Fleiri fréttir Ungir Framsóknarmenn skora á Birki í formennsku Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi. Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins. 14.7.2006 17:38 Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín. 14.7.2006 17:35 Vöxtum þinglýst hærra en opinberlega er boðið upp á Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Lánum frá KB banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá KB banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra. 14.7.2006 17:15 Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. 14.7.2006 17:13 Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru. Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti. 14.7.2006 17:07 Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra átti fund með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hún er hér á landi til að skrifa undir framtíðarsamning við landssamband UNICEF á Íslandi. 14.7.2006 14:27 Mysterious Discovery at Skaftafell 14.7.2006 14:09 Bíll út í Sogið Mikill viðbúnaður var nú fyrir skömmu við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll fór út í ána. Betur fór þó en á horfðist því maðurinn er kominn á þurrt og lítið sem ekkert meiddur. 14.7.2006 14:06 Ríkisskattstjóri lætur af embætti Indriði G. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur tilkynnt samstarfsfólki sínu að hann muni láta af embætti í lok september, næstkomandi. Indriði staðfesti þetta í samtali við NFS, fyrir stundu. 14.7.2006 13:58 Styrkir til Vestfjarða frá Ferðamálastofu Ferðamálastofa skrifaði í gær undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. 14.7.2006 13:42 Eign lífeyrissjóðanna lækkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. 14.7.2006 13:13 Morðmáli ekki vísað frá Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á. 14.7.2006 13:10 Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. 14.7.2006 12:33 Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. 14.7.2006 12:30 Sjálfkjörið í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka Sjálfkjörið er í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og rann framboðsfrestur til stjórnarinnar út í gær. 14.7.2006 12:20 Engar loðnuveiðar í sumar Ekkert verður af loðnuveiðum í sumar þar sem Hafrannsóknastofnun finnur enga loðnu og gefur því ekki út neinn kvóta. Undanfarin misseri eru því þau lélegustu frá upphafi loðnuveiða. 14.7.2006 12:12 Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. 14.7.2006 12:00 Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Borgarráð varð á fundi sínum í gær einhuga um að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. 14.7.2006 11:58 Small problems 14.7.2006 11:36 F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra F-listinn segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum. 14.7.2006 11:21 Framhaldsskólanemar fagna tillögum menntamálaráðherra Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema fagnar tillögum menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar. 14.7.2006 11:13 Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. 14.7.2006 10:58 Aflinn minni í júní í ár en á sama tíma í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í júní í ár var 10,2% minni en í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.7.2006 10:35 Mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá 2004 til 2005 Á síðasta ári voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund króna, heildarmánaðarlaun 315 þúsund krónur og árslaun 4,2 milljónir króna. 14.7.2006 10:23 Önnur árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút Ísraelski herinn gerði í morgun aðra árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Ein af flugvélum Atlanta flugfélagsins er á flugvellinum en ekkert amar að Íslendingum sem fylgja flugvélinni. 14.7.2006 10:17 Blóðgjafafélag Íslands 25 ára Blóðgjafafélag Íslands á stórafmæli sunnudaginn næstkomandi en þá verður það 25 ára gamalt. 14.7.2006 10:05 Ökumaður sendibíls slasaðist Ökumaður sendibíls slasaðist þegar lítill senidferðabíll og tveir vörubílar lentu í árkestri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum í morgun. 14.7.2006 10:02 Frummatsskýrsla á breytingum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla á fyrirhugaðri stækkun og breytingum á móttöku-, flokkunar- og urðunarsvæði í landi Strandar í Rangárþingi. 14.7.2006 09:29 Bílslys á Reykjanesbraut Lítill senidferðabíll og vörubíll lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum. Lögreglu- og sjúkrabílar, og tækjabíll slökkviliðsins eru á staðnum og biður lögregla vegfarendur að aka með gát framhjá vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist alvarlega. 14.7.2006 09:06 Færð á vegum Góð færð er á öllu landinu en hvasst á köflum einkum á Fróðarheiði og sterkar vindhviður undir Hafnarfjalli. Vegaframkvæmdir eru á Þingvallavegi frá Kjósarskarðsvegi að Skálabrekku og á Laxárdalsheiði í Sagafirði. Framkvæmdir í Svínadal í Dölum ganga vel og er komið 6 km. að ný lögðu slitlagi þar. Framkvæmdir eru víða á vegum landsins og mikilvægt að ökumenn taki tillit til þess. 14.7.2006 08:32 Þrítugur maður ákærður fyrir þjófnað Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa stolið bíllyklum að bíl á bílasölu í Reykjavík. 14.7.2006 08:11 SPRON styrkir ÍR SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs. 14.7.2006 07:59 Stressið kom upp um Litháann Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar. 14.7.2006 07:45 Heimahjúkrun verði efld Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunarmálum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari. 14.7.2006 07:45 Óhapp í Öxnadal Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið. 14.7.2006 07:30 Huglæg áhrif komin fram Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð. 14.7.2006 07:30 Fresta verkefnum upp á 656 milljónir Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni. 14.7.2006 07:30 Tveir grunaðir um ódæðið Yfirvöld á Indlandi birtu í gær nöfn tveggja ungra manna sem grunaðir eru um hryðjuverk vikunnar, sem urðu um tvöhundruð manns að bana. Andhryðjuverkasveit ríkisstjórnarinnar dreifði myndum af mönnunum til fjölmiðla ásamt nöfnum þeirra. Þeir heita Sayyad Zabiuddin og Zulfeqar Fayyaz, en tilkynningunni fylgdu engar frekari upplýsingar um þá. 14.7.2006 07:30 Heillavænleg langtímaáhrif Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. 14.7.2006 07:30 Kringum landið með kyndilinn Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi. 14.7.2006 07:15 Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna. 14.7.2006 07:15 Þykir áfall fyrir Tony Blair Breska lögreglan hefur yfirheyrt 48 manns í tengslum við ásakanir um að Tony Blair forsætisráðherra hafi séð til þess að fjársterkir einstaklingar fengju sæti í lávarðadeild breska þingsins í skiptum fyrir veglegan fjárstuðning við Verkamannaflokkinn. 14.7.2006 07:15 Bandaríska þingið á leik Örlög fanga bandaríska hersins á Kúbu eru komin til kasta Bandaríkjaþings. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja stefnu og veitt þeim stöðu stríðsfanga. 14.7.2006 07:15 Norrænu seinkar enn Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni. 14.7.2006 07:10 Dick Cheney stefnt Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar. 14.7.2006 07:05 Sjá næstu 50 fréttir
Ungir Framsóknarmenn skora á Birki í formennsku Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi. Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins. 14.7.2006 17:38
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín. 14.7.2006 17:35
Vöxtum þinglýst hærra en opinberlega er boðið upp á Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Lánum frá KB banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá KB banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra. 14.7.2006 17:15
Öryggisráð Sþ á neyðarfundi Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar. 14.7.2006 17:13
Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru. Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti. 14.7.2006 17:07
Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra átti fund með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hún er hér á landi til að skrifa undir framtíðarsamning við landssamband UNICEF á Íslandi. 14.7.2006 14:27
Bíll út í Sogið Mikill viðbúnaður var nú fyrir skömmu við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll fór út í ána. Betur fór þó en á horfðist því maðurinn er kominn á þurrt og lítið sem ekkert meiddur. 14.7.2006 14:06
Ríkisskattstjóri lætur af embætti Indriði G. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur tilkynnt samstarfsfólki sínu að hann muni láta af embætti í lok september, næstkomandi. Indriði staðfesti þetta í samtali við NFS, fyrir stundu. 14.7.2006 13:58
Styrkir til Vestfjarða frá Ferðamálastofu Ferðamálastofa skrifaði í gær undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. 14.7.2006 13:42
Eign lífeyrissjóðanna lækkar Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. 14.7.2006 13:13
Morðmáli ekki vísað frá Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á. 14.7.2006 13:10
Helstu iðnríki heims funda á morgun Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi. 14.7.2006 12:33
Þrír enn óvinnufærir eftir klórgasslysið Þrír eru enn óvinnufærir eftir klórgasslysið í sundlauginni á Eskifirði á dögunum. Rafmagnskerfi laugarinnar, sem er glæný, virkar ekki sem skyldi eftir slysið og gæti því þurft að skipta algjörlega um. 14.7.2006 12:30
Sjálfkjörið í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka Sjálfkjörið er í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og rann framboðsfrestur til stjórnarinnar út í gær. 14.7.2006 12:20
Engar loðnuveiðar í sumar Ekkert verður af loðnuveiðum í sumar þar sem Hafrannsóknastofnun finnur enga loðnu og gefur því ekki út neinn kvóta. Undanfarin misseri eru því þau lélegustu frá upphafi loðnuveiða. 14.7.2006 12:12
Íslenskir flugvirkjar í Beirút þurftu að flytja sig Ísrelar réðust í morgun öðru sinni á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanons. Þrír íslenskir flugvirkjar, sem eru á vegum Atlanta í Beirút, færðu sig í morgun á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar. 14.7.2006 12:00
Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Borgarráð varð á fundi sínum í gær einhuga um að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. 14.7.2006 11:58
F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra F-listinn segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum. 14.7.2006 11:21
Framhaldsskólanemar fagna tillögum menntamálaráðherra Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema fagnar tillögum menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar. 14.7.2006 11:13
Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar. 14.7.2006 10:58
Aflinn minni í júní í ár en á sama tíma í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í júní í ár var 10,2% minni en í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.7.2006 10:35
Mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá 2004 til 2005 Á síðasta ári voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund króna, heildarmánaðarlaun 315 þúsund krónur og árslaun 4,2 milljónir króna. 14.7.2006 10:23
Önnur árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút Ísraelski herinn gerði í morgun aðra árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Ein af flugvélum Atlanta flugfélagsins er á flugvellinum en ekkert amar að Íslendingum sem fylgja flugvélinni. 14.7.2006 10:17
Blóðgjafafélag Íslands 25 ára Blóðgjafafélag Íslands á stórafmæli sunnudaginn næstkomandi en þá verður það 25 ára gamalt. 14.7.2006 10:05
Ökumaður sendibíls slasaðist Ökumaður sendibíls slasaðist þegar lítill senidferðabíll og tveir vörubílar lentu í árkestri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum í morgun. 14.7.2006 10:02
Frummatsskýrsla á breytingum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla á fyrirhugaðri stækkun og breytingum á móttöku-, flokkunar- og urðunarsvæði í landi Strandar í Rangárþingi. 14.7.2006 09:29
Bílslys á Reykjanesbraut Lítill senidferðabíll og vörubíll lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum. Lögreglu- og sjúkrabílar, og tækjabíll slökkviliðsins eru á staðnum og biður lögregla vegfarendur að aka með gát framhjá vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist alvarlega. 14.7.2006 09:06
Færð á vegum Góð færð er á öllu landinu en hvasst á köflum einkum á Fróðarheiði og sterkar vindhviður undir Hafnarfjalli. Vegaframkvæmdir eru á Þingvallavegi frá Kjósarskarðsvegi að Skálabrekku og á Laxárdalsheiði í Sagafirði. Framkvæmdir í Svínadal í Dölum ganga vel og er komið 6 km. að ný lögðu slitlagi þar. Framkvæmdir eru víða á vegum landsins og mikilvægt að ökumenn taki tillit til þess. 14.7.2006 08:32
Þrítugur maður ákærður fyrir þjófnað Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa stolið bíllyklum að bíl á bílasölu í Reykjavík. 14.7.2006 08:11
SPRON styrkir ÍR SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs. 14.7.2006 07:59
Stressið kom upp um Litháann Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar. 14.7.2006 07:45
Heimahjúkrun verði efld Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunarmálum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari. 14.7.2006 07:45
Óhapp í Öxnadal Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið. 14.7.2006 07:30
Huglæg áhrif komin fram Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð. 14.7.2006 07:30
Fresta verkefnum upp á 656 milljónir Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni. 14.7.2006 07:30
Tveir grunaðir um ódæðið Yfirvöld á Indlandi birtu í gær nöfn tveggja ungra manna sem grunaðir eru um hryðjuverk vikunnar, sem urðu um tvöhundruð manns að bana. Andhryðjuverkasveit ríkisstjórnarinnar dreifði myndum af mönnunum til fjölmiðla ásamt nöfnum þeirra. Þeir heita Sayyad Zabiuddin og Zulfeqar Fayyaz, en tilkynningunni fylgdu engar frekari upplýsingar um þá. 14.7.2006 07:30
Heillavænleg langtímaáhrif Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. 14.7.2006 07:30
Kringum landið með kyndilinn Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi. 14.7.2006 07:15
Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna. 14.7.2006 07:15
Þykir áfall fyrir Tony Blair Breska lögreglan hefur yfirheyrt 48 manns í tengslum við ásakanir um að Tony Blair forsætisráðherra hafi séð til þess að fjársterkir einstaklingar fengju sæti í lávarðadeild breska þingsins í skiptum fyrir veglegan fjárstuðning við Verkamannaflokkinn. 14.7.2006 07:15
Bandaríska þingið á leik Örlög fanga bandaríska hersins á Kúbu eru komin til kasta Bandaríkjaþings. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja stefnu og veitt þeim stöðu stríðsfanga. 14.7.2006 07:15
Norrænu seinkar enn Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni. 14.7.2006 07:10
Dick Cheney stefnt Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar. 14.7.2006 07:05