Fleiri fréttir Flestir launþegar fá launahækkun 1. maí Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur. 24.3.2022 15:45 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24.3.2022 15:37 Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24.3.2022 15:18 Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. 24.3.2022 14:37 Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. 24.3.2022 14:29 Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24.3.2022 14:25 „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. 24.3.2022 14:05 Sauð upp úr á Alþingi þegar Birgir neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu „Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi, ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu.“ 24.3.2022 13:50 Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24.3.2022 13:35 Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. 24.3.2022 13:08 Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24.3.2022 13:08 Hallfríður leiðir lista Miðflokksins í Grindavík Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Miðflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí. 24.3.2022 13:05 Björn Ingi keypti sér miða til Úkraínu aðra leið Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður er kominn til Úkraínu. Tilgangur fararinnar er að kynna sér aðstæður, viða að sér efni sem hann mun gera grein fyrir á miðli sínum Viljanum, samfélagsmiðlum eftir atvikum og jafnvel fjalla um þetta í bók ef vill. 24.3.2022 12:46 Tilkynnt um slagsmál á Laugavegi, líkamsárás og hávært píp Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og í morgun þar sem meðal annars var tilkynnt um líkamsárás, slagsmál og hávært píp sem hélt vöku fyrir íbúum í miðborg Reykjavíkur. 24.3.2022 11:46 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24.3.2022 11:45 Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. 24.3.2022 11:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um sérstakan neyðarfund leiðtoga heims sem fram fer í dag en framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki. 24.3.2022 11:34 Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars en hún var 86 ára. 24.3.2022 11:31 Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. 24.3.2022 11:26 Bein útsending: Staða flóttabarna og ungmenna á Íslandi - hvernig getum við gert betur? Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu með áherslu á aðstæður flóttabarna og ungmenna á Íslandi. Málstofan hefst klukkan 12, stendur í 75 mínútur og verður haldin í stofu V102 auk þess að vera streymt. Það fer fram á íslensku og ensku. 24.3.2022 11:16 Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24.3.2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24.3.2022 10:47 Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. 24.3.2022 10:44 Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. 24.3.2022 10:04 Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24.3.2022 09:20 Sigurður leiðir lista Bæjarlistans í Hafnarfirði Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur mun leiða lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 24.3.2022 08:32 Keypti Kjarvalsverk og gjaldeyri með peningum tíræðra systra Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. 24.3.2022 08:00 Ráðinn ráðgjafi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, hefur tekið við starfi ráðgjafa framkvæmdastjóra á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Stofnunin er með aðsetur í þýsku borginni Bonn. 24.3.2022 07:49 Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. 24.3.2022 07:21 Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. 24.3.2022 06:56 „Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. 24.3.2022 06:51 Óttast eldgos á Asóreyjum Mikil skjálftavirkni hefur mælst á Asóreyjum síðustu daga og yfirvöld óttast að virknin kunni að leiða til eldgoss. Grannt er fylgst með stöðunni og ferðamenn eru hvattir til að hætta sér ekki á eyjarnar. 23.3.2022 23:32 Stálheppinn Norðmaður vann 800 milljónir Ljónheppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkingalottó þessa vikuna og fær rúmlega 808 milljónir króna í sinn hlut. Samlandi hans var með annan vinning og fær rúmar 57 milljónir fyrir. 23.3.2022 23:21 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23.3.2022 23:15 Selenskí ávarpar heimsbyggðina og boðar mótmæli: „Heimurinn verður að stöðva Rússland“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að fólk um allan heim safnist saman á morgun, fimmtudaginn 24. mars, til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir aðgerðir Rússa aðeins byrjunina á stríðinu gegn frelsi í Evrópu. 23.3.2022 22:55 Neita að endurskoða lífstíðardóm framhaldsskólastarfsmanns Pamela Smart, sem situr inni fyrir að hafa látið framhaldsskólanema myrða eiginmann sinn, fær ekki endurskoðun á lífstíðardómnum er hún hlaut fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. 23.3.2022 22:50 Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. 23.3.2022 22:31 Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23.3.2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23.3.2022 20:51 Björguðu villtum ferðamönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður. 23.3.2022 20:39 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23.3.2022 20:31 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23.3.2022 20:05 Madeleine Albright látin Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú fallin frá, 84 ára að aldri, en fjölskylda hennar greinir frá þessu í yfirlýsingu. Hún lést af völdum krabbameins. 23.3.2022 19:29 Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23.3.2022 19:20 Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. 23.3.2022 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Flestir launþegar fá launahækkun 1. maí Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur. 24.3.2022 15:45
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24.3.2022 15:37
Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24.3.2022 15:18
Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. 24.3.2022 14:37
Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. 24.3.2022 14:29
Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24.3.2022 14:25
„Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. 24.3.2022 14:05
Sauð upp úr á Alþingi þegar Birgir neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu „Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi, ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu.“ 24.3.2022 13:50
Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24.3.2022 13:35
Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. 24.3.2022 13:08
Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24.3.2022 13:08
Hallfríður leiðir lista Miðflokksins í Grindavík Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Miðflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí. 24.3.2022 13:05
Björn Ingi keypti sér miða til Úkraínu aðra leið Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður er kominn til Úkraínu. Tilgangur fararinnar er að kynna sér aðstæður, viða að sér efni sem hann mun gera grein fyrir á miðli sínum Viljanum, samfélagsmiðlum eftir atvikum og jafnvel fjalla um þetta í bók ef vill. 24.3.2022 12:46
Tilkynnt um slagsmál á Laugavegi, líkamsárás og hávært píp Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og í morgun þar sem meðal annars var tilkynnt um líkamsárás, slagsmál og hávært píp sem hélt vöku fyrir íbúum í miðborg Reykjavíkur. 24.3.2022 11:46
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24.3.2022 11:45
Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. 24.3.2022 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um sérstakan neyðarfund leiðtoga heims sem fram fer í dag en framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki. 24.3.2022 11:34
Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars en hún var 86 ára. 24.3.2022 11:31
Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. 24.3.2022 11:26
Bein útsending: Staða flóttabarna og ungmenna á Íslandi - hvernig getum við gert betur? Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu með áherslu á aðstæður flóttabarna og ungmenna á Íslandi. Málstofan hefst klukkan 12, stendur í 75 mínútur og verður haldin í stofu V102 auk þess að vera streymt. Það fer fram á íslensku og ensku. 24.3.2022 11:16
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24.3.2022 10:47
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24.3.2022 10:47
Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. 24.3.2022 10:44
Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. 24.3.2022 10:04
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24.3.2022 09:20
Sigurður leiðir lista Bæjarlistans í Hafnarfirði Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur mun leiða lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 24.3.2022 08:32
Keypti Kjarvalsverk og gjaldeyri með peningum tíræðra systra Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. 24.3.2022 08:00
Ráðinn ráðgjafi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, hefur tekið við starfi ráðgjafa framkvæmdastjóra á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Stofnunin er með aðsetur í þýsku borginni Bonn. 24.3.2022 07:49
Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. 24.3.2022 07:21
Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. 24.3.2022 06:56
„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. 24.3.2022 06:51
Óttast eldgos á Asóreyjum Mikil skjálftavirkni hefur mælst á Asóreyjum síðustu daga og yfirvöld óttast að virknin kunni að leiða til eldgoss. Grannt er fylgst með stöðunni og ferðamenn eru hvattir til að hætta sér ekki á eyjarnar. 23.3.2022 23:32
Stálheppinn Norðmaður vann 800 milljónir Ljónheppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkingalottó þessa vikuna og fær rúmlega 808 milljónir króna í sinn hlut. Samlandi hans var með annan vinning og fær rúmar 57 milljónir fyrir. 23.3.2022 23:21
Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23.3.2022 23:15
Selenskí ávarpar heimsbyggðina og boðar mótmæli: „Heimurinn verður að stöðva Rússland“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að fólk um allan heim safnist saman á morgun, fimmtudaginn 24. mars, til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir aðgerðir Rússa aðeins byrjunina á stríðinu gegn frelsi í Evrópu. 23.3.2022 22:55
Neita að endurskoða lífstíðardóm framhaldsskólastarfsmanns Pamela Smart, sem situr inni fyrir að hafa látið framhaldsskólanema myrða eiginmann sinn, fær ekki endurskoðun á lífstíðardómnum er hún hlaut fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. 23.3.2022 22:50
Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. 23.3.2022 22:31
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23.3.2022 22:02
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23.3.2022 20:51
Björguðu villtum ferðamönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður. 23.3.2022 20:39
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23.3.2022 20:31
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23.3.2022 20:05
Madeleine Albright látin Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú fallin frá, 84 ára að aldri, en fjölskylda hennar greinir frá þessu í yfirlýsingu. Hún lést af völdum krabbameins. 23.3.2022 19:29
Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23.3.2022 19:20
Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. 23.3.2022 19:00