Fleiri fréttir

Tölfræðin úr seinni leiknum við Dani í Höllinni í kvöld

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Dani í Laugardalshöllinni í kvöld í seinni æfingaleik þjóðanna en íslenska liðið er á leiðinni til Svíþjóðar þar sem það spilar við Svíþjóð í umspili um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Hér á eftir má finna tölfræði íslenska liðsins í leiknum í kvöld.

Stór hluti leikmanna veikur

Stór hluti landsliðs Króatíu á HM hefur síðustu daga verið að glíma við veikindi. Um vírussýkingu er að ræða, þrátt fyrir það léku Króatar vináttuleik gegn Spánverjum í gær sem að þeir töpuðu naumlega 2:1.

Segir að Rooney sé nú á sína ábyrgð

Landsliðseinvaldur Englendinga segir að það muni vera hann og Wayne Rooney sem muni ákveða hvenær hann spili sinn fyrsta leik á HM, ekki Manchester United.

1,5 milljarðar manna horfa á opnunarleik HM

Búist er við því að 1,5 milljarðar manna horfi á opnunarleik HM, Þýskaland gegn Costa Rica á morgun kl 16:00. Fótboltaunnendur í 200. löndum munu horfa á opnunarleikinn í beinni, fjölmiðlasérfræðingar búast við því að 15, til 20, milljónir Þjóðverja muni horfa á lið sitt í sjónvarpi.

FIFA mun beita tölvutækninni á HM

FIFA mun beita tölvutækninni á HM, til þess að skera úr um hvort að um sjálfsmark eða ekki sé að ræða í þeim tilvikum þar sem að það á við. Þrettán aðilar innan FIFA munu fá myndir sendar beint í tölvuna hjá sér og geta þannig skorið um það hvort að markið sé sjálfsmark eður ei.

Jafntefli við Dani

Íslenska karlalandsliðið gerði í kvöld jafntefli við Dani 34-34 í síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið var yfir allan leikinn en missti niður forskot sitt í lokin og þurfti að sætta sig við jafntefli. Ólafur Stefánsson var besti maður vallarins og skoraði 7 mörk og gaf fjölda stoðsendinga fyrir íslenska liðið, sem heldur til Svíþjóðar í fyrramálið.

Loksins sigur hjá Skagamönnum

Skagamenn unnu sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Keflavík 1-0 á útivelli með marki Ellerts J. Björnssonar. Víkingur og Grindavík skildu jöfn 0-0 í slökum leik í Fossvogi, en Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Fylki 3-1 á Laugardalsvellinum. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Val og Pálmi R. Pálmason eitt. Jens Sævarsson minnkaði muninn fyrir Fylki.

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska karlalandsliðið hefur yfir 19-16 í hálfleik í síðari æfingaleik sínum við Dani. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með 5 mörk úr 5 skotum og þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson hafa skorað 3 mörk hver.

Skagamenn yfir í Keflavík

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skagamenn hafa yfir 1-0 í Keflavík, þar sem Ellert Jón Björnsson skoraði mark ÍA á 22. mínútu. Valur hefur yfir 2-0 gegn Fylki á Laugardalsvelli með mörkum frá Garðari Gunnlaugssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Þá er markalaust í sjónvarpsleiknum á Sýn sem er viðureign Víkings og Grindavíkur.

Cisse verður ekki seldur

Rafa Benitez segir að Djibril Cisse verði ekki seldur frá félaginu eins og til stóð í kjölfar þess að hann fótbrotnaði illa í landsleik með Frökkum í gærkvöldi.

Cole framlengir um eitt ár

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur framlengt samning framherjans Andy Cole um eitt ár. Hinn 34 ára gamli framherji skoraði 10 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð, en það þótti setja nokkuð strik í reikninginn þegar hann meiddist undir lok tímabilsins í vor. Cole segist hlakka mikið til að halda áfram að spila með City.

Tillaga um fækkun liða í úrvalsdeildum umdeild

Sepp Blatter og félagar í stjórn Alþjóða Knattspyrnusambandsins eru nú að vinna að tillögum sem miða að því að fækka liðum í úrvalsdeildum í Evrópu niður í 18 lið, þar sem fyrir vikið yrðu aðeins spilaðir 34 leikir á tímabili í stað 38 leikja eins og tíðkast í ensku úrvalsdeildinni.

Ætlar ekki að bjóða í Lampard

Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard.

Heiðar á fimm höggum yfir pari

Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari.

Henin-Hardenne í úrslit

Justine Henin-Hardenne vann í dag auðveldan sigur á Kim Clijsters 6-3 og 6-2 í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis og mætir Svetlönu Kuznetsovu í úrslitaleik. Hardenne á titil að verja á mótinu og hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum sínum á Roland Garros vellinum.

Gæðin en ekki magnið skiptir öllu í hornunum

Það hafa verið skoruð 9 mörk eftir hornspyrnur í fyrstu fimm umferðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og það vekur athygli að þau tvö lið sem hafa skorað mest , FH og ÍBV, bæði með 2 mörk eftir horn, eru einmitt þau lið sem hafa fengið fæst horn það sem af er tímabils. Sjötta umferðin hefst í kvöld.

Ísland - Danmörk í kvöld

Síðari æfingaleikur Íslendinga og Dana fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld, en leikirnir við Dani eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Svía þar sem spilað verður um laust sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:35 og miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Rétt er að skora á sem flesta að mæta og láta vel í sér heyra í lokaupphituninni fyrir Svíaleikina.

Ragnheiður með Íslandsmet

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi þegar hún synti á 26,23 sekúndum á móti í Frakklandi. Ragnheiður náði með þessum frábæra tíma að tryggja sig inn á Evrópumótið í ágúst, en eldra metið hennar í greininni var 26,34 sekúndur.

Kahn bíður þess að Lehmann geri mistök

Í Þýskalandi eru ekki allir vinir allavega ekki Jens Lehmann og Oliver Kahn. Þeir eru samt saman í liði. Þorsteinn J okkar maður á HM var staddur á Alianz Arena í Munchen í morgun. Það er magnað mannvirki sem skiptir litum á kvöldin. Hann segir orðrétt um völlinn „þetta er stórfenglegasti helgidómur sem ég hef komið í lengi“. Smellið á bloggið hans Þorsteins og lesið meira.

Barcelona ætla að bjóða í Frank Lampard

Barcelona eru tilbúnir að bjóða í Frank Lampard og ætla að láta Deco ganga upp í kaupin, en Deco lék einmitt undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto þegar þeir urðu Evrópumeistarar fyrir 2 árum.

Gerrad slæmur í bakinu

Steven Gerrard segir að það séu helmingslíkur á að hann verði orðinn góður af bakmeiðslum fyrir leikinn gegn Paragvæ 10. júní.

Larsson stefnir hátt með Svíþjóð

Fyrrum leikmaður Celtic og Barcelona, Henrik Larsson segir að Svíar verði að hafa trú á því að þeir geti komist alla leið í úrslitaleikinn á HM í sumar.

Öll mörkin á HM í símann

Þeir sem eiga Vodafone Live gsm-síma þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af neinu þegar HM hefst á morgun, því Og Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að fá öll mörkin í keppninni send í síma sinn. Vodafone hefur fram að þessu boðið upp á þessa þjónustu í enska boltanum og meistaradeildinni og heimsmeistaramótið sjálft verður engin undantekning.

Govou inn í stað Cisse

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, hefur valið framherjann Sidney Govou í HM-hóp sinn í stað Djibril Cisse sem fótbrotnaði í æfingaleik gegn Kínverjum í gærkvöldi. Govou er leikmaður Frakklandsmeistara Lyon og hefur skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum, en hann getur spilað bæði á kanti og í framlínunni líkt og Cisse.

Helgidómurinn á HM

Það verður að segjast að þessi nýi völlur hér í Munchen er stórkostlegur, ég hef verið á Nou Camp í Barcelona, Péturskirkjunni í Róm, kveikt á kerti í Landakotskirkju, en þetta er stórfenglegasti helgidómur sem ég hef komið í lengi.

Nigel Martyn leggur skóna á hilluna

Markvörðurinn gamalreyndi Nigel Martyn hjá Everton hefur nú neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra ökklameiðsla. Martyn er 39 ára gamall og hefur verið frá vegna þessara meiðsla síðan í janúar. Hann hafði varið mark Everton síðan árið 2003 þegar hann gekk í raðir Everton frá Leeds.

Rooney er laus við meiðsli

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að framherjinn Wayne Rooney sé alveg laus við meiðsli og geti spilað um leið og hann kemst í leikform. "Ég þarf að hugsa um það sem er enska landsliðinu og stuðningsmönnum þess fyrir bestu, en endanlegar ákvarðanir verða teknar af mér og Rooney sjálfum," sagði Eriksson, en ekki eru allir á eitt sáttir um það hvenær eigi að leyfa stráknum að byrja að spila.

Vill verða viðurkenndur Gaflari

Daði Lárusson, markvörður FH, hefur verið valinn leikmaður fimmtu umferðar af Fréttablaðinu. Daði hefur verið traustur milli stangana það sem af er leiktíðar og var hetja liðsins gegn Keflavík á mánudag.

Nistelrooy verður seldur eftir HM

Manchester United vill fá 15 milljónir punda fyrir hollenska framherjann Ruud van Nistelrooy. Nær öruggt er talið að Ruud yfirgefi United eftir harðvítugar deilur við Sir Alex Ferguson í lok leiktíðarinnar en forsvarsmenn félagsins vilja ekki láta hann fara fyrir ekki neitt.

Sendu okkur HM-tengil

Við viljum minna á að undir liðnum „þínar fréttir“ (hér neðst á síðunni) geta netverjar sent inn skemmtilega HM-tengla sem þeir hafa fundið á netinu. Vegna áhuga okkar á keppninni kemur allt til greina. Ferlið gæti ekki verið einfaldara, fyrst er skráð lýsing á tenglinum, svo í næstu línu er slóðin límd inn.

Gerrard flaug til Englands í læknisskoðun

Enski landliðsmaðurinn, Steven Gerrard, missti af æfingu í gær vegna verkja í baki. Þessi 26 ára leikmaður Liverpool þurfti að hætta á æfingu í fyrradag vegna þessa meiðsla og í gær flaug hann með Rooney til Englands í læknisskoðun. Líklegt þykir að Gerrard leiki ekki í fyrsta leik Englands gegn Parúgvæ á laugardaginn.

Ballack gæti misst af opnunarleiknum!

Fyrirliði Þýska landsliðsins, Michael Ballack, hefur ekki enn náð sér af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarna daga. Nú þykir það nærri öruggt að hann leiki ekki í opnunarleik mótsins á föstudaginn gegn Kosta Ríka.

Ekki á þeim buxunum að gefast upp

Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA.

Der ball ist rund!

Þetta er einföld heimspeki Þjóðverja þegar kemur að því að skilgreina fótbolta: Boltinn er hnöttóttur, der ball ist rund, og jájá. Ellefu leikmenn í hvoru liði, sæmilegur dómari og svo verður þetta að ráðst útfrá lögmálum boltans og bestu leikmanna. Öll liðin eru komin til Þýskalands og bíða nú dauða síns, fer eftir því hver fyrsti leikur er, en samt, þrír leikir og svo er eilífðin framundan.

Cisse missir af HM

Franski framherjinn Djibril Cisse hjá Liverpool tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu með Frökkum. Þetta kom í ljós í kvöld eftir að Cisse var borinn meiddur af velli í æfingaleik gegn Kína og í ljós kom að hann er fótbrotinn á hægri fæti. Ekki er langt síðan Cisse fótbrotnaði illa í leik með Liverpool, en þá var um að ræða vinstri fót hans. Talið er að annað hvort Nicolas Anelka eða Ludovic Giuly muni leysa Cisse af hólmi í landsliðinu.

Rooney með á HM

Talið er nær öruggt að Wayne Rooney muni spila með Englendingum á HM. Á vef BBC Sport er sagt að Rooney hafi unnið kapphlaupið um að komast á HM, og að hann sé nú á leiðinni til Þýskalands.

Öruggur um að komast alla leið

Leikmaður Brasilíu Roberto Carlos segir að Brasilía hafi alltaf komist í úrslitaleikinn á HM, er hann hefur spilað með liðinu. Leikmaðurinn sem oft er mjög sjálfsöruggur sagði einnig að Brasilía myndi hræða Króata er Brassar hefja titilvörn sína á HM.

Englendinga skortir skynsemi

Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins segir að Englendinga skorti skynsemi til að ná langt á stórmóti. Þessar tvær þjóðir gætu mæst í annarri umferð á heimsmeistaramótinu.

Stefnir á að koma Englandi á óvart

Roque Santa Cruz sem er framherji hjá Bayern Munchen ætlar ásamt liði sínu, Paragvæ, að koma Englendingum verulega á óvart með því að sigra þá í opnunarleik þjóðanna á HM.

Terry vill gullbikar og ekkert minna á HM

John Terry segir að leikmenn enska liðsins séu vanir því að vinna bikara með félagsliðum sínum en þeir eru allir úr silfri og að nú sé kominn tími á að taka alvöru bikar úr gulli með því að sigra HM.

Beckham á leið á Old Trafford?

Svo gæti farið að enski landsliðsmaðurinn David Beckham léki aftur á Old Trafford fljótlega, en fréttir herma að forráðamenn gamla félagsins hans, Manchester United, hafi boðið Real Madrid að spila við sig æfingaleik í fyrstu vikunni í ágúst, þegar ný viðbygging vallarins verður formlega tekin í notkun.

Fylgjast vel með fótboltabullum

Sérsveitir bresku og þýsku lögreglunnar hafa fylgjast náið með fótboltabullum á vikunum fyrir HM og hefur breska lögreglan gripið til þess ráðs að meina þekktum ólátabelgjum að fara úr landi. Sérsveit bresku lögreglunnar er með skrá yfir 3300 menn sem eru á svarta listanum og vel hefur gengið að beina þeim frá Þýskalandi.

Spánverjum lofað risabónusum

Allir leikmenn sem spila á HM sem hefst á föstudag eiga von á ríkulegum bónusum ef liði þeirra gengur vel í keppninni. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að leikmenn spænska landsliðsins eigi von á ríkulegustu bónusunum ef liðið vinnur keppnina og heldur því fram að hver leikmaður spænska liðsins muni fá yfir 400.000 pund fyrir sigur.

Sigurganga Nadal heldur áfram

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal heldur sigurgöngu sinni áfram á leirnum og í dag vann hann sigur á Novak Djokovic, eftir að sá síðarnefndi hætti keppni vegna meiðsla. Þetta var 58. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu. Hann mætir Ivan Ljubicic í undanlúrslitum mótsins á föstudaginn.

Robert Huth á leið til Boro

Þýski varnarmaðurinn Robert Huth hjá Chelsea er á leið til Middlesbrough og gæti gengið frá samningi við félagið um helgina að sögn umboðsmanns hans. Huth hefur verið á tréverkinu hjá Chelsea allar götur síðan hann gekk til liðs við félagið og vildi breyta til.

Sjá næstu 50 fréttir