Fleiri fréttir Fá að taka egg úr látinni dóttur sinni Dómstóll í Ísrael hefur fallist á beiðni foreldra sautján ára gamallar stúlku þess efnis að egg verði tekin úr henni og þau fryst, en stúlkan lést í umferðarslysi á dögunum. 9.8.2011 21:00 Sextán þúsund lögreglumenn á vakt í nótt - átök hafin í Manchester Um 16 þúsund lögreglumenn verða á vakt í London í kvöld vegna þeirra miklu óeirða sem hafa verið síðan um síðustu helgi. Sexþúsund lögreglumenn voru á vakt í gær og í nótt og dugði það ekki til. Lögreglumenn á eftirlaunum hafa verið kallaðir til aðstoðar, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Lögreglumenn í sumarleyfum hafa verið kallaðir í vinnuna. 9.8.2011 18:05 Forseti Tékklands gagnrýnir fyrstu Gay Pride gönguna þar í landi „Ég finn ekki til stolts vegna þessa viðburðar“ segir Václac Klaus, forseti Tékklands, í yfirlýsingu á vefsíðu sinni um fyrstu Gay Pride gönguna sem haldin verður í höfuðborginni Prag á morgun. „Það er eitt að þola eitthvað, en það er allt annað að gefa því opinberan stuðning í nafni mikilvægrar stofnunar.“ 9.8.2011 16:00 Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs. 9.8.2011 14:24 Maður skotinn til bana í Lundúnum Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld. 9.8.2011 12:49 Nafnlaus hetja húðskammar óeirðaseggi Myndband þar sem miðaldra kona frá Vestur Indíum húðskammar óeirðaseggi í Hackney-hverfinu í London hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum. Sá sem náði ræðu hennar á myndband fyrir tilviljun, Matthew Moore, segir að þessi hugrakka kona hafi horfið áður en hann náði nafninu hennar. Þeir sem hafa horft á ræðuna segja hana hafa komið í orð nákvæmlega það sem þeir eru að hugsa og hafa sumir gengið svo langt að segja að þessi nafnlausa hetja eigi að verða næsti forsætisráðherra. Meðal þess sem konan hrópar að skemmdarvörgum og ofbeldismönnum er að þeir séu sannarlega ekki að berjast fyrir neinn málstað heldur einfaldlega að brenna skóbúðir. Myndbandið er hér meðfylgjandi. 9.8.2011 11:30 Liðsauki lögreglu streymir til Lundúna David Cameron forsætisráðherra Bretlands hélt fund með COBRA nefndinni svokölluðu í morgun en hún er annars sjaldnast kölluð saman nema á stríðstímum þegar þjóðaröryggi er ógnað. Og forsætisráðherrann talaði tæpitungulaust við fréttamenn á eftir. 9.8.2011 11:25 Rændu dreng sem slasaðist í óeirðunum Ógnvænlegar myndir og myndbönd frá óeirðunum á Englandi hafa vakið óhug um allan heim. Ekkert lát virðist vera á óöldinni og meðfylgjandi myndband sýnir ungan dreng lenda illilega í nokkrum hrottum sem fara um göturnar rænandi og ruplandi. 9.8.2011 10:35 Vill skaðabætur frá unnustunni sem yfirgaf hann Maður einn í Malasíu hefur farið í mál við unnustu sína fyrrverandi og vill fá rúmar 45 milljónir króna frá henni í skaðabætur. Konan yfirgaf hann nefnilega, aðeins sex tímum fyrir fyrirhugað brúðkaup hjónaleysanna. 9.8.2011 09:06 Gafst upp á Kúbusundinu Hin 61 árs gamla Diana Nyad, sem ætlaði sér að synda frá Kúbu til Flórída þurfti að gefast upp í nótt þegar hún var hálfnuð með sundið en þá hafði hún verið í sjónum í 29 klukkutíma. Hún var orðin sjóveik og þurfti því að hætta. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt hefði hún verið fyrsta allra til þess að synda þessa leið án þess að notast við hákarlabúr, en hákarlar eru mjög algengir á þessum slóðum. Nyad hafði áður reynt við sama afrek árið 1978 en þá þurfti hún einnig frá að hverfa. 9.8.2011 09:04 Spennuþrungið andrúmsloft Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring. 9.8.2011 09:00 Enn logar London - óöldin breiðist út Þriðju nóttina í röð loguðu eldar í Lundúnum og heimili og fyrirtæki voru eyðilögð í mestu óeirðum í borginni í áraraðir. 9.8.2011 08:12 Óeirðir breiðast út fyrir höfuðborgina Óeirðir halda enn áfram í London og hafa breiðst út um borgina. Meira en tvö hundruð manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 35 lögreglumenn eru særðir. 9.8.2011 06:30 Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. 9.8.2011 03:00 Þernan kærir Strauss-Kahn Hótelþernan sem Dominique Strauss-Kahn er grunaður um að hafa nauðgað hefur höfðað einkamál á hendur honum. Hún krefst skaðabóta en upphæðin sem hún krefst hefur ekki verið gefin upp. 9.8.2011 00:00 Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú. 8.8.2011 23:27 Björguðu hnúfubakskálfi Brimbrettakappar og starfsmenn sædýrasafns tóku höndum saman í Ástralíu til að bjarga hnúfubakskálfi sem hafði synt í strand á Gullströndinni svokölluðu. 8.8.2011 21:00 Óeirðir í London: Skildu scart-tengin eftir Hart var barist í Lundúnum í gær aðra nóttina í röð. Lögregluhundar voru óspart notaðir til þess að elta uppi þjófagengi sem fóru hamförum í höfuðborginni. 8.8.2011 19:14 Arabaríki kalla heim sendiherra frá Damaskus Þrjú arabaríki hafa kallað sendiherra sína í Damaskus heim, til að leggja áherslu á andúð sína á framferði stjórnvalda í Sýrlandi. Talið er að um 2000 mótmælendur hafi fallið í átökum við herinn undanafarnar vikur. 8.8.2011 15:27 Breivik vill tala við fangelsisprest Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt. 8.8.2011 14:51 Yulia Tymoshenko föst í fangelsi Dómstólar í Úkraínu hafa hafnað kröfum um að fá fyrrverandi forsætisráðherra landsins lausa úr fangelsi gegn tryggingu, en réttað er yfir henni vegna ásakana um að hafa misnotað völd í starfi. 8.8.2011 12:34 Valdaskipti í Tíbet - Dalai Lama ekki lengur við stjórnvölinn Hinn 43 ára gamli Lobsang Sangay var í nótt svarinn í embætti forsætisráðherra tíbetsku rikisstjórnarinnar, og tekur þar með við af Dalai Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbets. 8.8.2011 11:45 Íbúar í hæsta turni heims þurfa að fasta lengur en aðrir Æðsti klerkur múslima í Dubai hefur gefið út tilskipun þess efnis að íbúar Burj Khalifa turnsins í borginni, sem er hæsta bygging heims, 160 hæðir, þurfi að fasta lengur en þeir sem búa á jörðu niðri. 8.8.2011 10:08 Verkamenn í demantanámum pyntaðir Öryggissveitir Mugabes forseta í Zimbabve halda úti fangabúðum þar sem verkamenn í demantanámum landsins eru pyntaðir á hrottalegan hátt. Þetta kemur fram í fréttaþættinum Panorama á BBC en þar er rætt við fórnarlömb sem komist hafa lífs af úr búðunum. 8.8.2011 10:06 Árásir sýrlenska hersins halda áfram þrátt fyrir andmæli Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim til þess að mótmæla framgangi stjórnvalda þar í landi sem hafa barið miskunarlaust á mótmælendum síðustu vikur og mánuði. Abdullah konungur Sádí Arabíu segir að framferði Sýrlendinga sé ólíðandi og hvatti hann til þess að blóðbaðið verði stöðvað áður en það verður of seint. Samtök arabaríkja hafa einnig gefið út harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Rúmlega áttatíu eru sagðir hafa látist í árásum stjórnarhersins í austurhluta landsins í gær. 8.8.2011 09:54 Átta látnir eftir skotárás í Ohio Karlmaður myrti átta manns í gærmorgun í skotárás sem breiddi úr sér til þriggja heimila í smábænum Copley í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. 8.8.2011 09:48 Heimili Amy Winehouse verður miðstöð góðgerðarfélags Foreldrar Amy Winehouse, sem lést á dögunum eftir sukksamt líferni, hafa ákveðið að breyta heimili hennar í höfuðstöðvar góðgerðarfélags í hennar nafni sem ætlað er að aðstoð ungmenni sem stríða við fíkniefnavanda. 8.8.2011 09:05 Enn slegist á götum Lundúna Óeirðirnar í London héldu áfram í nótt aðra nóttina í röð. Lögregla handtók rúmlega hundrað óeirðaseggi í nótt en óróinn byrjaði fyrir helgi í Tottenham hverfinu þegar vopnaðir lögreglumenn skutu Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa þess til bana. Rannsókn á atvikinu er þegar hafin en lögreglumennirnir fullyrða að maðurinn hafi verið vopnaður og að hann hafi skotið á þá af fyrra bragði. 8.8.2011 08:11 Á sjötta tug létu lífið í átökum Sýrlenski stjórnarherinn réðst í gær gegn uppreisnarmönnum í þremur borgum í landinu í gær. Mannréttindasamtök sem fylgjast grannt með ástandinu segja í það minnsta 52 hafa fallið í árásunum. 8.8.2011 03:30 Borgarstjóri segir óeirðirnar ólíðandi Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að óeirðir, líkt og þær sem voru í Tottenhamhverfinu í Lundúnum í nótt, séu ólíðandi. Alls særðust 26 lögreglumenn í átökum við fólk sem kom saman og andmælti lögregluofbeldi. 7.8.2011 16:54 Alger ringulreið í Tottenham Alger ringlulreið hefur ríkt í Tottenham í Lundúnum í dag vegna óeirðanna þar í nótt. Kveikt var í bílum og húsum og ráðist hefur verið að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að 26 eru særðir. David Lammy þingmaður segir í samtali við Daily Telegraph að hugsanlega hafi einhver látist inni í þeim húsum sem kveikt var í. Slökkviliðið í Lundúnum fékk 264 neyðarköll frá klukkan hálftíu í gærkvöld að staðartíma þangað til klukkan hálffimm í morgun. Um 50 eldar voru kveiktir og eyðilögðu þeir byggingar og bíla. 7.8.2011 14:31 Um 300 þúsund mótmæltu í Ísrael Um það bil þrjú hundruð þúsund Ísraelar gengu um götur Tel Aviv og Jerúsalem til að mótmæla efnahagsástandinu í landinu. Mótmælendur segja skuldir hafa aukist á meðan verð á almennum neysluvörum og húsnæði hefur hækkað. Í samtali við breska ríkisútvarpið staðfesti lögreglan í Ísrael að tuttugu þúsund til viðbótar hafi komið saman í minni borgum og bæjum til að mótmæla. 7.8.2011 10:17 Bensínsprengjum kastað að lögreglumönnum Bensínsprengjum var kastað að lögreglumönnum og kveikt var í lögreglubílum og húsum í óeirðum í Tottenham í norðurhluta Lundúna í nótt. Átta lögreglumenn slösuðust í óeirðunum og voru fluttir á spítala, einn með höfuðáverka. Upphaf óeirðanna má rekja til þess að lögreglan skaut til bana 29 ára gamlan mann á fimmtudag. Um 300 manns tóku þátt í óeirðunum eftir því sem fram kemur á BBC. 7.8.2011 09:04 Skólakokkur gaf börnum rottueitur Skólakokkur í suðurhluta Brasilíu hefur játað að hafa bætt rottueitri við matinn sem hann bauð upp á í mötuneyti skólans. 6.8.2011 23:00 Tekist á um lánshæfismat Obama Bandaríkjaforseti óskaði eftir því í ávarpi sínu í dag að þingmenn Bandaríkjanna legðust á eitt við að fjölga störfum í landinu eftir að matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í það næstefsta. 6.8.2011 19:45 Hundruð þúsunda flýja fellibylinn Muifa Yfir 200 þúsund manns í Austur-Kína hafa verið flutt brott af strandsvæðum og þúsundir skipa hafa verið kölluð aftur til hafnar vegna fellibylsins Muifa sem stefnir nú á landið eftir að hafa haft viðkomu í Filippseyjum, Taívan og Japan. Þá hafa 80 þúsund manns verið flutt brott úr Fuijan héraði. 6.8.2011 17:06 38 hermenn látinir í þyrluslysi 31 bandarískur hermaður og sjö afganskir týndu lífinu í nótt þegar þyrla bandaríska hersins brotlenti í Afganistan. Óvíst er hvað olli brotlendingunni en Talíbanar segjast hafa skotið þyrluna niður. 6.8.2011 12:08 Krefjast afsagnar fjármálaráðherrans Repúblikanar í Öldungadeild Bandaríkjaþings krefjast afsagnar Timothys Geithners fjármálaráðherra eftir að S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni í gær. Lánshæfismatið var í hæsta flokki AAA en er nú komið í AA+ með neikvæðum horfum. 6.8.2011 09:58 Þjófóttir hermenn drápu sjö Sjö manns létust í gær eftir að sómalískir stjórnarhermenn hófu skothríð á mannfjölda í höfuðborginni Mógadisjú. 6.8.2011 03:30 Flugvél rýmd í Fíladelfíu Flugvél á vegum US Airways, sem var að koma frá Glasgow, var rýmd á flugvellinum í Fíladelfíu nú í kvöld. Samkvæmt fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar er ástæða rýmingarinnar sögð vera „ótilgreind ógn“ en ekki hefur verið gerð frekari grein fyrir málinu. 5.8.2011 21:42 Þrjátíu og tvö fórnarlömb jörðuð í dag Monica Bosesei, oft kölluð "Mamma Úteyjar“ var borint il grafar í dag ásamt þrjátíu og einu fórnarlambi voðaverkanna í Útey og í miðborg Oslóar. 5.8.2011 16:11 Stálu tólf þúsund eggjum og köstuðu í bíla Um tólf þúsund eggjum var stolið af hænsnabúi í Sussex á Englandi á þriðjudaginn. 5.8.2011 13:32 Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5.8.2011 11:55 Tvö prósent halda að Pippa sé klámstjarna Litla systir Katrínar Middleton, Pippa Middleton, hefur fengið mikla athygli eftir að stóra systir gifti sig í apríl síðastliðnum. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og höfðu sumir á orði að hún hefði stolið senunni í konunglega brúðkaupinu þar sem hún þykir vera einstaklega glæsileg stúlka. 5.8.2011 11:52 Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey. 5.8.2011 11:37 Sjá næstu 50 fréttir
Fá að taka egg úr látinni dóttur sinni Dómstóll í Ísrael hefur fallist á beiðni foreldra sautján ára gamallar stúlku þess efnis að egg verði tekin úr henni og þau fryst, en stúlkan lést í umferðarslysi á dögunum. 9.8.2011 21:00
Sextán þúsund lögreglumenn á vakt í nótt - átök hafin í Manchester Um 16 þúsund lögreglumenn verða á vakt í London í kvöld vegna þeirra miklu óeirða sem hafa verið síðan um síðustu helgi. Sexþúsund lögreglumenn voru á vakt í gær og í nótt og dugði það ekki til. Lögreglumenn á eftirlaunum hafa verið kallaðir til aðstoðar, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Lögreglumenn í sumarleyfum hafa verið kallaðir í vinnuna. 9.8.2011 18:05
Forseti Tékklands gagnrýnir fyrstu Gay Pride gönguna þar í landi „Ég finn ekki til stolts vegna þessa viðburðar“ segir Václac Klaus, forseti Tékklands, í yfirlýsingu á vefsíðu sinni um fyrstu Gay Pride gönguna sem haldin verður í höfuðborginni Prag á morgun. „Það er eitt að þola eitthvað, en það er allt annað að gefa því opinberan stuðning í nafni mikilvægrar stofnunar.“ 9.8.2011 16:00
Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs. 9.8.2011 14:24
Maður skotinn til bana í Lundúnum Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld. 9.8.2011 12:49
Nafnlaus hetja húðskammar óeirðaseggi Myndband þar sem miðaldra kona frá Vestur Indíum húðskammar óeirðaseggi í Hackney-hverfinu í London hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum. Sá sem náði ræðu hennar á myndband fyrir tilviljun, Matthew Moore, segir að þessi hugrakka kona hafi horfið áður en hann náði nafninu hennar. Þeir sem hafa horft á ræðuna segja hana hafa komið í orð nákvæmlega það sem þeir eru að hugsa og hafa sumir gengið svo langt að segja að þessi nafnlausa hetja eigi að verða næsti forsætisráðherra. Meðal þess sem konan hrópar að skemmdarvörgum og ofbeldismönnum er að þeir séu sannarlega ekki að berjast fyrir neinn málstað heldur einfaldlega að brenna skóbúðir. Myndbandið er hér meðfylgjandi. 9.8.2011 11:30
Liðsauki lögreglu streymir til Lundúna David Cameron forsætisráðherra Bretlands hélt fund með COBRA nefndinni svokölluðu í morgun en hún er annars sjaldnast kölluð saman nema á stríðstímum þegar þjóðaröryggi er ógnað. Og forsætisráðherrann talaði tæpitungulaust við fréttamenn á eftir. 9.8.2011 11:25
Rændu dreng sem slasaðist í óeirðunum Ógnvænlegar myndir og myndbönd frá óeirðunum á Englandi hafa vakið óhug um allan heim. Ekkert lát virðist vera á óöldinni og meðfylgjandi myndband sýnir ungan dreng lenda illilega í nokkrum hrottum sem fara um göturnar rænandi og ruplandi. 9.8.2011 10:35
Vill skaðabætur frá unnustunni sem yfirgaf hann Maður einn í Malasíu hefur farið í mál við unnustu sína fyrrverandi og vill fá rúmar 45 milljónir króna frá henni í skaðabætur. Konan yfirgaf hann nefnilega, aðeins sex tímum fyrir fyrirhugað brúðkaup hjónaleysanna. 9.8.2011 09:06
Gafst upp á Kúbusundinu Hin 61 árs gamla Diana Nyad, sem ætlaði sér að synda frá Kúbu til Flórída þurfti að gefast upp í nótt þegar hún var hálfnuð með sundið en þá hafði hún verið í sjónum í 29 klukkutíma. Hún var orðin sjóveik og þurfti því að hætta. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt hefði hún verið fyrsta allra til þess að synda þessa leið án þess að notast við hákarlabúr, en hákarlar eru mjög algengir á þessum slóðum. Nyad hafði áður reynt við sama afrek árið 1978 en þá þurfti hún einnig frá að hverfa. 9.8.2011 09:04
Spennuþrungið andrúmsloft Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring. 9.8.2011 09:00
Enn logar London - óöldin breiðist út Þriðju nóttina í röð loguðu eldar í Lundúnum og heimili og fyrirtæki voru eyðilögð í mestu óeirðum í borginni í áraraðir. 9.8.2011 08:12
Óeirðir breiðast út fyrir höfuðborgina Óeirðir halda enn áfram í London og hafa breiðst út um borgina. Meira en tvö hundruð manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 35 lögreglumenn eru særðir. 9.8.2011 06:30
Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. 9.8.2011 03:00
Þernan kærir Strauss-Kahn Hótelþernan sem Dominique Strauss-Kahn er grunaður um að hafa nauðgað hefur höfðað einkamál á hendur honum. Hún krefst skaðabóta en upphæðin sem hún krefst hefur ekki verið gefin upp. 9.8.2011 00:00
Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú. 8.8.2011 23:27
Björguðu hnúfubakskálfi Brimbrettakappar og starfsmenn sædýrasafns tóku höndum saman í Ástralíu til að bjarga hnúfubakskálfi sem hafði synt í strand á Gullströndinni svokölluðu. 8.8.2011 21:00
Óeirðir í London: Skildu scart-tengin eftir Hart var barist í Lundúnum í gær aðra nóttina í röð. Lögregluhundar voru óspart notaðir til þess að elta uppi þjófagengi sem fóru hamförum í höfuðborginni. 8.8.2011 19:14
Arabaríki kalla heim sendiherra frá Damaskus Þrjú arabaríki hafa kallað sendiherra sína í Damaskus heim, til að leggja áherslu á andúð sína á framferði stjórnvalda í Sýrlandi. Talið er að um 2000 mótmælendur hafi fallið í átökum við herinn undanafarnar vikur. 8.8.2011 15:27
Breivik vill tala við fangelsisprest Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt. 8.8.2011 14:51
Yulia Tymoshenko föst í fangelsi Dómstólar í Úkraínu hafa hafnað kröfum um að fá fyrrverandi forsætisráðherra landsins lausa úr fangelsi gegn tryggingu, en réttað er yfir henni vegna ásakana um að hafa misnotað völd í starfi. 8.8.2011 12:34
Valdaskipti í Tíbet - Dalai Lama ekki lengur við stjórnvölinn Hinn 43 ára gamli Lobsang Sangay var í nótt svarinn í embætti forsætisráðherra tíbetsku rikisstjórnarinnar, og tekur þar með við af Dalai Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbets. 8.8.2011 11:45
Íbúar í hæsta turni heims þurfa að fasta lengur en aðrir Æðsti klerkur múslima í Dubai hefur gefið út tilskipun þess efnis að íbúar Burj Khalifa turnsins í borginni, sem er hæsta bygging heims, 160 hæðir, þurfi að fasta lengur en þeir sem búa á jörðu niðri. 8.8.2011 10:08
Verkamenn í demantanámum pyntaðir Öryggissveitir Mugabes forseta í Zimbabve halda úti fangabúðum þar sem verkamenn í demantanámum landsins eru pyntaðir á hrottalegan hátt. Þetta kemur fram í fréttaþættinum Panorama á BBC en þar er rætt við fórnarlömb sem komist hafa lífs af úr búðunum. 8.8.2011 10:06
Árásir sýrlenska hersins halda áfram þrátt fyrir andmæli Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim til þess að mótmæla framgangi stjórnvalda þar í landi sem hafa barið miskunarlaust á mótmælendum síðustu vikur og mánuði. Abdullah konungur Sádí Arabíu segir að framferði Sýrlendinga sé ólíðandi og hvatti hann til þess að blóðbaðið verði stöðvað áður en það verður of seint. Samtök arabaríkja hafa einnig gefið út harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Rúmlega áttatíu eru sagðir hafa látist í árásum stjórnarhersins í austurhluta landsins í gær. 8.8.2011 09:54
Átta látnir eftir skotárás í Ohio Karlmaður myrti átta manns í gærmorgun í skotárás sem breiddi úr sér til þriggja heimila í smábænum Copley í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. 8.8.2011 09:48
Heimili Amy Winehouse verður miðstöð góðgerðarfélags Foreldrar Amy Winehouse, sem lést á dögunum eftir sukksamt líferni, hafa ákveðið að breyta heimili hennar í höfuðstöðvar góðgerðarfélags í hennar nafni sem ætlað er að aðstoð ungmenni sem stríða við fíkniefnavanda. 8.8.2011 09:05
Enn slegist á götum Lundúna Óeirðirnar í London héldu áfram í nótt aðra nóttina í röð. Lögregla handtók rúmlega hundrað óeirðaseggi í nótt en óróinn byrjaði fyrir helgi í Tottenham hverfinu þegar vopnaðir lögreglumenn skutu Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa þess til bana. Rannsókn á atvikinu er þegar hafin en lögreglumennirnir fullyrða að maðurinn hafi verið vopnaður og að hann hafi skotið á þá af fyrra bragði. 8.8.2011 08:11
Á sjötta tug létu lífið í átökum Sýrlenski stjórnarherinn réðst í gær gegn uppreisnarmönnum í þremur borgum í landinu í gær. Mannréttindasamtök sem fylgjast grannt með ástandinu segja í það minnsta 52 hafa fallið í árásunum. 8.8.2011 03:30
Borgarstjóri segir óeirðirnar ólíðandi Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að óeirðir, líkt og þær sem voru í Tottenhamhverfinu í Lundúnum í nótt, séu ólíðandi. Alls særðust 26 lögreglumenn í átökum við fólk sem kom saman og andmælti lögregluofbeldi. 7.8.2011 16:54
Alger ringulreið í Tottenham Alger ringlulreið hefur ríkt í Tottenham í Lundúnum í dag vegna óeirðanna þar í nótt. Kveikt var í bílum og húsum og ráðist hefur verið að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að 26 eru særðir. David Lammy þingmaður segir í samtali við Daily Telegraph að hugsanlega hafi einhver látist inni í þeim húsum sem kveikt var í. Slökkviliðið í Lundúnum fékk 264 neyðarköll frá klukkan hálftíu í gærkvöld að staðartíma þangað til klukkan hálffimm í morgun. Um 50 eldar voru kveiktir og eyðilögðu þeir byggingar og bíla. 7.8.2011 14:31
Um 300 þúsund mótmæltu í Ísrael Um það bil þrjú hundruð þúsund Ísraelar gengu um götur Tel Aviv og Jerúsalem til að mótmæla efnahagsástandinu í landinu. Mótmælendur segja skuldir hafa aukist á meðan verð á almennum neysluvörum og húsnæði hefur hækkað. Í samtali við breska ríkisútvarpið staðfesti lögreglan í Ísrael að tuttugu þúsund til viðbótar hafi komið saman í minni borgum og bæjum til að mótmæla. 7.8.2011 10:17
Bensínsprengjum kastað að lögreglumönnum Bensínsprengjum var kastað að lögreglumönnum og kveikt var í lögreglubílum og húsum í óeirðum í Tottenham í norðurhluta Lundúna í nótt. Átta lögreglumenn slösuðust í óeirðunum og voru fluttir á spítala, einn með höfuðáverka. Upphaf óeirðanna má rekja til þess að lögreglan skaut til bana 29 ára gamlan mann á fimmtudag. Um 300 manns tóku þátt í óeirðunum eftir því sem fram kemur á BBC. 7.8.2011 09:04
Skólakokkur gaf börnum rottueitur Skólakokkur í suðurhluta Brasilíu hefur játað að hafa bætt rottueitri við matinn sem hann bauð upp á í mötuneyti skólans. 6.8.2011 23:00
Tekist á um lánshæfismat Obama Bandaríkjaforseti óskaði eftir því í ávarpi sínu í dag að þingmenn Bandaríkjanna legðust á eitt við að fjölga störfum í landinu eftir að matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í það næstefsta. 6.8.2011 19:45
Hundruð þúsunda flýja fellibylinn Muifa Yfir 200 þúsund manns í Austur-Kína hafa verið flutt brott af strandsvæðum og þúsundir skipa hafa verið kölluð aftur til hafnar vegna fellibylsins Muifa sem stefnir nú á landið eftir að hafa haft viðkomu í Filippseyjum, Taívan og Japan. Þá hafa 80 þúsund manns verið flutt brott úr Fuijan héraði. 6.8.2011 17:06
38 hermenn látinir í þyrluslysi 31 bandarískur hermaður og sjö afganskir týndu lífinu í nótt þegar þyrla bandaríska hersins brotlenti í Afganistan. Óvíst er hvað olli brotlendingunni en Talíbanar segjast hafa skotið þyrluna niður. 6.8.2011 12:08
Krefjast afsagnar fjármálaráðherrans Repúblikanar í Öldungadeild Bandaríkjaþings krefjast afsagnar Timothys Geithners fjármálaráðherra eftir að S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni í gær. Lánshæfismatið var í hæsta flokki AAA en er nú komið í AA+ með neikvæðum horfum. 6.8.2011 09:58
Þjófóttir hermenn drápu sjö Sjö manns létust í gær eftir að sómalískir stjórnarhermenn hófu skothríð á mannfjölda í höfuðborginni Mógadisjú. 6.8.2011 03:30
Flugvél rýmd í Fíladelfíu Flugvél á vegum US Airways, sem var að koma frá Glasgow, var rýmd á flugvellinum í Fíladelfíu nú í kvöld. Samkvæmt fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar er ástæða rýmingarinnar sögð vera „ótilgreind ógn“ en ekki hefur verið gerð frekari grein fyrir málinu. 5.8.2011 21:42
Þrjátíu og tvö fórnarlömb jörðuð í dag Monica Bosesei, oft kölluð "Mamma Úteyjar“ var borint il grafar í dag ásamt þrjátíu og einu fórnarlambi voðaverkanna í Útey og í miðborg Oslóar. 5.8.2011 16:11
Stálu tólf þúsund eggjum og köstuðu í bíla Um tólf þúsund eggjum var stolið af hænsnabúi í Sussex á Englandi á þriðjudaginn. 5.8.2011 13:32
Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5.8.2011 11:55
Tvö prósent halda að Pippa sé klámstjarna Litla systir Katrínar Middleton, Pippa Middleton, hefur fengið mikla athygli eftir að stóra systir gifti sig í apríl síðastliðnum. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og höfðu sumir á orði að hún hefði stolið senunni í konunglega brúðkaupinu þar sem hún þykir vera einstaklega glæsileg stúlka. 5.8.2011 11:52
Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey. 5.8.2011 11:37