Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að allt að sjö manns hafa greinst með nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, omíkron hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu eins og víða erlendis.

Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu.

Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri

Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt.

Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn.

Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin

Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag.

Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður.

Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár

Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot.

Aukin neysla mikið áhyggjuefni

Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri.

Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða

Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna.

136 greindust smitaðir innan­lands í gær

136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 

Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt.

Segir skilið við stjórn­málin

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu.

Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München

Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum.

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.

John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega

„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg.

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Líst hvorki á bólu­setninga­skyldu né -passa

Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma.

Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk

Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni.

Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi.

Dæmdur fyrir árás og hótanir með sveðju

Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið mann í þriggja mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir minniháttar líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að ráðast á og ógna manni með sveðju.

Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi.

Ingibjörgu Sólrúnu blandað í ævintýralegt samsæri

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lykilmaður í samsæri Sameinuðu þjóðanna um að stela kosningunum í Írak, ef marka má urmul samsæriskenninga á netinu. Hún hendir gaman að og segist dást að sköpunargleði höfundanna.

Veit ekki neitt og bíður spenntur eins og aðrir

Jólabókaflóðið er í fullum gangi nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til aðfangadags. Aldrei hafa fleiri konur verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þar eru 17 konur á móti fimm körlum.

Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi

Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. .

Stór verkefni fyrir höndum og mörg ófyrirséð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýja ríkisstjórn hennar ganga fulla að bjartsýni til verka. Mörg verkefni þurfi að fara í á kjörtímabilinu, bæði stór og smá, og mörg þeirra sagði Katrín vera ófyrirséð.

Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi

Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni.

Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður

Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni

„Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu.

Sjá næstu 50 fréttir