Fleiri fréttir Verður fluttur á sjúkrahús á Neskaupsstað Kínverjinn sem ráðist var á í vinnubúðum Impregilo um helgina er enn á legudeild í Reykjavík en verður fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupsstað bráðlega. Lögregla á Egilsstöðum verst allra frétta af rannsókninni en segist þó ekki rannsaka málið sem tilraun til manndráps. Kínverjar í vinnubúðunum vilja lítið sem ekkert tjá sig um málið og torveldar það rannsókn málsins. Lögreglan segist þó ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að fótur sé fyrir orðrómi um að árásin sé til komin vegna spilaskuldar. 22.8.2006 08:04 Heilsuleysi fylgikvilli offitu Einari Má Kristjánssyni hefur ekki tekist að ná af sér þeim fimmtán kílóum sem er forsenda þess að komast inn á næringarsviðið á Reykjalundi. 22.8.2006 08:00 Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn Forráðamenn barna allt niður í 13 ára aldur hafa leitað eftir þjónustu fyrir þau á Reykjalundi vegna offitu. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir úrræði vanta fyrir börn sem eiga við offituvandamál að stríða. 22.8.2006 08:00 Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. 22.8.2006 07:56 Öll lönd hafa skrifað undir Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst. 22.8.2006 07:45 Fyrsta íslenska konan keppir Guðlaug Þorsteinsdóttir hóf keppni í Íslandsmótinu í skák sem hófst í fyrradag en hún er fyrsta íslenska konan til að taka sæti í landsliðsflokki Íslandsmótsins og vinna sér rétt til að tefla um skákmeistara titilinn. 22.8.2006 07:45 Hross sturluðust á Menningarnótt Hross við Faxaflóann fældust vegna sprenginga á Menningarnótt. Hestur fældist við Mosfellsbæ og olli banaslysi. Málið er í rannsókn lögreglu. Þórarinn Jónasson hrossabóndi segir flugeldasýninguna hafa skelft hross sín mjög. 22.8.2006 07:45 Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok Helgi Magnús Gunnarsson, sá eini sem unnið hefur að rannsókn á samráði olíufélaganna, sneri aftur til vinnu í gær. Stefnt er á að ljúka rannsókn á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Óljóst er hvort einstaklingar verða ákærðir. 22.8.2006 07:45 Ellefu ákærðir í London Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi. 22.8.2006 07:30 Kynnir áform sín í september Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að fjalla um pólitískt framhald sitt á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi um miðjan september. 22.8.2006 07:30 Fóru til Florída í boði Alcoa Tveir lögreglumenn frá Eskifirði fóru í boði Alcoa Fjarðaáls á tveggja vikna námskeið í Florída í Bandaríkjunum árið 2004. Mennirnir þáðu styrk í eigin nafni frá Alcoa og öðrum fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi til að sækja námskeið í fíkniefnaleit. Þá styrkti dómsmála- ráðuneytið mennina til fararinnar. 22.8.2006 07:30 Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein Þótt dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, var í gær byrjað að rétta yfir honum fyrir fleiri ógnarverk sem framin voru í stjórnartíð hans. Að þessu sinni fjöldamorð á Kúrdum. 22.8.2006 07:15 Reksturinn verður boðinn út Ríkiskaup munu bjóða út rekstur á farsímakerfum á svokölluðum skuggasvæðum, svæðum þar sem farsímasamband er slæmt eða ekkert. Útboðin, sem verða að öllum líkindum tvö, eru hluti af því verkefni Fjarskiptasjóðs að bæta GSM-móttöku á svæðum þar sem ekki hefur verið talið standa undir kostnaði að halda úti GSM-þjónustu. 22.8.2006 07:15 Kínverjarnir þegja allir sem einn Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar líkamsárásina í starfsmannabúðum Impregilo ekki sem manndrápstilraun. Enginn hefur verið handtekinn. Mögulegt er að árásarmenn séu horfnir úr landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 22.8.2006 07:15 Ítalir vilja leiða friðargæslu Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum. 22.8.2006 07:00 Eftirlitssveitin dregur sig í hlé Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. 22.8.2006 07:00 Vatnsskortur í vændum Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22.8.2006 07:00 Í betra ástandi en talið var Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. 22.8.2006 07:00 Besti pylsuvagn heimsálfunnar Pylsuvagn Bæjarins beztu í Tryggvagötu er næstbesti matsöluturn í Evrópu, samkvæmt breska blaðinu The Guardian, sem birti lista yfir fimm bestu matsöluturna álfunnar í ferðablaði sínu á laugardaginn var. Galdurinn pylsanna er sagður felast í remúlaðinu og einungis einn turn þykir taka Bæjarins beztu fram, en það er skoskur hafragrautsvagn sem ferðast um fjölfarna staði. Ég er orðlaus, segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi pylsuvagnsins. 22.8.2006 07:00 Gæsluvarðhald fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að tveir menn, sem handteknir voru í kjölfar skotárásar í Hafnarfirði þann 21. júní síðastliðinn, skyldu sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 12. september. 22.8.2006 07:00 Hamas-foringi handtekinn Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina. 22.8.2006 06:45 Ólögmæt notkun upplýsinga Ólögmætt var að nota lista um mætingar nemanda í þeim tilgangi að meina einum þeirra þátttöku á hátíð fyrir unglinga á vegum Samfés. Þetta kemur fram í úrskurði sem Persónuvernd kvað upp 14. ágúst síðastliðinn. 22.8.2006 06:45 Himinninn stærsta tjaldið Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verður sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi. 22.8.2006 06:45 Erlendar konur í meirihluta Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins. 22.8.2006 06:45 Fjarvera Mladic óafsakanleg Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið. 22.8.2006 06:30 Bjóða fjórar milljónir á ári 22.8.2006 06:30 Enn í gjörgæslu Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti á laugardagskvöld er enn í gjörgæslu. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans óbreytt, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Einn lést í slysinu sem varð eftir að hestar hlupu í veg fyrir bílinn. 22.8.2006 06:30 Fann slöngu í kjallaranum Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu. 22.8.2006 06:15 Þjóðverjar handteknir Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn. 22.8.2006 06:15 Krefjast úrbóta á flugvöllum Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins. 22.8.2006 06:15 Sprenging banaði tugi manna Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn. 22.8.2006 06:00 Grunnt á því góða milli fylkinga Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum. 22.8.2006 06:00 Endurbætur vega í Skriðdal Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur brýnt að bæta vegakafla hrigvegarins um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal. Á þessu svæði er hringvegurinn mjór malarvegur og á honum eru krappar beygjur og mjóar brýr sem komnar eru til ára sinna. Bæjarráðið telur að fyrirhuguð vegagerð á þessu svæði bæti umferðaröryggi mikið og minnki hættu á umferðar- og mengunarslysum. 22.8.2006 06:00 Létu vísa tveimur frá borði Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail. 22.8.2006 05:45 Lést í bílslysi á Vesturlandsvegi 22.8.2006 05:15 Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. 22.8.2006 05:00 Þrír látnir og tveggja saknað Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega. 22.8.2006 05:00 Fara hringinn á einum tanki Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og dóttir hans Þuríður Arna lögðu af stað klukkan ellefu í gærmorgun frá Reykjavík í hringferð um landið en markmiðið er að komast ferðina á einum tanki. Takist það mun Hekla veita félaginu full afnot af bifreiðinni, sem er Skoda 1,9 dísil, í eitt ár. 22.8.2006 05:00 Verktaki ráðinn í sorpið Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi hefur gert athugasemdir við að gáma til að setja sorp í hefur vantað á Kárahnjúkum og gámarnir ekki fluttir nægilega ört niður af fjallinu til að tæma þá. 22.8.2006 04:45 Meiri hætta á krabbameini Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt. 22.8.2006 04:15 Konur fara með völdin 22.8.2006 04:00 Íranar meina eftirliti aðgang Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra. 22.8.2006 03:45 Ráfaði ölvaður af slysstað Bíll valt í nágrenni Þingeyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá. 22.8.2006 03:30 58 fórust þegar lestir rákust á Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega. 22.8.2006 03:00 Nothing Silly About Being Silly 21.8.2006 15:05 Sjá næstu 50 fréttir
Verður fluttur á sjúkrahús á Neskaupsstað Kínverjinn sem ráðist var á í vinnubúðum Impregilo um helgina er enn á legudeild í Reykjavík en verður fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupsstað bráðlega. Lögregla á Egilsstöðum verst allra frétta af rannsókninni en segist þó ekki rannsaka málið sem tilraun til manndráps. Kínverjar í vinnubúðunum vilja lítið sem ekkert tjá sig um málið og torveldar það rannsókn málsins. Lögreglan segist þó ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að fótur sé fyrir orðrómi um að árásin sé til komin vegna spilaskuldar. 22.8.2006 08:04
Heilsuleysi fylgikvilli offitu Einari Má Kristjánssyni hefur ekki tekist að ná af sér þeim fimmtán kílóum sem er forsenda þess að komast inn á næringarsviðið á Reykjalundi. 22.8.2006 08:00
Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn Forráðamenn barna allt niður í 13 ára aldur hafa leitað eftir þjónustu fyrir þau á Reykjalundi vegna offitu. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir úrræði vanta fyrir börn sem eiga við offituvandamál að stríða. 22.8.2006 08:00
Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. 22.8.2006 07:56
Öll lönd hafa skrifað undir Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst. 22.8.2006 07:45
Fyrsta íslenska konan keppir Guðlaug Þorsteinsdóttir hóf keppni í Íslandsmótinu í skák sem hófst í fyrradag en hún er fyrsta íslenska konan til að taka sæti í landsliðsflokki Íslandsmótsins og vinna sér rétt til að tefla um skákmeistara titilinn. 22.8.2006 07:45
Hross sturluðust á Menningarnótt Hross við Faxaflóann fældust vegna sprenginga á Menningarnótt. Hestur fældist við Mosfellsbæ og olli banaslysi. Málið er í rannsókn lögreglu. Þórarinn Jónasson hrossabóndi segir flugeldasýninguna hafa skelft hross sín mjög. 22.8.2006 07:45
Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok Helgi Magnús Gunnarsson, sá eini sem unnið hefur að rannsókn á samráði olíufélaganna, sneri aftur til vinnu í gær. Stefnt er á að ljúka rannsókn á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Óljóst er hvort einstaklingar verða ákærðir. 22.8.2006 07:45
Ellefu ákærðir í London Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi. 22.8.2006 07:30
Kynnir áform sín í september Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að fjalla um pólitískt framhald sitt á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi um miðjan september. 22.8.2006 07:30
Fóru til Florída í boði Alcoa Tveir lögreglumenn frá Eskifirði fóru í boði Alcoa Fjarðaáls á tveggja vikna námskeið í Florída í Bandaríkjunum árið 2004. Mennirnir þáðu styrk í eigin nafni frá Alcoa og öðrum fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi til að sækja námskeið í fíkniefnaleit. Þá styrkti dómsmála- ráðuneytið mennina til fararinnar. 22.8.2006 07:30
Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein Þótt dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, var í gær byrjað að rétta yfir honum fyrir fleiri ógnarverk sem framin voru í stjórnartíð hans. Að þessu sinni fjöldamorð á Kúrdum. 22.8.2006 07:15
Reksturinn verður boðinn út Ríkiskaup munu bjóða út rekstur á farsímakerfum á svokölluðum skuggasvæðum, svæðum þar sem farsímasamband er slæmt eða ekkert. Útboðin, sem verða að öllum líkindum tvö, eru hluti af því verkefni Fjarskiptasjóðs að bæta GSM-móttöku á svæðum þar sem ekki hefur verið talið standa undir kostnaði að halda úti GSM-þjónustu. 22.8.2006 07:15
Kínverjarnir þegja allir sem einn Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar líkamsárásina í starfsmannabúðum Impregilo ekki sem manndrápstilraun. Enginn hefur verið handtekinn. Mögulegt er að árásarmenn séu horfnir úr landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 22.8.2006 07:15
Ítalir vilja leiða friðargæslu Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum. 22.8.2006 07:00
Eftirlitssveitin dregur sig í hlé Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. 22.8.2006 07:00
Vatnsskortur í vændum Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22.8.2006 07:00
Í betra ástandi en talið var Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. 22.8.2006 07:00
Besti pylsuvagn heimsálfunnar Pylsuvagn Bæjarins beztu í Tryggvagötu er næstbesti matsöluturn í Evrópu, samkvæmt breska blaðinu The Guardian, sem birti lista yfir fimm bestu matsöluturna álfunnar í ferðablaði sínu á laugardaginn var. Galdurinn pylsanna er sagður felast í remúlaðinu og einungis einn turn þykir taka Bæjarins beztu fram, en það er skoskur hafragrautsvagn sem ferðast um fjölfarna staði. Ég er orðlaus, segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi pylsuvagnsins. 22.8.2006 07:00
Gæsluvarðhald fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að tveir menn, sem handteknir voru í kjölfar skotárásar í Hafnarfirði þann 21. júní síðastliðinn, skyldu sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 12. september. 22.8.2006 07:00
Hamas-foringi handtekinn Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina. 22.8.2006 06:45
Ólögmæt notkun upplýsinga Ólögmætt var að nota lista um mætingar nemanda í þeim tilgangi að meina einum þeirra þátttöku á hátíð fyrir unglinga á vegum Samfés. Þetta kemur fram í úrskurði sem Persónuvernd kvað upp 14. ágúst síðastliðinn. 22.8.2006 06:45
Himinninn stærsta tjaldið Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verður sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi. 22.8.2006 06:45
Erlendar konur í meirihluta Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins. 22.8.2006 06:45
Fjarvera Mladic óafsakanleg Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið. 22.8.2006 06:30
Enn í gjörgæslu Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti á laugardagskvöld er enn í gjörgæslu. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans óbreytt, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Einn lést í slysinu sem varð eftir að hestar hlupu í veg fyrir bílinn. 22.8.2006 06:30
Fann slöngu í kjallaranum Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu. 22.8.2006 06:15
Þjóðverjar handteknir Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn. 22.8.2006 06:15
Krefjast úrbóta á flugvöllum Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins. 22.8.2006 06:15
Sprenging banaði tugi manna Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn. 22.8.2006 06:00
Grunnt á því góða milli fylkinga Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum. 22.8.2006 06:00
Endurbætur vega í Skriðdal Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur brýnt að bæta vegakafla hrigvegarins um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal. Á þessu svæði er hringvegurinn mjór malarvegur og á honum eru krappar beygjur og mjóar brýr sem komnar eru til ára sinna. Bæjarráðið telur að fyrirhuguð vegagerð á þessu svæði bæti umferðaröryggi mikið og minnki hættu á umferðar- og mengunarslysum. 22.8.2006 06:00
Létu vísa tveimur frá borði Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail. 22.8.2006 05:45
Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. 22.8.2006 05:00
Þrír látnir og tveggja saknað Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega. 22.8.2006 05:00
Fara hringinn á einum tanki Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og dóttir hans Þuríður Arna lögðu af stað klukkan ellefu í gærmorgun frá Reykjavík í hringferð um landið en markmiðið er að komast ferðina á einum tanki. Takist það mun Hekla veita félaginu full afnot af bifreiðinni, sem er Skoda 1,9 dísil, í eitt ár. 22.8.2006 05:00
Verktaki ráðinn í sorpið Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi hefur gert athugasemdir við að gáma til að setja sorp í hefur vantað á Kárahnjúkum og gámarnir ekki fluttir nægilega ört niður af fjallinu til að tæma þá. 22.8.2006 04:45
Meiri hætta á krabbameini Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt. 22.8.2006 04:15
Íranar meina eftirliti aðgang Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra. 22.8.2006 03:45
Ráfaði ölvaður af slysstað Bíll valt í nágrenni Þingeyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá. 22.8.2006 03:30
58 fórust þegar lestir rákust á Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega. 22.8.2006 03:00