Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki vegna veðurs - Um tvö þúsund manns strandaglópar "Við áætlum að hér séu um fimmtán hundruð til tvö þúsund manns sem bíða eftir að komast heim til sín,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, sem sér um Goslokahátíðina sem fór fram um helgina á eyjunni. 3.7.2011 17:47 Strengur fór í sundur á Austurlandi Bilun hefur komið upp í stofnneti Mílu á Austurlandi. Um er að ræða slit á streng milli Egilsstaða og Vopnafjarðar, nánar tiltekið um 24 kílómetra frá Vopnafirði og 55 kílómetra frá Egilsstöðum. 3.7.2011 17:15 Vill kalla saman þing til að klára frumvarp um Drekasvæðið "Það var bara klúður hjá ríkisstjórninni að setja þetta ekki á dagskrá áður en þingi lauk í sumar,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 3.7.2011 16:27 Tveggja vikna gæsluvarðhald og geðheilbrigði rannsakað Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári, sem er talin hafa fætt barn í gær sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón þar sem hún vann, var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag en henni var jafnframt gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði. Kærasti konunnar er laus úr haldi lögreglu. 3.7.2011 15:38 Líklega farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag Að öllum líkindum verður farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni, sem er talin hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í gærmorgun, síðar í dag. 3.7.2011 14:53 Íslenskt fyrirtæki og Wikileaks ætla í mál við Visa og Mastercard Datacell ehf. og Wikileaks ætla að höfða mál á hendur kortafyrirtækjunum Visa og Mastercard í Danmörku og á Íslandi vegna afskipta af greiðslum til Wikileaks. Þá ætla fyrirtækin að kvarta til Evrópusambandsins vegna meintrar misnotkunar stóru kortafyrirtækjanna á markaðsráðandi stöðu en þau eru með nær 100 prósent markaðarins í Evrópu. 3.7.2011 13:48 Himinlifandi að vera eini ráðherrann fyrir landsdómi Geir H. Haarde segist vera himinlifandi yfir því að aðrir ráðherrar hafi ekki einnig verið dregnir fyrir landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali sem Geir veitti AFP fréttaveitunni. Hann kveðst jafnframt hafa komið í veg fyrir að ekki fór eins fyrir Íslandi og Grikklandi. 3.7.2011 13:00 Syngja kreppulög á Austurvelli Austurvallarkórinn ætlar að koma saman og syngja nokkur kreppulög á Austurvelli í Reykjavík klukkan tvö í dag. 3.7.2011 12:45 Herjólfur siglir ekki vegna veðurs Herjólfur sigldi ekki frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 í dag vegna veðurs og ferðin frá Landeyjahöfn klukkan 13 var líka felld niður. Í tilkynningu segir að miða í 13:00 ferðina gildi í ferðina klukkan 16:00 í dag. 3.7.2011 12:18 Líkfundur við Hótel Frón: Vissu ekki að konan væri ólétt Konan sem grunuð er um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við hótel í Reykjavík í gærmorgun er 22 ára gömul og er frá Litháen. Kærasti hennar er enn í haldi. 3.7.2011 11:55 Lék sér með byssu föður síns þegar skot hljóp af Sjö ára grænlensk stúlka gekkst undir stóra kviðarholsaðgerð á Landspítalanum í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti í heimabæ sínum Tasiilaq á Grænlandi í gærdag. Óskað var eftir sjúkraflugi til Íslands síðdegis gær en þá var stúlkan talin vera í lífshættu. 3.7.2011 11:36 Tilkynnt um nauðgun á Hestamannamóti Lögregla rannsakar nú meinta nauðgun sem átti sér stað Hestmannamótinu á Vindheimamelum í Skagafirði í nótt. Tilkynnt var um verknaðinn til lögreglunnar á Sauðárkróki nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er málið í rannsókn lögreglu en þolandinn er kona um tvítugt. 3.7.2011 09:33 Tveir í haldi vegna líkamsárásar - spörkuðu í hausinn á fórnarlambinu Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akranesi vegna írskra daga sem þar fara fram um helgina. Mikill fjöldi var á Skaganum og þurfti oft að hafa afskipti af fólki með drykkjulæti. Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna líkamsárásar í miðbænum í nótt. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur til skoðunar á spítala en ekki er vitað um líðan hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu spörkuðu mennirnir meðal annars í hausinn á manninum. 3.7.2011 09:08 Lík kornabarns finnst í ruslagámi í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveifilegt lát barns en lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 3.7.2011 00:23 Þyrlan sækir slasaðan bifhjólamann Bifhjólaslys varð í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum um klukkan hálfsjö í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með ökumann bifhjólsins. Ekki er vitað um líðan hans eða tildrög slyssins. Búist er við því að þyrlan lendi um klukkan 21. 2.7.2011 20:26 Merkir munir fundust á Snæfellsnesi Taflmenn frá síðmiðöldum, málmar, skart og gler er meðal þess sem fundist hefur í uppgreftri á fornri verstöð á Snæfellsnesi. 2.7.2011 18:56 Exeter-dómari upplýsti um stöðu sína en taldi önnur tengsl léttvægari Einar Ingimundarson, settur héraðsdómari í Exeter-málinu, vissi að samstarfsmaður hans hjá Íslenskum verðbréfum hefði verið vitni á rannsóknarstigi í málinu þegar hann tók að sér að dæma í því. Hann lét dómsformanninn, Arngrím Ísberg vita af stöðu sinni. 2.7.2011 18:30 Áður óbirtar teikningar eftir Kjarval fundust í Skotlandi Áður óbirtar teikningar eftir stórmeistarann Jóhannes Kjarval fundust nýlega í Skotlandi. Það var blaðamaður sem fann þær fyrir tilviljun þegar hann var að grúska í skjölum á ættaróðali skosks Íslandsvinar. 2.7.2011 18:23 4 ára gamalt barn féll í Meðalfellsvatn Tveir fullorðnir og fjögurra ára gamalt barn féllu ofan í Meðalfellsvatn af litlum árabáti seinni partinn í dag. Öll voru í björgunarvesti og sluppu vel en bátnum hvolfdi, samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu. Það var þó óskað eftir aðstoð sjúkrabíls því þau voru blaut og köld. 2.7.2011 17:13 Héldu að Vatnsberinn væri dottinn í það „Ef þú strýkur og átt svona mikla hagsmuni undir, þá hlýtur eitthvað að vera komið í mikið ójafnvægi," segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar aðspurður um hvers vegna fanga var lýst sem hættulegum í tilkynningu en er án eftirlits á meðferðarheimili og á hjartadeild Landspítalans. 2.7.2011 16:10 Báturinn lítið skemmdur - dreginn á flot í kvöld Þrír fullorðnir farþegar, þrjú börn og tveir menn í áhöfn sluppu án meiðsla þegar að skemmtibáturinn Kristína strandaði við Lundey í Kollafirði um klukkan ellefu í morgun. 2.7.2011 14:37 Útskrifuð af gjörgæslu Kona sem lá á gjörgæslu í nótt eftir umferðarslys á Gullinbrú um miðjan dag í gær er nú útskrifuð af deildinni. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni er ástand hennar stöðugt. 2.7.2011 13:40 Tekinn tvisvar sama daginn Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu umferðareftirliti úr þyrlu í gærkvöldi. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir. 2.7.2011 13:21 Læknafélagið hefur ekki haft samband við Guðbjart Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að ekkert erindi hafi borist frá Læknafélagi Íslands til velferðarráðuneytisins með ósk um fund frá því að hann fundaði síðast með formanni Læknafélagsins síðastliðið haust. 2.7.2011 13:15 Nafn konunnar sem lést Íslenska konan sem lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss í gærmorgun hét Bergþóra Bachmann. Hún var 31 árs og barnslaus. 2.7.2011 12:20 Fólkið var komið í björgunarbát „Þetta fór allt saman mjög vel,“ segir Kristinn Ólafsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem tók þátt í að bjarga átta manns úr báti sem sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú rétt fyrir hádegi. 2.7.2011 12:11 Sigldi í strand við Lundey Bátur sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú fyrir stundu. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru á leið á vettvang en ekki er vitað hversu margir eru um borð í bátnum. Nánari upplýsingar þegar þær berast. 2.7.2011 11:49 Forsetahjónin í konunglegu brúðkaupi Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charlène Wittstock sem fram fer í Mónakó í dag. 2.7.2011 11:45 Náðust á öryggismyndavélar Tveir menn voru handteknir á miðnætti vegna gruns um að hafa brotist inn í raftækjaverslun í Síðumúla í Reykjavík í gærkvöldi. 2.7.2011 11:30 Íslensk kona lést í bílslysi í Sviss Íslensk kona um þrítugt lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu varð slysið í gærmorgun. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. 2.7.2011 11:19 Með gras í bílnum og heima hjá sér Kannabis fannst í bíl hjá karlmanni á þrítugsaldri sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lögreglan gerði í kjölfarið húsleit heima hjá honum þar sem töluvert magn af fíkniefninu fannst en það var í söluumbúðum. Tveir einstaklingar voru handteknir heima hjá manninum sem játaði við yfirheyrslur að eiga efnin. 2.7.2011 10:52 Óbirtar teikningar Kjarvals Áður óbirtar teikningar eftir Jóhannes Kjarval listmálara fundust nýlega í Skotlandi. Það var Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu sem fann teikningarnar fyrir tilviljun en hann var staddur á heimaslóðum Skotans R.N Stewarts í Skotlandi. 2.7.2011 10:45 Kveikti í sólpalli Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þrisvar sinnum í nótt og í gærkvöld. Fyrst kom upp eldur í stóru vinnuvéladekki í Krísuvík sem mikinn reyk lagði frá um allt svæðið en greiðlega gekk að slökkva eldinn. 2.7.2011 09:46 Nóg að gera í Vestmannaeyjum í nótt Það var nóg að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt, en þar fór fram hin árlega goslokahátíð. Þrír gistu fangageymslu en einn þeirra var handtekinn á skemmtistað bæjarins þar sem hann hafði tekið upp hníf og ógnað fólki. 2.7.2011 09:42 Afar fátítt að gæsluvarðhalds sé krafist Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það ekki nýtt af nálinni að meintir kynferðisbrotamenn séu ekki settir í gæsluvarðhald eftir að kæra hefur verið lögð fram. Fjöldann sé hægt að telja á fingrum annarrar handar af tugum eða hundruðum mála. 2.7.2011 09:30 Hundarnir drápu 29 lömb og sjö kindur Hundarnir tveir sem réðust á fé í beitarhólfi við Þórðarkot í Eyrarbakkahreppi 9. júní drápu alls 29 lömb og sjö kindur. Sumt af fénu var dautt þegar að var komið en öðru þurfti að sálga vegna bitsára. 2.7.2011 08:45 Tekist á um forræði kynferðisbrotamála Forstjóri Barnaverndarstofu vill láta færa rannsókn á alvarlegum brotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gagnrýnir þessi orð harðlega og vill umboð til rannsókna í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi sinnir rannsókn á kynferðisbrotamálum sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum. Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir viku síðan, grunaður um að hafa níðst kynferðislega á ungri stjúpdóttur sinni mánuðum saman árin 2009 og 2010. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa misnotað tvær stúlkur til viðbótar. 2.7.2011 08:00 Flestir ofbeldismenn láta kröfurnar fyrnast Flestir dæmdir ofbeldismenn sem greiða eiga fórnarlömbum sínum bætur láta kröfurnar fyrnast án þess að greiða, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði. 2.7.2011 08:00 Fleiri mál í Eyjum Karlmaður á áttræðisaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku í mars síðastliðnum. Rúmur mánuður leið frá því að stúlkan greindi lögreglu frá meintu broti þar til að hún var færð í Barnahús til skýrslutöku. 2.7.2011 07:45 Listakonan Sissú látin Sigþrúður Pálsdóttir myndlistarmaður, jafnan kölluð Sissú, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á fimmtudag. 2.7.2011 07:00 Tilkynningum fækkar um 13% Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 13 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2011, borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Barnaverndarstofu. 2.7.2011 07:00 Uppsögn hjá OR ólögleg Félagsdómur dæmdi á mánudag uppsögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á trúnaðarmanni ólögmæta. Uppsögn hans var liður í endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi OR. Voru verkefni hans að hluta til lögð niður en nokkur hluti færður til annarra sviða. 2.7.2011 07:00 Minna rusl í kreppu Starfsmenn í urðunarstöðinni í Álfsnesi merkja greinilega breyttar neysluvenjur Íslendinga eftir hrun. Samanlögð þyngd alls þess sorps sem barst stöðinni í fyrra var rúmum 70 þúsund tonnum minni en þyngd þess sorps sem komið var með árið 2008. 2.7.2011 07:00 Sólin lífgar upp á Ísafjörð Eftir kuldalegt og dauflegt sumar tók Ísafjörður stakkaskiptum í fyrradag en þá hlýnaði skyndilega og bærinn fylltist af fólki, segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 2.7.2011 06:30 Ríkið sýknað af bótakröfu ÍAV Íslenska ríkið var í vikunni sýknað af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um skaðabætur upp á 480 milljónir króna vegna útboðs Héðinsfjarðarganga árið 2003. ÍAV átti lægsta tilboð í verkið, en áður en Vegagerðin tók afstöðu til tilboðanna var hætt við framkvæmdir. 2.7.2011 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Herjólfur siglir ekki vegna veðurs - Um tvö þúsund manns strandaglópar "Við áætlum að hér séu um fimmtán hundruð til tvö þúsund manns sem bíða eftir að komast heim til sín,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, sem sér um Goslokahátíðina sem fór fram um helgina á eyjunni. 3.7.2011 17:47
Strengur fór í sundur á Austurlandi Bilun hefur komið upp í stofnneti Mílu á Austurlandi. Um er að ræða slit á streng milli Egilsstaða og Vopnafjarðar, nánar tiltekið um 24 kílómetra frá Vopnafirði og 55 kílómetra frá Egilsstöðum. 3.7.2011 17:15
Vill kalla saman þing til að klára frumvarp um Drekasvæðið "Það var bara klúður hjá ríkisstjórninni að setja þetta ekki á dagskrá áður en þingi lauk í sumar,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 3.7.2011 16:27
Tveggja vikna gæsluvarðhald og geðheilbrigði rannsakað Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári, sem er talin hafa fætt barn í gær sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón þar sem hún vann, var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag en henni var jafnframt gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði. Kærasti konunnar er laus úr haldi lögreglu. 3.7.2011 15:38
Líklega farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag Að öllum líkindum verður farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni, sem er talin hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í gærmorgun, síðar í dag. 3.7.2011 14:53
Íslenskt fyrirtæki og Wikileaks ætla í mál við Visa og Mastercard Datacell ehf. og Wikileaks ætla að höfða mál á hendur kortafyrirtækjunum Visa og Mastercard í Danmörku og á Íslandi vegna afskipta af greiðslum til Wikileaks. Þá ætla fyrirtækin að kvarta til Evrópusambandsins vegna meintrar misnotkunar stóru kortafyrirtækjanna á markaðsráðandi stöðu en þau eru með nær 100 prósent markaðarins í Evrópu. 3.7.2011 13:48
Himinlifandi að vera eini ráðherrann fyrir landsdómi Geir H. Haarde segist vera himinlifandi yfir því að aðrir ráðherrar hafi ekki einnig verið dregnir fyrir landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali sem Geir veitti AFP fréttaveitunni. Hann kveðst jafnframt hafa komið í veg fyrir að ekki fór eins fyrir Íslandi og Grikklandi. 3.7.2011 13:00
Syngja kreppulög á Austurvelli Austurvallarkórinn ætlar að koma saman og syngja nokkur kreppulög á Austurvelli í Reykjavík klukkan tvö í dag. 3.7.2011 12:45
Herjólfur siglir ekki vegna veðurs Herjólfur sigldi ekki frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 í dag vegna veðurs og ferðin frá Landeyjahöfn klukkan 13 var líka felld niður. Í tilkynningu segir að miða í 13:00 ferðina gildi í ferðina klukkan 16:00 í dag. 3.7.2011 12:18
Líkfundur við Hótel Frón: Vissu ekki að konan væri ólétt Konan sem grunuð er um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við hótel í Reykjavík í gærmorgun er 22 ára gömul og er frá Litháen. Kærasti hennar er enn í haldi. 3.7.2011 11:55
Lék sér með byssu föður síns þegar skot hljóp af Sjö ára grænlensk stúlka gekkst undir stóra kviðarholsaðgerð á Landspítalanum í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti í heimabæ sínum Tasiilaq á Grænlandi í gærdag. Óskað var eftir sjúkraflugi til Íslands síðdegis gær en þá var stúlkan talin vera í lífshættu. 3.7.2011 11:36
Tilkynnt um nauðgun á Hestamannamóti Lögregla rannsakar nú meinta nauðgun sem átti sér stað Hestmannamótinu á Vindheimamelum í Skagafirði í nótt. Tilkynnt var um verknaðinn til lögreglunnar á Sauðárkróki nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er málið í rannsókn lögreglu en þolandinn er kona um tvítugt. 3.7.2011 09:33
Tveir í haldi vegna líkamsárásar - spörkuðu í hausinn á fórnarlambinu Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akranesi vegna írskra daga sem þar fara fram um helgina. Mikill fjöldi var á Skaganum og þurfti oft að hafa afskipti af fólki með drykkjulæti. Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna líkamsárásar í miðbænum í nótt. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur til skoðunar á spítala en ekki er vitað um líðan hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu spörkuðu mennirnir meðal annars í hausinn á manninum. 3.7.2011 09:08
Lík kornabarns finnst í ruslagámi í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveifilegt lát barns en lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 3.7.2011 00:23
Þyrlan sækir slasaðan bifhjólamann Bifhjólaslys varð í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum um klukkan hálfsjö í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með ökumann bifhjólsins. Ekki er vitað um líðan hans eða tildrög slyssins. Búist er við því að þyrlan lendi um klukkan 21. 2.7.2011 20:26
Merkir munir fundust á Snæfellsnesi Taflmenn frá síðmiðöldum, málmar, skart og gler er meðal þess sem fundist hefur í uppgreftri á fornri verstöð á Snæfellsnesi. 2.7.2011 18:56
Exeter-dómari upplýsti um stöðu sína en taldi önnur tengsl léttvægari Einar Ingimundarson, settur héraðsdómari í Exeter-málinu, vissi að samstarfsmaður hans hjá Íslenskum verðbréfum hefði verið vitni á rannsóknarstigi í málinu þegar hann tók að sér að dæma í því. Hann lét dómsformanninn, Arngrím Ísberg vita af stöðu sinni. 2.7.2011 18:30
Áður óbirtar teikningar eftir Kjarval fundust í Skotlandi Áður óbirtar teikningar eftir stórmeistarann Jóhannes Kjarval fundust nýlega í Skotlandi. Það var blaðamaður sem fann þær fyrir tilviljun þegar hann var að grúska í skjölum á ættaróðali skosks Íslandsvinar. 2.7.2011 18:23
4 ára gamalt barn féll í Meðalfellsvatn Tveir fullorðnir og fjögurra ára gamalt barn féllu ofan í Meðalfellsvatn af litlum árabáti seinni partinn í dag. Öll voru í björgunarvesti og sluppu vel en bátnum hvolfdi, samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu. Það var þó óskað eftir aðstoð sjúkrabíls því þau voru blaut og köld. 2.7.2011 17:13
Héldu að Vatnsberinn væri dottinn í það „Ef þú strýkur og átt svona mikla hagsmuni undir, þá hlýtur eitthvað að vera komið í mikið ójafnvægi," segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar aðspurður um hvers vegna fanga var lýst sem hættulegum í tilkynningu en er án eftirlits á meðferðarheimili og á hjartadeild Landspítalans. 2.7.2011 16:10
Báturinn lítið skemmdur - dreginn á flot í kvöld Þrír fullorðnir farþegar, þrjú börn og tveir menn í áhöfn sluppu án meiðsla þegar að skemmtibáturinn Kristína strandaði við Lundey í Kollafirði um klukkan ellefu í morgun. 2.7.2011 14:37
Útskrifuð af gjörgæslu Kona sem lá á gjörgæslu í nótt eftir umferðarslys á Gullinbrú um miðjan dag í gær er nú útskrifuð af deildinni. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni er ástand hennar stöðugt. 2.7.2011 13:40
Tekinn tvisvar sama daginn Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu umferðareftirliti úr þyrlu í gærkvöldi. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir. 2.7.2011 13:21
Læknafélagið hefur ekki haft samband við Guðbjart Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að ekkert erindi hafi borist frá Læknafélagi Íslands til velferðarráðuneytisins með ósk um fund frá því að hann fundaði síðast með formanni Læknafélagsins síðastliðið haust. 2.7.2011 13:15
Nafn konunnar sem lést Íslenska konan sem lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss í gærmorgun hét Bergþóra Bachmann. Hún var 31 árs og barnslaus. 2.7.2011 12:20
Fólkið var komið í björgunarbát „Þetta fór allt saman mjög vel,“ segir Kristinn Ólafsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem tók þátt í að bjarga átta manns úr báti sem sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú rétt fyrir hádegi. 2.7.2011 12:11
Sigldi í strand við Lundey Bátur sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú fyrir stundu. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru á leið á vettvang en ekki er vitað hversu margir eru um borð í bátnum. Nánari upplýsingar þegar þær berast. 2.7.2011 11:49
Forsetahjónin í konunglegu brúðkaupi Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charlène Wittstock sem fram fer í Mónakó í dag. 2.7.2011 11:45
Náðust á öryggismyndavélar Tveir menn voru handteknir á miðnætti vegna gruns um að hafa brotist inn í raftækjaverslun í Síðumúla í Reykjavík í gærkvöldi. 2.7.2011 11:30
Íslensk kona lést í bílslysi í Sviss Íslensk kona um þrítugt lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu varð slysið í gærmorgun. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. 2.7.2011 11:19
Með gras í bílnum og heima hjá sér Kannabis fannst í bíl hjá karlmanni á þrítugsaldri sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lögreglan gerði í kjölfarið húsleit heima hjá honum þar sem töluvert magn af fíkniefninu fannst en það var í söluumbúðum. Tveir einstaklingar voru handteknir heima hjá manninum sem játaði við yfirheyrslur að eiga efnin. 2.7.2011 10:52
Óbirtar teikningar Kjarvals Áður óbirtar teikningar eftir Jóhannes Kjarval listmálara fundust nýlega í Skotlandi. Það var Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu sem fann teikningarnar fyrir tilviljun en hann var staddur á heimaslóðum Skotans R.N Stewarts í Skotlandi. 2.7.2011 10:45
Kveikti í sólpalli Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þrisvar sinnum í nótt og í gærkvöld. Fyrst kom upp eldur í stóru vinnuvéladekki í Krísuvík sem mikinn reyk lagði frá um allt svæðið en greiðlega gekk að slökkva eldinn. 2.7.2011 09:46
Nóg að gera í Vestmannaeyjum í nótt Það var nóg að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt, en þar fór fram hin árlega goslokahátíð. Þrír gistu fangageymslu en einn þeirra var handtekinn á skemmtistað bæjarins þar sem hann hafði tekið upp hníf og ógnað fólki. 2.7.2011 09:42
Afar fátítt að gæsluvarðhalds sé krafist Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það ekki nýtt af nálinni að meintir kynferðisbrotamenn séu ekki settir í gæsluvarðhald eftir að kæra hefur verið lögð fram. Fjöldann sé hægt að telja á fingrum annarrar handar af tugum eða hundruðum mála. 2.7.2011 09:30
Hundarnir drápu 29 lömb og sjö kindur Hundarnir tveir sem réðust á fé í beitarhólfi við Þórðarkot í Eyrarbakkahreppi 9. júní drápu alls 29 lömb og sjö kindur. Sumt af fénu var dautt þegar að var komið en öðru þurfti að sálga vegna bitsára. 2.7.2011 08:45
Tekist á um forræði kynferðisbrotamála Forstjóri Barnaverndarstofu vill láta færa rannsókn á alvarlegum brotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gagnrýnir þessi orð harðlega og vill umboð til rannsókna í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi sinnir rannsókn á kynferðisbrotamálum sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum. Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir viku síðan, grunaður um að hafa níðst kynferðislega á ungri stjúpdóttur sinni mánuðum saman árin 2009 og 2010. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa misnotað tvær stúlkur til viðbótar. 2.7.2011 08:00
Flestir ofbeldismenn láta kröfurnar fyrnast Flestir dæmdir ofbeldismenn sem greiða eiga fórnarlömbum sínum bætur láta kröfurnar fyrnast án þess að greiða, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði. 2.7.2011 08:00
Fleiri mál í Eyjum Karlmaður á áttræðisaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku í mars síðastliðnum. Rúmur mánuður leið frá því að stúlkan greindi lögreglu frá meintu broti þar til að hún var færð í Barnahús til skýrslutöku. 2.7.2011 07:45
Listakonan Sissú látin Sigþrúður Pálsdóttir myndlistarmaður, jafnan kölluð Sissú, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á fimmtudag. 2.7.2011 07:00
Tilkynningum fækkar um 13% Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 13 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2011, borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Barnaverndarstofu. 2.7.2011 07:00
Uppsögn hjá OR ólögleg Félagsdómur dæmdi á mánudag uppsögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á trúnaðarmanni ólögmæta. Uppsögn hans var liður í endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi OR. Voru verkefni hans að hluta til lögð niður en nokkur hluti færður til annarra sviða. 2.7.2011 07:00
Minna rusl í kreppu Starfsmenn í urðunarstöðinni í Álfsnesi merkja greinilega breyttar neysluvenjur Íslendinga eftir hrun. Samanlögð þyngd alls þess sorps sem barst stöðinni í fyrra var rúmum 70 þúsund tonnum minni en þyngd þess sorps sem komið var með árið 2008. 2.7.2011 07:00
Sólin lífgar upp á Ísafjörð Eftir kuldalegt og dauflegt sumar tók Ísafjörður stakkaskiptum í fyrradag en þá hlýnaði skyndilega og bærinn fylltist af fólki, segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 2.7.2011 06:30
Ríkið sýknað af bótakröfu ÍAV Íslenska ríkið var í vikunni sýknað af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um skaðabætur upp á 480 milljónir króna vegna útboðs Héðinsfjarðarganga árið 2003. ÍAV átti lægsta tilboð í verkið, en áður en Vegagerðin tók afstöðu til tilboðanna var hætt við framkvæmdir. 2.7.2011 06:00