Fleiri fréttir Matt Holland hættur með landsliðinu Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni. 5.2.2006 15:05 Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. 5.2.2006 14:30 Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. 5.2.2006 14:15 Danir unnu bronsið á EM Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum. 5.2.2006 14:06 24 vítaspyrnur útkljáðu leikinn 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar lið Fílabeinsstrandarinnar sigraði Kamerún eftir maraþon vítaspyrnukeppni. 5.2.2006 13:30 St. Etienne mistókst að tylla sér í 4. sætið Í franska fóboltanum gerðu Paris St. Germain og St. Etienne jafntefli í gærkvöldi. Paris St. Germain átti möguleika á því að ná 4. sætinu í deildinni með sigri. 5.2.2006 13:20 Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; 5.2.2006 13:17 Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar. 5.2.2006 13:10 Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. 5.2.2006 12:52 Ekki hafa fyrir því að afsaka Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham er æfur af reiði og lætur Martin Atkinson dómara fá það óþvegið í breskum fjölmiðlum eftir 4-2 tap sinna manna gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham þegar hann minnkaði muninn í 3-2 en það sem gerðist eftir það fór svo fyrir brjóstið á Coleman að hann var rekinn úr gryfjunni með rauða spjaldið upp í stúku. 5.2.2006 12:42 Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu. 5.2.2006 11:48 Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. 5.2.2006 11:05 Grétar skoraði eina mark Alkmaar Siglfirski Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse Arnhem í gærkvöldi. Mark Grétars kom liði hans yfir á 13. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en gestirnir jöfnuðu á 40. mínútu. 5.2.2006 10:15 Sol Campbell kominn í leitirnar Sol Campbell, varnarmaður Arsenal er væntanlegur aftur á æfingu með liðinu á mánudaginn en ekkert hefur spurst til hans síðan hann yfirgaf heimavöll sinn í hálfleik þegar Arsenal tapaði fyrir West Ham í deildinni sl. miðvikudag. 4.2.2006 20:15 Heiðar skoraði í tapleik gegn Man Utd Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham sem tapaði fyrir Man Utd, 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Heiðar var í byrjunarliði Fulham og lék allan leikinn. Mark Heiðars kom með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Bridge, lánsmanni frá Chelsea. Með markinu minnkaði Heiðar muninn í 3-2. 4.2.2006 19:08 Ívar, Brynjar, Hannes og Jóhannes léku Reading hefur 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur á Crewe í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum og lék síðustu 2 mínúturnar. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson lokamínutuna. 4.2.2006 19:04 Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. 4.2.2006 18:47 Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. 4.2.2006 17:56 Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum. 4.2.2006 17:33 Útisigur hjá Arsenal Newcastle lagði Portsmouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Graeme Souness var rekinn í vikunni. Arsenal lagði Birmingham á útivelli, 0-2 þar sem Thierry Henry skoraði 200. mark sitt fyrir félagið. 4.2.2006 17:29 Heiðar í byrjunarliðinu gegn Man Utd Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn er nýhafinn. Louis Saha er í byrjunarliði Man Utd og því að leika gegn sínum gömlu félögum frá London. 4.2.2006 17:21 Nígería í undanúrslit Nígeríumenn voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu með því að sigra ríkjandi Afríkumeistara Túnis í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og ekkert var skorað í framlengingu. 4.2.2006 16:13 Lítt þekktur kylfingur fer á kostum Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. 4.2.2006 15:51 750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. 4.2.2006 15:30 Ívar og Jói Kalli í byrjunarliðum Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Wolves í ensku Championship deildinni (B-deild) í fótbolta í dag en hefur nú lokið við að taka út tveggja leikja bann. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem heimsækir Crewe en Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading. 4.2.2006 15:10 Frakkar í úrslit Frakkar leika til úrslita á HM í handbolta en þeir lögðu Króata í undanúrslitum í dag með 6 marka mun, 29-23. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Frakka sem mæta annað hvort Dönum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun en þau lið mætast nú kl. 16. 4.2.2006 14:57 Grönholm með forystu í Svíþjóð Finnski ökuþórinn, Markus Grönholm, hafði nauma forystu eftir keppni gærdagsins í sænska rallinu. Norðmaðurinn Petter Solberg sem sigraði í þessu ralli fyrir tveimur árum er aðeins í 18. sæti. Sænska rallið er eina vetrarrallið og norrænir ökumenn hafa þar oft haft betur í baráttu við þá sem eru sérfræðingar á malbikuðum vegum. 4.2.2006 14:45 Charlotte lagði Lakers Að venju var leikið í NBA deildinni í körfbolta í Bandaríkjunum í nótt og ber þar hæst tap LA Lakers fyrir Charlotte Bobcats, 112,-102. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en hann skoraði ekkert í síðasta leikhlutanum. Jumaine Jones setti prsónulegt stigamet þegar hann gerði 31 stig fyrir Charlotte en fyrir leikinn höfðu Bobcats tapað 13 leikjum í röð. 4.2.2006 14:28 Þjóðverjar í 5. sæti Þjóðverjar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumóti landsliða í handbolta í Sviss en þeir sigruðu Rússa í leik um sætið í dag, 32-30. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Rússa. Nú eigast við Króatar og Frakkar í fyrri undanúrslitaleik mótsins og er staðan í hálfleik 12-10 fyrir Frakka. Síðar í dag mætast svo Danir og Spánverjar í hinum undanúrslitaleiknum. 4.2.2006 14:04 Egyptar í undanúrslit Egyptar tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu með auðveldum 4-1 sigri á Kongó og mætir liðið því Senegal í undanúrslinunum. Senegalar lögðu Gíneumenn fyrr í gær. 4.2.2006 11:45 Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. 4.2.2006 11:00 Miami - Cleveland á Sýn Körfuboltaaðdáendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld, því klukkan 23 verður Sýn með upptöku frá leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers sem fram fór liðna nótt og klukkan 01:30 verður svo bein útsending frá leik Houston Rockets og Seattle Supersonics á NBA TV. 3.2.2006 21:15 Fleiri hallast að sigri Pittsburgh Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudagskvöldið þar sem Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks leiða saman hesta sína í Detroit. 3.2.2006 20:00 Loeb saxar á forskot Grönholm Marcus Grönholm á Ford heldur naumri tíu sekúndna forystu í sænska rallinu eftir fyrsta keppnisdag, en heimsmeistarinn Sebastien Loeb tapaði nokkrum tíma vegna klaufaskapar, en hann lokaði vélarhlífinni ekki nógu vel á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún opnaðist á miðri sérleið og tafði hann um dýrmætan tíma. 3.2.2006 19:17 Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. 3.2.2006 18:45 Ensku liðin vilja fá Beckham Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn. 3.2.2006 18:30 Alda Leif í stjörnuleikinn í Hollandi Körfuboltakonan Alda Leif Jónsdóttir sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, hefur verið valin í stjörnuleikinn þar í landi af þjálfurum í deildinni. Alda er lykilkona í liði sínu sem er efst og taplaust í deildinni eftir 12 umferðir, en hún er ein fjögurra stúlkna úr liði Den Helder sem valdar voru í stjörnuliðið. 3.2.2006 18:25 Dæmdur í eins leiks bann Vængmaðurinn knái, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, var í dag dæmdur til að greiða sekt og taka út eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að senda stuðningsmönnum Benfica í heimalandi hans fingurinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í haust. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í dag og hefur leikmaðurinn frest fram yfir helgi til að svara dómnum. 3.2.2006 17:45 Rauða spjald Johnson stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Birmingham vegna rauða spjaldsins sem Damien Johnson fékk að líta í leiknum við Liverpool á miðvikudagskvöldið. Johnson fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu sína á Daniel Agger, en Steve Bruce og félögum þótti þetta umdeild ákvörðun. 3.2.2006 17:15 Senegal í undanúrslit Senegalar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Egyptalandi þegar liðið lagði Gíneu 3-2, eftir að hafa verið undir í hálfleik. Þeir Papa Bouba Diop hjá Fulham og Henri Camara hjá Wigan voru á skotskónum fyrir Senegala í leiknum. Leikur heimamanna og Kongó er nýhafinn og þar er staðan 0-0. 3.2.2006 17:11 27 milljóna hagnaður hjá KSÍ Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna. 3.2.2006 16:23 Ólafur hrifinn af Strand Norskir fjölmiðlar halda skiljanlega ekki vatni yfir landsliðsmanninum Kjetil Strand, sem setti nýtt Evrópumótsmet í gær þegar hann skoraði 19 mörk í leiknum gegn Íslendingum í milliriðli. Á heimasíðu norska blaðsins VG er haft eftir Ólafi Stefánssyni að Strand sé nógu góður til að spila með liði í spænska eða þýska handboltanum. 3.2.2006 16:08 Onouha úr leik Hinn ungi og efnilegi bakvörður Nedum Onouha hjá Manchester City getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Onouha er í U-21 árs landsliði Englendinga og þykir eitthvert mesta efni á Bretlandseyjum. "Ég er mjög vonsvikinn fyrir hans hönd, en hann er ungur og jafnar sig fljótt," sagði Stuart Pearce, stjóri City. 3.2.2006 16:00 Þorvaldur Makan í Val Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. 3.2.2006 15:32 Lauren frá út tímabilið Varnarmaðurinn Lauren hjá Arsenal leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Í fyrstu var talið að Kamerúninn yrði frá í um einn mánuð vegna meiðslanna, en síðar kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var og því hefur hann nú gengist undir aðgerð sem hefur bundið enda á tímabilið hjá honum. 3.2.2006 15:10 Sjá næstu 50 fréttir
Matt Holland hættur með landsliðinu Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni. 5.2.2006 15:05
Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. 5.2.2006 14:30
Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. 5.2.2006 14:15
Danir unnu bronsið á EM Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum. 5.2.2006 14:06
24 vítaspyrnur útkljáðu leikinn 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar lið Fílabeinsstrandarinnar sigraði Kamerún eftir maraþon vítaspyrnukeppni. 5.2.2006 13:30
St. Etienne mistókst að tylla sér í 4. sætið Í franska fóboltanum gerðu Paris St. Germain og St. Etienne jafntefli í gærkvöldi. Paris St. Germain átti möguleika á því að ná 4. sætinu í deildinni með sigri. 5.2.2006 13:20
Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; 5.2.2006 13:17
Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar. 5.2.2006 13:10
Zidane í fantaformi - skoraði tvennu Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. 5.2.2006 12:52
Ekki hafa fyrir því að afsaka Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham er æfur af reiði og lætur Martin Atkinson dómara fá það óþvegið í breskum fjölmiðlum eftir 4-2 tap sinna manna gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham þegar hann minnkaði muninn í 3-2 en það sem gerðist eftir það fór svo fyrir brjóstið á Coleman að hann var rekinn úr gryfjunni með rauða spjaldið upp í stúku. 5.2.2006 12:42
Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu. 5.2.2006 11:48
Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. 5.2.2006 11:05
Grétar skoraði eina mark Alkmaar Siglfirski Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse Arnhem í gærkvöldi. Mark Grétars kom liði hans yfir á 13. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en gestirnir jöfnuðu á 40. mínútu. 5.2.2006 10:15
Sol Campbell kominn í leitirnar Sol Campbell, varnarmaður Arsenal er væntanlegur aftur á æfingu með liðinu á mánudaginn en ekkert hefur spurst til hans síðan hann yfirgaf heimavöll sinn í hálfleik þegar Arsenal tapaði fyrir West Ham í deildinni sl. miðvikudag. 4.2.2006 20:15
Heiðar skoraði í tapleik gegn Man Utd Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham sem tapaði fyrir Man Utd, 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Heiðar var í byrjunarliði Fulham og lék allan leikinn. Mark Heiðars kom með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Bridge, lánsmanni frá Chelsea. Með markinu minnkaði Heiðar muninn í 3-2. 4.2.2006 19:08
Ívar, Brynjar, Hannes og Jóhannes léku Reading hefur 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur á Crewe í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum og lék síðustu 2 mínúturnar. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson lokamínutuna. 4.2.2006 19:04
Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. 4.2.2006 18:47
Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. 4.2.2006 17:56
Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum. 4.2.2006 17:33
Útisigur hjá Arsenal Newcastle lagði Portsmouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Graeme Souness var rekinn í vikunni. Arsenal lagði Birmingham á útivelli, 0-2 þar sem Thierry Henry skoraði 200. mark sitt fyrir félagið. 4.2.2006 17:29
Heiðar í byrjunarliðinu gegn Man Utd Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn er nýhafinn. Louis Saha er í byrjunarliði Man Utd og því að leika gegn sínum gömlu félögum frá London. 4.2.2006 17:21
Nígería í undanúrslit Nígeríumenn voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu með því að sigra ríkjandi Afríkumeistara Túnis í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og ekkert var skorað í framlengingu. 4.2.2006 16:13
Lítt þekktur kylfingur fer á kostum Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. 4.2.2006 15:51
750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. 4.2.2006 15:30
Ívar og Jói Kalli í byrjunarliðum Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Wolves í ensku Championship deildinni (B-deild) í fótbolta í dag en hefur nú lokið við að taka út tveggja leikja bann. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem heimsækir Crewe en Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading. 4.2.2006 15:10
Frakkar í úrslit Frakkar leika til úrslita á HM í handbolta en þeir lögðu Króata í undanúrslitum í dag með 6 marka mun, 29-23. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Frakka sem mæta annað hvort Dönum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun en þau lið mætast nú kl. 16. 4.2.2006 14:57
Grönholm með forystu í Svíþjóð Finnski ökuþórinn, Markus Grönholm, hafði nauma forystu eftir keppni gærdagsins í sænska rallinu. Norðmaðurinn Petter Solberg sem sigraði í þessu ralli fyrir tveimur árum er aðeins í 18. sæti. Sænska rallið er eina vetrarrallið og norrænir ökumenn hafa þar oft haft betur í baráttu við þá sem eru sérfræðingar á malbikuðum vegum. 4.2.2006 14:45
Charlotte lagði Lakers Að venju var leikið í NBA deildinni í körfbolta í Bandaríkjunum í nótt og ber þar hæst tap LA Lakers fyrir Charlotte Bobcats, 112,-102. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en hann skoraði ekkert í síðasta leikhlutanum. Jumaine Jones setti prsónulegt stigamet þegar hann gerði 31 stig fyrir Charlotte en fyrir leikinn höfðu Bobcats tapað 13 leikjum í röð. 4.2.2006 14:28
Þjóðverjar í 5. sæti Þjóðverjar höfnuðu í 5. sæti á Evrópumóti landsliða í handbolta í Sviss en þeir sigruðu Rússa í leik um sætið í dag, 32-30. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Rússa. Nú eigast við Króatar og Frakkar í fyrri undanúrslitaleik mótsins og er staðan í hálfleik 12-10 fyrir Frakka. Síðar í dag mætast svo Danir og Spánverjar í hinum undanúrslitaleiknum. 4.2.2006 14:04
Egyptar í undanúrslit Egyptar tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu með auðveldum 4-1 sigri á Kongó og mætir liðið því Senegal í undanúrslinunum. Senegalar lögðu Gíneumenn fyrr í gær. 4.2.2006 11:45
Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. 4.2.2006 11:00
Miami - Cleveland á Sýn Körfuboltaaðdáendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld, því klukkan 23 verður Sýn með upptöku frá leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers sem fram fór liðna nótt og klukkan 01:30 verður svo bein útsending frá leik Houston Rockets og Seattle Supersonics á NBA TV. 3.2.2006 21:15
Fleiri hallast að sigri Pittsburgh Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudagskvöldið þar sem Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks leiða saman hesta sína í Detroit. 3.2.2006 20:00
Loeb saxar á forskot Grönholm Marcus Grönholm á Ford heldur naumri tíu sekúndna forystu í sænska rallinu eftir fyrsta keppnisdag, en heimsmeistarinn Sebastien Loeb tapaði nokkrum tíma vegna klaufaskapar, en hann lokaði vélarhlífinni ekki nógu vel á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún opnaðist á miðri sérleið og tafði hann um dýrmætan tíma. 3.2.2006 19:17
Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. 3.2.2006 18:45
Ensku liðin vilja fá Beckham Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn. 3.2.2006 18:30
Alda Leif í stjörnuleikinn í Hollandi Körfuboltakonan Alda Leif Jónsdóttir sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, hefur verið valin í stjörnuleikinn þar í landi af þjálfurum í deildinni. Alda er lykilkona í liði sínu sem er efst og taplaust í deildinni eftir 12 umferðir, en hún er ein fjögurra stúlkna úr liði Den Helder sem valdar voru í stjörnuliðið. 3.2.2006 18:25
Dæmdur í eins leiks bann Vængmaðurinn knái, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, var í dag dæmdur til að greiða sekt og taka út eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að senda stuðningsmönnum Benfica í heimalandi hans fingurinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í haust. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í dag og hefur leikmaðurinn frest fram yfir helgi til að svara dómnum. 3.2.2006 17:45
Rauða spjald Johnson stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Birmingham vegna rauða spjaldsins sem Damien Johnson fékk að líta í leiknum við Liverpool á miðvikudagskvöldið. Johnson fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu sína á Daniel Agger, en Steve Bruce og félögum þótti þetta umdeild ákvörðun. 3.2.2006 17:15
Senegal í undanúrslit Senegalar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Egyptalandi þegar liðið lagði Gíneu 3-2, eftir að hafa verið undir í hálfleik. Þeir Papa Bouba Diop hjá Fulham og Henri Camara hjá Wigan voru á skotskónum fyrir Senegala í leiknum. Leikur heimamanna og Kongó er nýhafinn og þar er staðan 0-0. 3.2.2006 17:11
27 milljóna hagnaður hjá KSÍ Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna. 3.2.2006 16:23
Ólafur hrifinn af Strand Norskir fjölmiðlar halda skiljanlega ekki vatni yfir landsliðsmanninum Kjetil Strand, sem setti nýtt Evrópumótsmet í gær þegar hann skoraði 19 mörk í leiknum gegn Íslendingum í milliriðli. Á heimasíðu norska blaðsins VG er haft eftir Ólafi Stefánssyni að Strand sé nógu góður til að spila með liði í spænska eða þýska handboltanum. 3.2.2006 16:08
Onouha úr leik Hinn ungi og efnilegi bakvörður Nedum Onouha hjá Manchester City getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Onouha er í U-21 árs landsliði Englendinga og þykir eitthvert mesta efni á Bretlandseyjum. "Ég er mjög vonsvikinn fyrir hans hönd, en hann er ungur og jafnar sig fljótt," sagði Stuart Pearce, stjóri City. 3.2.2006 16:00
Þorvaldur Makan í Val Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. 3.2.2006 15:32
Lauren frá út tímabilið Varnarmaðurinn Lauren hjá Arsenal leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Í fyrstu var talið að Kamerúninn yrði frá í um einn mánuð vegna meiðslanna, en síðar kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var og því hefur hann nú gengist undir aðgerð sem hefur bundið enda á tímabilið hjá honum. 3.2.2006 15:10