Fleiri fréttir

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Nýjar sprungur gætu opnast án fyrir­vara

Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi

Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna.

Malta borgar ferða­mönnum til að koma í sumar

Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Stærsti bólu­setningar­dagurinn til þessa

Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19.

Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca

Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 

Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar

Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. 

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi

Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum.

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent

Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. 

Norð­menn breyta Ís­landi úr „gulu“ í „rautt“ ríki

Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda.

Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa.

Standa í því að inn­heimta laun leik­skóla­starfs­manna

Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár.

Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað

Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi

Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar.

Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví.

Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug

Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni

Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna.

Svandís segir litakóðunarkerfi engu breyta á landamærunum

Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna framundan í baráttunni gegn veirunni.

Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær.

Birta hverja krónu sem bændur fá í styrk

Stuðningsgreiðslur hins opinbera til bænda, tölur um framleiðslu og innflutning búvara og tölfræðilegar upplýsingar um fjölda bænda og búfénaðar eru meðal þeirra upplýsinga sem verða aðgengilegar á nýju Mælaborði landbúnaðarins.

Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið

Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið.

Bein út­sending: Mun gervi­greindin breyta öllu?

Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík.

Filippus prins er látinn

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára.

Óeirðirnar á Norður-Írlandi halda áfram enn eina nóttina

Til átaka kom á milli ungmenna og lögreglu í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Köstuðu ungmennin steinum og flugeldum að lögreglumönnum sem svöruðu með háþrýstivatnsbyssum. Óeirðir hafa brotist út daglega frá því um páskana.

Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga.

Fleiri börn en fæðingar­tíðnin lækkar

Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu.

15 prósent Breta nota gæludýranöfn sem aðgangsorð

Milljónir Breta nota nöfn gæludýra sem aðgangsorð ef marka má nýja könnun National Cyber Security Centre (NCSC). Könnunin leiddi í ljós að um 15 prósent nota gæludýranöfn sem leyniorð, 14 prósent nafn fjölskyldumeðlims og 13 prósent einhverja markverða dagsetningu.

Karen Kjartans­dóttir hættir hjá Sam­fylkingunni

Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir