetur og Chelsea er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn.

Brenton og Helena best hjá KKÍ

Brenton Birmingham hjá Njarðvík og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins 2006, en þetta var tilkynnt í morgun. Það er stjórn Körfuknattleikssambandsins sem stendur að valinu.

Mourinho: Varnarleikurinn veldur áhyggjum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi áhyggjur af varnarleik Chelsea sem hefur fengið á sig sex mörk í síðustu þremur deildarleikjum. Hann segir að fjarvera Petr Cech markvarðar og fyrirliðans John Terry sé liðinu dýrkeypt.

Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum

“Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna” sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári.

Mourinho býst við konunlegum móttökum

Jose Mourinho skortir ekki sjálfstraustið frekar en fyrri daginn. Nú hefur hann lýst því yfir að hann búist við konunglegum móttökum þegar hann heimsækir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum fyrir rúmum tveimur árum.

Góður sigur hjá Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson lét fara óvenju lítið fyrir sér þegar Gummerbach bar sigurorð af Dusseldorf í þýska handboltanum á útivelli í kvöld, 28-27. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk og Sverre Jacobsen eitt. Róbert Gunnarsson og Guðlaugur Arnarson skoruðu ekki. Fjölmargir leikir fóru fram í Þýskalandi í kvöld.

Ferguson fylgist með markatölunni

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að einvígið við Chelsea um enska meistaratitilinn kunni að ráðast á markatölu. Þess vegna leggur Skotinn mikið upp úr því að lærisveinar hans skori nóg af mörkum.

Eiður Smári og Margrét Lára best

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn.

Atletico Madrid er stórhuga

Samkvæmt fréttum frá Spáni ætlar Atletico Madrid að freista þess að fá Xabi Alonso frá Liverpool í janúar. Afar ólíklegt verður að teljast að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, láti Alonso af hendi, enda Spánverjinn í lykilhlutverki á miðju liðsins.

Tottenham vill fá Upson

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun hafa beint spjótum sínum að Matthew Upson, varnarmanni Birmingham, eftir að ljóst væri að hann fengi ekki Curtis Davies frá WBA þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar.

Terry fer til sérfræðings í Frakklandi

John Terry, fyrirliði Chelsea, er á leið til Frakklands þar sem hann mun hitta sérfræðing í bakmeiðslum. Terry hefur misst af síðustu fjórum leikjum ensku meistaranna vegna meiðslanna og hefur vörn liðsins verið sem hriplekt gatasigti í þeim leikjum.

Curbishley segir falldrauginn viðvarandi

Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon fékk til að stýra skútu West Ham fyrir skemmstu, segir að það verði erfitt fyrir félagið að losna úr greipum botnbaráttunnar í ensku úrvalsdeildinni miðað við frammistöðuna sem liðið sýndi gegn Portsmouth í gær. West Ham er í 18. sæti deildarinnar og í fallsæti.

Forráðamenn Real bíða ekki lengur

David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun.

Leggja til breytingar á hertum reglum HPA

Eftir að hafa orðið fyrir almennri gagnrýni á þessu ári vegna meðferðar á Tennessee ganghestum, hafa sumir leiðtogar í greininni lagt til harðari viðurlög fyrir þá sem eru staðnir að því að misbjóða hestum í ágóðaskyni. "Við viljum sjá hrossin kynnt á þann hátt að fólk geti notið þess, vegna þess að þetta er frábærasti hestur í heimi," sagði þjálfarinn Wink Groover á mánudaginn síðastliðinn.

Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig

Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig.

Parker ekki á leið frá Newcastle

Scott Parker er ekki á leið frá Newcastle og það tekur því ekki einu sinni að ræða þann möguleika. Þetta sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle, þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann og Nigel Reo-Cocker hjá West Ham myndu skipta um lið í janúar.

Huddlestone endurnýjar við Tottenham

Hinn gríðarlega efnilegi miðjumaður Tottenham, Tom Huddlestone, hefur skrifað undir nýjan fjögurra- og hálfs árs samning við Lundúnarliðið og þar með bundið enda á allar vangaveltur um að hann yfirgæfi herbúðir félagsins. Huddlestone hefur spilað mjög vel í vetur og fengið verðskuldaða athygli stóru liðana í Englandi.

Tiger: Af hverju vann ekki Federer?

Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær.

Capello vill losna við Cassano

Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid í janúar, að því er spænskir fjölmiðlar halda fram í gær. Hinn 24 ára gamli framherji er í algjörri ónáð hjá forráðamönnum félagsins sem vilja ólmir losna við hann.

Styttist í úrtöku fyrir Meistaradeildina

Atli Guðmundsson var sigurvegari í síðustu Meistaradeild í hestaíþróttum sem haldin var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli með 44 stig. Það var aðeins eitt stig sem skildu að fyrsta og annað sætið en það var Sigurður Sigurðarson sem hafnaði í öðru sæti með 43 stig.

Fyrsti sigur Iverson hjá Denver

Allen Iverson fagnaði sigri í í treyju Denver í fyrsta sinn í nótt þegar liðið bar sigurorð af Boston, 116-105, í NBA-deildinni. Iverson skoraði 28 stig og gaf 13 stoðsendingar. Dallas sigraði Charlotte auðveldlega, 97-84, og hefur nú unnið sjö leiki í röð.

Jewell: Ronaldo er stórkostlegur

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu.

Benitez kennir Crouch ekki um tapið

Rafael Benitez segir að hafi verið Brad Friedel að kenna – ekki Peter Crouch – að Liverpool fór ekki með þrjú stig af hólmi frá Ewood Park í Blackburn í dag. Crouch fékk þrjú úrvals skallafæri sem öll rötuðu beint á Friedel í marki Blackburn.

Van Persie bjargaði Arsenal

Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal.

Scolari hættir eftir EM 2008

Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss.

Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.

Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu

Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn.

Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi

Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum.

Þáttur um þolreið íslenska hestsins á Vef TV Hestafrétta

Síðastliðið vor var Þolreiðarkeppni íslenska hestsins haldin á vegum Þórarinns (Póra) í Laxnesi. Keppnin hófst í Víðidal og var riðið í Laxnes. Póri í Laxnesi hefur heldur betur lyft grettistaki í þessari keppnisgrein og var hún nú einnig haldin í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Sjónvarpsþáttur um keppnina er nú kominn inn á Vef TV Hestafrétta.

Wade skyggði algjörlega á Kobe

Einvígi Dwayne Wade og Kobe Bryant í viðureign Miami og LA Lakers í NBA-deildinni í nótt náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Það er skemmst frá því að segja að Bryant kolféll á prófinu á meðan Wade blómstraði í sannfærandi 101-85 sigri Miami.

Chelsea tapaði stigum á heimavelli

Englandsmeistarar Chelsea náðu aðeins jafntefli gegn nýliðum Reading á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 og á Manchester United því alla möguleika á að ná fjögurra stiga forystu með því að sigra Wigan á heimavelli sínum í leik sem hefst kl. 15.

Jewell: Væntum mikils af Heskey

Paul Jewell, stjóri Wigan, vill að framherjinn Emile Heskey bjóði upp á sömu frammistöðu gegn Man. Utd. á Old Trafford í dag eins og hann gerði gegn Chelsea á Þorláksmessu. Þá skoraði Heskey tvö mörk og lék sinn besta leik í langan tíma.

Adebayor: Ég myndi spila frítt fyrir Arsenal

Emanual Adebayor, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Arsenal, kveðst svo ánægður í herbúðum liðsins að hann væri reiðubúinn að spila án þess að þiggja laun fyrir. Adebayor hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins, að sögn stjórans Arsene Wenger, sem er hæstaánægður með frammistöðu pilts.

Ferguson ánægður með breiddina

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi.

Hughes hræddur við Bellamy

Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar.

Federer ætlar að gera enn betur á næsta ári

Roger Federer, langbesti tennisspilari heims, stefnir á að ná enn betri árangri á næsta ári en hann gerði á þessu ári. Federer segir það vel mögulegt, þrátt fyrir að hann hafi verið nánast óstöðvandi í ár.

Sjá næstu 50 fréttir