Fleiri fréttir

Sýknaður af fjársvikum

Kristján B. Snorrason, fyrrverandi útibússtjóri KB banka í Borgarnesi, var í fyrradag sýknaður af fjár- og umboðssvikum í Héraðsdómi Reykjaness.

Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta

Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag.

Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara

Fulltrúi bænda í matvælaverðsnefnd forsætisráðherra lagðist gegn hugmyndum um afnám verndartolla búvara. ASÍ vildi ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar þar sem ekki var lögð til stórfelld uppstokun.

Sprunga kom í stífluvegginn

Sprungur komu í þriðju stærstu stíflu veraldar, sem er í suðurhluta Brasilíu, eftir að byrjað var að fylla hana af vatni, með þeim afleiðingum að allt vatnið flæddi úr stíflunni. Stíflan er sömu gerðar og sú sem verið er að reisa á Kárahnjúkum.

Heimilin gætu sparað 130.000

Hægt er að lækka matarreikning heimilanna um 130 þúsund krónur á ári og færa matvöruverð undir meðaltal Evrópusambandsríkjanna.

Alfreð fær hálfa efstu hæðina

Deilan um nýtt húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut hefur verið leyst farsællega og með samþykki allra hlutaðeigandi. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir deiluna hafa frá upphafi byggst á misskilningi.

Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Karl Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og fleiri embættismenn Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipulagt hvíslherferð með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni.

Átök í borgarstjórn

Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa yrði lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í fyrradag. Í stað embættisins verður stofnað embætti mannréttindafulltrúa sem mun starfa með nýrri mannréttindanefnd borgarinnar, en stofnun hennar var ákveðin í vor.

Hugarorkan er hreyfiafl

Erlent Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvuskjá og stjórnað sjónvarpi og vélmenni með hugarorkunni.

Hill verður sóttur til saka

Hinn tvítugi varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem grunaður er um morðið á flug­liðanum Ashley Turner þann 14. ágúst á varnarsvæðinu í Keflavík, verður sóttur til saka fyrir morðið, en verjendur hans höfðu reynt að fá málinu vísað frá vegna formgalla.

Hafnaði kröfu Impregilo

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verktakafyrirtækisins Impregilo um að fyrirtækið eigi ekki að standa skil á sköttum erlendra starfsmanna undirverktaka sinna fyrr en þeir hafa verið sex mánuði í starfi á Íslandi.

Ný keppnisgögn útbúin

Borgarráð hefur ákveðið að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar.

Gagnrýndi bændastyrki

Vladimír Pútín gagnrýndi ríkari lönd heims í gær fyrir að sýna tvískinnung í málefnum þróunarríkja og hvatti þau til að láta að því verða að lækka styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðarafurða og losa um höft á innflutningi þeirra.

Feginn að málinu sé lokið

Mál þeirra þriggja manna sem lögreglan í Reykjavík handtók í janúar vegna gruns um fjársvik hefur nú verið fellt niður. Mennirnir, einn Íslendingur og tveir útlendingar, voru handteknir í Íslandsbanka, grunaðir um að hafa ætlað að svíkja hundruð milljóna íslenskra króna úr bankanum.

Fótgangandi olli árekstri

Ökumaður sendibíls slasaðist lítillega þegar bifreiðin sem hann ók og vörubifreið skullu saman á Reykjanesbrautinni á níunda tímanum í gærmorgun.

Ryksugurisi í mál við NilFisk

Meðlimir Stokkseyar-bakka-bandsins Nilfisk, eiga yfir höfði sér lögsókn að hálfu ryksuguframleiðandans Nilfisk. Ryksugurisinn krefst þess að hljómsveitin samnefnda breyti heiti sínu og að allur varningur hennar verði gerður upptækur. Piltarnir í hljómsveitinni Nilfisk urðu Íslendingum fyrst að góðu kunnir árið 2003 en þá hituðu upp fyrir bandarísku hljómsveitina Foo Fighters kunn er um alla veröld. Tildrög þess voru þau að eftir að sjálfur söngvari Foo figthers David Grohl, fyrrverandi trommari Nirvarna, hafði lokið máltíð á Stokkseyri gekk hann á tóna sem honum bárust til eyrna úr nærliggjandi skúr. Þar inni hitti hann fyrir unga drengi á hljómsveitaræfingu og svo heillaður varð rokkarinn að hann bað þá um að hita upp fyrir hljómsveit sína. Atburðurinn vakti mikla athygli og á vafalaust stóran þátt í þeirri athygli sem drengirnir hafa fengið. En nú hefur annar risi sýnt Stokks-eyra bandinu áhuga. Reyndar er það ekki goðsögn úr samtímatónlistinni sem hefur augastað á drengunum nú heldur risa ryksuguframleiðandinn Nilfisk. Ryksuguframleiðandinn hótar drengjunum lögsókn breyti þeir ekki nafni sínu og innkalli varning sinn.

Vöruflutningabíll fastur í Hvalfjarðargöngum

Vöruflutningabíll festist í gangamunna Hvalfjarðarganga Reykjavíkurmegin rétt fyrirklukkan níu í kvöld og lokuðust göngin að hluta til á meðan. Mikil röð myndaðist við göngin af þessum sökum og var ökumönnum bent á að sýna biðlund. Þetta er fimmti vöruflutningabíllinn á skömmum tíma sem festir sig í gangamunnanum sem þykir með ólíkindum þar sem merkingar við göngin sem tilgreina hæð þeirra eru mjög greinileg.

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í morgun vegna óróans fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt útlit er fyrir að bensínverð hækki enn á ný hér á landi strax eftir helgi.

Vildu frávísun morðmáls

Dómari í máli gegn bandarískum hermanni, sem grunaður er um að hafa orðið tvítugri konu að bana á Keflavíkurflugvelli í ágúst, hefur neitað að vísa málinu frá. Verjendur mannsins kröfðust frávísunar á grundvelli þess hversu lengi hermaðurinn hefur verið í haldi.

Hægt að lækka matvælaverð um fjórðung

Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag.

Flugskeytum rignir yfir Líbanon

Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.

Enn standa spilliefni á gamla lagersvæði Olís

Mikið magn spilliefna stendur enn á gamla lagersvæði Olís við Kölluarklettsveg þrátt fyrir að fögur fyrirheit fyrirtækisins um að öll efni yrðu horfin af lóðinni í lok þessarar viku. Undanfarnar þrjár vikur hafa hin ýmsu spilliefni staðið á gamla lagersvæði Olís vegna flutninga en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina fljótlega. Búið er að rýma öll húsin en eftir standa spilliefni um alla lóð sem eftir er að flytja í nýja lagerhúsnæðið. Hjá Olís fengust þær upplýsingar að menn væru nú í óða önn að fjarlægja það litla sem enn væri eftir en þegar fréttamann bar að gerði var engin við þó hlið stæðu opin. -- Og en var mikill fjöldi efna á lóðinni. Þó svæðið sé afgirt er hægarleikur að bregða sér í gegnum girðingarnar, eins og sjá má á myndunum. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði fréttamanni fyrir skömmu að ekki væri verulegt magn að ræða og skamman tíma tæki að fjarlægja það sem eftir væri. Í dag greindi hann frá því að menn væru nú að störfum við að fjarlægja það litla sem eftir væri af efnum af svæðinu. Á myndum sem teknar voru í dag má þó sjá að enn stendur mikið magn efna á lóðinni og engin starfsmaður var sjáanlegur að störfum.

Lánum KB-banka þinglýst með 4,9 % vöxtun

Lánum hjá Kb banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Margir viðskiptavinir bankans hafa undanfarið fengið send bréf þess efnis að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna fyrir afslættinum. Um fimmtíu handhafar íbúðalána Kb-banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti.

Tímamót hjá UNICEF á Íslandi

Tímamót urðu í dag í starfi Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi þegar gengið var frá samningi um framtíðarsamstarf. Framkvæmdastjóri UNICEF er stödd hér á landi í tilefni þessa.

Ungir Framsóknarmenn skora á Birki í formennsku

Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi. Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins.

Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín.

Vöxtum þinglýst hærra en opinberlega er boðið upp á

Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti. Lánum frá KB banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá KB banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra.

Öryggisráð Sþ á neyðarfundi

Ísraelsmenn hafa gert harðar árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í dag vegna ástandsins. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar.

Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs

Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag. Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru. Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti.

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra átti fund með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hún er hér á landi til að skrifa undir framtíðarsamning við landssamband UNICEF á Íslandi.

Bíll út í Sogið

Mikill viðbúnaður var nú fyrir skömmu við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll fór út í ána. Betur fór þó en á horfðist því maðurinn er kominn á þurrt og lítið sem ekkert meiddur.

Ríkisskattstjóri lætur af embætti

Indriði G. Þorláksson, ríkisskattstjóri, hefur tilkynnt samstarfsfólki sínu að hann muni láta af embætti í lok september, næstkomandi. Indriði staðfesti þetta í samtali við NFS, fyrir stundu.

Eign lífeyrissjóðanna lækkar

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni.

Morðmáli ekki vísað frá

Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á.

Helstu iðnríki heims funda á morgun

Leiðtogar helstu iðnríkja heims hittast í Sankti Pétursborg á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Rússlandi.

Sjá næstu 50 fréttir