Fleiri fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjaramál verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA liggur enn undir feldi eftir vendingar í kjaramálum í Pallborðinu á Vísi. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að boða nýjan fund. Framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar segjast tilbúin til að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að stjórnvöld stígi inn í deiluna að svo stöddu. 25.2.2023 11:50 Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór. 25.2.2023 11:15 Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 25.2.2023 10:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25.2.2023 09:09 „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25.2.2023 09:01 Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. 25.2.2023 07:30 Flúðu hörmungar í heimalandinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“ Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár. 24.2.2023 23:01 „Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“ Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær. 24.2.2023 22:40 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24.2.2023 21:36 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24.2.2023 21:01 Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 24.2.2023 20:16 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24.2.2023 19:31 Brúnni lokað og bræður læstir inni Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. 24.2.2023 19:10 Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. 24.2.2023 18:37 „Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24.2.2023 18:27 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á. 24.2.2023 18:00 Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. 24.2.2023 15:55 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24.2.2023 15:17 Umdeildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur verulega Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. 24.2.2023 14:30 Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. 24.2.2023 14:10 Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24.2.2023 13:21 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24.2.2023 12:31 Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag. 24.2.2023 12:24 Kærir hópfund Lindarhvolsmanna til Lögmannafélagsins Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar, hefur sent inn kvörtun vegna framferðis Steinars Þórs Guðgeirssonar verjanda Lindarhvols og ríkisins til Lögmannafélags Íslands (LMFÍ). 24.2.2023 11:48 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stríðið í Úkraínu, en ár er nú liðið síðan rússneskar hersveitir réðust inn í landið. 24.2.2023 11:30 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24.2.2023 11:22 Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24.2.2023 11:21 Bein útsending: 24. febrúar – Ár frá innrás Alþjóðamálastofun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Úkraínuverkefni Háskóla Íslands og hefst klukkan 12. 24.2.2023 11:21 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24.2.2023 10:54 Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar. 24.2.2023 10:40 Vilja göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá. 24.2.2023 10:08 Mun láta af formennsku á næsta fundi Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku hjá stéttarfélaginu Einingu-Iðju á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns í 24 ár. Anna Júlíusdóttir tekur við formennsku félagsins. 24.2.2023 08:00 Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. 24.2.2023 07:21 Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. 24.2.2023 06:11 „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23.2.2023 23:01 Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. 23.2.2023 21:57 HÍ býður upp á meistaranám í afbrotafræði Háskóli Íslands býður upp á meistaranám í afbrotafræði frá og með haustmisseri 2023. Námið er ætlað fólki í störfum við ólíkar stofnanir sem fást við glæpi og refsingar. 23.2.2023 21:35 „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23.2.2023 21:19 Brennimerkt eftir uppsögnina og erfitt að sjá gerandanum hampað Katrínu Bryndísardóttur, fyrrverandi kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, var sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Hún var þá nýlega snúin aftur úr veikindaleyfi eftir sviplegt andlát fjórtán ára dóttur. Hún segist hluti af hópi reynslumikilla kvenna á skrifstofu Eflingar sem séu brennimerktar og í mestu vandræðum með að fá vinnu. 23.2.2023 20:03 Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23.2.2023 19:56 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23.2.2023 19:32 Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. 23.2.2023 18:59 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23.2.2023 18:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23.2.2023 17:29 Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23.2.2023 16:29 Sjá næstu 50 fréttir
Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjaramál verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA liggur enn undir feldi eftir vendingar í kjaramálum í Pallborðinu á Vísi. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að boða nýjan fund. Framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar segjast tilbúin til að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að stjórnvöld stígi inn í deiluna að svo stöddu. 25.2.2023 11:50
Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór. 25.2.2023 11:15
Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 25.2.2023 10:01
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25.2.2023 09:09
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25.2.2023 09:01
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. 25.2.2023 07:30
Flúðu hörmungar í heimalandinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“ Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár. 24.2.2023 23:01
„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“ Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær. 24.2.2023 22:40
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24.2.2023 21:36
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24.2.2023 21:01
Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 24.2.2023 20:16
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24.2.2023 19:31
Brúnni lokað og bræður læstir inni Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. 24.2.2023 19:10
Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. 24.2.2023 18:37
„Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24.2.2023 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á. 24.2.2023 18:00
Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. 24.2.2023 15:55
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24.2.2023 15:17
Umdeildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur verulega Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. 24.2.2023 14:30
Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. 24.2.2023 14:10
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24.2.2023 13:21
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24.2.2023 12:31
Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag. 24.2.2023 12:24
Kærir hópfund Lindarhvolsmanna til Lögmannafélagsins Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar, hefur sent inn kvörtun vegna framferðis Steinars Þórs Guðgeirssonar verjanda Lindarhvols og ríkisins til Lögmannafélags Íslands (LMFÍ). 24.2.2023 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stríðið í Úkraínu, en ár er nú liðið síðan rússneskar hersveitir réðust inn í landið. 24.2.2023 11:30
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24.2.2023 11:22
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24.2.2023 11:21
Bein útsending: 24. febrúar – Ár frá innrás Alþjóðamálastofun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Úkraínuverkefni Háskóla Íslands og hefst klukkan 12. 24.2.2023 11:21
„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24.2.2023 10:54
Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar. 24.2.2023 10:40
Vilja göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá. 24.2.2023 10:08
Mun láta af formennsku á næsta fundi Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku hjá stéttarfélaginu Einingu-Iðju á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns í 24 ár. Anna Júlíusdóttir tekur við formennsku félagsins. 24.2.2023 08:00
Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. 24.2.2023 07:21
Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. 24.2.2023 06:11
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23.2.2023 23:01
Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. 23.2.2023 21:57
HÍ býður upp á meistaranám í afbrotafræði Háskóli Íslands býður upp á meistaranám í afbrotafræði frá og með haustmisseri 2023. Námið er ætlað fólki í störfum við ólíkar stofnanir sem fást við glæpi og refsingar. 23.2.2023 21:35
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23.2.2023 21:19
Brennimerkt eftir uppsögnina og erfitt að sjá gerandanum hampað Katrínu Bryndísardóttur, fyrrverandi kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, var sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Hún var þá nýlega snúin aftur úr veikindaleyfi eftir sviplegt andlát fjórtán ára dóttur. Hún segist hluti af hópi reynslumikilla kvenna á skrifstofu Eflingar sem séu brennimerktar og í mestu vandræðum með að fá vinnu. 23.2.2023 20:03
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23.2.2023 19:56
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23.2.2023 19:32
Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. 23.2.2023 18:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23.2.2023 18:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23.2.2023 17:29
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23.2.2023 16:29