Fleiri fréttir

Hlýnar smám saman í vikunni

Það mun hlýna smám saman á landinu nú í vikunni ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður

Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr líf­eyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt.

Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið.

Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu

Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB.

Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni

Fimmtíu ár voru í gær liðin frá fyrsta sigurleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því danska. Setti mikinn svip á fermingarveislur um land allt. Forseti Íslands bauð leikmönnum og eiginkonum á Bessastaði í tilefni tímamótanna.

Lotta sýnir loftfimleika á Tenór á fleygiferð

Hesturinn Tenór sem er 22 vetra og Þórhildur Lotta Kjartansdóttir, alltaf kölluð Lotta, sem er níu ára úr Þykkvabænum hafa vakið mikla athygli því Lotta geri fimleikaæfingar á baki á meðan Tenór hleypur með hana.

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að hátt í hundrað hafi látið lífið í efnavopnaárás í Ghouta héraði í Sýrlandi. Stjórnarherinn er sagður bera ábyrgð á árásinni.

Verðhækkanir árangursríkasta vopnið gegn tóbaksneyslu

Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri.

Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu

Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi.

Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar

Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fjöllum við um atvik í Þýskalandi þar sem fjórir létu lífið og tugir særðust þegar sendibíl var ekið á veitingahúsagesti í dag.

Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum

Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn.

Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna

Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við.

Sjá næstu 50 fréttir