Fleiri fréttir United yfir í hálfleik Manchester United er að vinna Debrechen frá Ungverjalandi á útivelli 1-0 í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Gabriel Heinze gerði mark United manna á á 20. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, United vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 3-0. 24.8.2005 00:01 Blikar og KR leika til úrslita Breiðablik og KR mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna. Breiðablik vann Val 4-0, en þetta er þriðji sigur Blika á Val í sumar. Í hinum undanúrlitaleiknum sigruðu KR stúlkur 1.deildarlið Fjölnis 6-2. Bikarúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 10 september n.k. 24.8.2005 00:01 Eiður ekki í leikmannahópi Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem er að vinna WBA 2-0 í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni. Mörk Chelsea gerðu Frank Lampard og Joe Cole. 24.8.2005 00:01 Sannfærandi sigur United manna Manchester United sigraði Debrechen frá Ungverjalandi 3-0 ytra í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. United eru því komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gabriel Heinze gerði fyrri tvö mörk United og Kieran Richardson það þriðja. Sjá úrslit og stöðu í öðrum leikjum... 24.8.2005 00:01 Stórsigrar Chelsea og Arsenal Chelsea og Arsenal unnu stórsigra í kvöld í ensku úrvaldsdeildinni. Chelsea sigraði WBA 4-0 en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea. Arsenal sigraði Fulham 4-1, Heiðar Helguson var allan tíman á varamannabekk Fulham. Bolton sigraði Newcastle 2-0 og enn hitnar undir Graeme Souness knattspyrnstjóra Newcastle að lokum gerðu ... 24.8.2005 00:01 Árni Gautur tapaði í vítakeppni Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló. 24.8.2005 00:01 Collina kom Villareal áfram Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir.. 24.8.2005 00:01 Arsenal er búið að vera Varnarmaðurinn William Gallas hjá Chelsea segir að tíð Arsenal sem topplið á Englandi sé liðin og að liðið sé búið að vera í baráttunni um meistaratitilinn. 23.8.2005 00:01 David James með tvö markmið David James, markvörður Manchester City og enska landsliðsins, segist hafa sett sér tvö skýr markmið fyrir keppnistímabilið í vetur, að komast í Evrópukeppnina með Manchester City og að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu á ný. 23.8.2005 00:01 Vonar að Gerrard fái verðlaun Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vona að Steven Gerrard verði valinn verðmætasti leikmaðurinn af UEFA á næstu dögum, en hefur meiri áhyggjur af því að fyrirliðinn nái heilsu fyrir leikinn við CSKA Moskvu um titilinn meistarar meistaranna á föstudag. 23.8.2005 00:01 Armstrong segist saklaus Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur enn eina ferðina verið sakaður um að hafa neitt ólöglegra lyfja og nú fyrir stuttu hélt franska blaðið L´equipe því fram að hann hefði notað ólögleg lyf árið 1999. 23.8.2005 00:01 Schumacher ekki á leið frá Ferrari Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins. 23.8.2005 00:01 Luque fer ekki til Newcastle Lið Deportivo la Corunia á Spáni hefur neitað lokatilboði Newcastle í sóknarmanninn Albert Luque og því er ljóst að ekkert verður af för hans til Englands eins og til stóð. 23.8.2005 00:01 Fowler vill spila gegn United Framherjinn Robbie Fowler hefur einsett sér að snúa aftur með liði Manchester City í grannaslagnum við Manchester United í næsta mánuði, en hann hefur verið í erfiðum meiðslum á síðustu vikum 23.8.2005 00:01 Víkingur og Fjölnir saman Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár. 23.8.2005 00:01 Fyrsti sigur Fylkis Fylkir vann fyrsta sigur sinn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu frá 11.júlí þegar liðið bar sigurorð af Fram 1-2 á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Þetta var jafnframt fyrsta tap Framara frá 17.júlí. 23.8.2005 00:01 Mæta Dönum í dag Íslendingar mæta Dönum í dag í milliriðli á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta í Ungverjalandi. Strákarnir steinlágu fyrir Egyptum í gær með 25 mörkum gegn 30. Árni þór Sigtryggsson var markahæstur og skoraði átta mörk. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á mótinu. 23.8.2005 00:01 Gerrard enn frá vegna meiðsla Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 23.8.2005 00:01 Kuyt og Owen ekki til Everton David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur greint frá því að liðinu hafi mistekist í sumar að fá þá Dirk Kuyt leikmann Feyenoord og Michael Owen leikmann Real Madrid. 23.8.2005 00:01 Borussia Dortmund fallið úr leik Þýska stórliðið Borussia Dortmund féll úr leik fyrir annarrar deildarliðinu Eintracht Braunschweig í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Jan Koller kom fyrrverandi Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik en Juergen Rische og Daniel Graf tryggðu Braunschweig sigurinn. 23.8.2005 00:01 Lárus tekur við Aftureldingu Lárus Grétarsson mun stýra annarrar deildarliðinu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðustu þremur leikjum liðsins en Ólafur Geir Magnússon var látinn taka pokann sinn um síðustu helgi eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu. Afturelding er í níunda sæti og í mikilli fallhættu.</font /> 23.8.2005 00:01 Owen hafnaði tilboði Everton Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá spænska stórliðinu Real Madrid hefur hafnað tilboði Everton um að ganga til liðs við félagið. Everton bauð 10 milljónir punda í Owen en því var hafnað en Owen hafði ekki áhuga á að fara til liðsins. 23.8.2005 00:01 Óvissa með Kekic Óvíst er hvort Sinisa Valdimar Kekic, fyrirliði Grindavíkur geti leikið með liði sínu gegn Fram á sunnudag í hálfgerðum úrslitaleik um það hvort Grindavík falli eða ekki úr Landsbankadeild karla. "Kekic er mjög bólginn á ökkla og aðeins helmingslíkur að hann nái sér í tæka tíð" sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur... 23.8.2005 00:01 Finley til Miami Heat? Michael Finley, fyrrum leikmaður Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum, er með lausan samning og eru fjölmörg félög að reyna að fá hann til liðs við sig. Eitt þeirra er Miami Heat en í gær sást hann fara á fund með Pat Riley, yfirmanni körfuboltamála hjá Miami. 23.8.2005 00:01 Danskur dómari í 1.deild Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla í knattspyrnu föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku. Aðstoðadómarar verða íslenskir. Er þetta seinni leikurinn af tveimur sem erlendur dómari dæmir í 1. deild karla á Íslandi í ár. Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum. 23.8.2005 00:01 Tiago til Lyon Frakklandsmeistarar Lyon í knattspyrnu hefur fest kaup á portúgalska landsliðsmanninum Tiago hjá Chelsea fyrir 6.5 miljónir punda og boðið honum 5 ára samning 23.8.2005 00:01 Egill dæmir í UEFA keppninni Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. 23.8.2005 00:01 Landsliðshópur Þjóðverja Jürgen Klinsmann. landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp Þjóðverja sem mætir Slóvakíu og Suður Afrík í næsta mánuði. Athygli vekur að Oliver Kahn, markvörður og Dietmar Hamann leikamður Liverpool eru hvíldir. 23.8.2005 00:01 Steinlágu gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri töpuðu fyrir Dönum með 33 mörkum gegn 25 í millrriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í dag. Í hálfleik var staðan 16-12 fyrir Dani, sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þetta var fjórði ósigur Íslendinga í röð á mótinu. 23.8.2005 00:01 Liverpool undir í hálfleik CSKA frá Soffíu er að vinna Liverpool 1-0 í hálfleik á Anfield í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Liverpool geta þó andað léttar því liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Soffíu. 23.8.2005 00:01 Man. City enn taplausir Manchester City sigraði Sunderland á útivelli í kvöld 2-1 í ensku úrvalsdeildinni og eru ósigraðir í deildinni eftir þrjá leiki með 7 stig. Middlesbrough gerði góða ferð til Birmingham og sigraði samnefnt lið 3-0. Aston Villa, sem einnig er úr Birminghamborg gerði jafntefli við Portsmouth á útivelli 1-1. Sjá markaskorara.. 23.8.2005 00:01 Soffía sigraði Evrópumeistarana CSKA Soffía sigraði Liverpool 1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA á heimavelli fyrir 15 árum. 23.8.2005 00:01 Jóhannes Karl á skotskónum Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester skoraði þriðja mark Leicester úr vítaspyrnu sem sigraði Bury 3-0 á útivelli í kvöld í ensku deildabikarkeppninni. Sjá úrslit leikja í deildabikarkeppninni.. 23.8.2005 00:01 Fyrsti leikur Brynjars Björns Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik fyrir Reading í kvöld þegar hann kom inná í 3-1 sigri Reading á Swansea í framlengdum leik í ensku deildabikarkeppninni. Brynjar kom inná á 71. mínúnu og krækti sér í gult spjald á 73 mínútu. 23.8.2005 00:01 Arnar Gunnlaugsson hættur hjá KR Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður í KR er hættur að leika með liðinu. Í samtali við Vísi.is sagðist Arnar vera einfaldlega vera búinn að fá nóg og vildi eyða meira tíma með börnunum sínum. 23.8.2005 00:01 Óttast um meiðsli Ljungberg Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa nokkrar áhyggjur af hnémeiðslum Svíans Freddie Ljungberg, sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í gær. 22.8.2005 00:01 Robben er ekki í hundakofanum Jose Mourinho hefur gefið það út að þó Arjen Robben verði ekki í byrjunarliði Chelsea gegn West Brom á miðvikudaginn, sé það ekki vegna þess að hann sé í hundakofanum vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um helgina. 22.8.2005 00:01 Wenger æfur út af Arsene Wenger skammaði sína menn eftir tapið gegn Chelsea í gær og í fjölmiðlum sagðist hann hafa vitað að úrslit leiksins réðust á mistökum, eins og kom á daginn þegar Drogba skoraði með sköflungnum fram hjá Jens Lehmann. 22.8.2005 00:01 Marseille með augastað á Cisse Djibril Cisse, franski framherjinn hjá Liverpool, er undir smásjá Marseille í heimalandi sínu, en talið er að forráðamenn Liverpool séu reiðbúnir að selja leikmanninn fari svo að Michael Owen snúi aftur á heimaslóðir. 22.8.2005 00:01 Ballack þarf að ákveða sig Uli Hönnes, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, hefur gefið miðjumanni sínum Michael Ballack rúman einn mánuð til að ákveða hvort framtíð sín liggi hjá félaginu eða annarsstaðar. 22.8.2005 00:01 Jarosik til Birmingham Tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri Jarosik er genginn til liðs við Birmingham að láni frá Englandsmeisturum Chelsea. Jarosik, 27 ára, lék 20 leiki fyrir Chelsea á síðasta leiktímabili. 22.8.2005 00:01 Beckham hrósað í hástert Hæstráðendur hjá spænska stórliðinu Real Madrid eru mjög ósáttir við leikmenn liðsins að David Beckham undanskildnum. " Leikmenn félagsins verða að læra að vera fulltrúar klúbbsins líkt og Beckham," sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins. 22.8.2005 00:01 6. sigurleikurinn í röð hjá Fram? Framarar mæta Fylkismönnum í kvöld á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla. Vísir.is hafði samband við Ólaf Kristjánsson þjálfara Framara sem var staðráðinn í að landa sjötta sigrinum í röð í kvöld en fyrir hefur liðið unnið tvo bikarleiki og þrjá í deildaleiki frá því liðið tapaði fyrir KR 4-0 á Laugardalsvelli, þann 17 júlí s.l. 22.8.2005 00:01 Landbankadeild 21. ágúst ÍBV vann annan leik sinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Þrótti með tveimur mörkum gegn engu. Andri Ólafsson og Steingrímur Jóhannesson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Eftir tapið er Þróttur komiinn með annan fótinn í fyrstu deild en liðið er aðeins með tíu stig, sex stigum frá ÍBV í áttunda sæti. 22.8.2005 00:01 Búið að velja búlgarska liðið Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgaríu og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen. 22.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
United yfir í hálfleik Manchester United er að vinna Debrechen frá Ungverjalandi á útivelli 1-0 í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Gabriel Heinze gerði mark United manna á á 20. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, United vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 3-0. 24.8.2005 00:01
Blikar og KR leika til úrslita Breiðablik og KR mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna. Breiðablik vann Val 4-0, en þetta er þriðji sigur Blika á Val í sumar. Í hinum undanúrlitaleiknum sigruðu KR stúlkur 1.deildarlið Fjölnis 6-2. Bikarúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 10 september n.k. 24.8.2005 00:01
Eiður ekki í leikmannahópi Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem er að vinna WBA 2-0 í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni. Mörk Chelsea gerðu Frank Lampard og Joe Cole. 24.8.2005 00:01
Sannfærandi sigur United manna Manchester United sigraði Debrechen frá Ungverjalandi 3-0 ytra í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. United eru því komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gabriel Heinze gerði fyrri tvö mörk United og Kieran Richardson það þriðja. Sjá úrslit og stöðu í öðrum leikjum... 24.8.2005 00:01
Stórsigrar Chelsea og Arsenal Chelsea og Arsenal unnu stórsigra í kvöld í ensku úrvaldsdeildinni. Chelsea sigraði WBA 4-0 en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea. Arsenal sigraði Fulham 4-1, Heiðar Helguson var allan tíman á varamannabekk Fulham. Bolton sigraði Newcastle 2-0 og enn hitnar undir Graeme Souness knattspyrnstjóra Newcastle að lokum gerðu ... 24.8.2005 00:01
Árni Gautur tapaði í vítakeppni Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló. 24.8.2005 00:01
Collina kom Villareal áfram Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir.. 24.8.2005 00:01
Arsenal er búið að vera Varnarmaðurinn William Gallas hjá Chelsea segir að tíð Arsenal sem topplið á Englandi sé liðin og að liðið sé búið að vera í baráttunni um meistaratitilinn. 23.8.2005 00:01
David James með tvö markmið David James, markvörður Manchester City og enska landsliðsins, segist hafa sett sér tvö skýr markmið fyrir keppnistímabilið í vetur, að komast í Evrópukeppnina með Manchester City og að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu á ný. 23.8.2005 00:01
Vonar að Gerrard fái verðlaun Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vona að Steven Gerrard verði valinn verðmætasti leikmaðurinn af UEFA á næstu dögum, en hefur meiri áhyggjur af því að fyrirliðinn nái heilsu fyrir leikinn við CSKA Moskvu um titilinn meistarar meistaranna á föstudag. 23.8.2005 00:01
Armstrong segist saklaus Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur enn eina ferðina verið sakaður um að hafa neitt ólöglegra lyfja og nú fyrir stuttu hélt franska blaðið L´equipe því fram að hann hefði notað ólögleg lyf árið 1999. 23.8.2005 00:01
Schumacher ekki á leið frá Ferrari Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist ekki vera á leið frá Ferrari yfir í McLaren Mercedes eins og fram kom í fréttum í gærkvöld, en hann átti nýverið fund með forráðamönnum liðsins. 23.8.2005 00:01
Luque fer ekki til Newcastle Lið Deportivo la Corunia á Spáni hefur neitað lokatilboði Newcastle í sóknarmanninn Albert Luque og því er ljóst að ekkert verður af för hans til Englands eins og til stóð. 23.8.2005 00:01
Fowler vill spila gegn United Framherjinn Robbie Fowler hefur einsett sér að snúa aftur með liði Manchester City í grannaslagnum við Manchester United í næsta mánuði, en hann hefur verið í erfiðum meiðslum á síðustu vikum 23.8.2005 00:01
Víkingur og Fjölnir saman Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár. 23.8.2005 00:01
Fyrsti sigur Fylkis Fylkir vann fyrsta sigur sinn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu frá 11.júlí þegar liðið bar sigurorð af Fram 1-2 á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Þetta var jafnframt fyrsta tap Framara frá 17.júlí. 23.8.2005 00:01
Mæta Dönum í dag Íslendingar mæta Dönum í dag í milliriðli á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta í Ungverjalandi. Strákarnir steinlágu fyrir Egyptum í gær með 25 mörkum gegn 30. Árni þór Sigtryggsson var markahæstur og skoraði átta mörk. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á mótinu. 23.8.2005 00:01
Gerrard enn frá vegna meiðsla Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 23.8.2005 00:01
Kuyt og Owen ekki til Everton David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur greint frá því að liðinu hafi mistekist í sumar að fá þá Dirk Kuyt leikmann Feyenoord og Michael Owen leikmann Real Madrid. 23.8.2005 00:01
Borussia Dortmund fallið úr leik Þýska stórliðið Borussia Dortmund féll úr leik fyrir annarrar deildarliðinu Eintracht Braunschweig í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Jan Koller kom fyrrverandi Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik en Juergen Rische og Daniel Graf tryggðu Braunschweig sigurinn. 23.8.2005 00:01
Lárus tekur við Aftureldingu Lárus Grétarsson mun stýra annarrar deildarliðinu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðustu þremur leikjum liðsins en Ólafur Geir Magnússon var látinn taka pokann sinn um síðustu helgi eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu. Afturelding er í níunda sæti og í mikilli fallhættu.</font /> 23.8.2005 00:01
Owen hafnaði tilboði Everton Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá spænska stórliðinu Real Madrid hefur hafnað tilboði Everton um að ganga til liðs við félagið. Everton bauð 10 milljónir punda í Owen en því var hafnað en Owen hafði ekki áhuga á að fara til liðsins. 23.8.2005 00:01
Óvissa með Kekic Óvíst er hvort Sinisa Valdimar Kekic, fyrirliði Grindavíkur geti leikið með liði sínu gegn Fram á sunnudag í hálfgerðum úrslitaleik um það hvort Grindavík falli eða ekki úr Landsbankadeild karla. "Kekic er mjög bólginn á ökkla og aðeins helmingslíkur að hann nái sér í tæka tíð" sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur... 23.8.2005 00:01
Finley til Miami Heat? Michael Finley, fyrrum leikmaður Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum, er með lausan samning og eru fjölmörg félög að reyna að fá hann til liðs við sig. Eitt þeirra er Miami Heat en í gær sást hann fara á fund með Pat Riley, yfirmanni körfuboltamála hjá Miami. 23.8.2005 00:01
Danskur dómari í 1.deild Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla í knattspyrnu föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku. Aðstoðadómarar verða íslenskir. Er þetta seinni leikurinn af tveimur sem erlendur dómari dæmir í 1. deild karla á Íslandi í ár. Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum. 23.8.2005 00:01
Tiago til Lyon Frakklandsmeistarar Lyon í knattspyrnu hefur fest kaup á portúgalska landsliðsmanninum Tiago hjá Chelsea fyrir 6.5 miljónir punda og boðið honum 5 ára samning 23.8.2005 00:01
Egill dæmir í UEFA keppninni Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. 23.8.2005 00:01
Landsliðshópur Þjóðverja Jürgen Klinsmann. landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp Þjóðverja sem mætir Slóvakíu og Suður Afrík í næsta mánuði. Athygli vekur að Oliver Kahn, markvörður og Dietmar Hamann leikamður Liverpool eru hvíldir. 23.8.2005 00:01
Steinlágu gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri töpuðu fyrir Dönum með 33 mörkum gegn 25 í millrriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í dag. Í hálfleik var staðan 16-12 fyrir Dani, sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þetta var fjórði ósigur Íslendinga í röð á mótinu. 23.8.2005 00:01
Liverpool undir í hálfleik CSKA frá Soffíu er að vinna Liverpool 1-0 í hálfleik á Anfield í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Liverpool geta þó andað léttar því liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Soffíu. 23.8.2005 00:01
Man. City enn taplausir Manchester City sigraði Sunderland á útivelli í kvöld 2-1 í ensku úrvalsdeildinni og eru ósigraðir í deildinni eftir þrjá leiki með 7 stig. Middlesbrough gerði góða ferð til Birmingham og sigraði samnefnt lið 3-0. Aston Villa, sem einnig er úr Birminghamborg gerði jafntefli við Portsmouth á útivelli 1-1. Sjá markaskorara.. 23.8.2005 00:01
Soffía sigraði Evrópumeistarana CSKA Soffía sigraði Liverpool 1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA á heimavelli fyrir 15 árum. 23.8.2005 00:01
Jóhannes Karl á skotskónum Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester skoraði þriðja mark Leicester úr vítaspyrnu sem sigraði Bury 3-0 á útivelli í kvöld í ensku deildabikarkeppninni. Sjá úrslit leikja í deildabikarkeppninni.. 23.8.2005 00:01
Fyrsti leikur Brynjars Björns Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik fyrir Reading í kvöld þegar hann kom inná í 3-1 sigri Reading á Swansea í framlengdum leik í ensku deildabikarkeppninni. Brynjar kom inná á 71. mínúnu og krækti sér í gult spjald á 73 mínútu. 23.8.2005 00:01
Arnar Gunnlaugsson hættur hjá KR Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður í KR er hættur að leika með liðinu. Í samtali við Vísi.is sagðist Arnar vera einfaldlega vera búinn að fá nóg og vildi eyða meira tíma með börnunum sínum. 23.8.2005 00:01
Óttast um meiðsli Ljungberg Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa nokkrar áhyggjur af hnémeiðslum Svíans Freddie Ljungberg, sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í gær. 22.8.2005 00:01
Robben er ekki í hundakofanum Jose Mourinho hefur gefið það út að þó Arjen Robben verði ekki í byrjunarliði Chelsea gegn West Brom á miðvikudaginn, sé það ekki vegna þess að hann sé í hundakofanum vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um helgina. 22.8.2005 00:01
Wenger æfur út af Arsene Wenger skammaði sína menn eftir tapið gegn Chelsea í gær og í fjölmiðlum sagðist hann hafa vitað að úrslit leiksins réðust á mistökum, eins og kom á daginn þegar Drogba skoraði með sköflungnum fram hjá Jens Lehmann. 22.8.2005 00:01
Marseille með augastað á Cisse Djibril Cisse, franski framherjinn hjá Liverpool, er undir smásjá Marseille í heimalandi sínu, en talið er að forráðamenn Liverpool séu reiðbúnir að selja leikmanninn fari svo að Michael Owen snúi aftur á heimaslóðir. 22.8.2005 00:01
Ballack þarf að ákveða sig Uli Hönnes, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, hefur gefið miðjumanni sínum Michael Ballack rúman einn mánuð til að ákveða hvort framtíð sín liggi hjá félaginu eða annarsstaðar. 22.8.2005 00:01
Jarosik til Birmingham Tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri Jarosik er genginn til liðs við Birmingham að láni frá Englandsmeisturum Chelsea. Jarosik, 27 ára, lék 20 leiki fyrir Chelsea á síðasta leiktímabili. 22.8.2005 00:01
Beckham hrósað í hástert Hæstráðendur hjá spænska stórliðinu Real Madrid eru mjög ósáttir við leikmenn liðsins að David Beckham undanskildnum. " Leikmenn félagsins verða að læra að vera fulltrúar klúbbsins líkt og Beckham," sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins. 22.8.2005 00:01
6. sigurleikurinn í röð hjá Fram? Framarar mæta Fylkismönnum í kvöld á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla. Vísir.is hafði samband við Ólaf Kristjánsson þjálfara Framara sem var staðráðinn í að landa sjötta sigrinum í röð í kvöld en fyrir hefur liðið unnið tvo bikarleiki og þrjá í deildaleiki frá því liðið tapaði fyrir KR 4-0 á Laugardalsvelli, þann 17 júlí s.l. 22.8.2005 00:01
Landbankadeild 21. ágúst ÍBV vann annan leik sinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Þrótti með tveimur mörkum gegn engu. Andri Ólafsson og Steingrímur Jóhannesson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Eftir tapið er Þróttur komiinn með annan fótinn í fyrstu deild en liðið er aðeins með tíu stig, sex stigum frá ÍBV í áttunda sæti. 22.8.2005 00:01
Búið að velja búlgarska liðið Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgaríu og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen. 22.8.2005 00:01