Fleiri fréttir

Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“

Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn.

Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun

Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.

Mun ekki leggja til harðari aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni.

Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningar hér á landi með bóluefni frá AstraZeneca. Tilkynningar hafa borist um blóðtappa í kjölfar bólusetninga með efninu í Evrópu og þar af eitt dauðsfall í Danmörku og í Austurríki.

Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara

Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn.

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs.

Danir hætta tíma­bundið notkun bólu­efnis AstraZene­­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með.

Stór skjálfti vestan af Grindavík

Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. 

Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna

Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð.

Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra.

„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“

Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn.

Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum

Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög.

Sjö skjálftar yfir 3 á áttunda tímanum

Frá því kl. 19.22 hafa sjö skjálftar yfir 3 mælst á Reykjanesskaga. Röðin hófst með skjálfta upp á 3,6 en nýjasti skjálftinn, sem mældist kl. 19.49 var 3,7.

Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar

Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum.

Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói

Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í náttúruvársérfræðingi sem segir eldgos á Reykjanesi líklegri með hverjum deginum sem líður en öflugir jarðskjálftar yfir suðvesturhorn landsins í dag og nótt.

Ekkert ferðaveður og Holtavörðuheiði lokað

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða ekkert ferðaveður. Hvassviðri er um allt vestanvert landið og víða skafrenningur og blint. Vesturlandsvegur er lokaður fyrir umferð bæði um Kjalarnes og Holtavörðuheiði. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið.

Með riffil í ólæstum skáp og grunaður um brot gegn barni

Karlmaður með lögheimili í Reykjavík hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot og brot gegn vopnalögum framin á þáverandi dvalarstað hans í Mosfellsbæ aðfaranótt laugardagsins 12. október 2019.

Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“

Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra.

Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð

Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda.

Óvæntur norðanhvellur eftir góða tíð

Vonskuveður er víða um vestanvert landið í dag og er gul viðvörun í gangi á Faxaflóasvæðinu, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi- Vestra. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut í morgun þar sem mikið hvassviðri er og lokað var fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi vegna veðurs.

Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum.

Þrjár bíl­veltur á Reykja­nes­braut

Þrjár bílveltur hafa orðið á Reykjanesbraut það sem af er morgni. Engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, en leiðindafærð er á svæðinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist smitaður innanlands í gær þrátt fyrir ótta um að smit væru komin í útbreiðslu.

Svona hljómuðu skjálftar næturinnar og morgunsins

Tveir stórir jarðskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu í nótt og í morgun. Sá fyrri reið yfir klukkan 03:14 í nótt og var 5,1 að stærð. Bárust Veðurstofunni tilkynningar að hann hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.

Sjá næstu 50 fréttir