Fleiri fréttir Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. 22.9.2006 15:00 Meðalverð á fiski hækkar um 10% frá því í janúar Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tíu prósent frá því í janúar, samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. 22.9.2006 14:45 Landsflug hættir flugi til Vestmannaeyja Forsvarsmenn flugfélagsins Landsflugs ehf. hafa tekið þá ákvörðun að hætta öllu áætlunarflugi á Vestmannaeyjar frá og með mánudeginum 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að ákvörðunin sé tilkomin vegna þess að flugleiðin hafi ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. 22.9.2006 14:32 Landsframleiðsla á mann vaxið um 50% á 25 árum Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur vaxið um 50% að raunvirði á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 22.9.2006 14:30 Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu Til harðra átaka kom á Austur-Indónesíu í morgun þegar hópur kristinna manna frelsaði mörg hundruð fanga úr fangelsum á svæðinu, lagði elda að bílum og rændi verslanir í eigu múslima. 22.9.2006 14:19 Kemur í fyrsta sinn fram opinberlega eftir átök Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-skæruliða, kom fram opinberlega í dag í fyrsta sinn síðan til átaka kom milli Ísraela og skæruliðahópsins í sumar. Nasrallah tekur þátt í miklum útifundi í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. 22.9.2006 14:15 Á leið með trillu til Patreksfjarðar Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 22.9.2006 14:00 „Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum. 22.9.2006 13:45 Býður sendiherra á sinn fund Páfi ætlar að gera tilraun til að ná sátt við múslima og hefur boðið sendiherra þeirra í heimsókn til sín til að ræða málin. 22.9.2006 13:30 Í gæsluvarðhald eftir ránsferð um landið Tveir ungir menn úr hópi þjófagengis, sem farið hefur ránshendi víða um land að undanförnu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi. 22.9.2006 13:15 Children compete for the Oscar 22.9.2006 13:12 Róberti sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS Róbert Marshall hefur verið sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í morgun. Eins og greint hefur verið frá stendur til að gera breytingar á útsendingum stöðvarinnar og verða þær kynntar á næstunni. 22.9.2006 13:02 Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði. 22.9.2006 13:00 Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. 22.9.2006 12:47 Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. 22.9.2006 12:30 Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. 22.9.2006 12:30 Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. 22.9.2006 12:00 Hjólið óskráð og ljóslaust Bíll og mótorkross hjól lentu í árekstri í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi og meiddist ökumaður hjólsins, en ekki alvarlega. Hjólið var óskráð, ljóslaust og ökumaðurinn hafði ekki réttindi til aksturs vélhjóla. 22.9.2006 11:45 Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi. 22.9.2006 11:30 Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum. 22.9.2006 11:27 Sing Sling in Copenhagen 22.9.2006 11:18 Trilla olíulaus úti fyrir Kópanesi á Vestfjörðum Björgunarbátur frá Patreksfirði var kallaður út í morgun um klukkan níu vegna trillu sem varð olíulaus um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrarfjarðar. Ekkert amaði að skipverjanum á trillunni og er gott veður á staðnum. 22.9.2006 11:09 Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst. 22.9.2006 11:00 Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. 22.9.2006 10:45 Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 22.9.2006 10:30 Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar. 22.9.2006 10:15 Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat. 22.9.2006 10:00 Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum. 22.9.2006 09:45 Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. 22.9.2006 09:30 Benedikt páfi leitar sátta Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann. 22.9.2006 09:15 Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær. 22.9.2006 09:15 Býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Helga Vala hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift árið 1998, bæði sem leikari og leikstjóri. Hún er gift Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og saman eiga þau fjögur börn. 22.9.2006 09:00 Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 22.9.2006 08:45 Mótmælin fóru friðsamlega fram í nótt Um tíu þúsund manns söfnuðust saman fimmta kvöldið í röð við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. 22.9.2006 08:30 Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum. 22.9.2006 08:18 Enn í yfirheyrslum vegna afbrota Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum. 22.9.2006 08:15 Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn. 22.9.2006 07:45 Ferðalagi síbrotamanna er lokið Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember. 22.9.2006 07:45 Skáldkona sýknuð Tyrkneskur rithöfundur þótti ekki hafa móðgað Tyrkland með því að láta armenska persónu í skáldsögu sinni tala um tyrknesku slátrarana. Úrskurðurinn vakti úlfúð mótmælenda. 22.9.2006 07:45 Ný aðildarríki ekki í Schengen Tafir verða á þátttöku nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins í Schengen-vegabréfaeftirlitinu. Á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB var tilkynnt um tafir á uppsetningu nýs gagnagrunns eftirlitsins. 22.9.2006 07:45 Dísilolía dýrari en bensínið Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær. 22.9.2006 07:30 Ómar er bara góður vinur Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau, segir hann. 22.9.2006 07:30 Mörg hryðjuverkamál til athugunar hjá lögreglunni Mál sem varða þjóðaröryggi, þar með talið hugsanlega hryðjuverkastarfsemi, hafa komið reglulega upp hér á landi að undanförnu og verið til athugunar hjá lögregluyfirvöldum. 22.9.2006 07:30 Biðlistar heyri sögunni til Á næsta ári verður ráðist í stækkun barna- og unglingageðdeildar. Þá færast greiningar á vægari tilfellum geðrænna vandamála til heilsugæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að með þessum aðgerðum heyri biðlistar brátt sögunni til. Áætlaður kostnaður stækkunarinnar er um 340 milljónir. Þess má geta að nú bíða 108 börn og unglingar eftir fyrsta viðtali á BUGL og hafa sumir beðið í á annað ár. 22.9.2006 07:30 Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana Símafélögin þurfa samkvæmt lögum að vera með tækjabúnað sem hægt er að nota til símhlerana. Ekkert eftirlit er með búnaðinum. Póst- og fjarskiptastofnun þarf samkvæmt lögum að sinna eftirliti með búnaði. 22.9.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. 22.9.2006 15:00
Meðalverð á fiski hækkar um 10% frá því í janúar Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tíu prósent frá því í janúar, samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. 22.9.2006 14:45
Landsflug hættir flugi til Vestmannaeyja Forsvarsmenn flugfélagsins Landsflugs ehf. hafa tekið þá ákvörðun að hætta öllu áætlunarflugi á Vestmannaeyjar frá og með mánudeginum 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að ákvörðunin sé tilkomin vegna þess að flugleiðin hafi ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. 22.9.2006 14:32
Landsframleiðsla á mann vaxið um 50% á 25 árum Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur vaxið um 50% að raunvirði á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 22.9.2006 14:30
Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu Til harðra átaka kom á Austur-Indónesíu í morgun þegar hópur kristinna manna frelsaði mörg hundruð fanga úr fangelsum á svæðinu, lagði elda að bílum og rændi verslanir í eigu múslima. 22.9.2006 14:19
Kemur í fyrsta sinn fram opinberlega eftir átök Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-skæruliða, kom fram opinberlega í dag í fyrsta sinn síðan til átaka kom milli Ísraela og skæruliðahópsins í sumar. Nasrallah tekur þátt í miklum útifundi í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. 22.9.2006 14:15
Á leið með trillu til Patreksfjarðar Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 22.9.2006 14:00
„Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum. 22.9.2006 13:45
Býður sendiherra á sinn fund Páfi ætlar að gera tilraun til að ná sátt við múslima og hefur boðið sendiherra þeirra í heimsókn til sín til að ræða málin. 22.9.2006 13:30
Í gæsluvarðhald eftir ránsferð um landið Tveir ungir menn úr hópi þjófagengis, sem farið hefur ránshendi víða um land að undanförnu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi. 22.9.2006 13:15
Róberti sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS Róbert Marshall hefur verið sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í morgun. Eins og greint hefur verið frá stendur til að gera breytingar á útsendingum stöðvarinnar og verða þær kynntar á næstunni. 22.9.2006 13:02
Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði. 22.9.2006 13:00
Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. 22.9.2006 12:47
Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. 22.9.2006 12:30
Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. 22.9.2006 12:30
Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. 22.9.2006 12:00
Hjólið óskráð og ljóslaust Bíll og mótorkross hjól lentu í árekstri í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi og meiddist ökumaður hjólsins, en ekki alvarlega. Hjólið var óskráð, ljóslaust og ökumaðurinn hafði ekki réttindi til aksturs vélhjóla. 22.9.2006 11:45
Niðurstöður varnarviðræðna kynntar eftir helgi Ekki verður greint frá samkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarmálum og viðskilnaði hersins við landið fyrr en í næstu viku að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarkonu Geirs H. Haarde forsætisáðherra. Geir lýsti því yfir fyrr í vikunni að samkomulagið lægi fyrir örðu hvorum megin við helgina en nú er ljóst að það verður ekki fyrir helgi. 22.9.2006 11:30
Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum. 22.9.2006 11:27
Trilla olíulaus úti fyrir Kópanesi á Vestfjörðum Björgunarbátur frá Patreksfirði var kallaður út í morgun um klukkan níu vegna trillu sem varð olíulaus um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrarfjarðar. Ekkert amaði að skipverjanum á trillunni og er gott veður á staðnum. 22.9.2006 11:09
Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst. 22.9.2006 11:00
Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. 22.9.2006 10:45
Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 22.9.2006 10:30
Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar. 22.9.2006 10:15
Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat. 22.9.2006 10:00
Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum. 22.9.2006 09:45
Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. 22.9.2006 09:30
Benedikt páfi leitar sátta Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann. 22.9.2006 09:15
Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær. 22.9.2006 09:15
Býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Helga Vala hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift árið 1998, bæði sem leikari og leikstjóri. Hún er gift Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og saman eiga þau fjögur börn. 22.9.2006 09:00
Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 22.9.2006 08:45
Mótmælin fóru friðsamlega fram í nótt Um tíu þúsund manns söfnuðust saman fimmta kvöldið í röð við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. 22.9.2006 08:30
Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum. 22.9.2006 08:18
Enn í yfirheyrslum vegna afbrota Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum. 22.9.2006 08:15
Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn. 22.9.2006 07:45
Ferðalagi síbrotamanna er lokið Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember. 22.9.2006 07:45
Skáldkona sýknuð Tyrkneskur rithöfundur þótti ekki hafa móðgað Tyrkland með því að láta armenska persónu í skáldsögu sinni tala um tyrknesku slátrarana. Úrskurðurinn vakti úlfúð mótmælenda. 22.9.2006 07:45
Ný aðildarríki ekki í Schengen Tafir verða á þátttöku nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins í Schengen-vegabréfaeftirlitinu. Á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB var tilkynnt um tafir á uppsetningu nýs gagnagrunns eftirlitsins. 22.9.2006 07:45
Dísilolía dýrari en bensínið Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær. 22.9.2006 07:30
Ómar er bara góður vinur Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau, segir hann. 22.9.2006 07:30
Mörg hryðjuverkamál til athugunar hjá lögreglunni Mál sem varða þjóðaröryggi, þar með talið hugsanlega hryðjuverkastarfsemi, hafa komið reglulega upp hér á landi að undanförnu og verið til athugunar hjá lögregluyfirvöldum. 22.9.2006 07:30
Biðlistar heyri sögunni til Á næsta ári verður ráðist í stækkun barna- og unglingageðdeildar. Þá færast greiningar á vægari tilfellum geðrænna vandamála til heilsugæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að með þessum aðgerðum heyri biðlistar brátt sögunni til. Áætlaður kostnaður stækkunarinnar er um 340 milljónir. Þess má geta að nú bíða 108 börn og unglingar eftir fyrsta viðtali á BUGL og hafa sumir beðið í á annað ár. 22.9.2006 07:30
Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana Símafélögin þurfa samkvæmt lögum að vera með tækjabúnað sem hægt er að nota til símhlerana. Ekkert eftirlit er með búnaðinum. Póst- og fjarskiptastofnun þarf samkvæmt lögum að sinna eftirliti með búnaði. 22.9.2006 07:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent