Fleiri fréttir Handboltinn farinn að rúlla á ný Handboltavertíðin hefst formlega í dag en þá verða leikirnir í Meistarakeppni HSÍ. Leikirnir fara báðir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar og Stjarnan mætast í kvennaflokki kl.14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki kl.16:15. 17.9.2005 00:01 Íslendingarnir í enska í dag Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham. 17.9.2005 00:01 Eyjamenn í slæmum málum í hálfleik Þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eru það Eyjamenn sem eru í fallsæti miðað við stöðu leikjanna fimm. Fylkir er 1-0 yfir gegn ÍBV á Árbænum, FH er 1-0 yfir Fram á Laugardalsvelli og Grindavík er 2-1 yfir gegn Keflavík. ÍA er 1-0 yfir gegn KR og Þróttur er 0-1 yfir gegn Val á Hlíðarenda. Við minnum á beina lýsingu frá leikjunum á Boltavaktinni hér á Vísi. 17.9.2005 00:01 Haukastúlkur yfir gegn Stjörnunni Haukastúlkur leiða gegn Stjörnunni í hálfleik, 15-7 í Meistarakeppni HSÍ í handbolta sem fram fer að Ásvöllum í dag en leikurinn hófst kl. 14.15. Ramûnë Pekarskytë og Hanna Guðrún Stefánsdóttir eru markahæstar hjá Haukum með 4 mörk hvor. 17.9.2005 00:01 Aukaæfingar fyrir Ronaldinho Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag. 17.9.2005 00:01 Haukastúlkur meistarar Haukastúlkur eru meistarar meistaranna í kvennaflokki í handbolta eftir 29-24 sigur á Stjörnunni að Ásvöllum í Hafnarfirði en leiknum er nýlokið. Ramûnë Pekarskytë varð markahæst Hauka með 10 mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8 mörk og Harpa Melsted 4. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir mest eða 10 mörk og Rakel Dögg Bragadóttir 4. 17.9.2005 00:01 Chelsea vann toppslaginn Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. 17.9.2005 00:01 Ívar skoraði sigurmark Reading Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson. 17.9.2005 00:01 Haukar yfir í hálfleik gegn ÍR Haukar eru yfir í hálfleik, 21-19 gegn ÍR að Ásvöllum þar sem viðureign liðanna í Meistarakeppni HSÍ fer fram. Árni Sigtryggsson er markahæstur Hauka með 5 mörk en Kári Kristjánsson og Samúel Ívar koma næstir með 4 mörk. Hjá ÍR eru Hafsteinn Ingvason og Tryggvi Haraldsson markahæstir með 5 mörk hvor. Leikurinn hófst kl. 16:15. 17.9.2005 00:01 FRAM FALLIÐ Í 1. DEILD Fram féll niður í 1. deild í dag en það varð ekki ljóst fyrr en flautað hafði verið til loka í síðasta leik dagsins í lokaumferð Landsbankadeildar karla í fótbolta í dag. Fram steinlá fyrir FH á Laugardalsvelli 5-1 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu. Síðasta mark Tryggva sem kom á 90. mínútu varð örlagavaldur Safamýrarliðsins sem fellur með jafnmörg stig og ÍBV en Eyjamenn eru með einu marki betur í markatölu. 17.9.2005 00:01 Versta augnablik ferils míns David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að tapið gegn Dinamo Búkarest í gær verstu upplifun sína á ferlinum sem knattspyrnustjóra, en bætti við að breytinga væri að vanta á liði sínu á næstunni því hann væri langt í frá ánægður með marga leikmenn sína. 16.9.2005 00:01 McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. 16.9.2005 00:01 Allardyce sáttur við sigurinn Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við. 16.9.2005 00:01 Heidfeld skrifar undir hjá BMW Hið nýja BMW lið í Formúlu 1 sem hefja mun keppni á næsta ári, hefur tryggt sér samning við fyrsta ökumanninn, en það er Þjóðverjinn Nick Heidfeld sem nú ekur með liði BMW Williams, en leiðir munu skilja hjá BMW og Williams að þessu tímabili loknu. 16.9.2005 00:01 Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld. 16.9.2005 00:01 Besti árangur Blika í 55 ára sögu Ef einhvern tíma hefur verið ástæða fyrir Blika til að fagna góðri uppskeru þá er það um helgina en uppskeruhátíð besta tímabils deildarinnar frá upphafi fer fram á morgun laugardag, 17. september í félagsaðstöðunni í Smáranum. Árangur Blika í sumar er sá besti í 55 ára sögu félagsins og ekkert annað félag hefur átt annað eins sumar. 16.9.2005 00:01 Lokaleikur Finns og Gunnars Fylkismennirnir Finnur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pétursson leika á morgun síðasta leik fyrir félagið í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 16.9.2005 00:01 Gunnar skoraði gegn Lissabon Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli. 16.9.2005 00:01 Síðasti leikur Heimis með FH Heimir Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, leikur gegn Fram á morgun kveðjuleik sinn fyrir FH. Heimir er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar á Íslandi en hann gekk í raðir Hafnarfjarðarliðsins árið 2000. Heimir hyggst snúa sér að þjálfun og hefur verið að mennta sig í knattspyrnufræðunum. 16.9.2005 00:01 Norðurlandamót í golfi í Osló Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is. 16.9.2005 00:01 Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu. 16.9.2005 00:01 Átta eftir í Wentworth Nú stendur yfir heimsmótið í holukeppni á Wentworth-vellinum á Englandi. Átta kylfingar eru eftir en mótið hófst í gær. Retief Goosen frá S-Afríku er níu holum yfir gegn Ástralanum Mark Hensby eftir 18 holur en kylfingarnir leika 36 holur ef með þarf. 16.9.2005 00:01 David Toms hné niður á golfmóti Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu. 16.9.2005 00:01 FH-stúlkur áfram í efstu deild Kvennalið FH í knattspyrnu leikur áfram í Landsbankadeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA/KS í síðari leik liðanna í gær. FH vann fyrri leikinn 4-1. 16.9.2005 00:01 Heitt í kolunum hjá WBA Bryan Robson, stjóri West Brom hefur viðurkennt að leikmenn liðsins hafi tekist á í búningsklefanum eftir tapið sára gegn Wigan í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en segir atburðinn jákvæðan í sínum augum, því það sýni að leikmönnum standi ekki á sama um lélegan árangur liðsins. 16.9.2005 00:01 Friedel ánægður með samninginn Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool. 16.9.2005 00:01 Ólafur Þórðarson semur við ÍA Ólafur Þórðarson hefur undirritað nýjan samning við ÍA um að þjálfa lið Skagamanna til ársins 2008 og Þórður Þórðarson verður aðstoðarmaður hans og markvarðaþjálfari í sama tíma. 16.9.2005 00:01 Kostic velur U-17 hópinn Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28. 16.9.2005 00:01 Van Persie fær eins leiks bann Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun. 16.9.2005 00:01 Loeb í forystu í Wales Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag í Wales-rallinu og hefur 20 sekúndna forskot á Norðmanninn Petter Solberg á Subaru, sem er í öðru sæti. Finnski ökuþórinn Harry Rovanpera á Mitsubitshi er í þriðja sæti og landi hans Marcus Grönholm er í fjórða sæti. 16.9.2005 00:01 Augenthaler rekinn Klaus Augenthaler, knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen, var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu og mun yfirmaður knattspyrnumála hjá Leverkusen, Rudi Völler, taka við starfi hans tímabundið þar til annar maður fæst í starfið. 16.9.2005 00:01 Bayern getur slegið met á morgun Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili. 16.9.2005 00:01 Wenger vill semja við Henry Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður. 16.9.2005 00:01 Fréttir af íslenskum kylfingum Íslenskir golfarar stóðu í ströngu um víðan völl í dag. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hring á Rotterdam mótinu í golfi á pari í dag og kemst að öllum líkindum áfram á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið níu holur á KLM-mótinu í Hollandi og er á fjórum höggum yfir pari. 16.9.2005 00:01 Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. 16.9.2005 00:01 Gunnar smíðar fram að leik Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram í Landsbankadeild karla verður seint sakaður um að vera letiblóð. Gunnar sem er smiður af mennt hefur alla tíð unnið mikið og reynt að láta ekki knattspyrnuiðkun sína koma í veg fyrir að geta unnið almennilegan vinnudag. 16.9.2005 00:01 Meistarakeppnin í dag "Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. 16.9.2005 00:01 Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. 16.9.2005 00:01 Stelpurnar hækka um eitt sæti Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland. 16.9.2005 00:01 Annríki á Skaganum Skagamenn buðu til blaðamannafundar í húsakynnum KB-banka í Borgartúni í gær þar sem skrifað var undir samning við ellefu leikmenn og tvo þjálfara. Stærsta fréttin er vitanlega sú að Ólafur Þórðarson ákvað að framlengja samning sinn um heil þrjú ár, til 2008, en hann tók við ÍA haustið 1999. 16.9.2005 00:01 Rooney átti skilið að fá rautt Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið. 15.9.2005 00:01 Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. 15.9.2005 00:01 Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. 15.9.2005 00:01 Hughes ánægður með árið Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu. 15.9.2005 00:01 Handtökuskipun gefin út á Rodman Dennis Rodman verður handtekinn af lögreglu ef hann kemur aftur inn í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Þetta úrskurðaði dómari í fylkinu í gær, eftir að fyrrum NBA leikmaðurinn var stöðvaður fyrir gáleysislegan akstur í fylkinu á dögunum. 15.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Handboltinn farinn að rúlla á ný Handboltavertíðin hefst formlega í dag en þá verða leikirnir í Meistarakeppni HSÍ. Leikirnir fara báðir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar og Stjarnan mætast í kvennaflokki kl.14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki kl.16:15. 17.9.2005 00:01
Íslendingarnir í enska í dag Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham. 17.9.2005 00:01
Eyjamenn í slæmum málum í hálfleik Þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eru það Eyjamenn sem eru í fallsæti miðað við stöðu leikjanna fimm. Fylkir er 1-0 yfir gegn ÍBV á Árbænum, FH er 1-0 yfir Fram á Laugardalsvelli og Grindavík er 2-1 yfir gegn Keflavík. ÍA er 1-0 yfir gegn KR og Þróttur er 0-1 yfir gegn Val á Hlíðarenda. Við minnum á beina lýsingu frá leikjunum á Boltavaktinni hér á Vísi. 17.9.2005 00:01
Haukastúlkur yfir gegn Stjörnunni Haukastúlkur leiða gegn Stjörnunni í hálfleik, 15-7 í Meistarakeppni HSÍ í handbolta sem fram fer að Ásvöllum í dag en leikurinn hófst kl. 14.15. Ramûnë Pekarskytë og Hanna Guðrún Stefánsdóttir eru markahæstar hjá Haukum með 4 mörk hvor. 17.9.2005 00:01
Aukaæfingar fyrir Ronaldinho Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag. 17.9.2005 00:01
Haukastúlkur meistarar Haukastúlkur eru meistarar meistaranna í kvennaflokki í handbolta eftir 29-24 sigur á Stjörnunni að Ásvöllum í Hafnarfirði en leiknum er nýlokið. Ramûnë Pekarskytë varð markahæst Hauka með 10 mörk, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8 mörk og Harpa Melsted 4. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir mest eða 10 mörk og Rakel Dögg Bragadóttir 4. 17.9.2005 00:01
Chelsea vann toppslaginn Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. 17.9.2005 00:01
Ívar skoraði sigurmark Reading Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson. 17.9.2005 00:01
Haukar yfir í hálfleik gegn ÍR Haukar eru yfir í hálfleik, 21-19 gegn ÍR að Ásvöllum þar sem viðureign liðanna í Meistarakeppni HSÍ fer fram. Árni Sigtryggsson er markahæstur Hauka með 5 mörk en Kári Kristjánsson og Samúel Ívar koma næstir með 4 mörk. Hjá ÍR eru Hafsteinn Ingvason og Tryggvi Haraldsson markahæstir með 5 mörk hvor. Leikurinn hófst kl. 16:15. 17.9.2005 00:01
FRAM FALLIÐ Í 1. DEILD Fram féll niður í 1. deild í dag en það varð ekki ljóst fyrr en flautað hafði verið til loka í síðasta leik dagsins í lokaumferð Landsbankadeildar karla í fótbolta í dag. Fram steinlá fyrir FH á Laugardalsvelli 5-1 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu. Síðasta mark Tryggva sem kom á 90. mínútu varð örlagavaldur Safamýrarliðsins sem fellur með jafnmörg stig og ÍBV en Eyjamenn eru með einu marki betur í markatölu. 17.9.2005 00:01
Versta augnablik ferils míns David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að tapið gegn Dinamo Búkarest í gær verstu upplifun sína á ferlinum sem knattspyrnustjóra, en bætti við að breytinga væri að vanta á liði sínu á næstunni því hann væri langt í frá ánægður með marga leikmenn sína. 16.9.2005 00:01
McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. 16.9.2005 00:01
Allardyce sáttur við sigurinn Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við. 16.9.2005 00:01
Heidfeld skrifar undir hjá BMW Hið nýja BMW lið í Formúlu 1 sem hefja mun keppni á næsta ári, hefur tryggt sér samning við fyrsta ökumanninn, en það er Þjóðverjinn Nick Heidfeld sem nú ekur með liði BMW Williams, en leiðir munu skilja hjá BMW og Williams að þessu tímabili loknu. 16.9.2005 00:01
Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld. 16.9.2005 00:01
Besti árangur Blika í 55 ára sögu Ef einhvern tíma hefur verið ástæða fyrir Blika til að fagna góðri uppskeru þá er það um helgina en uppskeruhátíð besta tímabils deildarinnar frá upphafi fer fram á morgun laugardag, 17. september í félagsaðstöðunni í Smáranum. Árangur Blika í sumar er sá besti í 55 ára sögu félagsins og ekkert annað félag hefur átt annað eins sumar. 16.9.2005 00:01
Lokaleikur Finns og Gunnars Fylkismennirnir Finnur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pétursson leika á morgun síðasta leik fyrir félagið í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 16.9.2005 00:01
Gunnar skoraði gegn Lissabon Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli. 16.9.2005 00:01
Síðasti leikur Heimis með FH Heimir Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, leikur gegn Fram á morgun kveðjuleik sinn fyrir FH. Heimir er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar á Íslandi en hann gekk í raðir Hafnarfjarðarliðsins árið 2000. Heimir hyggst snúa sér að þjálfun og hefur verið að mennta sig í knattspyrnufræðunum. 16.9.2005 00:01
Norðurlandamót í golfi í Osló Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is. 16.9.2005 00:01
Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu. 16.9.2005 00:01
Átta eftir í Wentworth Nú stendur yfir heimsmótið í holukeppni á Wentworth-vellinum á Englandi. Átta kylfingar eru eftir en mótið hófst í gær. Retief Goosen frá S-Afríku er níu holum yfir gegn Ástralanum Mark Hensby eftir 18 holur en kylfingarnir leika 36 holur ef með þarf. 16.9.2005 00:01
David Toms hné niður á golfmóti Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu. 16.9.2005 00:01
FH-stúlkur áfram í efstu deild Kvennalið FH í knattspyrnu leikur áfram í Landsbankadeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA/KS í síðari leik liðanna í gær. FH vann fyrri leikinn 4-1. 16.9.2005 00:01
Heitt í kolunum hjá WBA Bryan Robson, stjóri West Brom hefur viðurkennt að leikmenn liðsins hafi tekist á í búningsklefanum eftir tapið sára gegn Wigan í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en segir atburðinn jákvæðan í sínum augum, því það sýni að leikmönnum standi ekki á sama um lélegan árangur liðsins. 16.9.2005 00:01
Friedel ánægður með samninginn Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool. 16.9.2005 00:01
Ólafur Þórðarson semur við ÍA Ólafur Þórðarson hefur undirritað nýjan samning við ÍA um að þjálfa lið Skagamanna til ársins 2008 og Þórður Þórðarson verður aðstoðarmaður hans og markvarðaþjálfari í sama tíma. 16.9.2005 00:01
Kostic velur U-17 hópinn Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28. 16.9.2005 00:01
Van Persie fær eins leiks bann Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun. 16.9.2005 00:01
Loeb í forystu í Wales Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag í Wales-rallinu og hefur 20 sekúndna forskot á Norðmanninn Petter Solberg á Subaru, sem er í öðru sæti. Finnski ökuþórinn Harry Rovanpera á Mitsubitshi er í þriðja sæti og landi hans Marcus Grönholm er í fjórða sæti. 16.9.2005 00:01
Augenthaler rekinn Klaus Augenthaler, knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen, var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu og mun yfirmaður knattspyrnumála hjá Leverkusen, Rudi Völler, taka við starfi hans tímabundið þar til annar maður fæst í starfið. 16.9.2005 00:01
Bayern getur slegið met á morgun Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili. 16.9.2005 00:01
Wenger vill semja við Henry Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður. 16.9.2005 00:01
Fréttir af íslenskum kylfingum Íslenskir golfarar stóðu í ströngu um víðan völl í dag. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hring á Rotterdam mótinu í golfi á pari í dag og kemst að öllum líkindum áfram á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið níu holur á KLM-mótinu í Hollandi og er á fjórum höggum yfir pari. 16.9.2005 00:01
Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. 16.9.2005 00:01
Gunnar smíðar fram að leik Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram í Landsbankadeild karla verður seint sakaður um að vera letiblóð. Gunnar sem er smiður af mennt hefur alla tíð unnið mikið og reynt að láta ekki knattspyrnuiðkun sína koma í veg fyrir að geta unnið almennilegan vinnudag. 16.9.2005 00:01
Meistarakeppnin í dag "Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. 16.9.2005 00:01
Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. 16.9.2005 00:01
Stelpurnar hækka um eitt sæti Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland. 16.9.2005 00:01
Annríki á Skaganum Skagamenn buðu til blaðamannafundar í húsakynnum KB-banka í Borgartúni í gær þar sem skrifað var undir samning við ellefu leikmenn og tvo þjálfara. Stærsta fréttin er vitanlega sú að Ólafur Þórðarson ákvað að framlengja samning sinn um heil þrjú ár, til 2008, en hann tók við ÍA haustið 1999. 16.9.2005 00:01
Rooney átti skilið að fá rautt Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið. 15.9.2005 00:01
Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. 15.9.2005 00:01
Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. 15.9.2005 00:01
Hughes ánægður með árið Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu. 15.9.2005 00:01
Handtökuskipun gefin út á Rodman Dennis Rodman verður handtekinn af lögreglu ef hann kemur aftur inn í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Þetta úrskurðaði dómari í fylkinu í gær, eftir að fyrrum NBA leikmaðurinn var stöðvaður fyrir gáleysislegan akstur í fylkinu á dögunum. 15.9.2005 00:01