Fleiri fréttir

Valdarán í Taílandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta.

Dæmdur fyrir að stinga föður sinn

Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir.

Þurfa ekki meiri orku

Íslenska járnblendifélagið hyggst ekki blanda sér í samkeppni álveranna um meiri raforku, fari svo að móðurfélagið Elkem flytji starfsemi verksmiðjunnar í Ålvik í Noregi, til Grundartanga. Forstjóri fyrirtækisins telur allar forsendur fyrir því að taka við starfseminni án þess að nota meiri orku.

Stutt síðan Samfylkingin beitti sér fyrir nýrri stóriðjuuppbyggingu

Aðeins eru þrír mánuðir liðnir frá því að Samfylkingin beitti sér fyrir því innan Reykjavíkurborgar að Orkuveitan kæmi að frekari stóriðjuuppbyggingu. Í síðustu viku boðaði sami flokkur stóriðjustopp. Frambjóðendur flokksins í væntanlegum álversbyggðarlögum freista þess nú að útskýra hvernig barátta fyrir nýjum álverum samræmist hinni nýju stóriðjustefnu flokksins.

Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg

Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar.

Stjórnsýslukæra á hendur Skattstjóranum í Reykjavík

Stjórnsýslukæru hefur verið lögð fram á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis. Skattstjóri segir að umboð hafi verið til staðar fyrir afhendingu framtalanna.

Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram

Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram.

Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku

Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku.

Fregnir berast af valdaráni í Taílandi

Svo virðist sem valdarán hafi verið fram í Taílandi í dag. Her og lögregla hafa lagt undir sig helstu stjórnarbyggingar í Bangkok. Í yfirlýsingu sem lesin og birt var í helstu miðlum landsins fyrir stundu segir að her og lögregla hafi skipað sérstaka nefnd sem verði falið að ákveða um endurbætur á stjórn landsins.

Enginn handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar

Lögreglumenn í Reykjavík, Kópavogi, á Selfossi og Ísafirði gerðu í morgun samhæfðar húsleitir vegna gruns um að niðurhal á barnaklámi af netinu. Aðgerðirnar voru skipulagðar eftir vísbendingu frá Interpol. Enginn verður handtekinn fyrr en tölvurnar hafa verið rannsakaðar af tæknideildum á hverjum stað fyrir sig.

Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu

Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg.

Penninn kaupir þriðjung í Te og kaffi

Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Minnst tíu skriðdrekum hefur verið lagt við stjórnarbyggingar í höfuðborginni, Bangkok. Forsætisráðherrann hefur fyrirskipað hersveitum að haga ekki aðgerðum í andstöðu við lög landsins.

Mætti með loftbyssu í skólann

Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra.

Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum

Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili.

Hámarksrefsing verði 16 ár í stað 6 ára

Dómsmálaráðherra leggur til að skilgreining almennra hegningarlaga á nauðgun verði víkkuð þannig að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi falli innan refsiramma fyrir nauðgun. Þetta er töluverð refsiþynging þar sem hámarks refsing fyrir slík brot er 6 ár en verður 16 ár ef frumvarpið nær fram að ganga.

Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms

Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám.

Ein mest sótta íslenska heimildarmynd frá upphafi

Allt stefnir í að myndin um Jón Pál Sigmarsson verði ein best sótta íslenska heimildamyndin frá upphafi. Myndin var frumsýnd á Íslensku kvikmyndahátíðinni og er nú komin í almennar sýningar.

Ártúnsbrekka opnuð aftur eftir slys

Miklabraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku verður opnuð innan stundar eftir umferðarslys sem varð þar fyrir hádegi.

Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar.

Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni

Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni.

Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands

Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins.

OMX kauphallirnar og Kauphöll Íslands sameinast

Kauphöll Íslands og OMX Kauphöllin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu. Ráðgert er að kaupin verði fullfrágengin í lok þessa árs. Með sameiningunni skapast ný tækifæri á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis.

Skattstjóri segist hafa hreinan skjöld

Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál.

Mótmælendur verða teknir föstum tökum

Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum.

Frjálslyndir og Nýtt afl ræða sameiginlegt framboð

Frjálslyndir og Nýtt afl ræða nú þessa dagana hvort flokkarnir ætli að bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir flokkana vera að ræða saman og að sameiginlegt framboð sé tvímælalaust sinn vilji og hafi verið það frá því fyrir síðustu þingkosningar.

Sólveig gefur ekki kost á sér aftur

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu samkvæmt heimildum NFS. Sólveig var fyrst kosin á þing árið 1991 en þar á undan var hún varaþingmaður.

Meginlínur samkomulags liggja fyrir

Forsætisráðherra vonast til að hægt verði að kynna samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarviðræðum fyrir helgi og í síðasta lagi eftir helgi. Meginlínur liggja þegar fyrir.

Velti bíl og tengivagni í Ártúnsbrekku

Ökumaður dráttarbíls með tengivagni slapp lítið sem ekkert meiddur þegar bíllinn og vagninn ultu neðarlega í Ártúnsbrekku í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun. Svo vel vildi til að engin annar bíll var nálægur rétt þegar slysið varð.

Reyndist hafa verið með fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad.

Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál

Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember.

Brottflutningi frá Líbanon ljúki fyrir helgi

Ísraelsher lýkur brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon fyrir helgina. Þetta hefur ísraelskur þingmaður eftir yfirmanni hersins. Nýtt ár hefst hjá gyðingum við sólsetur á föstudag og er haft eftir hershöfðingjanum að liðsflutningunum verði lokið fyrir þann tíma.

Brenndist við að fylla á kveikjara

Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó.

Mótmæli við þinghúsið í Búdapest

Um fimm hundruð manns eru nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, segi af sér.

Fimm Danir sem leitað var að fundnir í Þelamörk

Fimm Danir sem leitað var að í Þelamörk í Noregi fundust í morgun heilir á húfi. Um var að ræða tvær konur og þrjú börn sem farið höfðu í fjallgöngu í gærkvöld en villtust á göngu sinni.

Stúlka komin í leitirnar

Stúlkan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir er komin í leitirnar. Það gerðist nú í morgun.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 11,4%

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu tólf mánuði eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitalan í október, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 352,3 stig og hækkar um 0,26 prósent frá fyrra mánuði.

Lýst eftir 16 ára stúlku

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Aldísi Ósk Egilsdóttur sem er 16 ára að aldri. Hún er 172 cm á hæð með sítt, slétt dökkt hár og sterklega vaxin. Hún er íklædd grárri hettupeysu, svörtum frottebuxum og brúnum skóm. Lögreglan biður hana að gefa sig fram eða þá sem hafa séð til hennar eða viti um ferðir hennar, að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100.

Framkvæmdir víða við þjóðveginn

Hvalfjarðargöngin verða lokuð yfir nóttina þessa viku fram á föstudag. Göngin verða lokuð fyrir umferð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Fleiri framkvæmdir eru víðar á þjóðvegum landsins en búast má við umferðartöfum við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá standa yfir brúarframkvæmdir á Djúpavegi við Selá í Hrútafirði. Umferð er beint um hjá leið en umferð verður að öllum líkindum hleypt um brúna 10. október næstkomandi.

Ferðamaður missti stjórn á bíl sínum

Ferðamaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt eftir þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Betur fór en á horfðist en ferðamaðurinn, sem var einn í bíl, hlaut minniháttar skrámur og gerði læknir að sárum hans á vettvangi. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögeglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða.

OMX kaupir Kauphöllina

OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf.

Tveggja kvenna og þriggja barna leitað í Noregi

Tveggja kvenna og þriggja barna er nú leitað í Telemark í Noregi en ekkert hefur til þeirra spurst síðan í gærkvöldi þegar þau lögðu af stað í fjallgöngu. Á fréttavef norska ríkissjónvarpsins er greint frá því að leit hafi staðið yfir síðan í nótt fimmmenningunum sem eru danskir ferðamenn. Björgunarsveitarmenn hafa fundið bílinn sem fólkið var á en fólkið er illa klætt og án matar. Aðstæður eru sagðar erfiðar á þessum slóðum til leitar.

Sjá næstu 50 fréttir