Fleiri fréttir 0-1 í hálfleik Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum í landsleik Íslands og Svíþjóðar í kvennaboltanum. Svíar leiða með einu marki gegn engu, Malin Monström skoraði markið úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenska liðið hefur leikið vel það sem af er leiks og vörnin er þétt. 26.8.2006 14:40 Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. 26.8.2006 00:01 Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. 26.8.2006 00:00 Umboðsmaður Tevez segir hann á leið til Englands Umboðsmaður argentínska framherjans Carlos Tevez heldur því fram að skjólstæðingur hans sé á leið til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag í kjölfar þess að uppúr sauð milli Tevez og þjálfara brasilíska liðsins Corinthians. Tevez er einn heitasti framherji heimsins í dag og hefur verið orðaður við flest stóru félögin í Evrópu. 25.8.2006 22:30 Venus Williams ekki með á US Open Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum. 25.8.2006 22:00 Powell á enn möguleika á gullpottinum Jamaíkumaðurinn Asafa Powell á enn möguleika á að tryggja sér gullpottinn eftirsótta í frjálsum íþróttum eftir að hann sigraði í 100 metra hlaupi á gullmótinu í Brussel í kvöld. Powell kom í mark á tímanum 9,99 sekúndum og náði fyrsta sæti þrátt fyrir að klúðra startinu gjörsamlega. Powell sagði að síðustu 90 metrarnir hefðu líklega verið þeir bestu hjá honum á ferlinum eftir hörmulegt startið. Powell er heimsmethafi í greininni. 25.8.2006 21:45 Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. 25.8.2006 20:52 Sigur hjá Viggó og félögum Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum. 25.8.2006 20:46 Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. 25.8.2006 20:38 Viss um að verða dæmdur saklaus Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin segist viss um að hann verði dæmdur saklaus af því að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en hann var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Gatlin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann sver að hafa ekki vísvitandi neytt steralyfja sem urðu þess valdandi að hann féll á sínu öðru lyfjaprófi á ferlinum. 25.8.2006 20:16 Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:59 Sevilla leiðir í hálfleik Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:33 Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. 25.8.2006 19:15 Thatcher í bann hjá City Varnarmaðurinn Ben Thatcher hefur verið settur í tímabundið leikbann hjá liði sínu Manchester City og hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik á dögunum. 25.8.2006 18:32 Eyjólfur tilkynnir landsliðshópinn Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norður-Írum og Dönum í undankeppni EM í næstu viku. Leikurinn við Norður-Íra fer fram í Belfast 2. september og leikurinn við Dani verður hér á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. 25.8.2006 17:48 Tap fyrir Hollandi Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Hollandi í gærkvöldi. Hollendingar tryggðu sér 94-91 sigur með þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 13 stig. 25.8.2006 16:45 Andy Johnson kominn aftur í landsliðið Framherjinn Andy Johnson hjá Everton hefur verið kallaður aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni EM í næstu viku. Michael Carrick hjá Manchester United kemur inn í hópinn á ný eftir meiðsli, en félagi hans Gary Neville dettur út vegna meiðsla. Englendingar mæta Andorra og Makedóníu 2. og 6. september næstkomandi, en báðir leikirnir verða sýndir beint á Sýn. 25.8.2006 16:19 Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. 25.8.2006 16:02 Barcelona - Sevilla í beinni í kvöld Leikurinn um ofurbikarinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, en þar er um að ræða árlega viðureign Evrópumeistaranna og Evrópumeistara félagsliða. Það eru spænsku liðin Barcelona og Sevilla sem eigast við að þessu sinni og hefst útsending Sýnar klukkan 18 í dag. 25.8.2006 15:04 Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. 25.8.2006 14:48 AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. 25.8.2006 14:43 Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. 25.8.2006 14:37 Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. 25.8.2006 14:15 Dæmdur í tveggja leikja bann Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun. 25.8.2006 13:45 Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. 25.8.2006 13:37 Missir af landsleikjunum í næstu viku Gary Neville hefur verið gert að taka sér frí frá landsleikjum Englendinga í undankeppni EM í næstu viku. Neville er enn ekki búinn að ná sér að fullu af meiðslum á kálfa sem hann varð fyrir á HM í sumar. 25.8.2006 13:30 Lerner tryggir sér meirihluta í Aston Villa Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur formlega eignast tæplega 60% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en þetta var tilkynnt í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Lerner hefur því formlega eignast hlut Doug Ellis, fyrrum stjórnarformanns félagsins og vantar því lítið upp á að eignast 75% hlut í félaginu svo hann geti talist formlegur eigandi félagsins. 25.8.2006 13:18 Það versta sem ég hef lent í á ferlinum Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes er nú á hægum batavegi eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Portsmouth á dögunum, þegar Ben Thatcher réðist á hann og sló hann í andlitið með olnboganum. Mendes segir þetta verstu lífsreynslu sína á knattspyrnuvellinum. 25.8.2006 12:59 Anelka til Bolton fyrir metfé Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á franska framherjanum Nicolas Anelka fyrir 8 milljónir punda, sem er metfé í sögu Bolton. Anelka kemur frá tyrkneska liðinu Fenerbahce þar sem hann hefur verið síðasta eitt og hálfa árið. Anelka spilaði áður með Arsenal, Liverpool og Manchester City og er því öllum hnútum kunnugur í ensku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 12:53 Tottenham mætir Slavia Prag Í dag var dregið í næstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en sigurvegarar í næstu umferð tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Tottenham, sem tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í nokkur ár, mætir tékkneska liðinu Slavia Prag. Newcastle mætir FC Tallin frá Eistlandi, Rangers mæta norska liðinu Molde og West Ham mætir ítalska liðinu Palermo frá Sikiley. 25.8.2006 12:44 Verð að vera þolinmóður Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 00:01 Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. 24.8.2006 23:34 Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg. 24.8.2006 23:17 Vissi að við fengjum Barcelona Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum. 24.8.2006 22:58 Newcastle í riðlakeppnina Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við lettneska liðið Ventspils á heimavelli sínum. Newcastle vann fyrri leik liðanna 1-0 og fer áfram á því, en þrátt fyrir að hafa vaðið í færum í leiknum í kvöld, var leikmönnum fyrirmunað að skora. 24.8.2006 22:55 KR-ingar í annað sætið KR-ingar skutust í annað sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í vesturbænum. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í kvöld. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar óhress með leik sinna manna í kvöld og sagði þá hafa spilað eins og "helvítis lopasokka og aumingja" í fyrri hálfleiknum í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn. 24.8.2006 19:52 KR hefur yfir gegn ÍBV Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureignunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR sem hefur yfir 2-0 gegn ÍBV í Frostaskjóli sem sýndur er í beinni á Sýn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark ÍA sem hefur yfir 1-0 gegn Keflavík á Skaganum og markalaust er hjá Grindvíkingum og Víkingi í Grindavík. 24.8.2006 18:46 Al Harrington loksins til Indiana Framherjinn Al Harrington er loksins genginn í raðir Indiana Pacers frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Félögin hafa þráttað við samningaborðið í allt sumar en í dag varð loks ljóst að Harrington gengi aftur til liðs við félagið sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. Harrington er 26 ára gamall og skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra. 24.8.2006 18:37 Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. 24.8.2006 18:27 Martins genginn í raðir Newcastle Nígeríumaðurinn Obafemi Martins er genginn formlega í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle frá Inter Milan á Ítalíu. Þessi 21 árs framherji hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið og er kaupverðið sagt röskar 10 milljónir punda. 24.8.2006 18:17 Birkir í byrjunarliði ÍBV Gamla kempan Birkir Kristinsson hefur tekið fram hanskana á ný og er í byrjunarliði ÍBV sem sækir KR heim í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Birkir lagði hanskana á hilluna í fyrra, en hefur nú snúið aftur til að koma fyrrum félögum sínum í ÍBV til bjargar í markmannsvandræðum þeirra. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á Vísi. 24.8.2006 17:38 KR - ÍBV í beinni á Sýn Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00. 24.8.2006 17:16 Ronaldinho valinn bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal. 24.8.2006 16:57 Enn mætast Barcelona og Chelsea Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað. 24.8.2006 16:27 Thatcher skrifar Mendes afsökunarbréf Forráðamenn Manchester City hafa sent frá sér tilkynningu vegna árásar Ben Thatcher á Pedro Mendes í leik Manchester City og Portsmouth í gær. Í tilkynningunni segir að Thatcher hafi skrifað Mendes bréf og beðið hann afsökunar á glórulausri framkomu sinni í gær. Þar kemur auk þess fram að forráðamenn City ætli að taka á málinu í sínum herbúðum og að Stuart Pearce muni ákveða refsingu leikmannsins. 24.8.2006 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
0-1 í hálfleik Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum í landsleik Íslands og Svíþjóðar í kvennaboltanum. Svíar leiða með einu marki gegn engu, Malin Monström skoraði markið úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenska liðið hefur leikið vel það sem af er leiks og vörnin er þétt. 26.8.2006 14:40
Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. 26.8.2006 00:01
Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. 26.8.2006 00:00
Umboðsmaður Tevez segir hann á leið til Englands Umboðsmaður argentínska framherjans Carlos Tevez heldur því fram að skjólstæðingur hans sé á leið til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag í kjölfar þess að uppúr sauð milli Tevez og þjálfara brasilíska liðsins Corinthians. Tevez er einn heitasti framherji heimsins í dag og hefur verið orðaður við flest stóru félögin í Evrópu. 25.8.2006 22:30
Venus Williams ekki með á US Open Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum. 25.8.2006 22:00
Powell á enn möguleika á gullpottinum Jamaíkumaðurinn Asafa Powell á enn möguleika á að tryggja sér gullpottinn eftirsótta í frjálsum íþróttum eftir að hann sigraði í 100 metra hlaupi á gullmótinu í Brussel í kvöld. Powell kom í mark á tímanum 9,99 sekúndum og náði fyrsta sæti þrátt fyrir að klúðra startinu gjörsamlega. Powell sagði að síðustu 90 metrarnir hefðu líklega verið þeir bestu hjá honum á ferlinum eftir hörmulegt startið. Powell er heimsmethafi í greininni. 25.8.2006 21:45
Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. 25.8.2006 20:52
Sigur hjá Viggó og félögum Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum. 25.8.2006 20:46
Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. 25.8.2006 20:38
Viss um að verða dæmdur saklaus Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin segist viss um að hann verði dæmdur saklaus af því að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en hann var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Gatlin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann sver að hafa ekki vísvitandi neytt steralyfja sem urðu þess valdandi að hann féll á sínu öðru lyfjaprófi á ferlinum. 25.8.2006 20:16
Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:59
Sevilla leiðir í hálfleik Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:33
Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. 25.8.2006 19:15
Thatcher í bann hjá City Varnarmaðurinn Ben Thatcher hefur verið settur í tímabundið leikbann hjá liði sínu Manchester City og hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik á dögunum. 25.8.2006 18:32
Eyjólfur tilkynnir landsliðshópinn Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norður-Írum og Dönum í undankeppni EM í næstu viku. Leikurinn við Norður-Íra fer fram í Belfast 2. september og leikurinn við Dani verður hér á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. 25.8.2006 17:48
Tap fyrir Hollandi Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Hollandi í gærkvöldi. Hollendingar tryggðu sér 94-91 sigur með þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 13 stig. 25.8.2006 16:45
Andy Johnson kominn aftur í landsliðið Framherjinn Andy Johnson hjá Everton hefur verið kallaður aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni EM í næstu viku. Michael Carrick hjá Manchester United kemur inn í hópinn á ný eftir meiðsli, en félagi hans Gary Neville dettur út vegna meiðsla. Englendingar mæta Andorra og Makedóníu 2. og 6. september næstkomandi, en báðir leikirnir verða sýndir beint á Sýn. 25.8.2006 16:19
Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. 25.8.2006 16:02
Barcelona - Sevilla í beinni í kvöld Leikurinn um ofurbikarinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, en þar er um að ræða árlega viðureign Evrópumeistaranna og Evrópumeistara félagsliða. Það eru spænsku liðin Barcelona og Sevilla sem eigast við að þessu sinni og hefst útsending Sýnar klukkan 18 í dag. 25.8.2006 15:04
Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. 25.8.2006 14:48
AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. 25.8.2006 14:43
Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. 25.8.2006 14:37
Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. 25.8.2006 14:15
Dæmdur í tveggja leikja bann Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun. 25.8.2006 13:45
Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. 25.8.2006 13:37
Missir af landsleikjunum í næstu viku Gary Neville hefur verið gert að taka sér frí frá landsleikjum Englendinga í undankeppni EM í næstu viku. Neville er enn ekki búinn að ná sér að fullu af meiðslum á kálfa sem hann varð fyrir á HM í sumar. 25.8.2006 13:30
Lerner tryggir sér meirihluta í Aston Villa Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur formlega eignast tæplega 60% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en þetta var tilkynnt í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Lerner hefur því formlega eignast hlut Doug Ellis, fyrrum stjórnarformanns félagsins og vantar því lítið upp á að eignast 75% hlut í félaginu svo hann geti talist formlegur eigandi félagsins. 25.8.2006 13:18
Það versta sem ég hef lent í á ferlinum Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes er nú á hægum batavegi eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Portsmouth á dögunum, þegar Ben Thatcher réðist á hann og sló hann í andlitið með olnboganum. Mendes segir þetta verstu lífsreynslu sína á knattspyrnuvellinum. 25.8.2006 12:59
Anelka til Bolton fyrir metfé Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á franska framherjanum Nicolas Anelka fyrir 8 milljónir punda, sem er metfé í sögu Bolton. Anelka kemur frá tyrkneska liðinu Fenerbahce þar sem hann hefur verið síðasta eitt og hálfa árið. Anelka spilaði áður með Arsenal, Liverpool og Manchester City og er því öllum hnútum kunnugur í ensku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 12:53
Tottenham mætir Slavia Prag Í dag var dregið í næstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en sigurvegarar í næstu umferð tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Tottenham, sem tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í nokkur ár, mætir tékkneska liðinu Slavia Prag. Newcastle mætir FC Tallin frá Eistlandi, Rangers mæta norska liðinu Molde og West Ham mætir ítalska liðinu Palermo frá Sikiley. 25.8.2006 12:44
Verð að vera þolinmóður Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 00:01
Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. 24.8.2006 23:34
Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg. 24.8.2006 23:17
Vissi að við fengjum Barcelona Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum. 24.8.2006 22:58
Newcastle í riðlakeppnina Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við lettneska liðið Ventspils á heimavelli sínum. Newcastle vann fyrri leik liðanna 1-0 og fer áfram á því, en þrátt fyrir að hafa vaðið í færum í leiknum í kvöld, var leikmönnum fyrirmunað að skora. 24.8.2006 22:55
KR-ingar í annað sætið KR-ingar skutust í annað sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í vesturbænum. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í kvöld. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar óhress með leik sinna manna í kvöld og sagði þá hafa spilað eins og "helvítis lopasokka og aumingja" í fyrri hálfleiknum í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn. 24.8.2006 19:52
KR hefur yfir gegn ÍBV Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureignunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR sem hefur yfir 2-0 gegn ÍBV í Frostaskjóli sem sýndur er í beinni á Sýn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark ÍA sem hefur yfir 1-0 gegn Keflavík á Skaganum og markalaust er hjá Grindvíkingum og Víkingi í Grindavík. 24.8.2006 18:46
Al Harrington loksins til Indiana Framherjinn Al Harrington er loksins genginn í raðir Indiana Pacers frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Félögin hafa þráttað við samningaborðið í allt sumar en í dag varð loks ljóst að Harrington gengi aftur til liðs við félagið sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. Harrington er 26 ára gamall og skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra. 24.8.2006 18:37
Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. 24.8.2006 18:27
Martins genginn í raðir Newcastle Nígeríumaðurinn Obafemi Martins er genginn formlega í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle frá Inter Milan á Ítalíu. Þessi 21 árs framherji hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið og er kaupverðið sagt röskar 10 milljónir punda. 24.8.2006 18:17
Birkir í byrjunarliði ÍBV Gamla kempan Birkir Kristinsson hefur tekið fram hanskana á ný og er í byrjunarliði ÍBV sem sækir KR heim í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Birkir lagði hanskana á hilluna í fyrra, en hefur nú snúið aftur til að koma fyrrum félögum sínum í ÍBV til bjargar í markmannsvandræðum þeirra. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á Vísi. 24.8.2006 17:38
KR - ÍBV í beinni á Sýn Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00. 24.8.2006 17:16
Ronaldinho valinn bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal. 24.8.2006 16:57
Enn mætast Barcelona og Chelsea Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað. 24.8.2006 16:27
Thatcher skrifar Mendes afsökunarbréf Forráðamenn Manchester City hafa sent frá sér tilkynningu vegna árásar Ben Thatcher á Pedro Mendes í leik Manchester City og Portsmouth í gær. Í tilkynningunni segir að Thatcher hafi skrifað Mendes bréf og beðið hann afsökunar á glórulausri framkomu sinni í gær. Þar kemur auk þess fram að forráðamenn City ætli að taka á málinu í sínum herbúðum og að Stuart Pearce muni ákveða refsingu leikmannsins. 24.8.2006 15:45