Fleiri fréttir

Kvennaliðin í sókn

Íslensk félagslið í kvennaflokki eru í ágætri sókn samkvæmt nýjum styrkleikalista sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út í dag. Kvennaliðin á Íslandi eru þar í 19. sæti á styrkleikalistum og vinna sig upp um sjö sæti frá því listinn var síðast birtur, en karlaliðin falla um eitt sæti og eru í 22. sæti.

Dida dregur lappirnar

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa lýst yfir óánægju sína með það hversu erfiðlega gengur að ná samningum við brasilíska markvörðinn Dida. Samningur Dida rennur út í júní, en hann nú meiddur og getur ekki spilað með liðinu fyrr en í fyrsa lagi í janúar.

Fjölnir mætir Keflavík

Í dag var dregið í 16-liða úrslitin í bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Þrjár af átta viðureignum í umferðinni verða einvígi úrvalsdeildarliða þar sem Fjölnir tekur á móti Keflavík, Tindastóll mætir KR og þá mætast suðurlandsliðin Hamar/Selfoss og Þór úr Þorlákshöfn.

Framtíð Klose óráðin

Framtíð þýska landsliðsframherjans Miroslav Klose hjá Werder Bremen virðist alfarið vera óráðin, en bæði leikmaðurinn og forráðamenn liðsins viðurkenna að til greina komi að hann fari frá félaginu. Klose er 28 ára gamall og var markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi í sumar, en vitað er af áhuga fjölda liða í Evrópu á þessum sterka framherja.

Henry ekki tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins

Alþjóða knattspyrnusambandið gaf í dag út hvaða þrír menn eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins hjá FIFA. Athygli vekur að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal er ekki á listanum að þessu sinni, en hann skipa nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, Fabio Cannavaro frá Ítalíu og þeir Ronaldinho og Zinedine Zidane.

Michael Redd skaut Lakers í kaf

Michael Redd átti stórleik í nótt þegar Milwaukee bar sigurorð af LA Lakers á útivelli 109-105 í NBA deildinni. Redd skoraði 45 stig, þar af 18 í lokaleikhlutanum og afstýrði þar með 11. tapi Milwaukee í röð gegn Lakers. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en var með afleita skotnýtingu. Lamar Odom var bestur hjá Lakers með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Heimsókn verknámskennara hrossaræktardeildar

Tamninganemar sem stunda nám sitt á öðru ári við Hrossaræktardeild Hólaskóla taka á vorönn 2007, fimm mánaða verknám. Verknámið er tekið við tamningastöðvar vítt og breitt um landið. Hólaskóli leggur mikla áherslu á að hafa gott samband við þá aðila sem taka nemendur í verknám, verknámskennarana. Það hefur til nokkurra ára verið árvisst að bjóða þeim til fundar á Hólum að hausti,

Fulham yfir gegn Arsenal í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Fulham hefur yfir 2-1 gegn Arsenal á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Everton. Manchester City hefur 2-0 yfir gegn Aston Villa á Villa Park. Markaskorara má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni.

New Orleans - Toronto í beinni

Leikur New Orleans Hornets og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan 1 eftir miðnættið. New Orleans er erfitt heim að sækja þó liðið spili heimaleiki sína raunar í Oklahoma-borg, en Toronto hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu. Rétt er að minna svo á leik Dallas og Sacramento sem verður í beinni á Sýn á föstudagskvöldið.

Mikilvægur sigur Sheffield United

Sheffield United tryggði sér þrjú afar dýrmæt stig í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 útisigri á Watford. Það var Danny Webber, fyrrum leikmaður Watford, sem skoraði sigurmark United rétt fyrir leikslok. Markið var nokkuð umdeilt, því Webber þótti hafa verið rangstæður þegar hann skoraði, en sigurinn var engu að síður verðskuldaður hjá United.

Howard er enn inni í myndinni

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að markvörðurinn Tim Howard gæti vel átt framtíðina fyrir sér á Old Trafford þó hann hafi ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu. Howard er lánsmaður hjá Everton um þessar mundir.

Formúla 1 er ekkert barnaafmæli

Michael Schumacher segist ekki hafa hlotið neina sérmeðferð þau ár sem hann var ökumaður númer eitt hjá Ferrari eins og margir hafa meinað, heldur segist hann hafa unnið fyrir því með því að vera einfaldlega fljótari en félagi sinn hverju sinni.

Orkuríkur Rooney

David James, nemandi við háskóla í Sheffield á Englandi, opinberaði í dag rannsókn sína á orkuframleiðslu framherjans Wayne Rooney á knattspyrnuvellinum og niðurstöður skýrslu hans voru mjög eftirtektarverðar. James fann það út að Rooney framleiddi t.a.m. næga orku til að sjóða vatn í 16 tebolla á meðan á einum knattspyrnuleik stendur.

Böðullinn er hættur við að hætta

"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni.

Riquelme byrjaður að æfa á ný

Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina.

Tottenham að kaupa ungan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú sagt hafa gengið frá kaupum á 17 ára gömlum miðjumanni frá franska liðinu Lens. Þetta er Marokkómaðurinn Abel Taarabt sem verið hefur í akademíu franska liðsins síðan hann var uppgötvaður hjá Vallons, uppeldisfélagi Zinedine Zidane.

Ísland lagði Asera

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn.

Juninho gagnrýnir brasilíska landsliðið

Juninho, leikmaður Lyon í Frakklandi og fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, gagnrýnir harðlega undirbúning Brassa fyrir HM í Þýskalandi í sumar og segir að liðið hafi farið á mótið með hangandi hendi. Hann segist þó ánægður með störf nýja landsliðsþjálfarans Dunga það sem af er.

Thomas Sörensen í aðgerð

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Sörensen hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla semhann varð fyrir þegar hann lenti í samstuði við Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough um helgina. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst er að hann verður frá keppni í að minnsta kosti nokkrar vikur.

Nýliðarnir eigast við í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar Watford taka á móti nýliðum Sheffield United. Fyrirfram má búast við mikilli hörku í leiknum þar sem liðin tvö eiga eftir að vilja sækja þrjú dýrmæt stig hvort af öðru í botnbaráttunni.

Zenden frá í sex vikur

Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden hjá Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann þurfti í uppskurð á hné. Zanden meiddist á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina, en hann var líka frá keppni meira og minna allt síðasta tímabil vegna meiðsla á sama hné.

Johnson verður ekki með gegn United

Enski landsliðsframherjinn Andy Johnson getur ekki leikið með liði sínu Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla. Johnson er meiddur á læri og þarf nokkra daga til að jafna sig. Þá má lánsmaðurinn Tim Howard ekki spila gegn sínum gömlu félögum í United og það verður því Richard Wright sem stendur í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum síðan í apríl.

Dunleavy framlengir við Clippers

Þjálfarinn Mike Dunleavy hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár og fær fyrir það um 21 milljón dollara. Los Angeles Times greindi frá þessu í gærkvöld. Dunleavy hefur átt stóran þátt í því að rífa lið Clippers upp úr meðalmennskunni og þrátt fyrir að leiktíðin í ár hafi ekki byrjað glæsilega, en liðið náði besta árangri í þrjá áratugi á síðustu leiktíð.

Chelsea að skoða David Villa

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar Chelsea hafi fylgst náið með spænska landsliðsframherjanum David Villa hjá Valencia að undanförnu og því er haldið fram að hann sé jafnvel hugsaður sem arftaki Andriy Shevchenko hjá enska liðinu, enda hefur Úkraínumanninum ekki gengið vel að skora til þessa.

Phillips er velkominn aftur

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Shaun Wright-Phillips sé alltaf velkominn aftur til Manchester City eftir 16 mánaða tilþrifalitla veru í herbúðum Englandsmeistara Chelsea. Breskir fjölmiðlar eru á því að Phillips verði seldur frá Chelsea í janúar og var hann síðast orðaður við West Ham.

Solskjær og Park farnir að æfa á ný

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur fengið þær gleðifregnir að þeir Ole Gunnar Solskjær og Park Ji-Sung hafi nú snúið aftur til æfinga eftir meiðsli. Solskjær hefur verið meiddur á læri, en þó hann sé byrjaður að æfa létt - mun hann ekki snúa aftur fyrr en í kring um jólin. Park hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september.

Tíu sigrar í röð hjá Dallas

Dallas vann í nótt 10. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á Minnesota 93-87 í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Josh Howard og Dirk Nowitzki skoruðu 15 stig hvor fyrir Dallas en Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota.

Dagskrá Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum

Nú liggur fyrir endanlega dagskrá Meistaradeildar VÍS 2007. Þátttakendur verða alls 24, úrtaka fyrir laus sæti í Meistaradeildinni verður haldin laugardaginn 20.janúar og hefst hún klukkan 13.00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi. Úrtakan er öllum opin. Þeir knapar sem unnið hafa sér þátttökurétt eru eftirtaldir.

Bellamy missir af næsta leik

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool mun að öllum líkindum missa af leik Liverpool og Portsmouth í miðri viku eftir að réttarhöld yfir honum í heimaborg hans Cardiff töfðust um nokkurn tíma. Bellamy var tvo daga fyrir rétti í síðustu viku og þarf að eyða þremur dögum þar í þessari viku. Hann er ákærður fyrir líkamsárás.

Silvestre vill reyna fyrir sér á Spáni

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United segist gjarnan vilja breyta til og spila jafnvel á Spáni áður en hann leggur skóna á hilluna. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur misst sæti sitt í liði United til Nemanja Vidic, en segist engu að síður sáttur við sitt hlutskipti.

Bilbao rekur þjálfarann

Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú.

Dallas - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Dallas og Minnesota í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan hálf tvö í nótt. Dallas er heitasta liðið í NBA og hefur unnið níu leiki í röð og þá er leikur kvöldsins fín upphitun fyrir leik Dallas og Sacramento sem sýndur verður beint á Sýn á föstudagskvöldið klukkan eitt.

Hahnemann og Little semja við Reading

Markvörðurinn Marcus Hahnemann og miðjumaðurinn Glen Little hafa nú fetað í fótspor Íslendinganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading og undirritað nýjan samning við félagið. Báðir leikmennirnir eru nú samningsbundnir Reading út leiktíðina 2008.

Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus

Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli.

Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn

Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld.

Eiður Smári semur við Adidas

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas.

Vialli spáir Manchester United sigri

Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea.

Uppskeruhátíð yngri flokka Fáks

Í gær sunnudag var haldin uppskeruhátíð yngri flokka hjá Fáki. Þar komu saman þau börn sem höfðu tekið þátt í keppni, námskeiðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins síðastliðið ár. Má ætla að um 100 börn hafi mætt á hátíðina. Þátttakendur félagsins í barna og unglingaflokki á Landsmóti fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Tottenham að fá ungan markvörð

Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar.

Blatter útilokar sjónvarpstækni við dómgæslu

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið það sterklega í skyn að ekki verði notast við sjónvarpstækni við dómgæslu í knattspyrnu á meðan hann sitji í forsetastóli hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann vill þó taka marklínubúnað upp á stórmótum sem fyrst.

Bayern íhugar að segja sig úr G-14

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, vandar félögum sínum í G-14 ekki kveðjurnar í viðtali við þýska blaðið Kicker í dag og ræðst þar sérstaklega að eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Hann segir Bayern vera að íhuga að segja sig úr G-14.

Tevez biðst afsökunar

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu.

Handboltamenn stofna G-14

Handknattleiksforystan í Evrópu hefur nú fetað í fótspor kollega sinna í knattspyrnunni og hefur stofnað sitt eigið G-14 samband. Það er samband 14 stærstu félagsliða Evrópu sem koma frá 8 löndum og verður samtökunum ætlað að bæta tengsl félagsliða við Alþjóða- og Evrópusambandið í handbolta.

Skaut vin sinn til bana vegna 1500 króna veðmáls

Rúmlega fertugur karlmaður skaut vin sinn til bana í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina eftir að þeir lentu í deilum vegna 1500 króna veðmáls þeirra á leik í háskóladeildinni í ruðningi.

Cannavaro fær Gullknöttinn

Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir