Fleiri fréttir Cech var á sjúkrahúsi í nótt Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi. 15.10.2006 08:00 Enn vinnur Calzaghe Joe Calzaghe varði í gær IBF og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Sakio Bika á stigum í bardaga þeirra í Manchester á Englandi. Sigur Calzaghe var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, en þessi mikli meistari þurfti að hafa mikið fyrir honum. 15.10.2006 01:50 Æfur yfir meiðslum markvarða sinna Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini. 15.10.2006 01:07 Ósáttur við færin sem fóru forgörðum Martin Jol þurfti enn að skammast yfir því hvað leikmenn hans fóru illa með færi sín þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag. 14.10.2006 21:15 Telur að Watford muni halda sér í deildinni Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor. 14.10.2006 20:00 Fram steinlá í Noregi Íslandsmeistarar Fram spiluðu sinn slakasta leik til þessa í Meistaradeildinni þegar liðið steinlá 35-26 fyrir norsku meisturunum í Sandefjord í dag. Guðjón Drengsson skoraði 6 mörk fyrir Framara, sem verma nú botnsætið í riðli sínum í keppninni. 14.10.2006 18:34 Dýr sigur hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr. 14.10.2006 18:14 Valur lagði Stjörnuna Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals. 14.10.2006 17:39 Bremen valtaði yfir Bochum Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2. 14.10.2006 17:15 Ívar Ingimarsson í sviðsljósinu Íslenski landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson hefur sannarlega verið í sviðsljósinu í leik Reading og Chelsea, en gestirnir hafa 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ívar, sem ber fyrirliðabandið hjá Reading, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Frank Lampard undir lok hálfleiksins, en áður hafði Ívar skallað í slá á eigin marki. 14.10.2006 17:06 Ferguson og Jewell hrósa Rooney Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Paul Jewell, stjóri Wigan, skiptust á að hrósa Wayne Rooney fyrir frammistöðu hans í sigri United í dag. Rooney náði ekki að skora mark, en leikur hans þótti bera vitni um að hann væri að finna sitt fyrra form. 14.10.2006 16:13 Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekknum. 14.10.2006 16:08 Liverpool og Blackburn skildu jöfn Leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Blackburn á heimavelli sínum, en Arsenal vann auðveldan sigur á Watford 3-0. 14.10.2006 15:58 Sandefjord - Fram í beinni á Sýn Leikur norsku meistaranna Sandefjord og Íslandsmeistara Fram í meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í dag. Útsending frá leiknum í Noregi hefst klukkan 16:45 og það kemur í hlut hins óviðjafnanlega Guðjóns Guðmundssonar að lýsa leiknum. 14.10.2006 15:45 Ráðgjafi McClaren segir af sér Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, hefur sagt starfi sínu lausu. Clifford var ráðinn til að tala fyrir munn þjálfarans í fjölmiðlum og vernda hann fyrir árásum ágengra blaðamanna. 14.10.2006 15:11 Blackburn er yfir á Anfield Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á Anfield þar sem Benni McCarthy skoraði fyrir gestina. 14.10.2006 14:56 Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. 14.10.2006 14:29 Man Utd lagði Wigan Manchester United vann góðan 3-1 útisigur á Wigan í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wigan náði forystunni með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, en Nemanja Vidic, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu gestunum öruggan sigur með mörkum í þeim síðari. 14.10.2006 14:02 Calzaghe ætlar að jafna met Böðulsins Walesverjinn Joe Calzaghe segist ætla að gæta sín vel á því að vanmeta ekki andstæðing sinn annað kvöld þegar hann ver WBO og IBF titla sína í yfir millivigt gegn Kamerúnmanninum Sakio Bika. Bardaginn verður í beinni á Sýn annað kvöld og hefst útsending strax klukkan 20. 13.10.2006 22:30 Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. 13.10.2006 22:15 Haukar töpuðu fyrir Alcoa Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrri leik sínum gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa 31-26 í Evrópukeppninni í handbolta. Síðari leikur liðanna verður einnig á Ásvöllum og þar verður bíður Hauka erfitt verkefni gegn þessu sterka liði, sem komst í undanúrslit EHF keppninnar á síðustu leiktíð. 13.10.2006 21:43 Fjölmiðlar telja Joorabchian líklegri til að kaupa West Ham Breska blaðið The Times fullyrðir í dag að íranski viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sé líklegri en Eggert Magnússon til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert vísar þeim fregnum á bug að 8 milljarða tilboði hans í félagið hafi verið hafnað. 13.10.2006 21:00 Grótta á toppnum Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. 13.10.2006 20:50 Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni. 13.10.2006 19:50 Paul Grant að taka við Norwich Paul Grant, aðstoðarknattspyrnustjóri West Ham, verður tilkynntur formlega sem nýr knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Norwich á mánudaginn. Norwich mun væntanlega greiða úrvalsdeildarfélaginu eitthvað fé fyrir Grant, en á heimasíðu Norwich segist hann fagna því að taka frábæru félagi sem ætli sér stóra hluti. Grant spilaði 75 leiki fyrir Norwich á sínum tíma. 13.10.2006 19:45 Aftur keppt á Spa á næsta ári Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári. 13.10.2006 19:00 Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni. 13.10.2006 18:45 Schumacher heiðraður í Brasilíu Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele. 13.10.2006 18:15 Lætur blaðamenn heyra það Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum. 13.10.2006 17:45 Andy Johnson bestur í september Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni. 13.10.2006 17:17 Tony Mowbray tekur við West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom réði í dag Tony Mowbray í stöðu knattspyrnustjóra. Mowbray stýrði áður skoska liðinu Hibernian frá Edinborg og tekur nú við West Brom að Bryan Robson sem hætti störfum í síðasta mánuði. 13.10.2006 17:15 Coppell stjóri mánaðarins Steve Coppell, stjóri Reading, hefur verið útnefndur knattspyrustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Reading tapaði ekki leik í mánuðinum og hirti stjö stig af níu mögulegum. 13.10.2006 17:10 Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. 13.10.2006 16:15 Vonsvikinn á viðbrögðum fólks Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag. 13.10.2006 15:45 Einn nýliði í hópnum Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram. 13.10.2006 15:15 Handtekinn vegna líkamsárásar Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði. 13.10.2006 15:06 Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. 13.10.2006 14:45 Maxi Rodriguez úr leik Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun. 12.10.2006 22:15 Fjandans sama um gagnrýni Framherjinn snjalli Lukas Podolski svaraði harðri gagnrýni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þjóðverja á Slóvökum í undankeppni EM. Podolski hefur verið harðlega gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum sem og af félögum sínum hjá Bayern Munchen. 12.10.2006 21:30 Gummersbach lagði Celje Lasko Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni. 12.10.2006 20:06 Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. 12.10.2006 20:00 Rooney reifst við dónalegan stuðningsmann Leikmenn enska landsliðsins fengu að heyra skoðanir stuðningsmanna liðsins þegar þeir gengu inn í rútuna eftir tapleikinn gegn Króötum í gær og fréttir herma að einn þeirra hafi verið einstaklega dónalegur. Wayne Rooney er sagður hafa svarað honum fullum hálsi. 12.10.2006 19:45 Beckham hefði ekki skipt máli gegn Króötum Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, segir að þjálfarinn hafi fulla auðmýkt í að kalla David Beckham inn í enska landsliðshópinn á ný ef hann telji það liðinu fyrir bestu, en blæs á að betur hefði farið Beckham hefði notið við í tveimur síðustu leikjum liðsins. 12.10.2006 19:30 Stilian Petrov hættur með landsliðinu Stilian Petrov, fyrirliði Búlgarska landsliðsins og leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með búlgarska landsliðinu. 12.10.2006 18:56 Þrír lykilmenn Arsenal meiddir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið. 12.10.2006 18:17 Sjá næstu 50 fréttir
Cech var á sjúkrahúsi í nótt Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi. 15.10.2006 08:00
Enn vinnur Calzaghe Joe Calzaghe varði í gær IBF og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Sakio Bika á stigum í bardaga þeirra í Manchester á Englandi. Sigur Calzaghe var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, en þessi mikli meistari þurfti að hafa mikið fyrir honum. 15.10.2006 01:50
Æfur yfir meiðslum markvarða sinna Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini. 15.10.2006 01:07
Ósáttur við færin sem fóru forgörðum Martin Jol þurfti enn að skammast yfir því hvað leikmenn hans fóru illa með færi sín þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag. 14.10.2006 21:15
Telur að Watford muni halda sér í deildinni Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor. 14.10.2006 20:00
Fram steinlá í Noregi Íslandsmeistarar Fram spiluðu sinn slakasta leik til þessa í Meistaradeildinni þegar liðið steinlá 35-26 fyrir norsku meisturunum í Sandefjord í dag. Guðjón Drengsson skoraði 6 mörk fyrir Framara, sem verma nú botnsætið í riðli sínum í keppninni. 14.10.2006 18:34
Dýr sigur hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr. 14.10.2006 18:14
Valur lagði Stjörnuna Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals. 14.10.2006 17:39
Bremen valtaði yfir Bochum Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2. 14.10.2006 17:15
Ívar Ingimarsson í sviðsljósinu Íslenski landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson hefur sannarlega verið í sviðsljósinu í leik Reading og Chelsea, en gestirnir hafa 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ívar, sem ber fyrirliðabandið hjá Reading, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Frank Lampard undir lok hálfleiksins, en áður hafði Ívar skallað í slá á eigin marki. 14.10.2006 17:06
Ferguson og Jewell hrósa Rooney Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Paul Jewell, stjóri Wigan, skiptust á að hrósa Wayne Rooney fyrir frammistöðu hans í sigri United í dag. Rooney náði ekki að skora mark, en leikur hans þótti bera vitni um að hann væri að finna sitt fyrra form. 14.10.2006 16:13
Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekknum. 14.10.2006 16:08
Liverpool og Blackburn skildu jöfn Leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Blackburn á heimavelli sínum, en Arsenal vann auðveldan sigur á Watford 3-0. 14.10.2006 15:58
Sandefjord - Fram í beinni á Sýn Leikur norsku meistaranna Sandefjord og Íslandsmeistara Fram í meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í dag. Útsending frá leiknum í Noregi hefst klukkan 16:45 og það kemur í hlut hins óviðjafnanlega Guðjóns Guðmundssonar að lýsa leiknum. 14.10.2006 15:45
Ráðgjafi McClaren segir af sér Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, hefur sagt starfi sínu lausu. Clifford var ráðinn til að tala fyrir munn þjálfarans í fjölmiðlum og vernda hann fyrir árásum ágengra blaðamanna. 14.10.2006 15:11
Blackburn er yfir á Anfield Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á Anfield þar sem Benni McCarthy skoraði fyrir gestina. 14.10.2006 14:56
Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. 14.10.2006 14:29
Man Utd lagði Wigan Manchester United vann góðan 3-1 útisigur á Wigan í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wigan náði forystunni með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, en Nemanja Vidic, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu gestunum öruggan sigur með mörkum í þeim síðari. 14.10.2006 14:02
Calzaghe ætlar að jafna met Böðulsins Walesverjinn Joe Calzaghe segist ætla að gæta sín vel á því að vanmeta ekki andstæðing sinn annað kvöld þegar hann ver WBO og IBF titla sína í yfir millivigt gegn Kamerúnmanninum Sakio Bika. Bardaginn verður í beinni á Sýn annað kvöld og hefst útsending strax klukkan 20. 13.10.2006 22:30
Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. 13.10.2006 22:15
Haukar töpuðu fyrir Alcoa Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrri leik sínum gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa 31-26 í Evrópukeppninni í handbolta. Síðari leikur liðanna verður einnig á Ásvöllum og þar verður bíður Hauka erfitt verkefni gegn þessu sterka liði, sem komst í undanúrslit EHF keppninnar á síðustu leiktíð. 13.10.2006 21:43
Fjölmiðlar telja Joorabchian líklegri til að kaupa West Ham Breska blaðið The Times fullyrðir í dag að íranski viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sé líklegri en Eggert Magnússon til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert vísar þeim fregnum á bug að 8 milljarða tilboði hans í félagið hafi verið hafnað. 13.10.2006 21:00
Grótta á toppnum Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. 13.10.2006 20:50
Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni. 13.10.2006 19:50
Paul Grant að taka við Norwich Paul Grant, aðstoðarknattspyrnustjóri West Ham, verður tilkynntur formlega sem nýr knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Norwich á mánudaginn. Norwich mun væntanlega greiða úrvalsdeildarfélaginu eitthvað fé fyrir Grant, en á heimasíðu Norwich segist hann fagna því að taka frábæru félagi sem ætli sér stóra hluti. Grant spilaði 75 leiki fyrir Norwich á sínum tíma. 13.10.2006 19:45
Aftur keppt á Spa á næsta ári Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári. 13.10.2006 19:00
Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni. 13.10.2006 18:45
Schumacher heiðraður í Brasilíu Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele. 13.10.2006 18:15
Lætur blaðamenn heyra það Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum. 13.10.2006 17:45
Andy Johnson bestur í september Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni. 13.10.2006 17:17
Tony Mowbray tekur við West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom réði í dag Tony Mowbray í stöðu knattspyrnustjóra. Mowbray stýrði áður skoska liðinu Hibernian frá Edinborg og tekur nú við West Brom að Bryan Robson sem hætti störfum í síðasta mánuði. 13.10.2006 17:15
Coppell stjóri mánaðarins Steve Coppell, stjóri Reading, hefur verið útnefndur knattspyrustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Reading tapaði ekki leik í mánuðinum og hirti stjö stig af níu mögulegum. 13.10.2006 17:10
Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. 13.10.2006 16:15
Vonsvikinn á viðbrögðum fólks Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag. 13.10.2006 15:45
Einn nýliði í hópnum Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram. 13.10.2006 15:15
Handtekinn vegna líkamsárásar Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði. 13.10.2006 15:06
Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. 13.10.2006 14:45
Maxi Rodriguez úr leik Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun. 12.10.2006 22:15
Fjandans sama um gagnrýni Framherjinn snjalli Lukas Podolski svaraði harðri gagnrýni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þjóðverja á Slóvökum í undankeppni EM. Podolski hefur verið harðlega gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum sem og af félögum sínum hjá Bayern Munchen. 12.10.2006 21:30
Gummersbach lagði Celje Lasko Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni. 12.10.2006 20:06
Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. 12.10.2006 20:00
Rooney reifst við dónalegan stuðningsmann Leikmenn enska landsliðsins fengu að heyra skoðanir stuðningsmanna liðsins þegar þeir gengu inn í rútuna eftir tapleikinn gegn Króötum í gær og fréttir herma að einn þeirra hafi verið einstaklega dónalegur. Wayne Rooney er sagður hafa svarað honum fullum hálsi. 12.10.2006 19:45
Beckham hefði ekki skipt máli gegn Króötum Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, segir að þjálfarinn hafi fulla auðmýkt í að kalla David Beckham inn í enska landsliðshópinn á ný ef hann telji það liðinu fyrir bestu, en blæs á að betur hefði farið Beckham hefði notið við í tveimur síðustu leikjum liðsins. 12.10.2006 19:30
Stilian Petrov hættur með landsliðinu Stilian Petrov, fyrirliði Búlgarska landsliðsins og leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með búlgarska landsliðinu. 12.10.2006 18:56
Þrír lykilmenn Arsenal meiddir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið. 12.10.2006 18:17