Fleiri fréttir

Utanríkisráðuneytið gefur út viðvörun

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni.

Segir gagnrýnina óverðskuldaða

Rúnar Árnason framkvæmdarstjóri Landsflugs telur gagnrýni bæjaryfirvalda í Vestmannnaeyjum óverðskuldaða en mikil óánægja hefur verið þar á bæ með sjúkraflug eftir að fyrirtækið Landsflug tók við því.

Skútu hvolfdi við Geldingarnes

Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir.

Sjö manns látnir í Sao Paulo í Brasilíu

Sjö manns hafa látist undanfarna tvo daga í árásum glæpagengja í Sao Paulo í Brasilíu. Mikil skelfing ríkir í borginni en glæpagengin hafa beint árásum sínum gegn lögreglu og almennum borgurum.

Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni.

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Komið í veg fyrir heiðursmorð

43 ára gamall danskur maður af pakistönsku bergi brotnu er sagður hafa komið í veg fyrir að svonefnt heiðursmorð yrði framið á systur sinni.

Íslendingana sakaði ekki

Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.

Tilraunir til innflutnings á fíkniefnum stöðvaðar

Lögreglan hefur komið upp um sjö tilraunir til innflutnings á fíkniefnum undanfarnar sex vikur. Samtals hefur verið lagt hald á rúmlega fjórtán kíló af hvítu efnunum, kókaíni og amfetamíni, á tímabilinu.

Stjórnar raftækjum með hugarorkunni

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni. Neminn nemur heilabylgjur mannsins og sendir þannig skilaboð sem koma í stað fyrir að fingur ýti á takka.

Landamærin lokuð við Rafah

Rafah-landamærin milli Palestínu og Egyptalands eru nú lokuð í þrjár vikur og Palestínumönnum þar með meinað að heimsækja vini og ættingja í Egyptalandi. Óbreyttir borgarar tóku þar lögin í eigin hendur og réðust í gegnum hliðin en voru síðan stöðvaðir af lögreglumönnum sem gættu landamærastöðvarinnar.

ÁTVR styrkir umhverfisstofnun

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag.

Hafnbann á Líbanon

Ísraelsk herskip gæta þess nú að engin skip komist inn í líbanskar hafnir og öllu flugi hefur verið beint frá alþjóðaflugvellinum í Beirút yfir til Kýpur eftir að þrjár eldflaugar lentu á flugbrautum þar. Talsmaður Ísraelshers sagði flugvöllinn hafa verið notaðan til að sjá skæruliðasamtökunum Hezbollah fyrir vopnum.

Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður

Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu.

Nýjar áherslur í öldrunarmálum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag áherslur sínar í öldrunarmálum með bæklingnum Ný sýn – Nýjar áherslur. Meðal annars er gert er ráð fyrir að heimahjúkrun verði aukin og efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf.

5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag.

Guðni vill varaformennsku

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum.

300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti

Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið.

Íslendingar í Beirút

Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til.

Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður

Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Skútu bjargað við Akurey

Upp úr klukkan eitt í dag bárust boð um að skúta hefði strandað við Akurey. Skútan, sem er frönsk, tók niðri við eynna og við það brotnaði stýri hennar. Þrír menn voru í bátnum.

Verð á fiskimörkuðum

Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað.

Stófelldar árásir á landamærum Líbanon

Stórfelld eldflauga og stórskotahríð er nú milli liðsmanna Hizbollah og Ísraela, á landamærum Líbanons. Ísraelar hafa teygt sig langt inn í landið, með loftárásum á flugvöllinn í Beirút, auk þess sem herskip þeirra loka höfnum.

Magni Makes It One Step Closer

Magni Ásgeirsson, the lead singer of Á Móti Sól and the only Icelandic contestant of Rock Star Supernova, made it through the second round of eliminations last night.

Fjöldi yfirheyrður vegna hryðjuverkanna

Lögreglan á Indlandi hefur yfirheyrt hundruð manna vegna hryðjuverkanna í Mumbai. Hátt í tvö hundruð manns fórust í tilræðunum. Fjöldi fólks mótmælti hryðjuverkunum í Nýju-Delí í morgun.

Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra

Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi.

2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði

Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Reykjanesbær frestar framkvæmdum

Reykjanesbær hefur brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar um aðhald í framkvæmdum með því að ákveða að fresta framkvæmdum fyrir röskar sex hundruð milljónir króna í átta mánuði.

Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð

Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum.

Getur átt von á dauðarefsingu

Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.

Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk

Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss.

Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur

Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur.

Atlantsolía opnar bensínstöð

Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins.

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum

Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína.

Umhverfis- og fegrunarátak

"Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi.

Ofsaakstur

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut.

Sjá næstu 50 fréttir