Fleiri fréttir

F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra

F-listinn segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum.

Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai

Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar.

Önnur árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút

Ísraelski herinn gerði í morgun aðra árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Ein af flugvélum Atlanta flugfélagsins er á flugvellinum en ekkert amar að Íslendingum sem fylgja flugvélinni.

Ökumaður sendibíls slasaðist

Ökumaður sendibíls slasaðist þegar lítill senidferðabíll og tveir vörubílar lentu í árkestri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum í morgun.

Bílslys á Reykjanesbraut

Lítill senidferðabíll og vörubíll lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum. Lögreglu- og sjúkrabílar, og tækjabíll slökkviliðsins eru á staðnum og biður lögregla vegfarendur að aka með gát framhjá vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist alvarlega.

Færð á vegum

Góð færð er á öllu landinu en hvasst á köflum einkum á Fróðarheiði og sterkar vindhviður undir Hafnarfjalli. Vegaframkvæmdir eru á Þingvallavegi frá Kjósarskarðsvegi að Skálabrekku og á Laxárdalsheiði í Sagafirði. Framkvæmdir í Svínadal í Dölum ganga vel og er komið 6 km. að ný lögðu slitlagi þar. Framkvæmdir eru víða á vegum landsins og mikilvægt að ökumenn taki tillit til þess.

SPRON styrkir ÍR

SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs.

Stressið kom upp um Litháann

Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar.

Heimahjúkrun verði efld

Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunar­málum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari.

Óhapp í Öxnadal

Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið.

Huglæg áhrif komin fram

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð.

Fresta verkefnum upp á 656 milljónir

Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni.

Tveir grunaðir um ódæðið

Yfirvöld á Indlandi birtu í gær nöfn tveggja ungra manna sem grunaðir eru um hryðjuverk vikunnar, sem urðu um tvöhund­ruð manns að bana. Andhryðjuverkasveit ríkisstjórnarinnar dreifði myndum af mönnunum til fjölmiðla ásamt nöfnum þeirra. Þeir heita Sayyad Zabiuddin og Zulfeqar Fayyaz, en tilkynningunni fylgdu engar frekari upplýsingar um þá.

Heillavænleg langtímaáhrif

Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu.

Kringum landið með kyndilinn

Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi.

Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni

Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna.

Þykir áfall fyrir Tony Blair

Breska lögreglan hefur yfirheyrt 48 manns í tengslum við ásakanir um að Tony Blair forsætisráðherra hafi séð til þess að fjársterkir einstaklingar fengju sæti í lávarðadeild breska þingsins í skiptum fyrir veglegan fjárstuðning við Verkamannaflokkinn.

Bandaríska þingið á leik

Örlög fanga bandaríska hersins á Kúbu eru komin til kasta Bandaríkjaþings. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja stefnu og veitt þeim stöðu stríðsfanga.

Norrænu seinkar enn

Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni.

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Ofbeldisalda í Sao Paulo

Sjö manns hafa látist undanfarna tvo daga í árásum glæpagengja í Sao Paulo í Brasilíu.

35 prósent með risvandamál

Um 35 prósent karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi, samkvæmt rannsókn Guðmundar Geirssonar, Gests Guðmundssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar og Óttars Guðmundssonar. Hlutfall risvandamála hérlendis er sambærilegt við önnur lönd.

Viðvörun til Íslendinga

Vegna ástandsins sem skapast hefur í Ísrael, Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna áréttar utanríkisráðuneytið mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát, fylgist með þróun mála og láti vita af ferðum sínum.

Mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum

Undanfarin ár hafa Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið unnið að framkvæmdaáætlun fyrir nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að muni rísa á Hólmsheiði skammt frá Geithálsi árið 2010.

Afar stolt af hlut kvenna

Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Mér þykir afar vænt um Fréttablaðið og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni, segir Steinunn.

Þúsundir berjast við bálið

Reykjarmökkur liggur nú yfir Yuccadalnum í Kaliforníu, þar sem skógareldar geysa, um 160 kílómetra austur af Los Angeles. Fjöldi íbúðarhúsa hefur brunnið og hundruðum manna hefur verið skipað að yfirgefa híbýli sín.

Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon

Líbanska ríkisstjórnin hefur óskað eftir vopnahléi, en án árangurs. Valdamenn um allan heim hvetja Ísraelsher og Hezbollah til að draga úr ofbeldinu. Fimmtíu óbreyttir Líbanar fórust í árásunum í gær, þar af mörg börn.

Bensín og díselolía mun hækka

Bensín og díselolía munu að öllum líkindum hækka í verði hér á landi vegna mikilla hækkana á heimsmarkaði, þvert ofan í spár.

Bjargað af seglbáti

Karlmanni og 12 ára dreng var bjargað úr sjávarháska á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að litlum seglbáti, sem þeir voru á, hvolfdi við Geldinganes í mikilli vindhviðu.

Harðar árásir á Líbanon

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við.

Aðrir verða líka að spara

Bæjaryfirvöld í Kópavogi eru reiðubúin að skera niður verklegar framkvæmdir að því gefnu að önnur sveitarfélög taki tillit til óska ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn þenslu og að ríkisvaldið útfæri tillögur um frestun eigin framkvæmda.

Konur lesa ekki leiðbeiningarbæklinga

Þrjár af hverjum fjórum konum kunna ekki á farsímann sinn, samkvæmt rannsókn breska fyrirtækisins Comet, sem fjallað er um á fréttasíðu skoska blaðsins Evening Times.

Greitt fyrir starfsþjálfun

Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd um starfsnám segir stærsta atriðið sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar lúta að aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms og greiðslum fyrir starfsþjálfun.

Halda sig inni á hótelherbergi

„Við erum heilir á húfi, við höfum haldið okkur inni á hótelinu síðan loftárásirnar hófust,“ segir Már Þórarinsson, einn fjögurra flugvirkja sem eru á vegum Atlanta flugfélagsins í Beirút í Líbanon, en Ísraelsher gerði loftárásir á Rafik Hariri flugvöllinn þar í gær. Mennirnir, þrír Íslendingar og einn Belgi, eru þar staddir við vinnu á Airbus fraktvél félagsins.

Samdráttur í útlánum

Íbúðarlánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung á síðustu tveimur árum, eða frá því að bankar hófu að veita lán til íbúðakaupa. Miðast þetta við fyrstu tvo ársfjórðungana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í júní 2006.

Sjá næstu 50 fréttir