Fleiri fréttir

Útafakstur á Ólafsfjarðarvegi

Bíll keyrði út af Ólafsfjarðarveginum milli Akureyrar og Dalvíkur um eittleytið í dag. Ökumaður var á leið í norður og missti stjórn á bíl sínum á móts við bæin Hátún með þeim afleiðingum að hann keyrði út af veginum, velti bílnum og endaði ofan í skurði. Ökumaður var einn í bílnum og sat fastur. Kalla þurfti tækjabíl á vettvang sem klippti manninn út úr bílnum. Maðurinn er lítillega slasaður og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður er grunaður um ölvun.

Afnám verndartolla gangi að íslenskum landbúnaði dauðum

Á vef Landssambads kúabænda, naut.is, skrifar Þórólfur Sveinsson pistil í dag undir fyrirsögninni "Allt í lagi" hættan. Þar fjallar Þórólfur um umfjöllun Kastljóssins um skýrslu matvælanefndar sem birt var í gær. Hann segir viðmælendurna hafa verið á þeirri skoðun að það væri allt í lagi að fella niður tolla á erlendar landbúnaðarvörur til verndar íslenskum matvælum. Þessi hugsunarháttur sé hættulegur því augljóst sé að ef smásöluverð lækki til jafns við það sem kemur fram í skýrslunni sé ekkert fjármagn eftir til að borga starfsmönnum laun. Atvinnugrein sem hafi ekki efni á launagreiðslum hljóti hverfa.

Stöð 2 og Sýn hækka

Fyrirtækið 365 hefur sent frá sér tilkynningu um hækkun á áskriftarstöðvum sínum frá og með 20. júlí næstkomandi. Áskrift að Stöð 2 og erlendum pökkum hækkar um 8% og áskrift að Sýn um 12% fyrir M12 áskrifendur en 13% í almennri áskrift.

Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi.

Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon

Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon.

Pútín vill ekki íraskt lýðræði

Vladimir Pútín Rússlandsforseti kærir sig ekki um lýðræði eins og það sem Írakar hafi. Þetta sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með George Bush Bandaríkjaforseta í morgun en Bush hafði lýst því yfir fyrir ferð sína til Rússlands að hann myndi ræða áhyggjur manna af þróun lýðræðisins í Rússlandi við Pútín.

Tafir á vél Iceland Express vegna bilanar

Talsverðar tafir urðu á flugi vélar Iceland Express til Friedrichshafen í morgun. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að bilun hafi komið upp í loku í hjólabúnaði vélarinnar. Þegar vélin var komin í loftið fóru hjólin upp með eðlilegum hætti en lok búnaðarins féll ekki að. Ákveðið var að lenda vélinni til að gera við lokuna. Eftir viðgerðina var vélinni flogið í stutt reynsluflug og að því búnu gengu farþegar um borð á ný. Áætlað er að vélin lendi í Friedrichshafen kl. 13.54 að íslenskum tíma, um klukkutíma á eftir áætlun.

Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery

Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða.

Átak gegn mávum í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að fylgja eftir átaki Sjálfstæðismanna í Reykjavík og fækka mávum sem sagðir eru herja á bæjarbúa. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að mávurinn veki ótta hjá hafnfirskum börnum auk þess sem hann sæki í rusl og annað ætilegt í bænum.

Vilhjálmur og Harry fordæma myndbirtinguna

Synir Díönu prinsessu, þeir Vilhjálmur og Harry fordæmdu í gær ákvörðun ítalsks tímarits um að birta mynd af Díönu eftir bílslysið sem dró hana til dauða árið 1997. Myndin var tekin af Díönu þar sem hún liggur mikið slösuð í aftursæti bíls og er sjúkraliði við að setja á hana súrefnisgrímu. Birting myndarinnar hefur vakið mikla reiði í Bretlandi. Vilhjálmur og Harry sögðust í gær vera sorgmæddir yfir lágkúru ítalska blaðsins og að þeir væru að bregðast minningu móður sinnar ef þeir verðu hana ekki.

Lögreglumenn slökktu eld í vörubíl

Snör handtök lögreglunnar á Ólafsvík forðuðu því að ekki fór verr þegar kviknaði í gömlum vörubíl sem stóð á yfirbyggðu porti nálægt fiskikerjum bæjarins í gærkvöldi. Talið er að unglingar sem hafi það fyrir sið að reykja í portinu hafi í ógáti kveikt í bílnum. Að sögn lögreglu á staðnum er mikill eldmatur nálægt portinu sem bíllinn stóð í og því skipti miklu að snarlega tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Komst í gang aftur

Hjálparbeiðni barst frá bát sem var vélarvana úti fyrir Hornvík um klukkan átta í morgun og voru björgunarbátar kallaðir út. Áður en bátarnir komust á staðinn var hjálparbeiðnin afturkölluð þar sem skipverjum tókst að koma vél bátsins í gang að nýju.

Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu

Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða.

Hizbollah-liðar þurfa að hætta árásum sínum til að friður komist á

Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims fer nú fram í Pétursborg í Rússlandi. Sameiginlegum blaðamannafundi George Bush, Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta lauk fyrir stundu en þar ræddu þeir um mikilvægi þess að berjast saman gegn hryðjuverkaógninni og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Bush sagði nauðsynlegt að Hizbollah hætti árásum á Ísrael, öðruvísi myndi friður ekki komast á og sagði Pútín skilja áhyggjur Bush og Ísraela. Fyrir fundinn ræddi Bush við Pútín á einkafundi um ástand mannréttindamála í Rússlandi.

Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana

Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Fleiri stelpur hafa sofið hjá

Í rannsókn sem gerð var á heilsu og lífskjörum skólabarna nú í vor kemur í ljós að 32,4 prósent unglinga í 10. bekk hafa haft samfarir. Þetta hlutfall er hæst á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vestfjörðum, um 40 prósent en lægst um 28 prósent í nágrenni Reykjavíkur. Í Reykjavík er þetta hlutfall rétt um landsmeðaltal.

Gantaðist við verjanda sinn

Romas Kosakovskis, Litháinn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðastliðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað.

Sýknaður af fjársvikum

Kristján B. Snorrason, fyrrverandi útibússtjóri KB banka í Borgarnesi, var í fyrradag sýknaður af fjár- og umboðssvikum í Héraðsdómi Reykjaness.

Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta

Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag.

Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara

Fulltrúi bænda í matvælaverðsnefnd forsætisráðherra lagðist gegn hugmyndum um afnám verndartolla búvara. ASÍ vildi ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar þar sem ekki var lögð til stórfelld uppstokun.

Sprunga kom í stífluvegginn

Sprungur komu í þriðju stærstu stíflu veraldar, sem er í suðurhluta Brasilíu, eftir að byrjað var að fylla hana af vatni, með þeim afleiðingum að allt vatnið flæddi úr stíflunni. Stíflan er sömu gerðar og sú sem verið er að reisa á Kárahnjúkum.

Heimilin gætu sparað 130.000

Hægt er að lækka matarreikning heimilanna um 130 þúsund krónur á ári og færa matvöruverð undir meðaltal Evrópusambandsríkjanna.

Alfreð fær hálfa efstu hæðina

Deilan um nýtt húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut hefur verið leyst farsællega og með samþykki allra hlutaðeigandi. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir deiluna hafa frá upphafi byggst á misskilningi.

Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Karl Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og fleiri embættismenn Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipulagt hvíslherferð með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni.

Átök í borgarstjórn

Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa yrði lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í fyrradag. Í stað embættisins verður stofnað embætti mannréttindafulltrúa sem mun starfa með nýrri mannréttindanefnd borgarinnar, en stofnun hennar var ákveðin í vor.

Hugarorkan er hreyfiafl

Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni.

Hill verður sóttur til saka

Hinn tvítugi varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem grunaður er um morðið á flug­liðanum Ashley Turner þann 14. ágúst á varnarsvæðinu í Keflavík, verður sóttur til saka fyrir morðið, en verjendur hans höfðu reynt að fá málinu vísað frá vegna formgalla.

Hafnaði kröfu Impregilo

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verktakafyrirtækisins Impregilo um að fyrirtækið eigi ekki að standa skil á sköttum erlendra starfsmanna undirverktaka sinna fyrr en þeir hafa verið sex mánuði í starfi á Íslandi.

Ný keppnisgögn útbúin

Borgarráð hefur ákveðið að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar.

Gagnrýndi bændastyrki

Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra.

Feginn að málinu sé lokið

Mál þeirra þriggja manna sem lögreglan í Reykjavík handtók í janúar vegna gruns um fjársvik hefur nú verið fellt niður. Mennirnir, einn Íslendingur og tveir útlendingar, voru handteknir í Íslandsbanka, grunaðir um að hafa ætlað að svíkja hundruð milljóna íslenskra króna úr bankanum.

Fótgangandi olli árekstri

Ökumaður sendibíls slasaðist lítillega þegar bifreiðin sem hann ók og vörubifreið skullu saman á Reykjanesbrautinni á níunda tímanum í gærmorgun.

Ryksugurisi í mál við NilFisk

Meðlimir Stokkseyar-bakka-bandsins Nilfisk, eiga yfir höfði sér lögsókn að hálfu ryksuguframleiðandans Nilfisk. Ryksugurisinn krefst þess að hljómsveitin samnefnda breyti heiti sínu og að allur varningur hennar verði gerður upptækur. Piltarnir í hljómsveitinni Nilfisk urðu Íslendingum fyrst að góðu kunnir árið 2003 en þá hituðu upp fyrir bandarísku hljómsveitina Foo Fighters kunn er um alla veröld. Tildrög þess voru þau að eftir að sjálfur söngvari Foo figthers David Grohl, fyrrverandi trommari Nirvarna, hafði lokið máltíð á Stokkseyri gekk hann á tóna sem honum bárust til eyrna úr nærliggjandi skúr. Þar inni hitti hann fyrir unga drengi á hljómsveitaræfingu og svo heillaður varð rokkarinn að hann bað þá um að hita upp fyrir hljómsveit sína. Atburðurinn vakti mikla athygli og á vafalaust stóran þátt í þeirri athygli sem drengirnir hafa fengið. En nú hefur annar risi sýnt Stokks-eyra bandinu áhuga. Reyndar er það ekki goðsögn úr samtímatónlistinni sem hefur augastað á drengunum nú heldur risa ryksuguframleiðandinn Nilfisk. Ryksuguframleiðandinn hótar drengjunum lögsókn breyti þeir ekki nafni sínu og innkalli varning sinn.

Vöruflutningabíll fastur í Hvalfjarðargöngum

Vöruflutningabíll festist í gangamunna Hvalfjarðarganga Reykjavíkurmegin rétt fyrirklukkan níu í kvöld og lokuðust göngin að hluta til á meðan. Mikil röð myndaðist við göngin af þessum sökum og var ökumönnum bent á að sýna biðlund. Þetta er fimmti vöruflutningabíllinn á skömmum tíma sem festir sig í gangamunnanum sem þykir með ólíkindum þar sem merkingar við göngin sem tilgreina hæð þeirra eru mjög greinileg.

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi.

Vildu frávísun morðmáls

Dómari í máli gegn bandarískum hermanni, sem grunaður er um að hafa orðið tvítugri konu að bana á Keflavíkurflugvelli í ágúst, hefur neitað að vísa málinu frá. Verjendur mannsins kröfðust frávísunar á grundvelli þess hversu lengi hermaðurinn hefur verið í haldi.

Sjá næstu 50 fréttir