Fleiri fréttir

Íslendingar í Beirút

Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til.

Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður

Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Skútu bjargað við Akurey

Upp úr klukkan eitt í dag bárust boð um að skúta hefði strandað við Akurey. Skútan, sem er frönsk, tók niðri við eynna og við það brotnaði stýri hennar. Þrír menn voru í bátnum.

Verð á fiskimörkuðum

Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað.

Stófelldar árásir á landamærum Líbanon

Stórfelld eldflauga og stórskotahríð er nú milli liðsmanna Hizbollah og Ísraela, á landamærum Líbanons. Ísraelar hafa teygt sig langt inn í landið, með loftárásum á flugvöllinn í Beirút, auk þess sem herskip þeirra loka höfnum.

Magni Makes It One Step Closer

Magni Ásgeirsson, the lead singer of Á Móti Sól and the only Icelandic contestant of Rock Star Supernova, made it through the second round of eliminations last night.

Fjöldi yfirheyrður vegna hryðjuverkanna

Lögreglan á Indlandi hefur yfirheyrt hundruð manna vegna hryðjuverkanna í Mumbai. Hátt í tvö hundruð manns fórust í tilræðunum. Fjöldi fólks mótmælti hryðjuverkunum í Nýju-Delí í morgun.

Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra

Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi.

2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði

Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Reykjanesbær frestar framkvæmdum

Reykjanesbær hefur brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar um aðhald í framkvæmdum með því að ákveða að fresta framkvæmdum fyrir röskar sex hundruð milljónir króna í átta mánuði.

Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð

Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum.

Getur átt von á dauðarefsingu

Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.

Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk

Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss.

Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur

Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur.

Atlantsolía opnar bensínstöð

Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins.

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum

Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína.

Umhverfis- og fegrunarátak

"Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi.

Ofsaakstur

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut.

Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis

Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra.

Íbúðir byggðar umfram eftirspurn

Greiningadeild KB banka telur að 4200 íbúðir verði byggðar í ár en þörfin sé aðeins 3300 þannig að hátt í þúsund íbúðir verði byggðar umfram eftirspurn

Sviptur ökuleyfi og dæmdur fyrir bílstuld

17 ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut.

Tveir pólverjar handteknir

Tveir pólverjar gista fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir að þeri voru handteknir undir kvöld fyrir óspektir i bænum. Þeir veittust að fólki og trufluðu umferð uns lögregla skarst í leikinn. Þeir voru drukknir og verða yfirheyrðir þegar af þeim er runnið.

Bush í Þýskalandi

George Bush, Bandaríkjaforseti, hóf í gærkvöldi opinbera heimsókn sína til Þýskalands. Bush kom til Rostock í Þýskalandi í gær en ætlar að stoppa stutt í Þýskalandi því hann heldur þaðan aftur á morgun.

Leynilegur baráttufundur starfsmanna IGS

Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust laust fyrir klukkan átta í gærkvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.

Magni áfram í Rockstar

Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst áfram í söngvarakeppninni Rockstar: Supernova , á CBS sjónvarpsstöðinni.

Með kíló af kókaíni í skónum

Íslenskt par um tvítugt var stöðvað af tollvörðum í Leifsstöð á fimmtudag með kíló af kókaíni falið í skóm sínum. Fólkið, sem er 23 og 24 ára, var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi og hafði búið skófatnað sinn þannig að í hvern skó var hægt að koma 250 grömmum af kókaíni auðveldlega fyrir.

Lyf hækka um tugi milljóna

Lyfjakostnaður Landspítalans hækkar um sextíu til sjötíu milljónir, einungis vegna gengisbreytinga á þessu ári, ef reiknað er með að gengi helstu gjaldmiðla haldist óbreytt út árið. Þetta er mat Valgerðar Bjarnadóttur, sviðsstjóra innkaupa- og vörustjórnunarsviðs Landspítalans.

Sakaður um kynferðislega áreitni

Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú miklum alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líbanon.

Eðlilegt að kanna umhverfið

„Okkur þykir Lífeyrissjóður verslunarmanna oft á tíðum hafa beitt sér með sérkennilegum hætti gegn þessum félögum,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir að Baugur og FL Group séu nú að kanna umhverfið og skoða þá möguleika sem séu fyrir hendi.

Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist

Rektor Háskólans á Akureyri segir að gangi tillögur nefndar um eflingu starfsnáms eftir gæti farið svo að fólk með stúdentspróf eigi ekki lengur vísan aðgang að háskólanámi. Flestir eru þó sáttir við tillögurnar.

Eldar í Kaliforníu

Reykjarmökkur svífur nú yfir Yucca dal, í Kaliforníu, þar sem eldar geysa á stóru svæði.

Þýsk kona komin í leitirnar

Þýsk kona, sem var í hópi ferðamanna við Dettifoss í gærmorgun, varð viðskila við hópinn og villtist.

Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon

Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir viðbrögð landa sinna verði "öguð en afar, afar sársaukafull".

Laun hækka umtalsvert

Mikil gleði var í Rúgbrauðsgerðinni í gærmorgun þegar skrifað var undir nýjan samning um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Var feginleikinn svo mikill að slegið var upp í heljarinnar hópknús á meðan blekið þornaði.

Of snemmt að fagna sigri

Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá því í júní, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er undir væntingum greiningaraðila, sem höfðu spáð 0,55 til 0,7 prósenta hækkun.

Verðbætur á ellefta milljarð

Talið er líklegt að hagnaður viðskiptabankanna þriggja af verðbótum hafi numið um 10,5 - 10,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga mældist um 3,8 prósent á tímabilinu og hafði mikil áhrif á afkomu bankanna sem eiga yfir 350 milljarða í verðtryggðum eignum að frádregnum skuldum.

Sjá næstu 50 fréttir