Fleiri fréttir

Barnasáttmáli S.þ. lögum ofar

Börnum af erlendum uppruna er umsvifalaust hleypt inn í Austurbæjarskóla þó svo þau hafi ekki fengið kennitölu enda telur skólastjórinn fráleitt að brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á meðan fá utangarðsbörn af pólskum uppruna ekki að fara í skóla á Ísafirði vegna þess að dvalarleyfisumsóknir foreldra þeirra eru til meðhöndlunar í kerfinu.

Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf

Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna.

Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum.

Hálfs árs fangelsi fyrir 30 brot

Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot frá desember í fyrra til febrúar í ár. Um var að ræða alls þrjátíu brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og hegningarlögum en maðurinn á að baki langan sakaferil.

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Hraðakstursbrotum fjölgar mikið í V-Skaftafellssýslu

Sjötíu prósentum fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nærri helmingur þeirra sem teknir hafa verið eru erlendir ökumenn.

Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra.

Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl

Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi.

Ósætti með að tillaga var ekki rædd í menntaráði

Samfylkingin segir meirihlutann í borgarstjórn hafa beitt fljótfærnislegum vinnubrögðum þegar tillaga um að borgin hefji undirbúning á rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni var felld í menntaráði í gær, án umræðu.

Esso og Atlantsolía lækka eldsneytisverð

Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og sextíu aura og lítrann af dísilolíu um ena krónu og tíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 122 krónur og sextíu aura en dísillítrinn kostar hins vegar 119 krónur og níutíu aura.

Fólk leggi tímanlega af stað fyrir landsleik

Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund.

Atlantsolía lækkar eldsneytisverð

Atlantsolía hefur ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og lítrann af dísilolíu um fimmtíu aura. Eftir lækkunina kostar bensínlítrinn 123,2 krónur og 122,2 fyrir dælulyklahafa. Dísillítrinn kostar hins vegar 120,5 krónur og 119,5 krónur fyrir dælulyklahafa.

Vináttuhlaupinu lýkur hér á landi

World Harmony Vináttuhlaupinu lýkur formlega nú fyrir hádegi þegar hlauparar Vináttuhlaupsins ásamt krökkum úr Austurbæjarskóla hlaupa frá Hallgrímskirkju niður í Ráðhús Reykjavíkur.

Gistinóttum fjölgar um 11 prósent milli ára

Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 11 prósent í júlí síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 176 þúsund í þarsíðasta mánuði en 158.000 í sama mánuði árið 2005.

Magnús verður stjórnarformaður Excel

Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tekur á næstunni við stjórnarformennsku í breska leiguflugfélaginu Excel Airways Group, sem er í eigu Avion Hann tekur við af Eamonn Mullaney sem hefur tilkynnt um starfslok sín 31. október en hann er einn af stofnendum Excel.

Fimm grunaðir um fíkniefnamisferli

Lögregla hafði afskipti af fimm mönnum í Reykjavík um helgina sem grunaðir voru um fíkniefnamisferli, og hitti hún á þá við misjafnar aðstæður. Tveir voru stöðvaðir í bílum sínum við reglubundið eftirlit, einn var gripinn á förnum vegi og annar þegar hann var fluttur á slysadeild eftir áflog.

Fjórir á slysadeild eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs um níuleytið í gærkvöldi en meiðsl allra reyndust minniháttar.

Stal sex páskaeggjum úr búð

Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir þjófnað og fjársvik. Maðurinn er ákærður fyrir að stela fartölvu í Verzlunarskólanum í febrúar síðastliðnum. Í apríl gerði maðurinn sér svo lítið fyrir og stal sex páskaeggjum úr verslun 11/11 að verðmæti tæplega átta þúsund krónur.

Tryggingasvikin skipta þúsundum

Lögreglan fær aðeins brotabrot af öllum tryggingasvikum á sitt borð á ári, eða þrjú til fjögur. Útilokað er að þau séu svona fá, að mati framkvæmdastjóra hjá Sjóvá. Þau séu frekar um tvö þúsund á ári. Sjóvá fer í átak gegn svikunum.

Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Það er jafn mikið magn og allt árið í fyrra. Helmingur magns­ins er kókaín. Meðalaldur lögbrjótanna er tæplega 25 ár, sá yngsti var 17 ára.

Tveimur flatskjám stolið í austurborginni

Tveimur flatskjám var stolið úr raftækjaverslun í austurborginni um hálfþrjúleytið í nótt. Verðmæti þeirra er samtals á áttunda hundrað þúsunda. Þjófarnir brutu stóra rúðu til að komast inn í verslunina en þeir komust undan og er þeirra nú leitað.

Meðalaldur starfsmanna stórmarkaða lækkar um 7 ár

Meðalaldur félagsmanna VR sem vinna í stórmörkuðum hefur lækkað um heil sjö ár síðan árið 2000 og segir á heimasíðu VR að félagið hafi heyrt dæmi þess að ungmenni á aldrinum 13 til 14 ára vinni langtum meira en kveðið er á um í reglugerð um vinnu ungmenna.

Of mörg börn bíða þjónustu

„Það bíða of margir nemendur eftir þjónustu sálfræðings eins og staðan er núna en verið er að vinna í því að stytta biðlistann,“ segir Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fellaskóla.

Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík

Formaður bankaráðs Seðlabankans segir ekkert mæla gegn því að Davíð Oddsson tjái sig um pólitísk álitamál. Prófessor í stjórnmálafræði segir vandann fremur liggja í pólitískum ráðningum en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.

Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð

Innan við eitt prósent heimilisofbeldismála hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Nauðsynlegt að breyta löggjöfinni um nálgunarbann, segir Bjarnþór Aðalsteinsson. Ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum.

Bílvelta nærri Akureyri

Bíll valt á hringveginum norðan Akureyrar til móts við bæinn Grjótgarð laust fyrir tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um meiðsl hans.

Stunginn með hnífi í bakið

26 ára gamall maður leitaði á slysadeild í Reykjavík upp úr eitt í nótt eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið. Hann þekkti til árásarmanns síns og náðist sá á hlaupum um hálffjögur í nótt, skammt frá heimili sínu í austurborginni.

Þriggja bíla árekstur í Breiðholtinu

Lögregla og slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna áreksturs þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti í Reykjavík. Einn var fluttur á slysadeild.

Ekki í skóla nema að landslög séu brotin

Fjöldi nýbúabarna hefur ekki getað byrjað í skóla í haust þar sem þau hafa enn ekki fengið kennitölu. Margra vikna bið er eftir kennitölum hjá þjóðskrá og á meðan geta skólayfirvöld ekki leyft þeim að fara í skólann nema brjóta landslög.

Gagnrýna sameiningu spítalanna

Læknafélags Íslands gagnrýnir mjög sameiningu spítalanna og segir nauðsynlegt að draga úr þeirri einokun sem þegar ríki í spítalamálum. Sömuleiðis varar félagið við alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og forstjórum heilbrigðisstofnanna er veitt samkvæmt frumvarpi ráðherra sjálfs.

Ógnar hlutleysi Seðlabankans

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir mikinn miskilning að Davíð Oddsson sé hættur í pólitík. Spurningin nú sé hvort það sé líka misskilningur að Geir H. Harde sé leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að Davíð treysti ekki forystu Geirs H. Haarde. Davíð Oddsson tjáði sig ítarlega um helstu pólitísku ágreiningsmálin á Morgunvakt Ríkisútvarpsins fyrir helgi og í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Stjórnarandstaðan segir þetta ógna hlutleysi Seðlabankans.

Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu

Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi

Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun.

Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa

Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga.

Taka höndum saman til stuðnings Magna

Keppinautarnir Síminn og Og Vodafone hafa tekið höndum saman og hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS-kosningunni vegna undanúrslitaþáttar RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudagsins.

Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi

Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag.

Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu

Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar.

Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst

Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi.

Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins.

Sjá næstu 50 fréttir