Fleiri fréttir Klose sá fimmti sem skorar á afmælisdaginn sinn Þjóðverjinn Miroslav Klose fagnaði 28 ára afmælisdegi sínum með því að skora tvö mörk í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar gegn Kosta Ríka. Klose varð þar með fimmti leikmaðurinn í sögu HM til þess að skora á afmælisdaginn sinn og sá annar í röðinni sem skorar tvö mörk á fæðingardegi sínum. 9.6.2006 17:49 Stórskotahríð Þjóðverja Þjóðverjar lögðu Kosta Ríka 4-2 í frábærum opnunarleik á HM í dag. Afmælisbarnið Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og þeir Philip Lahm og Torsten Frings skoruðu stórkostleg mörk með langskotum. Gamla brýnið Paulo Wanchope skoraði bæði mörk Kosta Ríka og ekki er hægt að segja annað en að mótið fari frábærlega af stað. 9.6.2006 17:46 Wanchope minnkar muninn Paulo Wanchope er búinn að minnka muninn í 3-2 fyrir Kosta Ríka gegn Þjóðverjum í opnunarleiknum á HM, sem er búinn að vera hin besta skemmtun. Markið kom á 73. mínútu og greinilegt að Kosta Ríka-menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta í leiknum. 9.6.2006 17:34 Klose búinn að skora aftur Miroslav Klose var rétt í þessu að skora sitt annað mark fyrir Þjóðverja gegn Kosta Ríka og því er staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn Þjóðverja. Markið kom á 61. mínútu og þess má til gamans geta að Klose á einmitt afmæli í dag. 9.6.2006 17:21 Nadal og Federer mætast í úrslitum Spænski táningurinn Rafael Nadal vann í dag nokkuð auðveldan sigur á Ivan Ljubicic í undanúrslitum opna franska meistaramótsin, 6-4, 6-2 og 7-6 (9-7) og mætir því Roger Federer í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Federer lagði David Nalbandian fyrr í dag og þeir félagar mætast því í úrslitaleik í annað sinn á stuttum tíma. 9.6.2006 17:10 Þjóðverjar yfir í hálfleik Þjóðverjar hafa yfir 2-1 yfir í hálfleik gegn Kosta Ríka í opnunarleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem hefur verið frábær skemmtun til þessa. Philip Lahm kom heimamönnum yfir með stórkostlegu marki eftir 6 mínútur, Paulo Wanchope jafnaði skömmu síðar og það var svo Miroslav Klose sem kom þýska liðinu yfir aftur eftir 18 mínútur. Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá á Sýn. 9.6.2006 16:43 Klose kemur Þjóðverjum yfir á ný Það er allt að verða vitlaust á Allianz Arena í Munchen, en eftir aðeins 18 mínútur er staðan orðin 2-1 fyrir Þjóðverja. Það var framherjinn Miroslav Klose sem kom Þjóðverjum yfir á ný eftir laglega sókn. 9.6.2006 16:18 Stórkostlegt opnunarmark hjá Lahm Bakvörðurinn Philip Lahm hjá Þýskalandi skoraði opnunarmark HM með stórkostlegum hætti stax á 6. mínútu leiksins gegn Kosta Ríka nú áðan. Hann fékk boltan fyrir utan vítateig og þrumaði honum í stöng og inn. Það tók Paulo Wanchope hinsvegar aðeins 6 mínútur að jafna leikinn og því má segja að keppnin byrji með látum. 9.6.2006 16:11 Heimsmeistarakeppnin er hafin Opnunarleikurinn á HM er nú hafinn. Það eru Þjóðverjar og Kosta Ríka sem leiða saman hesta sína og leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn, en þess ber að geta að opnunarleikurinn er sýndur í opinni dagskrá. 9.6.2006 16:00 Eriksson er að gera mistök Framherjinn Jermain Defoe er nú kominn aftur heim til Lundúna eftir að hann ákvað að vera ekki áfram með enska landsliðinu í Þýskalandi þrátt fyrir boð þess efnis. Defoe þurfti að sætta sig við að vera settur út úr hópnum í stað Wayne Rooney og Martin Jol, sjóri Tottenham, segir Sven-Göran Eriksson sé að gera mistök með vali sínu á landsliðinu. 9.6.2006 15:30 Ballack ekki í liði Þjóðverja Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir opnunarleikinn á HM milli gestgjafanna Þjóðverja og Kosta Ríka. Michael Ballack er ekki í liði Þjóðverja vegna meiðsla. 9.6.2006 15:28 Tottenham samþykkir tilboð í Kelly Úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Birmingham í írska bakvörðinn Stephen Kelly, en hann hefur alla tíð spilað með Lundúnaliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2003 og 22 ára gamall. Kelly á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við forráðamenn Birmingham. 9.6.2006 14:52 Mikið um dýrðir á opnunarhátíðinni Það er sannarlega mikið um dýrðir í Munchen þessa stundina þar sem opnunarhátíð HM stendur nú sem hæst. Gamlar hetjur úr heimsmeistaraliðum fyrri ára eru nú að ganga inn á leikvanginn undir lófataki áhorfenda. Herlegheitin eru öll í beinni útsendingu á Sýn og ekki laust við að spenna sé í loftinu, nú þegar styttist óðum í opnunarleikinn. 9.6.2006 14:44 Gæti notað Rooney í riðlakeppninni Breska sjónvarpið hefur í dag eftir heimildamönnum sínum hjá enska landsliðinu að svo gæti farið að Sven-Göran Eriksson tæki áhættu og notaði Wayne Rooney jafnvel strax í riðlakeppninni. Ef af þessu verður er nokkuð víst að það muni vekja reiði forráðamanna Manchester United, sem óttast mjög að Rooney verði látinn spila of snemma eftir fótbrot. 9.6.2006 14:33 Gerrard klár á morgun Miðjumaðurinn Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Englendinga á morgun þegar liðið spilar opnunarleik sinn á HM gegn Paragvæ. Gerrard sagði í gær að aðeins helmingslíkur væru á því að hann yrði klár vegna meiðsla, en breska sjónvarpið hefur eftir heimildarmanni sínum að Gerrard ætli að spila á morgun. 9.6.2006 14:27 Kóngur um stund Hestaþátturinn Kóngur um stund, sem var á Stöð 2 í fyrra, heldur áfram á RÚV í sumar. Áfram er tilgangurinn að skemmta áhorfendum og vekja áhuga á íslenska hestinum og hestamennsku um leið, líka meðal þeirra sem lítið sem ekkert hafa kynnst þessu ótrúlegu og einstöku skepnu. 9.6.2006 14:00 Spámaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson spáir um úrslitin í leikjum dagsins á HM í Þýskalandi. Leikir dagsins eru Þýskaland - Kosta Ríka kl 16 og Póland - Ekvadór kl 19. 9.6.2006 11:18 Styttist í opnunarleikinn Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag. Flestir sparksérfræðingar eru sammála um að Þjóðverjar vinni Kosta Ríka auðveldlega í opnunarleik HM sem fer fram í kvöld, þrátt fyrir að vera án Michael Ballack. 9.6.2006 10:00 Hann spilar, spilar ekki, spilar... Morgun, 1.dagur: 2DF sjónvarpstöðin er að telja niður, 8 klukkustundir, og tæplega 40 mínútur í fyrsta leik. Þulurinn, kona á þrítugsaldrei, er í skærustu dragt sem ég hef nokkurn tíma séð, skærgræn, litur vonarinnar, hún er hress og kynnir efni í morgunþáttinn 9.6.2006 09:55 Hélt heim í jarðaför Oswaldo Sanchez, markvörður Mexíkó, yfirgaf í gær æfingabúðir Mexíkómanna og hélt heim til Mexíkó til þess að vera viðstaddur jarðarför föður síns. 9.6.2006 09:44 Úrslit hjá Hornfirðingi Félagsmót hestamannafélagsins Hornfirðings fór fram í blíðskaparveðri nú um helgina. Mótið sem jafnframt var úrtaka fyrir landsmót var vel sótt og gekk mjög vel að sögn mótshaldara. Um 60 knapar og hross mættu til leiks. 9.6.2006 08:15 Skráningarfrestur vegna ræktunarbússýninga á LM Hrossaræktendur eru minntir á að frestur til að skrá ræktunarbú á Landsmót 2006 rennur út sunnudaginn 11. júní nk. Hægt er að sækja um þátttöku með því að senda tölvupóst á landsmot@landsmot.is merkt "Ræktunarbú." Þar þurfa að koma fram upplýsingar um þau hross er ætlunin er að sýna, aldur, ættir og árangur, ásamt stuttri kynningu á búinu. 9.6.2006 08:12 Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. 9.6.2006 05:21 Tölfræðin úr seinni leiknum við Dani í Höllinni í kvöld Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Dani í Laugardalshöllinni í kvöld í seinni æfingaleik þjóðanna en íslenska liðið er á leiðinni til Svíþjóðar þar sem það spilar við Svíþjóð í umspili um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Hér á eftir má finna tölfræði íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 9.6.2006 00:22 Stór hluti leikmanna veikur Stór hluti landsliðs Króatíu á HM hefur síðustu daga verið að glíma við veikindi. Um vírussýkingu er að ræða, þrátt fyrir það léku Króatar vináttuleik gegn Spánverjum í gær sem að þeir töpuðu naumlega 2:1. 8.6.2006 22:38 Segir að Rooney sé nú á sína ábyrgð Landsliðseinvaldur Englendinga segir að það muni vera hann og Wayne Rooney sem muni ákveða hvenær hann spili sinn fyrsta leik á HM, ekki Manchester United. 8.6.2006 22:25 1,5 milljarðar manna horfa á opnunarleik HM Búist er við því að 1,5 milljarðar manna horfi á opnunarleik HM, Þýskaland gegn Costa Rica á morgun kl 16:00. Fótboltaunnendur í 200. löndum munu horfa á opnunarleikinn í beinni, fjölmiðlasérfræðingar búast við því að 15, til 20, milljónir Þjóðverja muni horfa á lið sitt í sjónvarpi. 8.6.2006 22:20 FIFA mun beita tölvutækninni á HM FIFA mun beita tölvutækninni á HM, til þess að skera úr um hvort að um sjálfsmark eða ekki sé að ræða í þeim tilvikum þar sem að það á við. Þrettán aðilar innan FIFA munu fá myndir sendar beint í tölvuna hjá sér og geta þannig skorið um það hvort að markið sé sjálfsmark eður ei. 8.6.2006 22:12 Jafntefli við Dani Íslenska karlalandsliðið gerði í kvöld jafntefli við Dani 34-34 í síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið var yfir allan leikinn en missti niður forskot sitt í lokin og þurfti að sætta sig við jafntefli. Ólafur Stefánsson var besti maður vallarins og skoraði 7 mörk og gaf fjölda stoðsendinga fyrir íslenska liðið, sem heldur til Svíþjóðar í fyrramálið. 8.6.2006 21:27 Loksins sigur hjá Skagamönnum Skagamenn unnu sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Keflavík 1-0 á útivelli með marki Ellerts J. Björnssonar. Víkingur og Grindavík skildu jöfn 0-0 í slökum leik í Fossvogi, en Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Fylki 3-1 á Laugardalsvellinum. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Val og Pálmi R. Pálmason eitt. Jens Sævarsson minnkaði muninn fyrir Fylki. 8.6.2006 21:09 Ísland yfir í hálfleik Íslenska karlalandsliðið hefur yfir 19-16 í hálfleik í síðari æfingaleik sínum við Dani. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með 5 mörk úr 5 skotum og þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson hafa skorað 3 mörk hver. 8.6.2006 20:25 Skagamenn yfir í Keflavík Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skagamenn hafa yfir 1-0 í Keflavík, þar sem Ellert Jón Björnsson skoraði mark ÍA á 22. mínútu. Valur hefur yfir 2-0 gegn Fylki á Laugardalsvelli með mörkum frá Garðari Gunnlaugssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Þá er markalaust í sjónvarpsleiknum á Sýn sem er viðureign Víkings og Grindavíkur. 8.6.2006 20:05 Cisse verður ekki seldur Rafa Benitez segir að Djibril Cisse verði ekki seldur frá félaginu eins og til stóð í kjölfar þess að hann fótbrotnaði illa í landsleik með Frökkum í gærkvöldi. 8.6.2006 19:45 Cole framlengir um eitt ár Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur framlengt samning framherjans Andy Cole um eitt ár. Hinn 34 ára gamli framherji skoraði 10 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð, en það þótti setja nokkuð strik í reikninginn þegar hann meiddist undir lok tímabilsins í vor. Cole segist hlakka mikið til að halda áfram að spila með City. 8.6.2006 19:03 Tillaga um fækkun liða í úrvalsdeildum umdeild Sepp Blatter og félagar í stjórn Alþjóða Knattspyrnusambandsins eru nú að vinna að tillögum sem miða að því að fækka liðum í úrvalsdeildum í Evrópu niður í 18 lið, þar sem fyrir vikið yrðu aðeins spilaðir 34 leikir á tímabili í stað 38 leikja eins og tíðkast í ensku úrvalsdeildinni. 8.6.2006 18:35 Ætlar ekki að bjóða í Lampard Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard. 8.6.2006 18:25 Heiðar á fimm höggum yfir pari Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. 8.6.2006 18:19 Henin-Hardenne í úrslit Justine Henin-Hardenne vann í dag auðveldan sigur á Kim Clijsters 6-3 og 6-2 í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis og mætir Svetlönu Kuznetsovu í úrslitaleik. Hardenne á titil að verja á mótinu og hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum sínum á Roland Garros vellinum. 8.6.2006 17:29 Gæðin en ekki magnið skiptir öllu í hornunum Það hafa verið skoruð 9 mörk eftir hornspyrnur í fyrstu fimm umferðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og það vekur athygli að þau tvö lið sem hafa skorað mest , FH og ÍBV, bæði með 2 mörk eftir horn, eru einmitt þau lið sem hafa fengið fæst horn það sem af er tímabils. Sjötta umferðin hefst í kvöld. 8.6.2006 16:35 Ísland - Danmörk í kvöld Síðari æfingaleikur Íslendinga og Dana fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld, en leikirnir við Dani eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Svía þar sem spilað verður um laust sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:35 og miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Rétt er að skora á sem flesta að mæta og láta vel í sér heyra í lokaupphituninni fyrir Svíaleikina. 8.6.2006 16:10 Ragnheiður með Íslandsmet Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi þegar hún synti á 26,23 sekúndum á móti í Frakklandi. Ragnheiður náði með þessum frábæra tíma að tryggja sig inn á Evrópumótið í ágúst, en eldra metið hennar í greininni var 26,34 sekúndur. 8.6.2006 15:35 Kahn bíður þess að Lehmann geri mistök Í Þýskalandi eru ekki allir vinir allavega ekki Jens Lehmann og Oliver Kahn. Þeir eru samt saman í liði. Þorsteinn J okkar maður á HM var staddur á Alianz Arena í Munchen í morgun. Það er magnað mannvirki sem skiptir litum á kvöldin. Hann segir orðrétt um völlinn „þetta er stórfenglegasti helgidómur sem ég hef komið í lengi“. Smellið á bloggið hans Þorsteins og lesið meira. 8.6.2006 15:25 Barcelona ætla að bjóða í Frank Lampard Barcelona eru tilbúnir að bjóða í Frank Lampard og ætla að láta Deco ganga upp í kaupin, en Deco lék einmitt undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto þegar þeir urðu Evrópumeistarar fyrir 2 árum. 8.6.2006 15:08 Gerrad slæmur í bakinu Steven Gerrard segir að það séu helmingslíkur á að hann verði orðinn góður af bakmeiðslum fyrir leikinn gegn Paragvæ 10. júní. 8.6.2006 14:56 Larsson stefnir hátt með Svíþjóð Fyrrum leikmaður Celtic og Barcelona, Henrik Larsson segir að Svíar verði að hafa trú á því að þeir geti komist alla leið í úrslitaleikinn á HM í sumar. 8.6.2006 14:47 Sjá næstu 50 fréttir
Klose sá fimmti sem skorar á afmælisdaginn sinn Þjóðverjinn Miroslav Klose fagnaði 28 ára afmælisdegi sínum með því að skora tvö mörk í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar gegn Kosta Ríka. Klose varð þar með fimmti leikmaðurinn í sögu HM til þess að skora á afmælisdaginn sinn og sá annar í röðinni sem skorar tvö mörk á fæðingardegi sínum. 9.6.2006 17:49
Stórskotahríð Þjóðverja Þjóðverjar lögðu Kosta Ríka 4-2 í frábærum opnunarleik á HM í dag. Afmælisbarnið Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og þeir Philip Lahm og Torsten Frings skoruðu stórkostleg mörk með langskotum. Gamla brýnið Paulo Wanchope skoraði bæði mörk Kosta Ríka og ekki er hægt að segja annað en að mótið fari frábærlega af stað. 9.6.2006 17:46
Wanchope minnkar muninn Paulo Wanchope er búinn að minnka muninn í 3-2 fyrir Kosta Ríka gegn Þjóðverjum í opnunarleiknum á HM, sem er búinn að vera hin besta skemmtun. Markið kom á 73. mínútu og greinilegt að Kosta Ríka-menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta í leiknum. 9.6.2006 17:34
Klose búinn að skora aftur Miroslav Klose var rétt í þessu að skora sitt annað mark fyrir Þjóðverja gegn Kosta Ríka og því er staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn Þjóðverja. Markið kom á 61. mínútu og þess má til gamans geta að Klose á einmitt afmæli í dag. 9.6.2006 17:21
Nadal og Federer mætast í úrslitum Spænski táningurinn Rafael Nadal vann í dag nokkuð auðveldan sigur á Ivan Ljubicic í undanúrslitum opna franska meistaramótsin, 6-4, 6-2 og 7-6 (9-7) og mætir því Roger Federer í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Federer lagði David Nalbandian fyrr í dag og þeir félagar mætast því í úrslitaleik í annað sinn á stuttum tíma. 9.6.2006 17:10
Þjóðverjar yfir í hálfleik Þjóðverjar hafa yfir 2-1 yfir í hálfleik gegn Kosta Ríka í opnunarleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem hefur verið frábær skemmtun til þessa. Philip Lahm kom heimamönnum yfir með stórkostlegu marki eftir 6 mínútur, Paulo Wanchope jafnaði skömmu síðar og það var svo Miroslav Klose sem kom þýska liðinu yfir aftur eftir 18 mínútur. Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá á Sýn. 9.6.2006 16:43
Klose kemur Þjóðverjum yfir á ný Það er allt að verða vitlaust á Allianz Arena í Munchen, en eftir aðeins 18 mínútur er staðan orðin 2-1 fyrir Þjóðverja. Það var framherjinn Miroslav Klose sem kom Þjóðverjum yfir á ný eftir laglega sókn. 9.6.2006 16:18
Stórkostlegt opnunarmark hjá Lahm Bakvörðurinn Philip Lahm hjá Þýskalandi skoraði opnunarmark HM með stórkostlegum hætti stax á 6. mínútu leiksins gegn Kosta Ríka nú áðan. Hann fékk boltan fyrir utan vítateig og þrumaði honum í stöng og inn. Það tók Paulo Wanchope hinsvegar aðeins 6 mínútur að jafna leikinn og því má segja að keppnin byrji með látum. 9.6.2006 16:11
Heimsmeistarakeppnin er hafin Opnunarleikurinn á HM er nú hafinn. Það eru Þjóðverjar og Kosta Ríka sem leiða saman hesta sína og leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn, en þess ber að geta að opnunarleikurinn er sýndur í opinni dagskrá. 9.6.2006 16:00
Eriksson er að gera mistök Framherjinn Jermain Defoe er nú kominn aftur heim til Lundúna eftir að hann ákvað að vera ekki áfram með enska landsliðinu í Þýskalandi þrátt fyrir boð þess efnis. Defoe þurfti að sætta sig við að vera settur út úr hópnum í stað Wayne Rooney og Martin Jol, sjóri Tottenham, segir Sven-Göran Eriksson sé að gera mistök með vali sínu á landsliðinu. 9.6.2006 15:30
Ballack ekki í liði Þjóðverja Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir opnunarleikinn á HM milli gestgjafanna Þjóðverja og Kosta Ríka. Michael Ballack er ekki í liði Þjóðverja vegna meiðsla. 9.6.2006 15:28
Tottenham samþykkir tilboð í Kelly Úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Birmingham í írska bakvörðinn Stephen Kelly, en hann hefur alla tíð spilað með Lundúnaliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2003 og 22 ára gamall. Kelly á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við forráðamenn Birmingham. 9.6.2006 14:52
Mikið um dýrðir á opnunarhátíðinni Það er sannarlega mikið um dýrðir í Munchen þessa stundina þar sem opnunarhátíð HM stendur nú sem hæst. Gamlar hetjur úr heimsmeistaraliðum fyrri ára eru nú að ganga inn á leikvanginn undir lófataki áhorfenda. Herlegheitin eru öll í beinni útsendingu á Sýn og ekki laust við að spenna sé í loftinu, nú þegar styttist óðum í opnunarleikinn. 9.6.2006 14:44
Gæti notað Rooney í riðlakeppninni Breska sjónvarpið hefur í dag eftir heimildamönnum sínum hjá enska landsliðinu að svo gæti farið að Sven-Göran Eriksson tæki áhættu og notaði Wayne Rooney jafnvel strax í riðlakeppninni. Ef af þessu verður er nokkuð víst að það muni vekja reiði forráðamanna Manchester United, sem óttast mjög að Rooney verði látinn spila of snemma eftir fótbrot. 9.6.2006 14:33
Gerrard klár á morgun Miðjumaðurinn Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Englendinga á morgun þegar liðið spilar opnunarleik sinn á HM gegn Paragvæ. Gerrard sagði í gær að aðeins helmingslíkur væru á því að hann yrði klár vegna meiðsla, en breska sjónvarpið hefur eftir heimildarmanni sínum að Gerrard ætli að spila á morgun. 9.6.2006 14:27
Kóngur um stund Hestaþátturinn Kóngur um stund, sem var á Stöð 2 í fyrra, heldur áfram á RÚV í sumar. Áfram er tilgangurinn að skemmta áhorfendum og vekja áhuga á íslenska hestinum og hestamennsku um leið, líka meðal þeirra sem lítið sem ekkert hafa kynnst þessu ótrúlegu og einstöku skepnu. 9.6.2006 14:00
Spámaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson spáir um úrslitin í leikjum dagsins á HM í Þýskalandi. Leikir dagsins eru Þýskaland - Kosta Ríka kl 16 og Póland - Ekvadór kl 19. 9.6.2006 11:18
Styttist í opnunarleikinn Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag. Flestir sparksérfræðingar eru sammála um að Þjóðverjar vinni Kosta Ríka auðveldlega í opnunarleik HM sem fer fram í kvöld, þrátt fyrir að vera án Michael Ballack. 9.6.2006 10:00
Hann spilar, spilar ekki, spilar... Morgun, 1.dagur: 2DF sjónvarpstöðin er að telja niður, 8 klukkustundir, og tæplega 40 mínútur í fyrsta leik. Þulurinn, kona á þrítugsaldrei, er í skærustu dragt sem ég hef nokkurn tíma séð, skærgræn, litur vonarinnar, hún er hress og kynnir efni í morgunþáttinn 9.6.2006 09:55
Hélt heim í jarðaför Oswaldo Sanchez, markvörður Mexíkó, yfirgaf í gær æfingabúðir Mexíkómanna og hélt heim til Mexíkó til þess að vera viðstaddur jarðarför föður síns. 9.6.2006 09:44
Úrslit hjá Hornfirðingi Félagsmót hestamannafélagsins Hornfirðings fór fram í blíðskaparveðri nú um helgina. Mótið sem jafnframt var úrtaka fyrir landsmót var vel sótt og gekk mjög vel að sögn mótshaldara. Um 60 knapar og hross mættu til leiks. 9.6.2006 08:15
Skráningarfrestur vegna ræktunarbússýninga á LM Hrossaræktendur eru minntir á að frestur til að skrá ræktunarbú á Landsmót 2006 rennur út sunnudaginn 11. júní nk. Hægt er að sækja um þátttöku með því að senda tölvupóst á landsmot@landsmot.is merkt "Ræktunarbú." Þar þurfa að koma fram upplýsingar um þau hross er ætlunin er að sýna, aldur, ættir og árangur, ásamt stuttri kynningu á búinu. 9.6.2006 08:12
Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. 9.6.2006 05:21
Tölfræðin úr seinni leiknum við Dani í Höllinni í kvöld Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Dani í Laugardalshöllinni í kvöld í seinni æfingaleik þjóðanna en íslenska liðið er á leiðinni til Svíþjóðar þar sem það spilar við Svíþjóð í umspili um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Hér á eftir má finna tölfræði íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 9.6.2006 00:22
Stór hluti leikmanna veikur Stór hluti landsliðs Króatíu á HM hefur síðustu daga verið að glíma við veikindi. Um vírussýkingu er að ræða, þrátt fyrir það léku Króatar vináttuleik gegn Spánverjum í gær sem að þeir töpuðu naumlega 2:1. 8.6.2006 22:38
Segir að Rooney sé nú á sína ábyrgð Landsliðseinvaldur Englendinga segir að það muni vera hann og Wayne Rooney sem muni ákveða hvenær hann spili sinn fyrsta leik á HM, ekki Manchester United. 8.6.2006 22:25
1,5 milljarðar manna horfa á opnunarleik HM Búist er við því að 1,5 milljarðar manna horfi á opnunarleik HM, Þýskaland gegn Costa Rica á morgun kl 16:00. Fótboltaunnendur í 200. löndum munu horfa á opnunarleikinn í beinni, fjölmiðlasérfræðingar búast við því að 15, til 20, milljónir Þjóðverja muni horfa á lið sitt í sjónvarpi. 8.6.2006 22:20
FIFA mun beita tölvutækninni á HM FIFA mun beita tölvutækninni á HM, til þess að skera úr um hvort að um sjálfsmark eða ekki sé að ræða í þeim tilvikum þar sem að það á við. Þrettán aðilar innan FIFA munu fá myndir sendar beint í tölvuna hjá sér og geta þannig skorið um það hvort að markið sé sjálfsmark eður ei. 8.6.2006 22:12
Jafntefli við Dani Íslenska karlalandsliðið gerði í kvöld jafntefli við Dani 34-34 í síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið var yfir allan leikinn en missti niður forskot sitt í lokin og þurfti að sætta sig við jafntefli. Ólafur Stefánsson var besti maður vallarins og skoraði 7 mörk og gaf fjölda stoðsendinga fyrir íslenska liðið, sem heldur til Svíþjóðar í fyrramálið. 8.6.2006 21:27
Loksins sigur hjá Skagamönnum Skagamenn unnu sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Keflavík 1-0 á útivelli með marki Ellerts J. Björnssonar. Víkingur og Grindavík skildu jöfn 0-0 í slökum leik í Fossvogi, en Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Fylki 3-1 á Laugardalsvellinum. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Val og Pálmi R. Pálmason eitt. Jens Sævarsson minnkaði muninn fyrir Fylki. 8.6.2006 21:09
Ísland yfir í hálfleik Íslenska karlalandsliðið hefur yfir 19-16 í hálfleik í síðari æfingaleik sínum við Dani. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með 5 mörk úr 5 skotum og þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson hafa skorað 3 mörk hver. 8.6.2006 20:25
Skagamenn yfir í Keflavík Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skagamenn hafa yfir 1-0 í Keflavík, þar sem Ellert Jón Björnsson skoraði mark ÍA á 22. mínútu. Valur hefur yfir 2-0 gegn Fylki á Laugardalsvelli með mörkum frá Garðari Gunnlaugssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Þá er markalaust í sjónvarpsleiknum á Sýn sem er viðureign Víkings og Grindavíkur. 8.6.2006 20:05
Cisse verður ekki seldur Rafa Benitez segir að Djibril Cisse verði ekki seldur frá félaginu eins og til stóð í kjölfar þess að hann fótbrotnaði illa í landsleik með Frökkum í gærkvöldi. 8.6.2006 19:45
Cole framlengir um eitt ár Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur framlengt samning framherjans Andy Cole um eitt ár. Hinn 34 ára gamli framherji skoraði 10 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð, en það þótti setja nokkuð strik í reikninginn þegar hann meiddist undir lok tímabilsins í vor. Cole segist hlakka mikið til að halda áfram að spila með City. 8.6.2006 19:03
Tillaga um fækkun liða í úrvalsdeildum umdeild Sepp Blatter og félagar í stjórn Alþjóða Knattspyrnusambandsins eru nú að vinna að tillögum sem miða að því að fækka liðum í úrvalsdeildum í Evrópu niður í 18 lið, þar sem fyrir vikið yrðu aðeins spilaðir 34 leikir á tímabili í stað 38 leikja eins og tíðkast í ensku úrvalsdeildinni. 8.6.2006 18:35
Ætlar ekki að bjóða í Lampard Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard. 8.6.2006 18:25
Heiðar á fimm höggum yfir pari Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. 8.6.2006 18:19
Henin-Hardenne í úrslit Justine Henin-Hardenne vann í dag auðveldan sigur á Kim Clijsters 6-3 og 6-2 í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis og mætir Svetlönu Kuznetsovu í úrslitaleik. Hardenne á titil að verja á mótinu og hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum sínum á Roland Garros vellinum. 8.6.2006 17:29
Gæðin en ekki magnið skiptir öllu í hornunum Það hafa verið skoruð 9 mörk eftir hornspyrnur í fyrstu fimm umferðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og það vekur athygli að þau tvö lið sem hafa skorað mest , FH og ÍBV, bæði með 2 mörk eftir horn, eru einmitt þau lið sem hafa fengið fæst horn það sem af er tímabils. Sjötta umferðin hefst í kvöld. 8.6.2006 16:35
Ísland - Danmörk í kvöld Síðari æfingaleikur Íslendinga og Dana fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld, en leikirnir við Dani eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Svía þar sem spilað verður um laust sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:35 og miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Rétt er að skora á sem flesta að mæta og láta vel í sér heyra í lokaupphituninni fyrir Svíaleikina. 8.6.2006 16:10
Ragnheiður með Íslandsmet Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi þegar hún synti á 26,23 sekúndum á móti í Frakklandi. Ragnheiður náði með þessum frábæra tíma að tryggja sig inn á Evrópumótið í ágúst, en eldra metið hennar í greininni var 26,34 sekúndur. 8.6.2006 15:35
Kahn bíður þess að Lehmann geri mistök Í Þýskalandi eru ekki allir vinir allavega ekki Jens Lehmann og Oliver Kahn. Þeir eru samt saman í liði. Þorsteinn J okkar maður á HM var staddur á Alianz Arena í Munchen í morgun. Það er magnað mannvirki sem skiptir litum á kvöldin. Hann segir orðrétt um völlinn „þetta er stórfenglegasti helgidómur sem ég hef komið í lengi“. Smellið á bloggið hans Þorsteins og lesið meira. 8.6.2006 15:25
Barcelona ætla að bjóða í Frank Lampard Barcelona eru tilbúnir að bjóða í Frank Lampard og ætla að láta Deco ganga upp í kaupin, en Deco lék einmitt undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto þegar þeir urðu Evrópumeistarar fyrir 2 árum. 8.6.2006 15:08
Gerrad slæmur í bakinu Steven Gerrard segir að það séu helmingslíkur á að hann verði orðinn góður af bakmeiðslum fyrir leikinn gegn Paragvæ 10. júní. 8.6.2006 14:56
Larsson stefnir hátt með Svíþjóð Fyrrum leikmaður Celtic og Barcelona, Henrik Larsson segir að Svíar verði að hafa trú á því að þeir geti komist alla leið í úrslitaleikinn á HM í sumar. 8.6.2006 14:47