Fleiri fréttir Tólf stunda samningafundi lauk án árangurs Tólf klukkustunda samningafundi flugmanna Icelandair við viðsemjendur lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara , án árangurs. 28.6.2011 07:17 Banaslys í Kverkfjöllum Erlendur karlmaður á sextugsaldri beið bana þegar hann varð undir íshröngli sem féll á hann í munna íshellis í Kverkfjöllum í gærdag. 28.6.2011 07:07 Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. 28.6.2011 07:00 Segja fáar ferðir til Ísafjarðar Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa enn á ný mótmælt niðurskurði í almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Telja þau núverandi þjónustu í lágmarki og frekari niðurskurð ekki verjandi. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Samtökin segja að tvær ferðir seinnipart dags á milli Þingeyrar, Flateyrar og Ísafjarðar séu lágmark, þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði. 28.6.2011 06:00 Stappaði fæti á höfði manns Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært rúmlega fertugan karlmann fyrir líkamsárás á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins 26. september 2010. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Cafe Kósý. 28.6.2011 06:00 Þarf nýtt umboð fyrir aðlögun Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þurfi að leita nýs umboðs frá Alþingi, komi sú staða upp að gefa þurfi eftir tollavernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Bændablaðsins. 28.6.2011 05:30 Slys á torfæruhjóli og vélsleða Lögregla á Selfossi hefur verið kölluð til vegna níu slysa á undanförnum dögum. Maður steyptist af torfæruhjóli við Nesjavelli á föstudagskvöld. Við skoðun kom í ljós að brotnað hafði úr hryggjarlið. 28.6.2011 05:30 Kannabisræktandi dæmdur Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og vörslu kannabislaufa. Efnin fundust við húsleit lögreglu hjá honum. 28.6.2011 05:30 Snæfellsjökull heldur afmæli Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á tíu ára afmæli í dag. Haldið verður upp á afmælið í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum milli tvö og sex. 28.6.2011 05:30 Ögrun fólgin í sjávarútvegi Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að hefja viðræður um alla kafla aðildarviðræðna við Evrópusambandið, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Stækkunarstjóri sambandsins segir það verða mikla ögrun bæði fyrir Íslendinga og sambandið að takast á um sjávarútvegsmálin. 28.6.2011 05:00 Vefsíður verði endurbættar Akureyrarbær vinnur nú að endurbótum á heimasíðum bæjarins, akureyri.is og visitakureyri.is. Bærinn samdi nýverið við Stefnu hugbúnaðarhús um að taka í notkun nýtt vefumsjónarkerfi, og með haustinu verður lokið vinnu við nýjar útgáfur af síðunum. 28.6.2011 05:00 Óánægja með verðmerkingar Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana undanfarna daga vegna ófullnægjandi verðmerkinga á kjöti í matvöruverslunum. 28.6.2011 04:30 Íslenskir sjóliðar á norsku seglskipi? Íslendingar geta krækt sér í vinnu um borð í stærsta þrístefnda seglskipi heims, norska seglskipinu Statsraad Lehmkuhl, sem kemur til Reykjavíkur þann 9. júlí næstkomandi. Hér er þó ekki um að ræða góða leið fyrir félitla Íslendinga að sækja sér vasapeninga og fría ferð til Noregs, því það mun kosta rúmar 174 þúsund krónur að fá pláss á skipinu. 27.6.2011 22:00 Settu bíl úr legó-kubbum í stæði forstjórans Starfsmenn Lególands í Kaliforníu gerðu grín forstjóranum á dögunum þegar þeir fjarlægðu jeppann hans og settu alveg eins bíl úr legó-kubbum í staðinn. 27.6.2011 20:30 Árlegar uppsagnir Icelandair Icelandair hefur sent 59 flugmönnum og 37 flugstjórum uppsagnarbréf. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er að ræða sumarstarfsmenn sem voru ráðnir undir þessum formerkjum og því er um árlegt fyrirkomulag að ræða. Kjarasamningar flugmanna leyfa ekki tímabundnar ráðningar og af þeim sökum er þessi leið farin. 27.6.2011 19:54 Ristilspeglun í staðinn fyrir koníak í afmælisgjöf Það er betra að fá ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf en koníaksflösku segir maður sem hefur barist við ristilkrabbamein í tæpan áratug. Minni líkur eru á lækningu ristilkrabba hjá þeim sem fara fyrst í rannsókn þegar einkenni eru komin í ljós. 27.6.2011 19:45 Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“ 27.6.2011 19:30 Mikil reiði innan ferðaþjónustunnar vegna aðgerða flugmanna Fulltrúar flugmanna og Icelandair funda nú í Karphúsinu en fjórum flugferðum var aflýst í dag vegna yfirvinnubanns flugmanna félagsins. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni segja yfirvinnubannið hafa alvarleg áhrif á ferðasumarið. Flugmenn hafi atvinnu fleiri stétta í höndum sér. 27.6.2011 19:24 Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar. 27.6.2011 19:05 Norðmenn setja kraft í olíuleit við Jan Mayen Norsk stjórnvöld hafa sett olíuleit við Jan Mayen á fulla ferð og tilkynntu fyrir helgi að eyjan kynni að verða nýtt sem þjónustumiðstöð vegna olíuvinnslu. Skip er nú statt þar við hljóðbylgjumælingar og í næsta mánuði verður fjarstýrður kafbátur þar við botnrannsóknir. 27.6.2011 18:55 Konur haldi áfram að fara í leghálskrabbameinsskoðun Byrjað verður að bólusetja íslenskar stúlkur í haust við HPV-sýkingum sem geta leitt til leghálskrabbameins. Sóttvarnarlæknir segir þó mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit. 27.6.2011 18:46 Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. 27.6.2011 18:45 Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 27.6.2011 18:30 Fundað vegna yfirvinnubanns flugmanna Fulltrúar flugmanna Icelandair og Icelandair sitja nú á fundi í Karphúsinu vegna yfirvinnubanns flugmanna. Ríkissáttasemjari sleit viðræðum deiluaðila á laugardaginn þar sem of mikið bar á milli. Hann boðaði nýjan fund í dag og hófst fundurinn klukkan hálf tvö. 27.6.2011 17:51 Telur breytingar á kvótakerfinu ógna bankakerfinu Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, segir að þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á kvótakerfinu séu óraunhæfar. Jafnframt telur hún að breytingarnar ógni bankakerfinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lilju. 27.6.2011 17:32 Þrír kjörnir í Heiðursráð Krabbameinsfélags Íslands Þrír einstaklingar voru kjörnir í Heiðursráð á hátíðarfundi Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í dag en félagið fagnar nú 60 ára afmæli sínu. Þetta er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. 27.6.2011 16:46 Matvælastofnun ráðleggur fólki að sjóða spírur Matvælastofnun ráðleggur neytendum að skola baunaspírur vel og sjóða þær í varúðarskyni auk þess sem ráðlegt sé að hugsa vel um handþvott til að forðast smit. Tilefnið er nú hópsýking sem upp kom í Frakklandi, sem hægt er að tengja við neyslu á spírum. 27.6.2011 16:10 12 ára stúlkur bólusettar gegn leghálskrabbameini Byrjað verður að bólusetja íslenskar stúlkur í haust við HPV-sýkingum sem geta leitt til leghálskrabbameins. Landlæknisembættið hefur gert kaupsamning við lyfjafyrirtækið GSK um kaup á bóluefni gegn leghálskrabbameini og HPV-sýkingum. Um er að ræða bóluefnið Cervarix sem notað verður í almennum bólusetningum hjá stúlkum hér á landi. Bólusetningin hefst í september næstkomandi en á komendi vetri verða tveir árgangar stúlkna bólusettur, þær sem fæddar eru 1998 og 1999. Í framhaldi af því verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlega forstigsbreytinga þess Hér á landi greinast árlega um 17 konur með leghálskrabbamein og um 300 konur með alvarlegar forstigsbreytingar. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að full bólusetning felur í sér þrjár sprautur og er áætlað að bólusett verði í skólum landsins en framkvæmd bólusetningarinnar er á ábyrgð heilsugæslunnar. Fræðsluefni til stúlkna og foreldra þeirra verður dreift í byrjun skólaárs 2011. Þar sem leghálskrabbamein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu þá mun líða langur tími þar til að árangur bólusetningarinnar kemur í ljós. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit. 27.6.2011 16:06 Hálendisvegir opna síðar nú en undanfarin ár Opnun hálendisvega er nú um tveimur til þremur vikum á eftir því sem verið hefur undanfarin ár, en allur akstur er enn bannaður á fjölmörgum vegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. 27.6.2011 15:45 Hefur ekið strætó í fjörutíu ár Jónas Engilbertsson strætóbílstjóri náði þeim áfanga í síðustu viku að hafa ekið strætisvagni í 40 ár. Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála, heiðraði Jónas af því tilefni en einnig var hann heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. 27.6.2011 15:37 Hetjulundur krabbameinssjúkra barna vígður Hvíldarheimilið Hetjulundur var vígt í gær af Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en heimilið er fyrst og fremst hugsað sem athvarf fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra á meðan á erfiðleikum þeirra stendur. Auk vígslunnar var heimilið formlega tekið í notkun í gær. 27.6.2011 15:00 Grindvíkingar passa hver annan - bærinn miðlar upplýsingum "Íbúar hér eru mjög vakandi og hringja sig saman þegar eitthvað svona kemur upp," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. 27.6.2011 14:21 Kanna áhuga fólks á skiltun fyrir puttalinga Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir könnun á vef sínum þar sem fólk er spurt um álit á því hvort rétt sé að setja upp skilti á þéttbýlis- og ferðamannastöðum fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, sem óska eftir bílfari. Þar sem stutt er síðan könnun var útbúin hafa heldur fáir tekið þátt enn sem komið er, eða 169. Flestir taka vel í þetta og segja 55,4% þátttakenda "Já, endilega". Þá segja 14,2% "Alls ekki." Ný tegund þjónustuskilta skaut upp kollinum í vor utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari. Það eru samtökin Leið ehf. sem standa fyrir verkefninu. Tilraunin er gerð meðal annars vegna þess að kostnaður við rekstur bifreiða færist sífellt í aukana og talsverður fjárhagslegur ávinningur sé að því að samnýta ferðir. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfissjónarmiðum. 27.6.2011 13:44 200 lítrum af dísilolíu og fartölvu stolið Fyrir um viku síðan var 200 lítrum af dísilolíu stolið af kranabifreið og skotbómulyftara sem voru við Kuldabola í Þorlákshöfn. Sömu nótt var brotist inn í kaffiskúr á gámasvæðinu við höfnina. Þar var mikið rótað til, kaffi og pappír dreyft um skúrinn og fartölvu var stolið. Þá var jafnframt gerð tilraun til að fara inn í gáma á svæðinu. 27.6.2011 13:42 Ekkert hræðir ferðamenn meira en að komast ekki aftur heim Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna yfirvinnubanns flugmanna Icelandair en félagið hefur nú aflýst fimmtán flugum. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir ekkert hræða ferðamenn meira en tilhugsunin að komast ekki aftur heim. Viðræðum verður haldið áfram í Karphúsinu í dag. 27.6.2011 12:07 Aðeins sjö deildarlæknar - eiga að vera tuttugu og tveir Aðeins sjö deildarlæknar verða að störfum á lyflækningadeild Landspítalans á tímabili í júlí en þeir eiga að lágmarki að vera tuttugu og tveir. Formaður félags almennra lækna segir starfsmenn kvíða sumrinu og að dæmi séu um að einhverjir hafi leitað að vinnu annars staðar vegna ástandsins. 27.6.2011 12:03 Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur endurvakin Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur hefur verið endurvakin frá gömlum glæðum og verður haldin laugardaginn 9. júlí á Hvolsvelli. 27.6.2011 11:56 Aðildarviðræður við ESB hafnar Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða. 27.6.2011 11:34 Norrænir ráðherrar ræddu mænuskaða í Finnlandi Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði á fundi velferðaráðherra Norðurlandanna í Finnlandi síðustu viku að umferðarslys væru ein höfuðorsök meiðsla, sér í lagi hjá ungu fólki. 27.6.2011 11:31 Minningarleiftur úr Eyjafirði - keppni Sögufélagsins Sögufélag Eyfirðinga fagnar á þessu ári 40 ára afmæli. Af því tilefni stendur félagið fyrir samkeppni um athyglisverðar minningar. Skorað er á alla, unga sem aldna, konur og karla, að hugleiða hvað á dagana hefur drifið og setja á blað minningaleiftur. Viðkomandi þarf ekki að vera Eyfirðingur í neinum skilningi þess orðs en atburðurinn sem hann rifjar upp verður að hafa gerst á 20. öldinni og í Eyjafirði - en þar er talinn með Siglufjörður að vestanverðu og Gjögrar að austan. „Og, svo það sé undirstrikað rækilega, frásögnin verður að vera byggð á persónulegri reynslu - þetta var það sem ég upplifði og sá, mínar tilfinningar og minn sjónarhóll,“ segir í tilkynningu. „Það skal tekið fram að ef einhver á í fórum sínum frásögn t.d. afa eða ömmu, sem uppfyllir framantalin skilyrði, þá á hún heima í þessari samkeppni sem er ekki síst hugsuð sem tækifæri til að forða skemmtilegum og fróðlegum minningum frá gleymsku. Sögufélagið áskilur sér sem sé rétt til að birta innsendar greinar í Súlum, ársriti félagsins, sér að kostnaðarlausu Ágætt er að miða við þrjár blaðsíður, greinin má þó vera styttri eða lengri ef efnið krefst þess. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi, þrjár viðurkenningar verða veittar en seinasti skiladagur er 22. október 2011," kemur fram í tilkynningunni. Ritgerðir sendist til ritstjóra Súlna: Hauks Ágústssonar Galtalæk 600 Akureyri 27.6.2011 11:27 Skipverjar keppa í planki - Alltaf eitthvað að bauka Allir átján skipverjar á fjölveiðiskipinu Hugin VE slógu til og ákváðu að taka þátt í plankakeppni. Guðmundur Ingi Guðmundsson, fyrsti stýrimaður, hafði aldrei heyrt um plank fyrr en félagar hans á skipinu fóru að tala um þessa nýstárlegu afþreyingu. "Ég kom bara af fjöllum,“ segir hann. Fyrsta plank Guðmundar hefur nú verið fest á filmu, ásamt planki hinna skipverjanna, og stendur yfir kosning um besta plankið. Þeim sem þekkja til þeirra félaga á Hugin kemur uppátækið ekki mikið á óvart enda segir Guðmundur Ingi þá heldur uppátækjasama. "Við erum alltaf að bauka eitthvað, segir hann. Myndirnar af planki skipverjanna má sjá hér að neðan. Þær er einnig að finna á heimasíðu Hugins VE þar sem nafn hvers plankara er við myndina og þar er auk þess hægt að kjósa um besta plankið. 27.6.2011 11:04 Starfsmaður Lyfja og heilsu dró að sér fé Starfsmanni í útibúi Lyfja og Heilsu á Suðurlandi hefur verið vísað úr starfi eftir að upp komst að hann hafi stolið umtalsverðri fjárhæð af fyrirtækinu. Eftir því sem næst verður komist stal starfsmaðurinn að minnsta kosti tveimur milljónum króna. 27.6.2011 10:45 Bandaríska skipið Eagle leggst að höfn í Reykjavík Bandaríska strandgæsluskipið Eagle mun leggjast að Miðbakka í Reykjarvíkurhöfn klukkan tíu á morgun, þriðjudaginn 28. júní. Skipið, sem er þrímastra seglskip, hefur hér viðkomu á siglingu sinni til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því það var smíðað. 27.6.2011 10:37 Þrjú stutt viðvörunarmerki fyrir hverja sprengingu Þrjú stutt hljóðmerki verða gefin fyrir hverja sprenignu við gerð snjóflóðavarnargarðinn í Bolungarvík til að gera íbúum viðvart. Sprengingar verða áfram á sama tíma og verið hefur, klukkan 12.00, 15.30 eða 18.00. Viðvörunarhljóðið er liður í ferli sem hrint var af stað vegna óhapps við sprengingar fyrir helgina þar sem miklar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Ósafls hf. sem sér um framkvæmdirnar. Lögregla og Vinnueftirlit rannsaka nú tildrög óhappsins, og munu starfsmenn og öryggisfullrúi Ósafls fara yfir verklag. "Þegar ástæður óhappsins liggja fyrir munum við endurbæta vinnulag sem tryggir að óhapp sem þetta endurtaki sig ekki," segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að sprengingar hefjist ekki að nýju fyrr en ástæður óhapps liggja fyrir og verklag hefur verið endurbætt. 27.6.2011 10:36 Bjarnargreiði við brotakonur - kynjamisrétti í refsidómum "Fyrstu viðbrögð þeirra sem ég tala við er að þetta sé brjálað ójafnrétti gagnvart körlum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, um niðurstöðu meistaraverkefnis síns að réttarkerfið tekur vægar á konum en körlum. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún telja þetta vera bjarnargreiða þar sem konurnar eru jafnvel komnar í verri stöðu en karlmenn þegar þær eru loks stoppaðar af í brotastarfsemi sinni. Helga Vala segist hafa farið að velta fyrir sér hvort þarna væri um einhvers konar misskilning að ræða innan réttarkerfisins. "... að það væri verið að gera konunum greiða, innan gæsalappa, með því að gefa þeim endalaust þessa sjensa. Því að einhvers staðar hefur þú líka, hvort sem þú gerist brotlegur við lögin eða ekki, þá hefur þú gott af því að fá þetta gula spjald, eða jafnvel rauða," segir hún. Lokaverkefni Helgu Völu ber heitið "Misskilin mannúð - rannsókn á meðferð réttarkerfisins á brotakonum" en hún útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu frá Háskólnanum í Reykjavík. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun fór hún yfir niðurstöður verkefnisins og viðbrögð við þeim. Meðal þess sem þar kom fram er að vegna vægari dóma yfir konum sem teknar eru fyrir fíkniefnasmygl hefur orðið til eins konar launamisrétti meðal burðardýra í fíkniefnaheiminum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. 27.6.2011 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tólf stunda samningafundi lauk án árangurs Tólf klukkustunda samningafundi flugmanna Icelandair við viðsemjendur lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara , án árangurs. 28.6.2011 07:17
Banaslys í Kverkfjöllum Erlendur karlmaður á sextugsaldri beið bana þegar hann varð undir íshröngli sem féll á hann í munna íshellis í Kverkfjöllum í gærdag. 28.6.2011 07:07
Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. 28.6.2011 07:00
Segja fáar ferðir til Ísafjarðar Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa enn á ný mótmælt niðurskurði í almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Telja þau núverandi þjónustu í lágmarki og frekari niðurskurð ekki verjandi. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Samtökin segja að tvær ferðir seinnipart dags á milli Þingeyrar, Flateyrar og Ísafjarðar séu lágmark, þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði. 28.6.2011 06:00
Stappaði fæti á höfði manns Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært rúmlega fertugan karlmann fyrir líkamsárás á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins 26. september 2010. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Cafe Kósý. 28.6.2011 06:00
Þarf nýtt umboð fyrir aðlögun Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þurfi að leita nýs umboðs frá Alþingi, komi sú staða upp að gefa þurfi eftir tollavernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Bændablaðsins. 28.6.2011 05:30
Slys á torfæruhjóli og vélsleða Lögregla á Selfossi hefur verið kölluð til vegna níu slysa á undanförnum dögum. Maður steyptist af torfæruhjóli við Nesjavelli á föstudagskvöld. Við skoðun kom í ljós að brotnað hafði úr hryggjarlið. 28.6.2011 05:30
Kannabisræktandi dæmdur Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og vörslu kannabislaufa. Efnin fundust við húsleit lögreglu hjá honum. 28.6.2011 05:30
Snæfellsjökull heldur afmæli Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á tíu ára afmæli í dag. Haldið verður upp á afmælið í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum milli tvö og sex. 28.6.2011 05:30
Ögrun fólgin í sjávarútvegi Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að hefja viðræður um alla kafla aðildarviðræðna við Evrópusambandið, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Stækkunarstjóri sambandsins segir það verða mikla ögrun bæði fyrir Íslendinga og sambandið að takast á um sjávarútvegsmálin. 28.6.2011 05:00
Vefsíður verði endurbættar Akureyrarbær vinnur nú að endurbótum á heimasíðum bæjarins, akureyri.is og visitakureyri.is. Bærinn samdi nýverið við Stefnu hugbúnaðarhús um að taka í notkun nýtt vefumsjónarkerfi, og með haustinu verður lokið vinnu við nýjar útgáfur af síðunum. 28.6.2011 05:00
Óánægja með verðmerkingar Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana undanfarna daga vegna ófullnægjandi verðmerkinga á kjöti í matvöruverslunum. 28.6.2011 04:30
Íslenskir sjóliðar á norsku seglskipi? Íslendingar geta krækt sér í vinnu um borð í stærsta þrístefnda seglskipi heims, norska seglskipinu Statsraad Lehmkuhl, sem kemur til Reykjavíkur þann 9. júlí næstkomandi. Hér er þó ekki um að ræða góða leið fyrir félitla Íslendinga að sækja sér vasapeninga og fría ferð til Noregs, því það mun kosta rúmar 174 þúsund krónur að fá pláss á skipinu. 27.6.2011 22:00
Settu bíl úr legó-kubbum í stæði forstjórans Starfsmenn Lególands í Kaliforníu gerðu grín forstjóranum á dögunum þegar þeir fjarlægðu jeppann hans og settu alveg eins bíl úr legó-kubbum í staðinn. 27.6.2011 20:30
Árlegar uppsagnir Icelandair Icelandair hefur sent 59 flugmönnum og 37 flugstjórum uppsagnarbréf. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er að ræða sumarstarfsmenn sem voru ráðnir undir þessum formerkjum og því er um árlegt fyrirkomulag að ræða. Kjarasamningar flugmanna leyfa ekki tímabundnar ráðningar og af þeim sökum er þessi leið farin. 27.6.2011 19:54
Ristilspeglun í staðinn fyrir koníak í afmælisgjöf Það er betra að fá ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf en koníaksflösku segir maður sem hefur barist við ristilkrabbamein í tæpan áratug. Minni líkur eru á lækningu ristilkrabba hjá þeim sem fara fyrst í rannsókn þegar einkenni eru komin í ljós. 27.6.2011 19:45
Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“ 27.6.2011 19:30
Mikil reiði innan ferðaþjónustunnar vegna aðgerða flugmanna Fulltrúar flugmanna og Icelandair funda nú í Karphúsinu en fjórum flugferðum var aflýst í dag vegna yfirvinnubanns flugmanna félagsins. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni segja yfirvinnubannið hafa alvarleg áhrif á ferðasumarið. Flugmenn hafi atvinnu fleiri stétta í höndum sér. 27.6.2011 19:24
Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar. 27.6.2011 19:05
Norðmenn setja kraft í olíuleit við Jan Mayen Norsk stjórnvöld hafa sett olíuleit við Jan Mayen á fulla ferð og tilkynntu fyrir helgi að eyjan kynni að verða nýtt sem þjónustumiðstöð vegna olíuvinnslu. Skip er nú statt þar við hljóðbylgjumælingar og í næsta mánuði verður fjarstýrður kafbátur þar við botnrannsóknir. 27.6.2011 18:55
Konur haldi áfram að fara í leghálskrabbameinsskoðun Byrjað verður að bólusetja íslenskar stúlkur í haust við HPV-sýkingum sem geta leitt til leghálskrabbameins. Sóttvarnarlæknir segir þó mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit. 27.6.2011 18:46
Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. 27.6.2011 18:45
Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 27.6.2011 18:30
Fundað vegna yfirvinnubanns flugmanna Fulltrúar flugmanna Icelandair og Icelandair sitja nú á fundi í Karphúsinu vegna yfirvinnubanns flugmanna. Ríkissáttasemjari sleit viðræðum deiluaðila á laugardaginn þar sem of mikið bar á milli. Hann boðaði nýjan fund í dag og hófst fundurinn klukkan hálf tvö. 27.6.2011 17:51
Telur breytingar á kvótakerfinu ógna bankakerfinu Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, segir að þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á kvótakerfinu séu óraunhæfar. Jafnframt telur hún að breytingarnar ógni bankakerfinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lilju. 27.6.2011 17:32
Þrír kjörnir í Heiðursráð Krabbameinsfélags Íslands Þrír einstaklingar voru kjörnir í Heiðursráð á hátíðarfundi Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í dag en félagið fagnar nú 60 ára afmæli sínu. Þetta er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. 27.6.2011 16:46
Matvælastofnun ráðleggur fólki að sjóða spírur Matvælastofnun ráðleggur neytendum að skola baunaspírur vel og sjóða þær í varúðarskyni auk þess sem ráðlegt sé að hugsa vel um handþvott til að forðast smit. Tilefnið er nú hópsýking sem upp kom í Frakklandi, sem hægt er að tengja við neyslu á spírum. 27.6.2011 16:10
12 ára stúlkur bólusettar gegn leghálskrabbameini Byrjað verður að bólusetja íslenskar stúlkur í haust við HPV-sýkingum sem geta leitt til leghálskrabbameins. Landlæknisembættið hefur gert kaupsamning við lyfjafyrirtækið GSK um kaup á bóluefni gegn leghálskrabbameini og HPV-sýkingum. Um er að ræða bóluefnið Cervarix sem notað verður í almennum bólusetningum hjá stúlkum hér á landi. Bólusetningin hefst í september næstkomandi en á komendi vetri verða tveir árgangar stúlkna bólusettur, þær sem fæddar eru 1998 og 1999. Í framhaldi af því verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlega forstigsbreytinga þess Hér á landi greinast árlega um 17 konur með leghálskrabbamein og um 300 konur með alvarlegar forstigsbreytingar. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að full bólusetning felur í sér þrjár sprautur og er áætlað að bólusett verði í skólum landsins en framkvæmd bólusetningarinnar er á ábyrgð heilsugæslunnar. Fræðsluefni til stúlkna og foreldra þeirra verður dreift í byrjun skólaárs 2011. Þar sem leghálskrabbamein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu þá mun líða langur tími þar til að árangur bólusetningarinnar kemur í ljós. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit. 27.6.2011 16:06
Hálendisvegir opna síðar nú en undanfarin ár Opnun hálendisvega er nú um tveimur til þremur vikum á eftir því sem verið hefur undanfarin ár, en allur akstur er enn bannaður á fjölmörgum vegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. 27.6.2011 15:45
Hefur ekið strætó í fjörutíu ár Jónas Engilbertsson strætóbílstjóri náði þeim áfanga í síðustu viku að hafa ekið strætisvagni í 40 ár. Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála, heiðraði Jónas af því tilefni en einnig var hann heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. 27.6.2011 15:37
Hetjulundur krabbameinssjúkra barna vígður Hvíldarheimilið Hetjulundur var vígt í gær af Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en heimilið er fyrst og fremst hugsað sem athvarf fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra á meðan á erfiðleikum þeirra stendur. Auk vígslunnar var heimilið formlega tekið í notkun í gær. 27.6.2011 15:00
Grindvíkingar passa hver annan - bærinn miðlar upplýsingum "Íbúar hér eru mjög vakandi og hringja sig saman þegar eitthvað svona kemur upp," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. 27.6.2011 14:21
Kanna áhuga fólks á skiltun fyrir puttalinga Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir könnun á vef sínum þar sem fólk er spurt um álit á því hvort rétt sé að setja upp skilti á þéttbýlis- og ferðamannastöðum fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, sem óska eftir bílfari. Þar sem stutt er síðan könnun var útbúin hafa heldur fáir tekið þátt enn sem komið er, eða 169. Flestir taka vel í þetta og segja 55,4% þátttakenda "Já, endilega". Þá segja 14,2% "Alls ekki." Ný tegund þjónustuskilta skaut upp kollinum í vor utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari. Það eru samtökin Leið ehf. sem standa fyrir verkefninu. Tilraunin er gerð meðal annars vegna þess að kostnaður við rekstur bifreiða færist sífellt í aukana og talsverður fjárhagslegur ávinningur sé að því að samnýta ferðir. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfissjónarmiðum. 27.6.2011 13:44
200 lítrum af dísilolíu og fartölvu stolið Fyrir um viku síðan var 200 lítrum af dísilolíu stolið af kranabifreið og skotbómulyftara sem voru við Kuldabola í Þorlákshöfn. Sömu nótt var brotist inn í kaffiskúr á gámasvæðinu við höfnina. Þar var mikið rótað til, kaffi og pappír dreyft um skúrinn og fartölvu var stolið. Þá var jafnframt gerð tilraun til að fara inn í gáma á svæðinu. 27.6.2011 13:42
Ekkert hræðir ferðamenn meira en að komast ekki aftur heim Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna yfirvinnubanns flugmanna Icelandair en félagið hefur nú aflýst fimmtán flugum. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir ekkert hræða ferðamenn meira en tilhugsunin að komast ekki aftur heim. Viðræðum verður haldið áfram í Karphúsinu í dag. 27.6.2011 12:07
Aðeins sjö deildarlæknar - eiga að vera tuttugu og tveir Aðeins sjö deildarlæknar verða að störfum á lyflækningadeild Landspítalans á tímabili í júlí en þeir eiga að lágmarki að vera tuttugu og tveir. Formaður félags almennra lækna segir starfsmenn kvíða sumrinu og að dæmi séu um að einhverjir hafi leitað að vinnu annars staðar vegna ástandsins. 27.6.2011 12:03
Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur endurvakin Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur hefur verið endurvakin frá gömlum glæðum og verður haldin laugardaginn 9. júlí á Hvolsvelli. 27.6.2011 11:56
Aðildarviðræður við ESB hafnar Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða. 27.6.2011 11:34
Norrænir ráðherrar ræddu mænuskaða í Finnlandi Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði á fundi velferðaráðherra Norðurlandanna í Finnlandi síðustu viku að umferðarslys væru ein höfuðorsök meiðsla, sér í lagi hjá ungu fólki. 27.6.2011 11:31
Minningarleiftur úr Eyjafirði - keppni Sögufélagsins Sögufélag Eyfirðinga fagnar á þessu ári 40 ára afmæli. Af því tilefni stendur félagið fyrir samkeppni um athyglisverðar minningar. Skorað er á alla, unga sem aldna, konur og karla, að hugleiða hvað á dagana hefur drifið og setja á blað minningaleiftur. Viðkomandi þarf ekki að vera Eyfirðingur í neinum skilningi þess orðs en atburðurinn sem hann rifjar upp verður að hafa gerst á 20. öldinni og í Eyjafirði - en þar er talinn með Siglufjörður að vestanverðu og Gjögrar að austan. „Og, svo það sé undirstrikað rækilega, frásögnin verður að vera byggð á persónulegri reynslu - þetta var það sem ég upplifði og sá, mínar tilfinningar og minn sjónarhóll,“ segir í tilkynningu. „Það skal tekið fram að ef einhver á í fórum sínum frásögn t.d. afa eða ömmu, sem uppfyllir framantalin skilyrði, þá á hún heima í þessari samkeppni sem er ekki síst hugsuð sem tækifæri til að forða skemmtilegum og fróðlegum minningum frá gleymsku. Sögufélagið áskilur sér sem sé rétt til að birta innsendar greinar í Súlum, ársriti félagsins, sér að kostnaðarlausu Ágætt er að miða við þrjár blaðsíður, greinin má þó vera styttri eða lengri ef efnið krefst þess. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi, þrjár viðurkenningar verða veittar en seinasti skiladagur er 22. október 2011," kemur fram í tilkynningunni. Ritgerðir sendist til ritstjóra Súlna: Hauks Ágústssonar Galtalæk 600 Akureyri 27.6.2011 11:27
Skipverjar keppa í planki - Alltaf eitthvað að bauka Allir átján skipverjar á fjölveiðiskipinu Hugin VE slógu til og ákváðu að taka þátt í plankakeppni. Guðmundur Ingi Guðmundsson, fyrsti stýrimaður, hafði aldrei heyrt um plank fyrr en félagar hans á skipinu fóru að tala um þessa nýstárlegu afþreyingu. "Ég kom bara af fjöllum,“ segir hann. Fyrsta plank Guðmundar hefur nú verið fest á filmu, ásamt planki hinna skipverjanna, og stendur yfir kosning um besta plankið. Þeim sem þekkja til þeirra félaga á Hugin kemur uppátækið ekki mikið á óvart enda segir Guðmundur Ingi þá heldur uppátækjasama. "Við erum alltaf að bauka eitthvað, segir hann. Myndirnar af planki skipverjanna má sjá hér að neðan. Þær er einnig að finna á heimasíðu Hugins VE þar sem nafn hvers plankara er við myndina og þar er auk þess hægt að kjósa um besta plankið. 27.6.2011 11:04
Starfsmaður Lyfja og heilsu dró að sér fé Starfsmanni í útibúi Lyfja og Heilsu á Suðurlandi hefur verið vísað úr starfi eftir að upp komst að hann hafi stolið umtalsverðri fjárhæð af fyrirtækinu. Eftir því sem næst verður komist stal starfsmaðurinn að minnsta kosti tveimur milljónum króna. 27.6.2011 10:45
Bandaríska skipið Eagle leggst að höfn í Reykjavík Bandaríska strandgæsluskipið Eagle mun leggjast að Miðbakka í Reykjarvíkurhöfn klukkan tíu á morgun, þriðjudaginn 28. júní. Skipið, sem er þrímastra seglskip, hefur hér viðkomu á siglingu sinni til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því það var smíðað. 27.6.2011 10:37
Þrjú stutt viðvörunarmerki fyrir hverja sprengingu Þrjú stutt hljóðmerki verða gefin fyrir hverja sprenignu við gerð snjóflóðavarnargarðinn í Bolungarvík til að gera íbúum viðvart. Sprengingar verða áfram á sama tíma og verið hefur, klukkan 12.00, 15.30 eða 18.00. Viðvörunarhljóðið er liður í ferli sem hrint var af stað vegna óhapps við sprengingar fyrir helgina þar sem miklar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Ósafls hf. sem sér um framkvæmdirnar. Lögregla og Vinnueftirlit rannsaka nú tildrög óhappsins, og munu starfsmenn og öryggisfullrúi Ósafls fara yfir verklag. "Þegar ástæður óhappsins liggja fyrir munum við endurbæta vinnulag sem tryggir að óhapp sem þetta endurtaki sig ekki," segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að sprengingar hefjist ekki að nýju fyrr en ástæður óhapps liggja fyrir og verklag hefur verið endurbætt. 27.6.2011 10:36
Bjarnargreiði við brotakonur - kynjamisrétti í refsidómum "Fyrstu viðbrögð þeirra sem ég tala við er að þetta sé brjálað ójafnrétti gagnvart körlum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, um niðurstöðu meistaraverkefnis síns að réttarkerfið tekur vægar á konum en körlum. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún telja þetta vera bjarnargreiða þar sem konurnar eru jafnvel komnar í verri stöðu en karlmenn þegar þær eru loks stoppaðar af í brotastarfsemi sinni. Helga Vala segist hafa farið að velta fyrir sér hvort þarna væri um einhvers konar misskilning að ræða innan réttarkerfisins. "... að það væri verið að gera konunum greiða, innan gæsalappa, með því að gefa þeim endalaust þessa sjensa. Því að einhvers staðar hefur þú líka, hvort sem þú gerist brotlegur við lögin eða ekki, þá hefur þú gott af því að fá þetta gula spjald, eða jafnvel rauða," segir hún. Lokaverkefni Helgu Völu ber heitið "Misskilin mannúð - rannsókn á meðferð réttarkerfisins á brotakonum" en hún útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu frá Háskólnanum í Reykjavík. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun fór hún yfir niðurstöður verkefnisins og viðbrögð við þeim. Meðal þess sem þar kom fram er að vegna vægari dóma yfir konum sem teknar eru fyrir fíkniefnasmygl hefur orðið til eins konar launamisrétti meðal burðardýra í fíkniefnaheiminum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. 27.6.2011 10:01