Fleiri fréttir

Vörubíll valt í Kömbunum

Vörubíll frá Vegagerðinni valt í Kömbunum ofan við Hveragerði um klukkan þrjú í dag. Vörubíllinn var við vinnu í vegkanti sem gaf sig svo að bíllinn valt. Engan sakaði.

Barnabætur hækkuðu um 19%

Við álagningu ríkisskattstjóra á einstaklinga kom fram að barnabætur vegna ársins 2005 hækkuðu um 19% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Í ár á að úthluta tæpum 6 milljörðum króna til 55.500 framteljenda

Flugvél Icelandair komin í loftið

Flugvélum Icelandair hefur verið veitt leyfi til flugs til Bretlands. Fyrsta vélin fór í loftið rétt fyrir klukkan þrjú. Næsta flug er svo áætlað klukkan 16:10. Búist er við að flugumferð komist fljótlega í rétt form.

Og vodafone eflir GSM þjónustu á svæðinu

Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í Dalvík fyrir fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fer fram um næstu helgi. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á svæðinu yfir helgina. Um 30 þúsund manns lögðu leið sína á hátíðina í fyrra.

Glóandi skúlptúr í byggingu

Jörgen Hansen, danskur leirlistamaður stendur nú í stórræðum nærri Norrænahúsinu en hann er að byggja glóandi leirskúlptúr. Skúlptúrinn, sem á að byggjast á fjórtán dögum, á að verða þriggja metra hár og mun vega fjögur tonn.

James Bond aðdáendur stoppaðir fyrir hraðakstur

Radarbyssur sunnlenskra sveitalögreglumanna stöðva eins og ekkert sé, hvern erlenda James Bond aðdáandann á fætur öðrum, sem geysast í pílagrímaferðir austur að Bond Lagoon, eins og þeir kalla Jökulsárlón.

Dregur úr íbúðalánum banka

Verulega dró úr íbúðalánum bankanna í júlí og námu þau aðeins rúmum þremur og hálfum milljarði króna. Það er lægsta lánsupphæð síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn fyrir rétt um tveimur árum.

Hert eftirlit á Keflavíkurflugvelli

Eftir fund lögreglu- og flugmálayfirvalda á Keflavíkurflugvelli í morgun var ákveðið að herða eftirlit á vellinum. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, felur það meðal annars í sér að leit á farþegum og í farangri verður ítarlegri en ella en ætti þó ekki að valda miklum töfum.

Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra

Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi.

Kertafleyting á Tjörninni

Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan.

Flugferðum frestað til Bretlands

Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag.

Fimm handteknir vegna fíkniefna

Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt.

Erlendu göngumennirnir fundir

Björgunarsveitarmaður ók óvænt fram á fjóra erlenda göngumenn á þjóðveginum i Landssveit seint í gærkvöldi, þegar hann var að halda til leiltar að þessum sömu mönnum við Heklu rætur.

Ekkert heitt vatn

Tugir þúsunda Reykvíkinga hafa ekki haft heitt vatn í húsum sínum síðan klukkan sjö í gærkvöldi , en því verður væntanlega hleypt aftur á kerfið klukkan átta.

Líkamsárás við verslun 10-11

Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi þrjá menn vegna líkamsárásar við verslun 10-11 á horni Barónstígs og Hverfisgötu. Átökin eru talin tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni og uppgjöri í undirheimunum.

Ráðist á konu í nótt

Ung kona er til aðhlynnningar á Slysadeild Landsspítalans eftir að ráðist var á hana í austurborginni um klukkan fjögur í nótt. Hún hlaut einhverja áverka.

Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum

Svo virðist sem betur gangi að ráða grunnskólakennara en leikskólakennara til starfa. Leikskólastjórinn á Maríuborg segir léleg laun fæla fólk frá og stendur frammi fyrir því að ráða yngra fólk inn á leikskólann.

Skorað á Siv í formanninn

Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skoraði í gær á Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknar­flokksins.

Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir

Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar.

Ættum að standa okkur betur

„Frekar á að leggja áherslu á gæði kennslu en magn hennar,“ segir Val Koromzay, sérfræðingur OECD sem í gær kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar. Í henni er fjallað um efnahagsmál auk menntamála. Þar telja skýrsluhöfundar úrbóta þörf.

Eftirliti með olíu ábótavant

Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra.

Nýtti þrjá til að búa til einn

Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum.

Varlega verði farið í skattabreytingar

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira. Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde.

Vill byggja upp víða um land

Eldsneytissala Olíufélagið Atlantsolía hefur sótt um lóð til uppbyggingar á nýrri bensínstöð í Árborg. Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir það vilja meirihlutans að Atlantsolíu verði úthlutað lóð og nú sé unnið að því að finna hentugan stað. Atlantsolía rekur nú þegar átta stöðvar og er sú níunda í byggingu í Kópavogi. "Við erum stöðugt að skoða stækkunarmöguleika og viljum þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru," segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hann segir að þá sé verið að skoða byggingu stöðvar á Akureyri og á fleiri stöðum á landinu.

Laun í álveri yfir meðallagi

Tveir grunnskólakennarar starfa nú hjá Alcoa Fjarðaáli, samkvæmt upplýsingum Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa í Fjarðabyggð. Erna segir það mikla einföldun að kenna álverinu um kennaraskort á Egilsstöðum eins og Róbert Gunnarsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla, gerði í viðtali við Fréttablaðið í gær.

Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju

Yfirmaður efnahagsdeildar OECD segir viðskiptaleynd raforkusölusamninga hér þýða að ekki sé vitað hvort stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæm. Hvatt er til þess að fresta frekari framkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum.

Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda

Bandaríkjamenn hafa lagt fram varnaráætlun sem ekki hefur enn náðst samkomulag um. Geir H. Haarde og Össur Skarphéðinsson deila um hvort Bandaríkjamenn hafi boðist til að greiða 2,5 milljarða fyrir umsjón með fasteignum.

Skapar mikla slysahættu

Tvívegis var ekið á hæðar­slár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki, en lögregla segir að með sama framhaldi sé aðeins tímaspursmál hvenær illa fari.

Telur piltinn í hættu í fangelsi

Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir nítján ára pilti sem stakk föður sinn í síðuna með hnífi aðfaranótt 17. júní. Einn dómaranna skilaði sératkvæði í málinu og telur piltinn í hættu í fangelsi.

Brýtur gegn jafnræðisreglu

Heilbrigðiseftirlit Austur­lands brýtur gegn jafnræðis­reglu stjórnsýslulaga með því að krefja Impregilo um hærra tímagjald fyrir eftirlit með starfsemi fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Hinsegin dagar hefjast í dag

„Sú þjóðareining sem hér ríkir um þennan dag er mjög óvenjulegt og fallegt fyrirbæri. Íslendingar mæta til göngu, sama í hvaða stétt þeir eru eða hver kynhneigð þeirra er,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, sem hefjast formlega í dag og standa yfir til sunnudags.

Vilja sækja orkuríkari gufu

Undirbúningur vegna djúpborunar á Kröflusvæðinu stendur nú yfir. Á næstu vikum fer fram útboð á efni til borunarinnar. Samkvæmt Birni Stefánssyni, deildarstjóra virkjanadeildar hjá Landsvirkjun, er vonast til að boranir geti hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2008. Holan er um fimm kílómetra djúp en hefðbundnar háhitaholur eru milli tveggja og þriggja kílómetra djúpar.

Eiturefni sendu tvo á slysadeild

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að eiturgufur mynduðust í nýbyggingu Ikea í Garðabæ í gær. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mun hafa verið unnið með akrýlgrunna og þeim blandað í röngum hlutföllum með fyrrgreindum afleiðingum.

Stangveiði á Húna II

Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögusiglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunar­mannahelgina.

Þjónusta við akstur bætt

Breytingar á reglum um akstursþjónustu eldri borgara voru samþykktar á fundi Velferðar­ráðs Reykjavíkurborgar í gær. Markmið þjónustunnar er að gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima.

Ungmenni leita til AFLs

Að undanförnu hafa fjölmörg ungmenni á Austurlandi leitað til AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, vegna svokallaðs jafnaðarkaups sem þeir fá greitt.

Laxveiði í meðallagi

Laxveiði í sumar hefur gengið í meðallagi vel, en misvel eftir ám, að sögn Óðins Sigþórssonar, formanns Landssambands Veiðifélaga.

Blindir fara á sjó og ríða út

Verkefni á vegum Sérsveitarinnar í Hinu húsinu fer fram þessa dagana þar sem þátttakendur eru allir blindir eða sjónskertir. Verkefnið, sem heitir „Everyone can do it“, eða „Allir geta gert það“ á íslensku, felst meðal annars í því að fjalla um hindranir blindu og hvað blindir og sjónskertir geta sjálfir gert til að auðvelda sér hversdaginn.

Skiptibókamarkaðir að opna

Skólabókamarkaðir hafa víða verið opnaðir nú þegar og verslanir eru farnar að taka við notuðum bókum á skiptimarkaði. Kennsla í grunnskólum landsins hefst á flestum stöðum 21. ágúst næstkomandi, en það er svipaður tími og undanfarin ár, að sögn fulltrúa menntaráðs Reykjavíkur. Kennsla í flestum framhaldsskólum hefst í sömu viku, en þó í stöku skólum öllu síðar.

Ók á 153 kílómetra hraða

Erlendur ökumaður mældist á 153 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi rétt austan við Hellu í gær.

Ragnar sækir um aðgang

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sótti á þriðjudag formlega um aðgang að gögnum um símahleranir í kalda stríðinu, sem nýlega voru flutt úr dómsmálaráðuneytinu í Þjóðskjalasafn. Ráðuneytið sendi frá sér gögnin nokkrum dögum áður en fyrri beiðni Ragnars var formlega hafnað, á þeim forsendum að þau væru ekki í ráðuneytinu lengur.

Sjá næstu 50 fréttir