Fleiri fréttir

Jafntefli hjá Derby og Coventry

Það var einn leikur á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Derby og Coventry gerðu jafntefli, 1-1. Derby er í 13. sæti í deildinni með 10 stig en Coventry í 18. sæti með 7 stig.

Real hefur áhuga á Makelele

Carlos Queiros, sem er þjálfari hjá Manchester United og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í gær vísbendingar um að gamla félagið hans hefði áhuga á að fá franska landsliðsmanninn Claude Makelele í sínar raðir á ný, en hann lék sem kunnugt er með Real Madrid áður en hann fór til Chelsea fyrir tveimur árum.

Snorri Steinn skoraði 5 í tapleik

Arnór Atlason skoraði eitt mark þegar Magdeburg vann nýliða Concordia Delitzscha, 36-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Kíl sigraði Minden, 38-27. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Minden.

Stabæk og Sandefjörd efst

Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk sem gerði jafntefli við Tönsberg, 1-1, í norsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Stabæk og Sandefjörd eru efst og jöfn í deildinni með 49 stig.

Haukum spáð tvöföldum sigri

Nú rétt í þessu var tilkynnt spá forráðamanna félaganna í DHL deild karla og kvenna fyrir veturinn, um uppröðun liða í deildunum tveimur. Það kemur kannski ekki á óvart að Íslandsmeisturum Hauka er spáð velgengni í bæði karla- og kvennaflokki.

Logi til skoðunar í Þýskalandi

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er þessa dagana til skoðunar hjá þýska liðinu Bayeruth sem leikur í 2. deild í Þýskalandi. Magnús Gunnarsson, sem leikur með Keflavík, hefur hafnað tilboði frá Lausanne í Sviss en stefnir á atvinnumennsku á næstu leiktíð.

Valur vann ÍS í körfunni

Á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í gær vann Valur ÍS, 95-68, og í kvennaflokki vann KR Fjölni, 70-45.

Laursen frá út tímabilið

Danski landsliðsmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni, því hann er farinn til Bandaríkjanna í uppskurð vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann á við að etja og missir því af öllu tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Atli verður áfram með Þrótt

Í dag var gengið frá nýjum þriggja ára samningi Knattspyrnufélagsins Þróttar við Atla Eðvaldsson og mun hann því stýra liðinu til ársins 2008. Þá var einnig tilkynnt að Kristrún Lilja Daðadóttir hafi verið ráðin þjálfari kvennaliðsins til þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sheringham er einstakur

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki.

Fjöldi leikja í UEFA Cup í kvöld

Það eru hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og þegar er sjö leikjum lokið. Ensku liðin Everton, Bolton og Middlesbrough eru öll að spila í kvöld og þá verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Góður sigur Valsstúlkna

Kvennalið Vals vann í dag góðan sigur á serbneska liðinu Masinac Classic Nis í milliriðli Evrópukeppninnar. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val og það voru Margrét Lára Viðarsdóttir (2) og Rakel Valsdóttir sem skorðu mörk liðsins. Valur á einn leik eftir í riðlinum gegn liði Alma á laugardag og þar ræðst hvaða lið kemst áfram í keppninni.

Beðið eftir Heinze

Forráðamenn Manchester United bíða nú í ofvæni eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum sem varnarmaðurinn Gabriel Heinze fór í síðdegis, en talið er að hann verði frá keppni í lágmark nokkrar vikur.

Tap hjá Brann og Valerenga

Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann töpuðu fyrir Lokomotiv Moskvu í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, með tveimur mörkum gegn einu. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en rússneska liðið beit í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum og skoraði tvívegis.

Comolli með góð sambönd

Damien Comolli, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspurs, segir að reynsla hans sem útsendari Arsenal eigi bara eftir að koma nýja klúbbnum hans vel í framtíðinni.

Leiðrétting á frétt um lyftingar

Vísi hefur borist leiðrétting vegna fréttar sem birtist fyrr í kvöld um árangur Ásbjörns Ólafssonar  á HM unglinga um helgina, þegar hann setti meðal annars heimsmet í bekkpressu. Greint var frá því að þetta hefði verið í annað sinn sem Íslendingur setur heimsmet í kraftlyftingum, en það hefur þó gerst oftar.

Everton kjöldregið í Búkarest

Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá.

Gunnar Heiðar á skotskónum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs.

Weir bað stuðningsmenn afsökunar

David Weir, leikmaður Everton, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar í viðtali skömmu eftir að hann gekk af velli eftir útreiðina sem hans menn hlutu í Búkarest í kvöld, en vonir Everton um að komast í riðlakeppnina í Evrópukeppni félagsliða eru svo gott sem úr sögunni eftir 5-1 tap liðsins í kvöld.

Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn

Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn.

Fjölgum liðum og lengjum mótið

Þorsteinn Gunnarsson skrifar íþróttaljós í Fréttablaðið í dag um stystu knattspyrnuvertíð í Evrópu sem líkur á morgun.  Í efstu deild karla hefur verið 10 liða deild síðan 1977 eða í 28 ár. Þær raddir verða sífellt háværari að nú þurfi bæði að fjölga liðum í efstu deildum knattspyrnunnar úr 10 í 12 og hefja Íslandsmótið fyrr.

Ætlar sér stóra hluti með Blika

Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms.

36 reglubreytingar í handboltanum

Handboltaáhugamenn mega búast við að íþróttin breytist örlítið ásýndum þegar nýtt tímabil hefst nú um helgina. Alls er búið að boða 39 reglubreytingar en þær koma frá Alþjóðahandknattleikssambandinu og miða að því að bæta íþróttina á heimsvísu.

Laugardalsvöllur stækkaður

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið.

Lokaumferð fyrstu deildar í kvöld

Lokaumferð 1.deildar karla fer fram í kvöld. Fallbaráttan er æsispennandi, fimm lið geta fylgt KS niður í 2. deild en úrslitin á toppnum eru næstum ráðin, Breiðablik er búið að vinna deildina og að öllum líkindum fylgja Víkingar þeim upp í efstu deild en þeir eru í afar góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan KA og eiga 11 mörk á þá í markatölu.

Haukum spáð tvöföldum meisturum

Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum.

Njarðvík lagði Keflavík

Njarðvíkingar lögðu granna sína í Keflavík á Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi, 82-68. Staðan í hálfleik var 43-40 fyrir Njarðvík. Það var hinn nýi leikmaður Njarðvíkur Jeb Ivey sem var stigahæstur allra á vellinum með 33 stig.

Fjölnir sigraði ÍR

Fjölnir úr Grafarvogi gerði góða ferð í Breiðholtið í Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöld og lagði ÍRinga með 90 stigum gegn 72, eftir að hafa verið yfir 43-38 í hálfleik.

Keane frá í 3 vikur

Roy Keane fyrirliði Manchester United verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Keane verður því ekki með félögum sínum sem mæta Villareal í kvöld á Spáni í 1.umferð Meistaradeildar Evrópu. Keane, 34 ára missir þá einnig af leik United gegn erkifjendunum í Liverpool n.k. sunnudag.

Styrkleikalisti FIFA birtur í dag

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og þar hefur íslenska landsliðið farið upp um tvö sæti síðan í síðasta mánuði og situr nú í 92. sæti. Liðið hefur fallið um 22. sæti síðan þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tóku við því árið 2003. Þá hefur enska landsliðið einnig fallið á listanum.

Mourinho hrósaði Lampard

Jose Mourinho, knattspyrnustjór Chelsea, sá ástæðu til að hrósa miðjumanni sínum Frank Lampard í gær, eftir að Chelsea lagði Anderlecht í Meistaradeildinni 1-0, án þess að vera tiltölulega sannfærandi í leiknum.

Reading vann Crystal Palace

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem vann Crystal Palace, 3-2, í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem tapaði á útivelli fyrir Cardiff, 1-0.

Benitez þurfti að hvíla Gerrard

Rafael Benitez, knattspyrnstjóri Liverpool, segir að ástæðan fyrir því að hann hafði fyrirliðann Steven Gerrard ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær, hafi verið þreyta leikmannsins.

Mandaric enn að verja Perrin

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, sá í morgun ástæðu til að koma knattspyrnustjóra sínum Alain Perrin til varnar í enn eitt skiptið og fullyrðir að ekkert sé til í staðhæfingum fjölmiðla um að þeim franska hafi verið gefnir fimm leikir til að sanna að hann valdi starfi sínu, ella verði hann rekinn.

Benitez ánægður með Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að hinn hávaxni framherji Peter Crouch hafi ekki gert annað en að rökstyðja að hann eigi heima í enska landsliðshópnum með frammistöðu sinni gegn Real Betis í Meistaradeildinni í gær.

Rio ráðleggur ungu leikmönnunum

Varnarjaxlinn Rio Ferdinand hjá Manchester United hefur góð ráð handa ungu leikmönnunum hjá liðinu og telur sig vita hvað liðið þarf að gera til að ná árangri í Meistaradeildinni.

Árni og félagar á toppnum

Árni Gautur Arason og félagar í Vålerenga eru á toppnum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Vålerenga burstaði Fredrikstad, 4-0, í gær. Þá vann Molde Álasund, 4-1. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund.

Guðjón með 5 mörk í sigurleik

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson tvö þegar Gummersbach vann Göppingen, 27-26 , í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Það var rífandi stemmning á heimavelli Göppingen en Jaliesky Garcia tókst ekki að skora í leiknum, enda í strangri gæslu Guðjóns Vals allan leikinn.

Logi frá í a.m.k. 6 vikur

Logi Geirsson, sem leikur með Lemgo, verður frá í að minnsta sex vikur í viðbót vegna meiðsla í baki en hann er með sprungu í hryggjarlið og óvíst hvort hann verði búinn að ná sér að sex vikum liðnum. Logi hefur ekkert leikið með Lemgo það sem af er leiktíð.

Smith tekur stöðu Keane

Alex Ferguson hyggst tefla Alan Smith fram í stöðu fyrirliðans Roy Keane hjá Manchester United í leiknum gegn Villareal í Meistaradeildinni í kvöld, þar sem framherjinn knái Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum.

Draumaliðsleiknum að ljúka

Nú líður að síðustu umferðinni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og um leið harðnar baráttan í Draumaliðsleiknum hér á Vísi. Það er til mikils að vinna í lokaumferðinni í leiknum og því rétt að minna alla á að taka þátt. Það eru liðin Risaópal og Men in black sem hafa nauma forystu fyrir lokaumferðina.

Luque frá í tvo mánuði

Eftir að sóknarmaðurinn Albert Luque hjá Newcastle gekkst undir ítarlega læknisskoðun í morgun kom í ljós að hann verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í jafnteflinu við Fulham um síðustu helgi.

Shaq aðstoðaði við handtöku

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur löngum sagt að hann ætlaði sér að fara út í löggæslu þegar hann lýkur keppni í NBA deildinni, en um helgina tók hann lögin í sínar hendur þegar hann varð vitni að því að ráðist var á tvo homma í Miami.

Ilgauskas semur við Cleveland

Litháinn stóri, Zydrunas Ilgauskas hjá Cleveland Cavaliers, hefur undirritað nýjan fimm ára samning við liðið sem færir honum rúmar 50 milljónir dollara í laun. Ilgauskas var með mikla heimþrá þegar hann hóf að leika með liðinu á sínum tíma, en segist nú hvergi annarsstaðar vilja vera ein í Cleveland.

Riquelme verður ekki með Villareal

Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki í liði Villareal þegar það tekur á móti Manchester United í D-riðli í Meistaradeild Evrópu nú innan skamms, því hann hefur ekki náð sér af ökklameiðslum sínum. Þetta staðfesti liðið nú fyrir stundu, en Riquelme þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur í deildarleik á Spáni um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir