Fleiri fréttir

„Engin stórviðri í kortunum“

Í dag mun kólna jafnt og þétt á öllu landinu og fara skúrirnar sunnan- og vestanlands því fljótlega að bretast í él.

Bjó til síðu um skaðsemi kannabisefna

Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jónsson sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúkdómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúklinganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskilningur ríkti um kannabisefni.

Ráðherraskipti í Danmörku

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í gær tvo nýja ráðherra, sem tekið hafa sæti í ríkisstjórn hans.

Stærsti dagur kosningabaráttunnar

Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.

Höfðu betur í lekamáli

Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy.

Meirihluti jákvæður gagnvart erlendu vinnuafli

Sextíu prósent Íslendinga eru jákvæð gagnvart því að fá erlent vinnuafl til landsins. Þá er 21 prósent á móti. Nítján prósent tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup, en sambærileg könnun var framkvæmd í 69 öðrum löndum.

Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar

Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja.

Samfélagsmiðlar segja öðrum hvar þú ert

Ef fólk er ekki meðvitað um stillingar í snjallsímanum sínum eru meiri líkur en minni á að aðrir geti fundið út með nákvæmum hætti hvar það er statt. Heimilisföng geta opinberast í gegnum stefnumótasíður.

Margfalt dýrara að leita á bráðamóttöku

Sérfræðingur í bráðahjúkrun segir brýnt að upplýsa ferðamenn hvert þeir eigi að leita ef þeir lenda í slysum og veikindum. Ný rannsókn staðfestir að álag á bráðamóttöku eykst mikið með auknum ferðamannafjölda.

Sjá næstu 50 fréttir