Fleiri fréttir

Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar

Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag.

Forseti Suður-Kóreu ákærð fyrir embættisbrot

Ákæran er studd af 171 af 300 þingmanna Suður-Kóreska þingsins og verður hún lögð til atkvæðagreiðslu næstkomandi föstudag. Til að ákæran nái fram að ganga er þörf á að 29 þingmenn úr flokki forsetans greiði atkvæði með ákærunni.

Reikna með að ISIS snúi sér að Evrópu

Europol hefur varað við því að hryðjuverkamenn á vegum ISIS muni í auknum mæli snúa sér að árásum í Evrópu eftir því sem þrengir að landsvæði þeirra í Sýrlandi og Írak

Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi

Sonur Bhumibols konungs hefur fallist á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við af föður sínum, sem lést í október. Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun hefur verið umdeildari en faðirinn, sem naut mikillar virðingar.

Hollande sækist ekki eftir endurkjöri

Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að hann mun ekki sækjast eftir að vera forsetaefni Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum á næsta ári.

Pelosi leiðir Demókrata enn

Nancy Pelosi var endurkjörin leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær í sjöunda sinn. Hún fékk rúmlega tvöfalt fleiri atkvæði en áskorandi hennar frá Ohio, Tim Ryan.

Flugvél Chapecoense líklega eldsneytislaus

Flugvélin sem hrapaði í Kólumbíu nærri borginni Medellín í vikunni með leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense innanborðs varð að öllum líkindum eldsneytislaus. Frá þessu greinir BBC og vísar í hljóðupptökur frá flugturninum í Medellín.

Ferðaþjónusta fær háar sektir

Yfirvöld í Stokkhólmi hyggjast sekta leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjónustu fyrir hreyfihamlaða um 10 milljónir sænskra króna eða sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna.

Færri börn hjá innflytjendum

Innflytjendur í Danmörku, sem ekki koma frá vestrænum löndum, eru farnir að laga sig að dönsku fjölskyldumynstri.

Ugla sat á kvisti

Á sunnudaginn verður seinni umferð forsetakosninganna í Austurríki endurtekin eftir miklar tafir og flækjur. Þjóðin skiptist í nánast tvær jafnar fylkingar milli frambjóðendanna tveggja.

Sjá næstu 50 fréttir