Fleiri fréttir

Forsetabikarinn í kvöld

Keppnin um forsetabikarinn í golfi hefst í kvöld í Virginíu í Bandaríkjunum og verður fylgst með mótinu í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bandarísku keppendurnir eru staðráðnir í að vinna sigur í keppninni til heiðurs fyrirliða sínum Jack Nicklaus, en þetta er síðasta árið sem hann keppir sem atvinnumaður.

Verðum að vinna næstu tvo leiki

Paul Scholes hjá Manchester United gaf út þá yfirlýsingu í dag að ef Manchester United vinnur ekki sigur á Blackburn og Fulham í næstu tveimur deildarleikjum sínum, geti liðið einfaldlega gleymt því að stríða Chelsea eitthvað í titilslagnum í vetur.

Woodgate er klár í slaginn í kvöld

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn.

Keppt í Indianapolis 2006

Forráðamenn Indianapolis kappakstursins í Formúlu 1 í Bandaríkjunum ætla ekki að láta hneykslið sem varð á brautinni í ár koma í veg fyrir að keppnin fari fram þar á næsta ári og hafa staðfest að keppni næsta árs fari fram þann 2. júlí næsta sumar, ef Alþjóða Akstursíþróttasambandið gefur grænt ljós á það.

Payton á leið til Miami Heat

Leikstjórnandinn Gary Payton, sem lék með Boston Celtics í fyrra, er á leið til Shaquille O´Neal og félaga í Miami Heat ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum. Samnnigur hans mun verða til eins árs og ekki er búist við að samningurinn hljóði upp á meira en lágmarkslaun, enda eru peningar ekki það sem Payton er á höttunum eftir.

New Orleans spilar í Oklahoma

NBA liði New Orleans Hornets hefur verið gert kleift að spila heimaleiki sína í deildarkeppninni í vetur í Oklahoma City, eftir að ekki þótti reynandi að spila leiki liðsins í New Orleans vegna náttúruhamfaranna á dögunum.

Serbar slógust eftir tapið

Tveir leikir verða á dagskrá í átta liða úrslitum Evrópukeppni landsliða í körfubolta í kvöld, en keppnin fer fram í Serbíu. Rússar taka á móti Grikkjum og Litháar mæta Frökkum, sem öllum að óvörum sigruðu heimamenn í 16 liða úrslitum. Tapið fékk það mikið á Serbana að allt fór í háaloft í búningsklefanum eftir leikinn.

Giggs ætlar að komast í liðið

Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið.

Allardyce reiður

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, brást harðlega við þegar lið hans var gagnrýnt í fjölmiðlum í Englandi fyrir að spila ekki nógu skemmtilegan fótbolta og segir að menn eins og Arsene Wenger ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að gagnrýna liðið sitt.

Grikkir í undanúrslitin

Grikkir unnu góðan sigur á Rússum 66-61 í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Serbíu um þessar mundir. Síðar í kvöld mætast Litháen og Frakkland í síðari leik dagsins, en átta liða úrslitin klárast á morgun.

Fjölnir yfir gegn KR í hálfleik

Fjölnir hefur yfir 39-38 í hálfleik gegn KR á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Grafarvogi. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-17 fyrir KR. Jason Clark er stigahæsti maður vallarins með 13 stig, en Brynjar Björnsson hefur skorað 11 stig.

Djurgarden í úrslit

Djurgarden, lið Kára Árnasonar í sænska boltanum, komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar þegar liðið lagði Elfsborg 2-1. Kári lék vel í kvöld og lagði meðal annars upp síðara mark liðsins. Djurgarden mætir fyrstu deildar liðinu Atvidaberg í úrslitaleik keppninnar í lok október.

Martröð hjá Jonathan Woodgate

Jonathan Woodgate er nú rétt í þessu að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Real Madrid, eftir að hafa verið meira og minna frá keppni í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ekki er hægt að segja að Woodgate hefji endurkomu sína með stæl, því nú rétt áðan kom hann liðið Atletic Bilbao yfir með því að skora sjálfsmark á 25. mínútu leiksins.

Frakkar í undanúrslitin á EM

Frakkar eru heldur betur í stuði í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, sem fram fer í Serbíu um þessar mundir. Eftir að hafa slegið heimamenn nokkuð óvænt út úr keppninni í fyrrakvöld, náðu þeir að leggja núverandi meistara Litháen að velli í kvöld, 63-47 og tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Frábær endasprettur KRinga

KRingar sigruðu Fjölni með 96 stigum gegn 69 í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Endasprettur KRinga í leiknum var hreint út sagt ótrúlegur, því Fjölnir hafði yfir í hálfleik, 39-38.

Íslendingarnir úr leik

Íslensku kylfingarnir þrír sem í tóku þátt í fyrsta stigi úrtökumóta evrópsku mótaraðarinnar í golfi á Englandi eru allir úr leik eftir þrjá hringi, en leikið var á Carden Park vellinum.

Real lagði Bilbao

Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn.

Heimsliðið yfir í Forsetabikarnum

Heimsliðið hefur góða forystu gegn liði Bandaríkjamanna í forsetabikarnum í golfi eftir fyrsta keppnisdag, en leikið er í Virginíu. Heimsliðið er með 3,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Bandaríkjamanna.

Erfið ákvörðun að fara frá FH

"Það má segja að þetta séu þrír eins árs samningar," sagði Leifur Garðarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, við Fréttablaðið eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning sem aðalþjálfari Fylkis í Árbænum.

Hanna gengin í raðir ÍS

Hanna Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að skipta yfir í ÍS og leika með liðinu í 1. deild kvenna. Hanna spilar væntanlega sinn fyrsta deildarleik gegn sínu uppeldisfélagi, Haukum.

Pálmi til reynslu í Svíþjóð

Pálmi Rafn Pálmason, knattspyrnumaður hjá 1.deildarliðinu KA, fer til Svíþjóðar á morgun þar sem hann verður til reynslu hjá sænska liðinu GAIS. Pálmi verður laus allra mála hjá KA um áramótin en þá rennur samningur hans við Akureyrarfélagið út.

Davíð Þór til Reading

Davíð Þór Viðarsson, knattspyrnumaður hjá FH, er á leið til enska félagsins Reading sem leikur í ensku 1.deildinni en hann fer til liðsins í október og verður þar til reynslu í óákveðinn tíma.

Kári og Sölvi í úrslitin

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen komust í gær í úrslit sænsku bikarkeppninnar þegar lið þeirra, Djurgården, sigraði Elfsborg 2-1 í undanúrslitunum.Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Djurgården og stóð sig vel í leiknum en Sölvi Geir sat allan tímann á varamannabekknum.

Heimir aðstoðarþjálfari FH

Heimir Guðjónsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hélt Leifur Garðarsson, sem aðstoðaði Ólaf Jóhannesson undanfarin þrjú ár, í Árbæinn og þjálfar hann Fylki á næstu leiktíð.

Bjarnólfur orðinn góður strákur

"Ég lagði upp með það í sumar að reyna að fækka spjöldunum og það kom mér á óvart hversu mörg spjöld ég var kominn með eftir fyrri umferð. Ég taldi mig hafa hagað mér ágætlega en stundum leið mér eins og ég væri kominn með einhvern stimpil á mér," sagði Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, sem fékk fimm gul spjöld í fyrri umferð Landsbankadeildarinnar en ekkert í þeirri seinni.

Knattspyrnudeild Vals sektuð

Valur braut gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna þegar liðið ræddi án leyfis við Atla Jóhannesson, samningsbundinn leikmann ÍBV. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur nú kveðið upp úrskurð í málinu en ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna.

Heimsmeistararnir úr leik

Óvænt úrslit urðu á Evrópumótinu í körfuknattleik karla í Serbíu í gærkvöldi, þegar Frakkar sigruðu heimamenn, sem eru núverandi heimsmeistarar, með 74 stigum gegn 71. Frakkar komust þar með í átta liða úrsli en Serbar eru úr leik og misstu um leið af sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári.

Tekur Leifur við Fylki?

Það kemur að öllum líkindum í ljós í dag hvort að Leifur Sigfinnur Garðarsson verður næsti þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Leifur hefur undanfarin þrjú ár verið aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH.

Líklega krossbandsslit hjá Sigurði

Knattspyrnumaðurinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hjá ÍA er að öllum líkindum með slitið krossband í vinstra hné. Hann meiddist á æfingu Skagamanna í fyrradag. Sigurður skoraði fimm mörk í lokaleikjum ÍA. Hann fer í ómskoðun í dag eða á morgun og þá kemur endanlega í ljós alvarleiki meiðslanna en Sigurður sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar í morgun að það væru 90 prósent líkur á því að þetta væri krossbandsslit.

Naumur sigur Bayern á Frankfurt

Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa.

Neyðarfundur vegna stöðu deildar

Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar.

Búa sig undir Forsetabikarinn

Níu af ellefu bestu kylfingum heims undirbúa sig af krafti fyrir Forsetabikarinn sem hefst á morgun í Virgínu í Bandaríkjunum en þar mætast heimamenn og heimsúrval kylfinga utan Evrópu. Í liði Bandaríkjanna eru m.a. Tiger Woods og Phil Mickelson en í heimsliðinu eru m.a. Vijay Singh, Michael Campbell og Retief Goosen.

Ólafur Már á einu undir pari

Kylfingurinn Ólafur Már Sigurðsson úr GR lék á einu höggi undir pari á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi í gær. Hann er ásamt nokkrum í 27. sæti en þetta er fyrsta stig af þremur til að komast á Evróputúrinn.

Gilberto samdi við Arsenal

Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009.

Jol skammaði leikmenn sína

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi.

Mál Button frágengið

Ökuþórinn Jenson Button hefur nú formlega fengið sig lausan frá fyrirhuguðum samningi við lið Williams í Formúlu 1, en hann mun sem kunnugt er verða áfram hjá BAR eftir að honum snerist hugur um að fara frá liðinu.

Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum

Í gær voru sigurvegaranum í Draumaliðsleik Vísis í Landsbankadeild karla afhent verðlaun fyrir afrakstur sumarsins, en það var Þór Sigmundsson frá Selfossi sem varð hlutskarpastur með lið sitt Men in black. Verðlaunin voru veitt við formlega athöfn í útibúi Landsbankans í Austurstræti.

Campo frá í tvo mánuði

Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið.

Sex leikir í DHL deildinni í kvöld

Það verða sex leikir á dagskrá DHL-deild karla í kvöld, en handboltavertíðin hófst formlega í gærkvöld með viðureign Vals og HK.

Carrick frá í tvær vikur

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins.

Hörkuleikir á Sýn í kvöld

Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir.

Árni og félagar töpuðu

Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna.

Fram yfir gegn Haukum

Framarar hafa yfir í hálfleik gegn Haukum í DHL deildinni, en þar er fjöldi leikja á dagskrá í kvöld. Framarar hafa ráðið ferðinni í hálfleiknum, en Haukar skoruðu síðustu fjögur mörk hálfleiksins og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Staðan 16-13 fyrir Fram.

Fjórir leikir í Þýskalandi

Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli.

Jafnt hjá Barcelona og Valencia

Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin.

Sjá næstu 50 fréttir