Fleiri fréttir

Skörð höggvin í danska liðið

Allir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu komu heilir út úr leiknum gegn Norður Írum um helgina en sömu sögu er ekki að segja af danska landsliðinu. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Dana þar sem fyrirliðinn sjálfur er á meðal þeirra sem meiddir eru.

Ísland mætir Finnum annað kvöld

Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Ég vil heldur systur þína

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi hefur nú rofið þögnina og gefið upp hvað hann sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleik HM í sumar, með þeim afleiðingum að Zidane skallaði hann í bringuna og lét reka sig af velli í sínum síðasta leik.

HK kærði aftur

Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær.

Verður skrítið að leika gegn Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona.

Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum

Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember.

Tiger Woods með fimmta sigurinn í röð

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á golfvellinum, en í kvöld landaði hann sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni eftir ótrúlegan endasprett.

Þrír Svíar í bann

Það eru ekki bara leikmenn króatíska knattspyrnulandsliðsins sem brjóta útivistarreglur þjálfara sinna, því nú hefur Lars Lagerback tilkynnt að þeir Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson verði ekki í liði Svía gegn Liechtenstein á miðvikudag eftir að þeir brutu reglur landsliðsins um útivistartíma. Þremenningarnir höfðu ekki áfengi um hönd, en verða engu að síður settir í skammarkrókinn hjá Lagerback.

Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns

Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar.

Steven Gerrard er besti knattspyrnumaður heims

Peter Crouch, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segist ekki í nokkrum vafa um að Steven Gerrard sé besti knattspyrnumaður heims og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á fyrirliða sínum.

Aðeins eitt takmark á Monza

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari.

Hótaði að skora sjálfsmark

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að það hafi neyðst til að selja varnarmanninn William Gallas á dögunum, því hann hafi hótað að skora sjálfsmark með Chelsea ef hann yrði látinn spila annan leik fyrir félagið.

Þrír leikmenn í bann fyrir agabrot

Þrír af leikmönnum króatíska landsliðsins, þeir Bosko Balaban, Ivica Olic og Dario Srna, hafa verið dæmdir í leikbann og gert að greiða sekt eftir að þeir brutu útivistarbann liðsins um helgina. Liðið er við æfingar í Slóveníu þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Rússum á miðvikudag og hefur þremenningunum verið gert að biðjast afsökunar á hátterni sínu.

Berbatov meiddur

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, getur ekki leikið með landsliði gegn Slóvenum í undankeppni EM á miðvikudag vegna meiðsla. Berbatov meiddist í nára í deildarleik með Tottenham um daginn og var sprautaður með verkjalyfjum eftir leik Búlgara og Rúmena um helgina. Talið er öruggt að Berbatov missi einnig af leik Tottenham gegn Manchester United um næstu helgi.

Ólafur og Ragnhildur stigameistarar

Ólafur Már Sigurðsson og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR tryggðu sér um helgina stigameistaratitil Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki að loknu 6. mótinu á KB-banka mótaröðinni.

Senna framlengir við Villarreal

Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu.

Chelsea gæti átt eftir að sjá eftir sölunni á Eiði Smára

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona, segir að Chelsea eigi eftir að sjá eftir því að hafa selt Eið Smára Guðjohnsen og spáir því að ef til vill gæti Íslendingurinn knái átt eftir að reynast fyrrum félögum sínum erfiður þegar liðin mætast í meistaradeildinni enn einu sinni í næsta mánuði.

Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.

Framlengir samning sinn við Atletico Madrid

Framherjinn skæði Fernando Torres hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Atletico Madrid um eitt ár, eða til ársins 2009. Torres er 22 ára gamall og hefur um árabil verið einn eftirsóttasti framherji Evrópu, en hann er staðráðinn í að vera áfram í herbúðum Madrídarliðsins. Torres mun undirrita nýja samninginn þegar hann snýr aftur frá Norður-Írlandi með spænska landsliðinu í vikunni.

Vetrarhlé yrði ensku deildinni til framdráttar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur nú enn á ný látið þá skoðun sína í ljós að vetrarhlé myndi gera ensku knattspyrnunni gott, en slíkt hlé tíðkast víða á meginlandi Evrópu. Ferguson segir upplagt að hafa þriggja vikna frí í upphafi janúar og spila frekar út maí í staðinn.

Rio Ferdinand er klár í slaginn

Steve McClaren hefur staðfest að varnarmaðurinn Rio Ferdinand sé orðinn góður af meiðslum sínum og geti því leikið gegn Makedónum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Þær fréttir voru þó að berast úr enska hópnum að þeir Luke Young og Chris Kirkland muni ekki fara með liðinu til Makedóníu vegna meiðsla.

Finnarnir að lenda

Finnska landsliðið í körfuknattleik kemur hingað til lands í dag og hefur undirbúning sinn fyrir leikinn við Ísland í B-deild Evrópumótsins á miðvikudagskvöld. Finnar ætla sér góðan tíma í undirbúninginn og ætla sér sigur, en lögðu íslenska liðið á Norðurlandamótinu í haust. Þar var íslenska liðið ekki með nokkra af sínum bestu leikmönnum, en annað verður uppi á teningnum á miðvikudagskvöldið.

Ronaldinho byrjar gegn Wales

Snillingurinn Ronaldinho verður í byrjunarliði Brasilíumanna annað kvöld þegar liðið tekur á móti Wales í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:20. Brasilíumenn eru í miklu stuði þessa dagana og unnu granna sína frá Argentínu 3-0 í æfingaleik í London um helgina, en sá leikur var einstaklega skemmtilegur og var einnig sýndur beint á Sýn.

Owen undir hnífinn

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen er nú á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir aðgerð á hné. Owen hefur lítið getað spilað síðasta ár vegna meiðsla og fastlega er reiknað með því að hann verði frá keppni lengst af þessari leiktíð.

Undankeppni EM er gölluð

Chris Waddle, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að riðlakeppnin í forkeppni EM sé gölluð, því lélegar smáþjóðir eins og Andorra séu að eyða tíma sterkari liðanna. Enska landsliðið lagði Andorra 5-0 um helgina og á tíðum var leikurinn hreint út sagt hallærislegur á að horfa.

Fjölmiðlar blésu upp of miklar væntingar

Lawrie Sanchez segir að fjölmiðlar á Norður-Írlandi hafi gengið of langt í að byggja upp falsvonir hjá stuðningsmönnum landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum um helgina og segist sjálfur ekki hafa verið með neinar falsvonir því liðin tvö séu áþekk að styrkleika.

Vilja fá Larsson til baka

Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar.

Þiggur ekki laun frá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili.

Ben Thatcher slapp vel

Pedro Mendes segist vera búinn að fyrirgefa Ben Thatcher hjá Manchester City fyrir líkamsárásina á dögunum, en segir að leikmaðurinn hafi sloppið ansi vel með það sex leikja bann sem hann fékk frá félaginu í kjölfarið.

Engin vandræði í okkar herbúðum

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Tottenham hefur vísað fregnum um slagsmál í búningsherbergjum liðsins á bug, en talað var um að hann og Didier Zokora hefðu flogist á eftir hörmulega frammistöðu liðsins í tapleik gegn Everton um síðustu helgi.

Agassi lýkur keppni

Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi datt úr leik í þriðju umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann tapaði fyrir Þjóðverjanum Benjamin Becker 5-7, 7-6 (7-4), 4-6 og 5-7. Þetta varð fyrir vikið síðasti leikur Agassi á tennisvellinum, því hann hafði áður lýst því yfir að hann ætlaði að leggja spaðann á hilluna að mótinu loknu eftir 21 ár í baráttunni.

Beckham hefur ekki sagt sitt síðasta

Jonathan Woodgate, félagi David Beckham hjá Real Madrid, segir að dagar félaga síns hjá landsliðinu séu hvergi nærri taldir. Beckham hefur ekki verið í landsliðinu síðan hann afsalaði sér fyrirliðabandinu eftir HM og Steve McClaren tók við stjórnartaumunum.

Sebastien Loeb í metabækurnar

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb komst í metabækurnar í dag þegar hann vann nauman sigur í Japanskappakstrinum. Þetta var í 27. sinn sem hann sigrar í keppni á heimsmeistaramótinu og skaust hann þar með upp fyrir spænska ökuþórinn Carlos Sainz sem vann 26 keppnir á ferlinum. Loeb ekur á Citroen, en Finninn Marcus Grönholm á Ford varð annar og landi hans Mirkko Hirvonen á Ford varð þriðji.

Yfirlýsing frá kvennaráði FH

Kvennaráð FH hefur gefið út yfirlýsingu vegna leiðinlegrar uppákomu sem átti sér stað á Valbjarnarvelli í dag þegar ljóst varð að FH gat ekki teflt fram liði í lokaleik sínum gegn Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeildinni.

Fjölnir í Landsbankadeildina

Kvennalið Fjölnis vann sér í dag sæti í efstu deild á næstu leiktíð þegar liðið lagði ÍR 1-0 í úrslitaleik um sæti í Landsbankadeildinni. ÍR á þó enn möguleika á að vinna sér sæti í deildinni þegar það mætir næstneðsta liði Landsbankadeildarinnar, Þór/KA, í leik um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Gangi þér vel með Mourinho

Franski varnarmaðurinn William Gallas segist í samtali við The People vera mjög ánægður með að vera genginn í raðir Arsenal og óskar enska landsliðsmanninum Ashley Cole um leið góðs gengis í að eiga við fyrrum knattspyrnustjóra sinn Jose Mourinho.

KR valtaði yfir Fylki

Keppni í Landsbankadeild kvenna lauk í dag, en fyrr í dag varð ljóst að Valur landaði titlinum og FH féll á óeftirminnilegan hátt. KR-stúlkur völtuðu yfir Fylki 11-1 á útivelli í dag þar sem Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði fimm mörk, Breiðablik lagði Stjörnuna 2-0 á útivelli og Keflavík sigraði Þór/KA 3-1.

Varð að svara kallinu

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham segir að mörkin sín tvö í landsleiknum gegn Andorra í gær hafi verið mjög kærkomin, enda hafi hann verið staðráðinn í að svara kalli Steve McClaren eftir að hafa horft á HM í sjónvarpinu í sumar.

Crouch getur slegið markametið

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur mikla trú á hinum leggjalanga félaga sínum Peter Crouch og segir hann hafa alla burði til að slá markametið með enska landsliðinu.

Snilldartaktar Kaka tryggðu Brössum sigur

Snillingurinn Kaka var ekki lengi að setja mark sitt á vináttuleik Brasilíumanna og Argentínumanna í London í dag, en þessi magnaði miðjumaður AC Milan kom til leiks sem varamaður í seinni hálfleik, lagði upp eitt mark og skoraði það þriðja í 3-0 sigri þeirra gulklæddu.

West Ham getur orðið risafélag

Kia Joorabchian, eigandi Media Sports Investment sem seldi Argentínumennina tvo til West Ham á dögunum, segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að félagið geti orðið stærra en Chelsea á heimsvísu. Joorabchian hefur verið orðaður við yfirtöku í West Ham.

United hafnaði Mascherano

Stjórnarformaður Manchester United segir að félagið hafi í tvígang hafnað tilboði um að kaupa leikmanninn Javier Mascherano frá Corinthians í Brasilíu. Mascherano gekk í raðir West Ham ásamt félaga sínum Carlos Tevez í vikunni.

Brasilíumenn komnir yfir

Vináttuleikur Brasilíumanna og Argentínumanna á Emirates Stadium í London er nú hafinn og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það var hinn snaggaralegi Elano sem skoraði mark þeirra gulklæddu strax á þriðju mínútu og hefur leikurinn farið einstaklega fjörlega af stað fyrir framan fullt hús áhorfenda.

Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

Spánverjar heimsmeistarar

Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistarartitilinn í körfubolta með í fyrsta sinn með óvæntum stórsigri á Grikkjum í úrslitaleik 70-49. Spánverjar léku án síns besta manns, Pau Gasol, en það kom ekki að sök. Gasol meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Argentínu, en hann var kosinn maður mótsins eftir leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir