Fleiri fréttir Þyrlan sótti danska ferðakonu Ung dönsk ferðakona veiktist hastarlega í Þórsmörk í gærkvöldi og eftir samráð við lækna var ákeðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún sótti konuna og lenti með hana við Borgarspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað gekk að konunni, en hún mun ekki vera í lifshættu. 19.9.2006 07:30 Brotist inn í félagsheimilið Árnes Brotist var inn í félagsheimilið Árnes í uppsveitum Árnesssýslu í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, skjávörpum, áfengi og lausafé. Ljóst er að þýfið nemur háum upphæðum og eru lögreglumenn frá Selfossi á vettvangi, en þjófarnir komust undan og munu engar beinar vísbendigar vera um það, hverjir þarna voru á ferð. 19.9.2006 07:15 Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. 19.9.2006 13:45 Hákarl sem gengur á uggunum Vísindamenn sem hafa grandskoðað dýralíf neðansjávar undan strönd Papua-héraðs á Indónesíu segjast hafa fundir nokkra tugi nýrra dýrategunda á svæðinu. Þar á meðal er hákarl sem getur gengið á uggunum. 18.9.2006 23:30 Of mjóar til að sýna föt Tískuvikan í Madríd á Spáni hófst í dag en deilur kviknuðu um framkvæmd hennar um helgina. Þá höfnuðu aðstandendur 5 sýningarstúlkum með þeim rökum að þær væru of grannar til að taka þátt. Nokkru áður hafði verið ákveðið að banna þvengmjóum stúlkum að taka þátt í tískusýningum þessa vikuna. 18.9.2006 23:15 Google bannað að birta fréttir úr belgískum blöðum Héraðsdómur í Belgíu hefur gert leitarvefnum Google að hætta að birta fréttir úr belgískum blöðum án leyfis og án þess að borga fyrir það. Samtök blaðaútgefenda í frönsku- og þýskumælandi hluta Belgíu fóru í mál við Google vegna þessa, en samtökin eiga rétt á öllu því sem birtist í blöðum þar. Verði Google ekki við þessu verður fyrirtækið sektað um jafnvirði tæplega 90 milljóna íslenskra króna á dag. 18.9.2006 23:00 Mikil hætta á borgarastyrjöld í Írak Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á að borgarastyrjöld brjótist út í Írak ef fram haldi sem horfi. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld. 18.9.2006 22:51 Kviknað í ríkissjónvarpi Ungverjalands Mótmælendur reyndu í kvöld að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Ungverjalandi eftir að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, viðurkenndi að hafa logið um fjárhag landsins til að tryggja flokki sínum sigur í þingkosningum aprí. Afsagnar Gyurcsanys er krafist en hann neitar að víkja. Eldur var lagður að byggingu ríkissjónvarpsins. 18.9.2006 22:46 Ríkið æsir til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu Bæklunarlæknar eru ekki bjartsýnir á að fundir með samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skili ásættanlegum árangri og fleiri sérgreinalæknar líta einnig til fordæmis hjartalækna sem sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun í vor. Formaður Læknafélags Íslands segir að með því að takmarka þjónustuna sé ríkið að æsa til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. 18.9.2006 20:19 Segir ekki við Símann að sakast Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki við Símann að sakast þó fjarskiptakerfi Landhelgisgæslunnar á Norðurlandi hafi rofnað á laugardag. Þingmaður vinstri grænna kennir einkavæðingu Símans um sambandsleysið og segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt. 18.9.2006 18:45 Rætt um hverfi háhýsa við Laugarnes Hugmyndir um nýtt hverfi, allt að sautján hæða íbúða- og skrifstofubygginga við Laugarnes, eru nú til umræðu í borgarkerfinu. Framkvæmdir gætu hafist næsta vor. 18.9.2006 18:03 Kampusch fær skammarbréf Hótunar- og skammarbréf streyma nú bæði til austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch og austurrískra fjölmiðla. Natasja slapp nýlega úr tíu ára prísund manns sem rændi henni þegar hún var átta ára gömul. 18.9.2006 17:30 Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. 18.9.2006 17:15 Banna fartölvur vegna eldhættu Mörg flugfélög hafa bannað farþegum að hafa Apple- og Dell-fartölvur með sér um borð í flugvélar sínar. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar í þessum tölvum eru taldar skapa of mikla eldhættu. Bæði Apple og Dell innkölluðu milljónir af rafhlöðum í sumar eftir að upplýst var um mörg tilfelli þess að þær ofhitnuðu og kveiktu í. 18.9.2006 16:59 Gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað konu á heimili hans þann 10. september síðastliðinn. 18.9.2006 16:55 Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. 18.9.2006 16:39 Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. 18.9.2006 16:03 Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö. 18.9.2006 15:44 Viðbrögð við ummælum páfa megi ekki ógna málfrelsi Framkvæmdastjórn Evrópudsambandsins segir að ekki eigi að taka ummæli Benedikts páfa um múlsima úr samhengi og viðbrögð við þeim megi ekki ógna málfrelsinu. Johannes Laitenberger, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að ofsafengin viðbrögð við hvers konar ummælum jafngildi því að málfrelsinu sé hafnað og það sé ekki ásættanlegt. 18.9.2006 15:30 Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. 18.9.2006 15:18 Breytingar verða kynntar eins fljótt og auðið er Ari Edwald, forstjóri 365, segir rekstur fréttastofu NFS í mikilli endurskoðun og líklega muni koma til uppsagna starfsfólks vegna breytinga á rekstrinum. Hann vill ekki segja til um hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir. 18.9.2006 15:07 Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. 18.9.2006 14:54 Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. 18.9.2006 14:30 Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 18.9.2006 14:15 Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. 18.9.2006 14:00 Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar. 18.9.2006 13:45 Grunaður um að hafa rænt og nauðgað 14 ára stúlku Lögreglan í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt fjórtán ára stúlku, haldið henni nauðugri og nauðgað. 18.9.2006 13:30 Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. 18.9.2006 13:15 Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. 18.9.2006 13:00 101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. 18.9.2006 12:45 Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. 18.9.2006 12:30 Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. 18.9.2006 12:15 Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. 18.9.2006 12:07 Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu. 18.9.2006 11:42 Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. 18.9.2006 11:30 Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. 18.9.2006 11:30 Magni is back home 18.9.2006 11:19 Ekki ákveðið hvort hætt verði að augða úran tímabundið Talsmaður Íransstjórnar segir það misskilning hjá Vesturveldunum að Íranar séu tilbúnir að hætta auðgun úrans tímabundið. Engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. 18.9.2006 11:15 Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. 18.9.2006 11:00 Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. 18.9.2006 10:55 Nick Cave Weekend in Reykjavík 18.9.2006 10:54 Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. 18.9.2006 10:45 Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. 18.9.2006 10:30 Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 18.9.2006 10:15 Ráðist gegn hermönnum í Afganistan Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði. 18.9.2006 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þyrlan sótti danska ferðakonu Ung dönsk ferðakona veiktist hastarlega í Þórsmörk í gærkvöldi og eftir samráð við lækna var ákeðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún sótti konuna og lenti með hana við Borgarspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvað gekk að konunni, en hún mun ekki vera í lifshættu. 19.9.2006 07:30
Brotist inn í félagsheimilið Árnes Brotist var inn í félagsheimilið Árnes í uppsveitum Árnesssýslu í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, skjávörpum, áfengi og lausafé. Ljóst er að þýfið nemur háum upphæðum og eru lögreglumenn frá Selfossi á vettvangi, en þjófarnir komust undan og munu engar beinar vísbendigar vera um það, hverjir þarna voru á ferð. 19.9.2006 07:15
Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. 19.9.2006 13:45
Hákarl sem gengur á uggunum Vísindamenn sem hafa grandskoðað dýralíf neðansjávar undan strönd Papua-héraðs á Indónesíu segjast hafa fundir nokkra tugi nýrra dýrategunda á svæðinu. Þar á meðal er hákarl sem getur gengið á uggunum. 18.9.2006 23:30
Of mjóar til að sýna föt Tískuvikan í Madríd á Spáni hófst í dag en deilur kviknuðu um framkvæmd hennar um helgina. Þá höfnuðu aðstandendur 5 sýningarstúlkum með þeim rökum að þær væru of grannar til að taka þátt. Nokkru áður hafði verið ákveðið að banna þvengmjóum stúlkum að taka þátt í tískusýningum þessa vikuna. 18.9.2006 23:15
Google bannað að birta fréttir úr belgískum blöðum Héraðsdómur í Belgíu hefur gert leitarvefnum Google að hætta að birta fréttir úr belgískum blöðum án leyfis og án þess að borga fyrir það. Samtök blaðaútgefenda í frönsku- og þýskumælandi hluta Belgíu fóru í mál við Google vegna þessa, en samtökin eiga rétt á öllu því sem birtist í blöðum þar. Verði Google ekki við þessu verður fyrirtækið sektað um jafnvirði tæplega 90 milljóna íslenskra króna á dag. 18.9.2006 23:00
Mikil hætta á borgarastyrjöld í Írak Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á að borgarastyrjöld brjótist út í Írak ef fram haldi sem horfi. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld. 18.9.2006 22:51
Kviknað í ríkissjónvarpi Ungverjalands Mótmælendur reyndu í kvöld að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Ungverjalandi eftir að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, viðurkenndi að hafa logið um fjárhag landsins til að tryggja flokki sínum sigur í þingkosningum aprí. Afsagnar Gyurcsanys er krafist en hann neitar að víkja. Eldur var lagður að byggingu ríkissjónvarpsins. 18.9.2006 22:46
Ríkið æsir til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu Bæklunarlæknar eru ekki bjartsýnir á að fundir með samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins skili ásættanlegum árangri og fleiri sérgreinalæknar líta einnig til fordæmis hjartalækna sem sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun í vor. Formaður Læknafélags Íslands segir að með því að takmarka þjónustuna sé ríkið að æsa til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. 18.9.2006 20:19
Segir ekki við Símann að sakast Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir ekki við Símann að sakast þó fjarskiptakerfi Landhelgisgæslunnar á Norðurlandi hafi rofnað á laugardag. Þingmaður vinstri grænna kennir einkavæðingu Símans um sambandsleysið og segir ótækt að öryggi landsmanna hafi verið einkavætt. 18.9.2006 18:45
Rætt um hverfi háhýsa við Laugarnes Hugmyndir um nýtt hverfi, allt að sautján hæða íbúða- og skrifstofubygginga við Laugarnes, eru nú til umræðu í borgarkerfinu. Framkvæmdir gætu hafist næsta vor. 18.9.2006 18:03
Kampusch fær skammarbréf Hótunar- og skammarbréf streyma nú bæði til austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch og austurrískra fjölmiðla. Natasja slapp nýlega úr tíu ára prísund manns sem rændi henni þegar hún var átta ára gömul. 18.9.2006 17:30
Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. 18.9.2006 17:15
Banna fartölvur vegna eldhættu Mörg flugfélög hafa bannað farþegum að hafa Apple- og Dell-fartölvur með sér um borð í flugvélar sínar. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar í þessum tölvum eru taldar skapa of mikla eldhættu. Bæði Apple og Dell innkölluðu milljónir af rafhlöðum í sumar eftir að upplýst var um mörg tilfelli þess að þær ofhitnuðu og kveiktu í. 18.9.2006 16:59
Gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað konu á heimili hans þann 10. september síðastliðinn. 18.9.2006 16:55
Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. 18.9.2006 16:39
Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. 18.9.2006 16:03
Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö. 18.9.2006 15:44
Viðbrögð við ummælum páfa megi ekki ógna málfrelsi Framkvæmdastjórn Evrópudsambandsins segir að ekki eigi að taka ummæli Benedikts páfa um múlsima úr samhengi og viðbrögð við þeim megi ekki ógna málfrelsinu. Johannes Laitenberger, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að ofsafengin viðbrögð við hvers konar ummælum jafngildi því að málfrelsinu sé hafnað og það sé ekki ásættanlegt. 18.9.2006 15:30
Gripinn nakinn á almannafæri Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. 18.9.2006 15:18
Breytingar verða kynntar eins fljótt og auðið er Ari Edwald, forstjóri 365, segir rekstur fréttastofu NFS í mikilli endurskoðun og líklega muni koma til uppsagna starfsfólks vegna breytinga á rekstrinum. Hann vill ekki segja til um hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir. 18.9.2006 15:07
Yngra fólk mannar búðir og veitingastaði Stærstur hluti starfsmanna í matvöruverslunum og á veitingastöðum og krám er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. 18.9.2006 14:54
Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. 18.9.2006 14:30
Arnarvarp gekk illa vegna slæms tíðarfars Varp arnarins gekk óvenju illa í ár en stofninn hefur engu að síður þrefaldast frá því að bannað var að bera út eitur fyrir tófu árið 1964. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 18.9.2006 14:15
Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. 18.9.2006 14:00
Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar. 18.9.2006 13:45
Grunaður um að hafa rænt og nauðgað 14 ára stúlku Lögreglan í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt fjórtán ára stúlku, haldið henni nauðugri og nauðgað. 18.9.2006 13:30
Skjálfti úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um tvo kílómetra norðnorðvestur af Grímsey um klukkan hálfellefu í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftar séu algengir á þessu svæði. 18.9.2006 13:15
Afhenti skattframtöl örorkulífeyrisþega án leyfis? Örorkulífeyrisþegi hyggst höfða mál, og jafnvel leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. 18.9.2006 13:00
101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé. 18.9.2006 12:45
Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. 18.9.2006 12:30
Bandarískt spínat innkallað vegna hugsanlegrar bakteríu Íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati hafa þegar innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda slíkt spínat eftir að í ljós kom að fólk í Bandaríkjunum hefur veikst af völdum spínats sem mengað er af ecoli-bakteríunni. 18.9.2006 12:15
Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. 18.9.2006 12:07
Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu. 18.9.2006 11:42
Farþegum Strætós fjölgar um 20% í júlí og ágúst Farþegum með Strætó fjölgaði um 20 prósent í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Þar segir einnig að ef horft sé á annan ársþriðjung í heild nemi fjölgunin 9,2 prósentum. 18.9.2006 11:30
Boðið upp á sérfræðileiðsögn annan hvern þriðjudag í vetur Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á sérfræðileiðsögn í hádeginu annan hvern þriðjudag í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á leiðsögn með þessum hætti á safninu. 18.9.2006 11:30
Ekki ákveðið hvort hætt verði að augða úran tímabundið Talsmaður Íransstjórnar segir það misskilning hjá Vesturveldunum að Íranar séu tilbúnir að hætta auðgun úrans tímabundið. Engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. 18.9.2006 11:15
Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna. 18.9.2006 11:00
Actavis hækkar ekki tilboð sitt í PLIVA Actavis hyggst ekki hækka tilbði sitt í króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA eftir að bandaríska fyrirtækið Barr Pharmaceuticals hækkaði tilboð sitt í síðustu viku. 18.9.2006 10:55
Enn haldið sofandi í öndunarvél Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. 18.9.2006 10:45
Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. 18.9.2006 10:30
Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 18.9.2006 10:15
Ráðist gegn hermönnum í Afganistan Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði. 18.9.2006 10:00