Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Izolacja w izolacji. Muzyczna opowieść o wyspach Islandii.

„Ey” to drugi album Noise From Iceland, projektu Kaśki Paluch, łączącego nagrania terenowe z Islandii z muzyką elektroniczną. Tym razem do tego zestawu dołączają także archiwalne pieśni, rymowanki i islandzka poezja z przepastnego katalogu Ísmús, czyli zbiorów islandzkiego dziedzictwa muzycznego i kulturowego, działającego pod opieką Islandzkiego Muzeum Muzyki, Fundacji Studiów Islandzkich i Islandzkiej Biblioteki Narodowej.

Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili

Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu.

Segir Japani vilja læra af Ís­lendingum í jafn­réttis­málum

Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins.

Víða rafmagnlaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið

Rafmagnslaust varð víða í borgum Úkraínu í dag eftir að Rússar skutu tugum stýriflauga að ríkinu. Loftvarnir Úkraínu eru sagðar hafa skotið niður flestar stýriflaugarnar en minnst tveir eru látnir í Saporisjía-héraði.

Líkams­staða skipti sköpum í tug­milljóna bóta­máli

Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum.

Skýrsla tekin af skip­stjóranum í morgun

Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir.

Jarð­vegs­baktería lík­lega valdið hóp­sýkingu í hestunum

Allt bendir til þess að jarðvegsbaktería hafi valdið hópsýkingu í hestum í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu. Hrossin voru rekin saman fyrir tveimur vikum þegar þau voru sprautuð með ormalyfi. Hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar

Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu

Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna.

Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember.  Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu.

Samnings­staðan sé verri eftir sam­komu­lag SGS við SA

Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu.

Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Ís­lands

Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaraviðræður en samningur Starfsgreinasambandsins við SA fær ekki góðan hljómgrunn hjá VR og Eflingu.

Leitar­svæðið á Faxa­flóa stækkað í dag

Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni.

Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju

Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju.

Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021.

„Við hefðum ekki getað verið heppnari“

Þúsundir flykktust að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli þegar eldgos hófst þar á ný í ágúst. Í þetta sinn voru engar samkomutakmarkanir líkt og árið áður og því fátt sem kom í veg fyrir að erlendir ferðamenn gerðu sér ferð til að skoða gosið. Eldgosið stóð undir væntingum og gerði marga agndofa. 

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“

Helmingur barnanna á ís­lenska SOS-for­eldra

Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag.

Hefja leit að nýju við birtingu

Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.

Upp­þvotta­vél brann yfir í hús­næði FÍH

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt.

Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi

Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er.

Mikill við­búnaður slökkvi­liðs í Rauða­gerði

Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. 

Sjá næstu 50 fréttir