Fleiri fréttir Ekið á dreng Ekið var á fimm ára gamlan dreng við Urðarstekk í Breiðholti rétt eftir klukkan eitt í dag. Drengurinn var á hlaupahjóli og ekki með hjálm. Hann hlaut höfuðáverka en er ekki alvarlega slasaður. Drengurinn var lagður inn á Landspítalann til eftirlits. 19.7.2006 18:37 Könnuðu hug almennings lítið Stjórnendur Strætós leituðu ekki kerfisbundið til almennings eftir hugmyndum, þegar nýja leiðakerfið var tekið upp. Þeir töldu meðal annars fjármunum félagsins betur varið í daglega starfsemi en ítarlega athugun. 19.7.2006 18:31 Ríkiskaupum gert að afhenda Altantsolíu gögn Ríkiskaupum er gert skylt að afhenda Atlantsolíu gögn um niðurstöðu útboðs frá árinu 2003 vegna eldsneytiskaupa ríkisstofnanna. Atlantsolía fékk sigur hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, því að Ríkiskaup höfðu neitað að láta gögnin af hendi. Gögnin verða afhent á morgun. 19.7.2006 18:09 Rannsóknarskipið Gæfa komin heim úr leiðangri Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Gæfu VE 11 lauk fyrir skömmu, þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna var kannað , en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla. 19.7.2006 18:04 Tafir á umferð sunnan við Borgarnes Umferðarljósum hefur verið komið upp á þjóðvegi eitt, 15 kílómetrum sunnan við Borgarnes, vegna vegaframkvæmda. 19.7.2006 17:54 Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. 19.7.2006 17:50 Back Safe and Sound 19.7.2006 17:41 Look Both Ways Before Looking up to Somebody 19.7.2006 17:38 Fólksbíll hafnaði ofan í skurði Fólksbíll fór út af veginum skammt frá norðurenda Hvalfjarðarganganna rétt fyrir klukkan fimm í dag og hafnaði ofan í skurði. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hlaut ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, höfuðhögg en talið er að meiðsl hans séu ekki alvarleg. 19.7.2006 17:38 Samtök verslunar og þjónustu óska skýringa frá forsætisráðherra Samtök verslunar og þjónustu óska skýringar á orðum forsætisráðherra um tillögur matvælanefndar, þar sem hann segir að innflytjendum, heildsölum og smásölum sé ekki treystandi til að láta lækkun tolla og skatta á matvæli skila sér til neytenda í lægra verði. 19.7.2006 17:36 Met aðsókn í Háskólann í Reykjavík Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um skóavist til Háskólans í Reykjavík. Um 1800 manns hafa nú sótt um skólavist fyrir næsta skólaár, sem hefst 18. ágúst næstkomandi. 19.7.2006 17:18 Ósáttur við ummæli forsætisráðherra Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist fullviss um að lækkum á sköttum og álagningu á matvælum muni skila sér til neytenda. Hann er ósáttur við ummæli forsætisráðherra um að verslunin gætu tekið slíkar lækkanir til sín. 19.7.2006 15:54 Tómas Zoëga áfram yfirlæknir hjá LSH Náðst hefur samkomulag milli forstjóra LSH og Tómasar Zoëga um að Tómas haldi áfram yfirlæknisstarfi sínu við geðsvið spítalans með sama hætti og áður. 19.7.2006 15:51 Bensínverð hækkar Bensínlítrinn hér á landi færi yfir 140 krónur, ef verðið væri látið fyglja hækkuninni á Rotterdammarkaði í gær. 19.7.2006 15:19 Samið við eldri borgara Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara frá Tryggingastofnun ríkisins hækka og bótakerfið verður einfaldað með fækkun og sameiningu bótaflokka, samkvæmt samkomulagi sem Landsamband eldri borgara og ríkisstjórnin skrifuðu undir í dag. Þá munu bætur lækka minna vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega en nú er. Samkomulagið var undirritað af forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra og fulltrúum eldri borgara í Ráðherrabústaðnum í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og vasapeningar hækkaðir. Þá verði starfslok sveigjanleg, þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Þá mun fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra ganga til uppbyggingar öldrunarstofnana. 19.7.2006 14:45 Áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi sem kveðinn var upp yfir honum um manndráp af gáleysi. 19.7.2006 13:56 Landhelgisgæslan áfram á Reykjarvíkurflugvelli Hugmyndir um að flytja þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar upp á Keflavíkurflugvöll fá ekki hljómgrunn í nýjum tillögum að framtíðarskipulagi sveitarinnar. Þar er lagt til að sveitin verði áfram á Reykjavíkurflugvelli. 19.7.2006 13:38 Mikil fjölgun ferðamanna í maí Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra. 19.7.2006 13:04 Beitir neitunarvaldi Búist er við að Bush Bandaríkjaforseti beiti neitunarvaldi gegn lögum um að veita auknu fjármagni úr ríkiskassanum til stofnfrumurannsókna úr fósturvísum. 19.7.2006 12:37 Brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík Svifdrekaflugmaður brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík rétt fyrir klukkan 12. 19.7.2006 12:19 Á móti einkavæðingu öryggiseftirlits á Keflavíkurflugvelli Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að horfið verði frá ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli. 19.7.2006 12:00 Stærsta seglskip í heimi Stærsta seglskip í heimi, rússneska skólaskipið Sedov, kom til hafnar í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Skipið verður til sýnis almenningi á morgun 19.7.2006 11:23 Norður-Kóreumenn undirbúa átök Stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrirskipuðu herliði sínu að undirbúa sig fyrir stríð á laugardaginn rétt áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti viðskiptabann á Norður-Kóreu. 19.7.2006 10:48 Atvinnuleysi 4% á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali 7.200 manns voru án vinnu á öðrum ársfjórðungi 2006 eða fjögur prósent af vinnuafli samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Atvinnuleysi mældist 3,9% hjá körlum en 4,1% hjá konum. Meirihluti atvinnulausra voru námsmenn. Á öðrum ársfjórðungi 2005 mældist atvinnuleysi þrjú prósent. 19.7.2006 10:29 Handtekin fyrir morð Bandarískur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem unnu í ringulreiðinni sem varð í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu voru handtekin í gær. Þeim var gefið að sök að hafa myrt fjóra fárveika sjúklinga sem morfíni og öðrum kvalastillandi efnum. Það var læknanemi sem tilkynnti málið. 19.7.2006 09:14 Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós. 19.7.2006 08:51 Hreindýraveiðar á Austurlandi hafnar Hreindýraveiðitíminn á Austurlandi er hafinn og er þegar búið að fella þó nokkra tarfa. Um það bil áttatíu manns hafa atvinnu af leiðsögn fyrir veiðimennina, en þeir aðstoða líka við að bera bráðina til byggða. Á þessu veiðitimabili, sem lýkur fimmtánda september, má fella rúmlega níu hundruð dýr, sem er stærsti veiðikvóti til þessa.- 19.7.2006 08:11 Bjart og hlýtt næstu daga „Sólin fer að leika stærra hlutverk í okkar lífi á næstunni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sem spáir góðu veðri um allt land næstu vikuna. 19.7.2006 08:00 Bush og Blair töluðu af sér Á G8-fundinum náðist á band einkasamtal George W. Bush og Tony Blair um ástandið í Líbanon. Þar kveður við annan hljóm en í opinberum yfirlýsingum þeirra. Hluti samtalsins fer hér á eftir. 19.7.2006 07:45 Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir Nefnd á vegum Ríkisendurskoðanda vinnur að mati á eignum Ríkisútvarpsins. Forvörður í Morkinskinnu verðmat listaverk í eigu stofnunarinnar. Hann telur þau eiga að vera á Listasafni Íslands. Hluti af ásjónu RÚV, segir útvarpsstjóri. 19.7.2006 07:45 Rúmlega fimmhundruð manns hafa fundis látnir á Jövu Enn er leitað í rústum húsa sem holskeflan á Jövu jafnaði við jörðu. 525 manns hafa nú fundist látnir og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í fyrradag. Þriggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Fjöldi þeirra látnu á enn eftir að hækka meðan björgunarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar. 19.7.2006 07:34 Bush beitir neitunarvaldi George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita neitunarvaldi gegn lögum um fósturstofnfrumur, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og sent forsetanum til undirritunar. 19.7.2006 07:30 Ísraelar ganga mjög hart fram Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendinga heilu og höldnu frá Beirút í Líbanon. Eftir því sem næst verði komist séu ekki fleiri Íslendingar eftir í landinu. 19.7.2006 07:30 Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. 19.7.2006 07:30 Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. 19.7.2006 07:30 Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. 19.7.2006 07:30 Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- 19.7.2006 07:27 Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela. 19.7.2006 07:16 Níðingar í framboð Hollenskur dómstóll neitaði á mánudag að banna stjórnmálaflokk barnaníðinga, sem berst fyrir því að kynlífsaldur verði lækkaður niður í tólf ár úr sextán árum. Dómarinn sagði það vera rétt kjósenda að dæma um lögmæti stjórnmálaflokka. 19.7.2006 07:15 Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ 19.7.2006 07:15 Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. 19.7.2006 07:15 Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. 19.7.2006 07:10 Búist við langvinnu stríði Níu af hverjum tíu Ísraelum telja árásir ísraelska hersins á Líbanon eiga fullan rétt á sér, samkvæmt ísraelskri skoðanakönnun sem birt var í gær. Sextíu prósent aðspurðra Ísraela eru þeirrar skoðunar að herinn eigi að halda árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökunum í Líbanon hefur verið tortímt. 19.7.2006 07:00 350 létust í flóðbylgjunni Tala þeirra sem létust í flóðbylgjunni sem reið yfir Jövu á Indónesíu á mánudag er komin yfir 340 og vara yfirvöld við því að fleiri muni líklega finnast látnir á næstu dögum. Meðal hinna látnu var sænskur karlmaður, en tvö sænsk börn fundust á lífi í gær. 19.7.2006 07:00 Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. 19.7.2006 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekið á dreng Ekið var á fimm ára gamlan dreng við Urðarstekk í Breiðholti rétt eftir klukkan eitt í dag. Drengurinn var á hlaupahjóli og ekki með hjálm. Hann hlaut höfuðáverka en er ekki alvarlega slasaður. Drengurinn var lagður inn á Landspítalann til eftirlits. 19.7.2006 18:37
Könnuðu hug almennings lítið Stjórnendur Strætós leituðu ekki kerfisbundið til almennings eftir hugmyndum, þegar nýja leiðakerfið var tekið upp. Þeir töldu meðal annars fjármunum félagsins betur varið í daglega starfsemi en ítarlega athugun. 19.7.2006 18:31
Ríkiskaupum gert að afhenda Altantsolíu gögn Ríkiskaupum er gert skylt að afhenda Atlantsolíu gögn um niðurstöðu útboðs frá árinu 2003 vegna eldsneytiskaupa ríkisstofnanna. Atlantsolía fékk sigur hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, því að Ríkiskaup höfðu neitað að láta gögnin af hendi. Gögnin verða afhent á morgun. 19.7.2006 18:09
Rannsóknarskipið Gæfa komin heim úr leiðangri Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Gæfu VE 11 lauk fyrir skömmu, þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna var kannað , en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla. 19.7.2006 18:04
Tafir á umferð sunnan við Borgarnes Umferðarljósum hefur verið komið upp á þjóðvegi eitt, 15 kílómetrum sunnan við Borgarnes, vegna vegaframkvæmda. 19.7.2006 17:54
Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. 19.7.2006 17:50
Fólksbíll hafnaði ofan í skurði Fólksbíll fór út af veginum skammt frá norðurenda Hvalfjarðarganganna rétt fyrir klukkan fimm í dag og hafnaði ofan í skurði. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hlaut ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, höfuðhögg en talið er að meiðsl hans séu ekki alvarleg. 19.7.2006 17:38
Samtök verslunar og þjónustu óska skýringa frá forsætisráðherra Samtök verslunar og þjónustu óska skýringar á orðum forsætisráðherra um tillögur matvælanefndar, þar sem hann segir að innflytjendum, heildsölum og smásölum sé ekki treystandi til að láta lækkun tolla og skatta á matvæli skila sér til neytenda í lægra verði. 19.7.2006 17:36
Met aðsókn í Háskólann í Reykjavík Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um skóavist til Háskólans í Reykjavík. Um 1800 manns hafa nú sótt um skólavist fyrir næsta skólaár, sem hefst 18. ágúst næstkomandi. 19.7.2006 17:18
Ósáttur við ummæli forsætisráðherra Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist fullviss um að lækkum á sköttum og álagningu á matvælum muni skila sér til neytenda. Hann er ósáttur við ummæli forsætisráðherra um að verslunin gætu tekið slíkar lækkanir til sín. 19.7.2006 15:54
Tómas Zoëga áfram yfirlæknir hjá LSH Náðst hefur samkomulag milli forstjóra LSH og Tómasar Zoëga um að Tómas haldi áfram yfirlæknisstarfi sínu við geðsvið spítalans með sama hætti og áður. 19.7.2006 15:51
Bensínverð hækkar Bensínlítrinn hér á landi færi yfir 140 krónur, ef verðið væri látið fyglja hækkuninni á Rotterdammarkaði í gær. 19.7.2006 15:19
Samið við eldri borgara Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara frá Tryggingastofnun ríkisins hækka og bótakerfið verður einfaldað með fækkun og sameiningu bótaflokka, samkvæmt samkomulagi sem Landsamband eldri borgara og ríkisstjórnin skrifuðu undir í dag. Þá munu bætur lækka minna vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega en nú er. Samkomulagið var undirritað af forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra og fulltrúum eldri borgara í Ráðherrabústaðnum í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og vasapeningar hækkaðir. Þá verði starfslok sveigjanleg, þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Þá mun fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra ganga til uppbyggingar öldrunarstofnana. 19.7.2006 14:45
Áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi sem kveðinn var upp yfir honum um manndráp af gáleysi. 19.7.2006 13:56
Landhelgisgæslan áfram á Reykjarvíkurflugvelli Hugmyndir um að flytja þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar upp á Keflavíkurflugvöll fá ekki hljómgrunn í nýjum tillögum að framtíðarskipulagi sveitarinnar. Þar er lagt til að sveitin verði áfram á Reykjavíkurflugvelli. 19.7.2006 13:38
Mikil fjölgun ferðamanna í maí Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra. 19.7.2006 13:04
Beitir neitunarvaldi Búist er við að Bush Bandaríkjaforseti beiti neitunarvaldi gegn lögum um að veita auknu fjármagni úr ríkiskassanum til stofnfrumurannsókna úr fósturvísum. 19.7.2006 12:37
Brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík Svifdrekaflugmaður brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík rétt fyrir klukkan 12. 19.7.2006 12:19
Á móti einkavæðingu öryggiseftirlits á Keflavíkurflugvelli Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að horfið verði frá ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli. 19.7.2006 12:00
Stærsta seglskip í heimi Stærsta seglskip í heimi, rússneska skólaskipið Sedov, kom til hafnar í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Skipið verður til sýnis almenningi á morgun 19.7.2006 11:23
Norður-Kóreumenn undirbúa átök Stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrirskipuðu herliði sínu að undirbúa sig fyrir stríð á laugardaginn rétt áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti viðskiptabann á Norður-Kóreu. 19.7.2006 10:48
Atvinnuleysi 4% á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali 7.200 manns voru án vinnu á öðrum ársfjórðungi 2006 eða fjögur prósent af vinnuafli samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Atvinnuleysi mældist 3,9% hjá körlum en 4,1% hjá konum. Meirihluti atvinnulausra voru námsmenn. Á öðrum ársfjórðungi 2005 mældist atvinnuleysi þrjú prósent. 19.7.2006 10:29
Handtekin fyrir morð Bandarískur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem unnu í ringulreiðinni sem varð í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu voru handtekin í gær. Þeim var gefið að sök að hafa myrt fjóra fárveika sjúklinga sem morfíni og öðrum kvalastillandi efnum. Það var læknanemi sem tilkynnti málið. 19.7.2006 09:14
Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós. 19.7.2006 08:51
Hreindýraveiðar á Austurlandi hafnar Hreindýraveiðitíminn á Austurlandi er hafinn og er þegar búið að fella þó nokkra tarfa. Um það bil áttatíu manns hafa atvinnu af leiðsögn fyrir veiðimennina, en þeir aðstoða líka við að bera bráðina til byggða. Á þessu veiðitimabili, sem lýkur fimmtánda september, má fella rúmlega níu hundruð dýr, sem er stærsti veiðikvóti til þessa.- 19.7.2006 08:11
Bjart og hlýtt næstu daga „Sólin fer að leika stærra hlutverk í okkar lífi á næstunni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sem spáir góðu veðri um allt land næstu vikuna. 19.7.2006 08:00
Bush og Blair töluðu af sér Á G8-fundinum náðist á band einkasamtal George W. Bush og Tony Blair um ástandið í Líbanon. Þar kveður við annan hljóm en í opinberum yfirlýsingum þeirra. Hluti samtalsins fer hér á eftir. 19.7.2006 07:45
Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir Nefnd á vegum Ríkisendurskoðanda vinnur að mati á eignum Ríkisútvarpsins. Forvörður í Morkinskinnu verðmat listaverk í eigu stofnunarinnar. Hann telur þau eiga að vera á Listasafni Íslands. Hluti af ásjónu RÚV, segir útvarpsstjóri. 19.7.2006 07:45
Rúmlega fimmhundruð manns hafa fundis látnir á Jövu Enn er leitað í rústum húsa sem holskeflan á Jövu jafnaði við jörðu. 525 manns hafa nú fundist látnir og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í fyrradag. Þriggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Fjöldi þeirra látnu á enn eftir að hækka meðan björgunarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar. 19.7.2006 07:34
Bush beitir neitunarvaldi George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita neitunarvaldi gegn lögum um fósturstofnfrumur, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og sent forsetanum til undirritunar. 19.7.2006 07:30
Ísraelar ganga mjög hart fram Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendinga heilu og höldnu frá Beirút í Líbanon. Eftir því sem næst verði komist séu ekki fleiri Íslendingar eftir í landinu. 19.7.2006 07:30
Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. 19.7.2006 07:30
Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. 19.7.2006 07:30
Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. 19.7.2006 07:30
Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- 19.7.2006 07:27
Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela. 19.7.2006 07:16
Níðingar í framboð Hollenskur dómstóll neitaði á mánudag að banna stjórnmálaflokk barnaníðinga, sem berst fyrir því að kynlífsaldur verði lækkaður niður í tólf ár úr sextán árum. Dómarinn sagði það vera rétt kjósenda að dæma um lögmæti stjórnmálaflokka. 19.7.2006 07:15
Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ 19.7.2006 07:15
Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. 19.7.2006 07:15
Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. 19.7.2006 07:10
Búist við langvinnu stríði Níu af hverjum tíu Ísraelum telja árásir ísraelska hersins á Líbanon eiga fullan rétt á sér, samkvæmt ísraelskri skoðanakönnun sem birt var í gær. Sextíu prósent aðspurðra Ísraela eru þeirrar skoðunar að herinn eigi að halda árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökunum í Líbanon hefur verið tortímt. 19.7.2006 07:00
350 létust í flóðbylgjunni Tala þeirra sem létust í flóðbylgjunni sem reið yfir Jövu á Indónesíu á mánudag er komin yfir 340 og vara yfirvöld við því að fleiri muni líklega finnast látnir á næstu dögum. Meðal hinna látnu var sænskur karlmaður, en tvö sænsk börn fundust á lífi í gær. 19.7.2006 07:00
Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. 19.7.2006 07:00