Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðnum vegna útkalls. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lilja Rannveig nýr formaður ungra Framsóknarmanna

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina í húsakynnum Háskólans á Bifröst.

Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað

Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum.

Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa hluta af afla upp sem ís. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ljósanótt aldrei tilkomumeiri

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur aldrei verið eins tilkomumikil og nú segir menningarfulltrúi bæjarins. Yfir hundrað viðburðir séu í boði þar sem matur og menning eru í fyrirrúmi.

Safnað fyrir lækniskostnaði kisu

Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ.

Örlítið hægari taktur en í borginni

Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn.

Staða Braga enn ekki auglýst

Óákveðið er hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Bragi Guðbrandsson sagði henni upp í júní. Bragi er á fullum launum í sérverkefnum og nefndarstörfum. Nefndarsetan er ólaunuð hjá SÞ.

Sjá næstu 50 fréttir