Viðskipti innlent

Ríf­lega hundrað milljóna gjald­þrot Culi­a­can

Árni Sæberg skrifar
Culiacan á Suðurlandsbraut var loka árið 2024.
Culiacan á Suðurlandsbraut var loka árið 2024. Vísir/Vilhelm

Ekkert fékkst upp í 119 milljóna króna lýstar kröfur í þrotabú Taco Taco ehf., sem rak mexíkóska veitingastaðinn Culiacan að Suðurlandsbraut.

Þetta kemur fram í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu þann 16. janúar síðastliðinn. Þar segir að með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 18. september 2024 hafi búið verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Engar eignir hafi fundist í búinu og skiptum í því hafi verið lokið 26. nóvember 2024 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Lýstar kröfur hafi numið 118.783.101 krónum.

Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma var veitingastað Culiacan að Suðurlandsbraut 4 lokað í október árið 2024.

Culiacan opnaði í fyrsta sinn dyr sínar í júlí árið 2003 í Faxafeni áður en hann var færður á Suðurlandsbraut árið 2010 og var um stund einnig með rekstur í Hlíðasmára. Þá var útibú opnað í Mathöll Höfða árið 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×