Audi mætir til leiks sem vélaframleiðandi 2026 | Gætu tekið við af Sauber Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 10:31 Bíllinn virðist klár þó enn séu þrjú og hálft ár í að keppt verði á honum í Formúlu 1. Twitter@F1 Í dag var tilkynnt að bílaframleiðandinn Audi muni taka þátt í Formúlu 1 árið 2026. Upphafilega kom fram í fréttinni að Audi myndi keppa í F1 en sem stendur er bílaframleiðandinn aðeins að skrá sig til leiks sem vélaframleiðandi. Það gæti þó breyst með tíð og tíma. Það er ljóst að Audi ætlar að gefa sér nægan tíma í undirbúning þar sem enn eru tæp þrjú og hálft ár þangað til bíll með vél frá Audi mun keppa í Formúlu 1. BREAKING: Audi will join Formula 1 in 2026!#F1 pic.twitter.com/fRnPvmSwU2— Formula 1 (@F1) August 26, 2022 Var þetta opinberað á blaðamananfundi fyrir keppni helgarinnar í F1 sem fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Markus Duesmann og Oliver Hoffmann, háttsettir menn innan Audi-samsteypunnar, svöruðu spurningum blaðamanna í kjölfarið. „Akstursíþróttir eru mikilvægur hluti af okkar DNA,“ sagði Duesmann meðal annars á blaðamannafundinum. Formúla 1 mun fara í gegnum miklar breytingar á næstu árum en planið er að gera keppnina sjálfbærari. Audi kemur inn á sama tíma og hugmyndin er að rafmagnsvæða bílana enn frekar. That special moment at @circuitspa #Audi #F1 #Formula1 #team #news #automotive #FutureIsAnAttitude @F1 pic.twitter.com/xRPDmWPKIf— Audi Sport (@audisport) August 26, 2022 Sem stendur stefnir ekki í að Audi verði með bíl á brautinni er tímabilið 2026 hefst en það eru háværir orðrómar um að Audi muni taka sæti Sauber-liðsins á brautinni. Það á þó allt eftir að koma í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð. Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Það er ljóst að Audi ætlar að gefa sér nægan tíma í undirbúning þar sem enn eru tæp þrjú og hálft ár þangað til bíll með vél frá Audi mun keppa í Formúlu 1. BREAKING: Audi will join Formula 1 in 2026!#F1 pic.twitter.com/fRnPvmSwU2— Formula 1 (@F1) August 26, 2022 Var þetta opinberað á blaðamananfundi fyrir keppni helgarinnar í F1 sem fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Markus Duesmann og Oliver Hoffmann, háttsettir menn innan Audi-samsteypunnar, svöruðu spurningum blaðamanna í kjölfarið. „Akstursíþróttir eru mikilvægur hluti af okkar DNA,“ sagði Duesmann meðal annars á blaðamannafundinum. Formúla 1 mun fara í gegnum miklar breytingar á næstu árum en planið er að gera keppnina sjálfbærari. Audi kemur inn á sama tíma og hugmyndin er að rafmagnsvæða bílana enn frekar. That special moment at @circuitspa #Audi #F1 #Formula1 #team #news #automotive #FutureIsAnAttitude @F1 pic.twitter.com/xRPDmWPKIf— Audi Sport (@audisport) August 26, 2022 Sem stendur stefnir ekki í að Audi verði með bíl á brautinni er tímabilið 2026 hefst en það eru háværir orðrómar um að Audi muni taka sæti Sauber-liðsins á brautinni. Það á þó allt eftir að koma í ljós. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira