Fleiri fréttir Mögulegt vestnorrænt fríverslunarsvæði Það var ályktun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag, að ríkistjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands eigi að kanna möguleika á aðild Grænlands að Hoyvíkur-samningnum. Sá samningur er víðtækur fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og leiðir hann til íslensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu. 21.8.2006 18:45 Ný verslanamiðstöð Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi 21.8.2006 18:18 Bush hvetur til friðargæslustarfa í Líbanon George Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti til þess í dag að alþjóðlegt herlið kæmi sem fyrst til friðargæslustarfa í Líbanon. 21.8.2006 18:12 Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. 21.8.2006 18:00 Kennsla hefst á velgengnisviku Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá. 21.8.2006 17:45 Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. 21.8.2006 17:37 Segir samninganefnd um varnarmál óvirka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli. Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur. 21.8.2006 17:21 Færri fórnarlömb en talið var Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun. 21.8.2006 16:25 The Best and the Brightest 21.8.2006 16:13 Fulltrúar Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka kallaðir af vettvangi Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinna á Srí Lanka, Ulf Henricsson, hefur ákveðið að kalla alla sína fulltrúa til höfuðstöðvanna í Colombo. 21.8.2006 16:08 A Thing About Hair 21.8.2006 16:04 Good Move for Bad Taste 21.8.2006 15:53 Þjófnuðum hefur fækkað í Kópavogi Þjófnuðum hefur fækkað um 27% í Kópavogi og hnuplmálum einum og sér um 40% á tímabilinu 1. janúar til 30. júní samanborið við sama tíma fyrir ári. 21.8.2006 15:45 Gran's Front Room 21.8.2006 15:33 Útikennslustofa tekin í gagnið Útikennslustofa, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður opnuð formlega af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á fimmtudaginn næstkomandi. 21.8.2006 15:23 Getting Away From it All 21.8.2006 15:20 Lokun og tafir vegna vegaframkvæmda Hringvegur 1 er lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng frá klukkan 7:30-20:00 í dag. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg. 21.8.2006 15:02 Skólastarf hefst á morgun Skólastarf hefst þriðjudaginn 22. ágúst. Alls munu 15.155 börn og unglingar stunda nám í grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Rúmlega 1.500 börn hefja nám í 1. bekk. 21.8.2006 14:53 Matt Dillon og Marissa Tomei á leið til landsins Stórstjörnurnar Marissa Tomei og Matt Dillon eru á leið til landsins þann 30. ágúst í tilefni að opnun Iceland Film Festival. Þau leika aðalhlutverk í kvikmyndinni Factotum sem er opnunarmynd hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Jim Stark sem framleiddi meðal annars mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka. Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Bent Hammer. Kvikmyndaunnendur hafa til mikils að hlakka en hátíðin mun standa í þrjár vikur. 21.8.2006 14:48 Oldest Icelander turns 109 21.8.2006 13:25 Umferðarslys á Vestfjörðum um helgina Tvö umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði um helgina. Árekstur varð í Mjóafirði, á laugardaginn síðastliðinn, þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. 21.8.2006 13:19 Sjö tölvuskjám stolið í Hafnarfirði Brotist var inn í Menntasetrið við Lækinn í Hafnarfirði um helgina og sjö tölvuskjám stolið. Lögreglan í Hafnarfirði segir málið í rannsókn. 21.8.2006 13:12 Actavis styrkir Youth in Europe í Vilnius Actavis styrkir forvarnarverkefnið "Youth in Europe" í Vilnius. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður um helgina í höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði. 21.8.2006 12:54 Nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar Hlynur Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og mun taka við starfinu 1. september næstkomandi. 21.8.2006 12:45 Tillaga að nýrri verslunarmiðstöð Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi. 21.8.2006 12:05 Íranar ætla að halda auðgun úrans áfram Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, lýsti því yfir fyrr í morgun í íranska ríkissjónvarpinu að Íranar ætluðu að halda auðgun úrans ótrauðir áfram. 21.8.2006 11:46 Þrír létust í óveðri í Búdapest Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld. 21.8.2006 11:43 Skútusiglingar vinsælar um Vestfirði Skútusiglingar um Vestfirði eru það nýjasta í ferðaþjónustu á Ísafirði og láta vinsældirnar ekki á sér standa. Eigendur skútunnar sjá mikla möguleika með skútusiglingar og spá miklum uppgangi í þessari grein ferðaþjónustu. 21.8.2006 11:43 Vísitalan hækkaði um 0,8% í morgun Vísitalan hækkaði um 0,8 % í morgun. Fram kemur á vef Glitnis að ICEX-15 hækkaði um 1,9% á föstudaginn síðastliðinn og var það áttundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkaði. 21.8.2006 11:30 Attack at Kárahnjúkar 21.8.2006 11:28 Samningur Íslands og Namibíu um þróunarmál framlengdur til 2010 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkisstjórnar Ísland, framlengingu á samningi Íslands og Namibíu um samstarf þróunarmála. 21.8.2006 11:15 100.000 people attended Culture Night 21.8.2006 11:03 Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. 21.8.2006 10:42 Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Eistlands Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn til Eistlands dagana 21. - 23. ágúst. 21.8.2006 10:31 Lestarslys í Egyptalandi Minnst 80 eru látnir eftir lestarslys í Egyptalandi, um 20 kílómetra fyrir norðan Kaíró í morgun. 21.8.2006 10:15 Sjö létu lífið í sprengingu í Moskvu Að minnsta kosti sjö létu lífið í mikilli sprengingu á götumarkaði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. 21.8.2006 10:05 Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi Manchester Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi í Manchester á Englandi í gærkvöld og rannsakar lögregla nú málið. 21.8.2006 09:49 Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi jörðuð Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi var lögð til hinstu hvílu uppi á Taupiri-fjalli í morgun. 21.8.2006 09:30 Kröfðust endurtalningu atkvæða Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt. 21.8.2006 09:15 Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. 21.8.2006 09:13 Karr kominn til Bandaríkjanna John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða. 21.8.2006 09:00 Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður. 21.8.2006 08:45 Vill að Menningarnótt verði færð á sunnudag Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ætlar enn að hvetja til þess að hátíðarhöld á menningarnótt verði færð yfir á sunnudag, í stað laugardags. Þetta telur hann affarasælast til að koma í veg fyrir mikla unglingadrykkju í kjölfar listadagskrár menningarnætur. 21.8.2006 08:30 Kínverjinn á batavegi Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag. 21.8.2006 08:15 Enn á gjörgæslu Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærnótt er enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður á fimmtudgsaldri lést í slysinu en það varð með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á öðrum bíl. 21.8.2006 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mögulegt vestnorrænt fríverslunarsvæði Það var ályktun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag, að ríkistjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands eigi að kanna möguleika á aðild Grænlands að Hoyvíkur-samningnum. Sá samningur er víðtækur fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og leiðir hann til íslensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu. 21.8.2006 18:45
Ný verslanamiðstöð Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi 21.8.2006 18:18
Bush hvetur til friðargæslustarfa í Líbanon George Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti til þess í dag að alþjóðlegt herlið kæmi sem fyrst til friðargæslustarfa í Líbanon. 21.8.2006 18:12
Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. 21.8.2006 18:00
Kennsla hefst á velgengnisviku Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá. 21.8.2006 17:45
Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. 21.8.2006 17:37
Segir samninganefnd um varnarmál óvirka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli. Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur. 21.8.2006 17:21
Færri fórnarlömb en talið var Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun. 21.8.2006 16:25
Fulltrúar Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka kallaðir af vettvangi Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinna á Srí Lanka, Ulf Henricsson, hefur ákveðið að kalla alla sína fulltrúa til höfuðstöðvanna í Colombo. 21.8.2006 16:08
Þjófnuðum hefur fækkað í Kópavogi Þjófnuðum hefur fækkað um 27% í Kópavogi og hnuplmálum einum og sér um 40% á tímabilinu 1. janúar til 30. júní samanborið við sama tíma fyrir ári. 21.8.2006 15:45
Útikennslustofa tekin í gagnið Útikennslustofa, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður opnuð formlega af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á fimmtudaginn næstkomandi. 21.8.2006 15:23
Lokun og tafir vegna vegaframkvæmda Hringvegur 1 er lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng frá klukkan 7:30-20:00 í dag. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg. 21.8.2006 15:02
Skólastarf hefst á morgun Skólastarf hefst þriðjudaginn 22. ágúst. Alls munu 15.155 börn og unglingar stunda nám í grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Rúmlega 1.500 börn hefja nám í 1. bekk. 21.8.2006 14:53
Matt Dillon og Marissa Tomei á leið til landsins Stórstjörnurnar Marissa Tomei og Matt Dillon eru á leið til landsins þann 30. ágúst í tilefni að opnun Iceland Film Festival. Þau leika aðalhlutverk í kvikmyndinni Factotum sem er opnunarmynd hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Jim Stark sem framleiddi meðal annars mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka. Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Bent Hammer. Kvikmyndaunnendur hafa til mikils að hlakka en hátíðin mun standa í þrjár vikur. 21.8.2006 14:48
Umferðarslys á Vestfjörðum um helgina Tvö umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði um helgina. Árekstur varð í Mjóafirði, á laugardaginn síðastliðinn, þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. 21.8.2006 13:19
Sjö tölvuskjám stolið í Hafnarfirði Brotist var inn í Menntasetrið við Lækinn í Hafnarfirði um helgina og sjö tölvuskjám stolið. Lögreglan í Hafnarfirði segir málið í rannsókn. 21.8.2006 13:12
Actavis styrkir Youth in Europe í Vilnius Actavis styrkir forvarnarverkefnið "Youth in Europe" í Vilnius. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður um helgina í höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði. 21.8.2006 12:54
Nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar Hlynur Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og mun taka við starfinu 1. september næstkomandi. 21.8.2006 12:45
Tillaga að nýrri verslunarmiðstöð Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi. 21.8.2006 12:05
Íranar ætla að halda auðgun úrans áfram Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, lýsti því yfir fyrr í morgun í íranska ríkissjónvarpinu að Íranar ætluðu að halda auðgun úrans ótrauðir áfram. 21.8.2006 11:46
Þrír létust í óveðri í Búdapest Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld. 21.8.2006 11:43
Skútusiglingar vinsælar um Vestfirði Skútusiglingar um Vestfirði eru það nýjasta í ferðaþjónustu á Ísafirði og láta vinsældirnar ekki á sér standa. Eigendur skútunnar sjá mikla möguleika með skútusiglingar og spá miklum uppgangi í þessari grein ferðaþjónustu. 21.8.2006 11:43
Vísitalan hækkaði um 0,8% í morgun Vísitalan hækkaði um 0,8 % í morgun. Fram kemur á vef Glitnis að ICEX-15 hækkaði um 1,9% á föstudaginn síðastliðinn og var það áttundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkaði. 21.8.2006 11:30
Samningur Íslands og Namibíu um þróunarmál framlengdur til 2010 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkisstjórnar Ísland, framlengingu á samningi Íslands og Namibíu um samstarf þróunarmála. 21.8.2006 11:15
Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. 21.8.2006 10:42
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Eistlands Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn til Eistlands dagana 21. - 23. ágúst. 21.8.2006 10:31
Lestarslys í Egyptalandi Minnst 80 eru látnir eftir lestarslys í Egyptalandi, um 20 kílómetra fyrir norðan Kaíró í morgun. 21.8.2006 10:15
Sjö létu lífið í sprengingu í Moskvu Að minnsta kosti sjö létu lífið í mikilli sprengingu á götumarkaði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. 21.8.2006 10:05
Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi Manchester Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi í Manchester á Englandi í gærkvöld og rannsakar lögregla nú málið. 21.8.2006 09:49
Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi jörðuð Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi var lögð til hinstu hvílu uppi á Taupiri-fjalli í morgun. 21.8.2006 09:30
Kröfðust endurtalningu atkvæða Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt. 21.8.2006 09:15
Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. 21.8.2006 09:13
Karr kominn til Bandaríkjanna John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða. 21.8.2006 09:00
Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður. 21.8.2006 08:45
Vill að Menningarnótt verði færð á sunnudag Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ætlar enn að hvetja til þess að hátíðarhöld á menningarnótt verði færð yfir á sunnudag, í stað laugardags. Þetta telur hann affarasælast til að koma í veg fyrir mikla unglingadrykkju í kjölfar listadagskrár menningarnætur. 21.8.2006 08:30
Kínverjinn á batavegi Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag. 21.8.2006 08:15
Enn á gjörgæslu Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærnótt er enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður á fimmtudgsaldri lést í slysinu en það varð með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á öðrum bíl. 21.8.2006 08:00