Fleiri fréttir

Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita

Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni.

Maður féll hundrað metra af loftbelg og lést

Karlmaður féll af loftbelg í um hundrað metra hæð og lést í Ísrael í dag. Lögregla segir að maðurinn hafi hangið utan á körfu loftbelgsins. Hann er sagður hafa starfað við loftbelgjaflugið á jörðu niðri.

Spennan milli Pól­lands og Evrópu­sam­bandsins magnast

Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 

Skutu skotflaug á Japanshaf

Norðurkóreumenn skutu skotflaug í sjóinn undan ströndum Japans í dag. Talið er að flaugin sem var notuð sé hönnuð til að vera skotið á loft frá kafbáti.

Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn í Hörpu

Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag, þriðjudaginn 19. október, en hann hefst klukkan 8:30 og stendur yfir til 10:00. Hægt verður að fylgjast með deginum í beinu streymi hér á Vísi. 

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

Hrækti á börn og lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að maðurinn, sem var ölvaður, hefði verið að áreita börn og hrækja að þeim.

Kári vill taka áhættuna

Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum. Stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum en stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á morgun. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mönnun og fram­boð legu­rýma ræður mestu um þol­mörk Land­spítalans

Það sem mestu ræður um þolmörk Landspítalans eru mönnum og framboð legurýma. 20-40 sjúklingar bíða á hverjum degi eftir innlögn á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður. Landspítalinn varar við því að aðrir mögulegir smitsjúkdómafaraldrar geti valdið miklu álagi á spítalakerfið

Ræninginn í Apótekaranum fundinn

Lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem framdi vopnað rán í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi uppúr klukkan 13 í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja

Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO.

Fórnarlömbin í Kongsberg voru myrt með eggvopnum

Fimm manns sem létu lífið í árás vopnaðs manns í Kongsberg í Noregi í síðustu viku voru stungnir til bana en ekki skotnir með boga og örvum eins og talið var í fyrstu. Sumir þeirra voru myrtir heima hjá sér en aðrir úti á götu.

Dagur segir Ey­þór skjóta pólitískum púður­skotum

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum.

Stakk mann með hnífi við Breiðholtslaug

Ungur karlmaður var stunginn með hníf við Breiðholtslaug um eittleytið í dag. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. DV greindi fyrst frá.

Fyrstu kvik­mynda­tökunni úti í geim lokið

Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur.

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Colin Powell látinn vegna Covid-19

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna um tillögur sem lagðar verða fyrir borgarstjórn á morgun þar sem lagt er til að farið verði í flýtimeðferð í skipulagningu á lóðamálum í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir