Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Kolbeinn Tumi Daðason og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 28. janúar 2026 11:57 Íslensk erfðagreining er með höfuðstöðvar sínar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur sagt upp 45 manns í dag vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar ná samkvæmt heimildum Vísis til margra deilda og reynslumikils starfsfólks sem starfar í höfuðstöðvunum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftir breytingarnar starfa 150 manns hjá fyrirtækinu. Ekki hefur náðst í Unni Þorsteinsdóttur, forstjóra Decode, fyrir hádegi í dag. Starfsmaður í símsvörun hjá fyrirtækinu sagði ekki líkur á að ná tali af forstjóranum eða mannauðsstjóra í dag vegna fundarhalda. Í tilkynningu frá félaginu segir að 45 hafi verið sagt upp störfum en um 150 manns munu halda áfram að starfa hjá félaginu. „Móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, Amgen Inc., hefur tekið ákvörðun um áherslubreytingar og endurskipulagningu á rannsóknarsviði Amgen á heimsvísu sem mun hafa áhrif á tiltekin störf, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unni Þorsteinsdóttur að fyrirtækið muni áfram gegna lykilhlutverki í rannsóknarstarfsemi Amgen. „Í dag er hugur okkar þó fyrst og fremst hjá þeim góðu samstarfsfélögum sem þessar breytingar snerta. Við þökkum þeim öllum fyrir mikilvægt og metnaðarfullt starf sem hefur átt þátt í að gera Íslenska erfðagreiningu að leiðandi fyrirtæki í erfðarannsóknum á heimsvísu,“ er haft eftir henni. Tæpt ár síðan Kári var látinn fara Sú stóra breyting varð hjá Íslenskri erfðagreiningu í maí í fyrra að Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri, var rekinn frá fyrirtækinu. Tilkynnt var að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem tækju við stjórn fyrirtækisins og myndu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga,“ sagði í yfirlýsingu frá Decode við það tilefni. Lyfja- og líftæknirisinn Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012. Kári sagði í viðtali við Vísi í maí að hann hefði reynst Amgen erfiður ljár í þúfu. Reginmunur hefði verið á áherslum fyrirtækis eins og Íslenskrar erfðagreiningar og lyfjaframleiðandans bandaríska. Vísir greindi frá því í morgun að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Alvotech í dag, nágrönnum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni, vegna skipulagsbreytinga. Tilkynning Íslenskrar erfðagreiningar í heild sinni: Breytingar hjá Íslenskri erfðagreiningu Móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, Amgen Inc., hefur tekið ákvörðun um áherslubreytingar og endurskipulagningu á rannsóknarsviði Amgen á heimsvísu sem mun hafa áhrif á tiltekin störf, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu. Áherslubreytingarnar miða að því að beina kröftum félagsins enn frekar í verkefni sem hraða vísindalegum framförum og þróun byltingakenndra lyfja í baráttunni við erfiða sjúkdóma. Þessar breytingar hafa í för með sér að Íslensk erfðagreining þarf að fækka sem nemur 45 störfum í starfstöðvum sínum í Vatnsmýri og var þeim starfsmönnum sem um ræðir tilkynnt um starfslok í dag. Um 150 manns munu starfa áfram hjá félaginu og mun starfsemi þess áfram snúa að mikilvægum erfðafræðilegum rannsóknum, jafnframt því að varðveita og nýta rannsóknargögn félagsins enda hafa rannsóknir sem á þeim byggja lagt mikið af mörkum í að greina erfðafræðilega áhættuþætti algengra sjúkdóma. Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Amgen: „Íslensk erfðagreining mun áfram gegna lykilhlutverki í rannsóknarstarfsemi Amgen sem kjarnaeining á sviði erfðarannsókna. Í dag er hugur okkar þó fyrst og fremst hjá þeim góðu samstarfsfélögum sem þessar breytingarnar snerta. Við þökkum þeim öllum fyrir mikilvægt og metnaðarfullt starf sem hefur átt þátt í að gera Íslenska erfðagreiningu að leiðandi fyrirtæki í erfðarannsóknum á heimsvísu. Við munum halda áfram á þeirri vegferð og stunda rannsóknir sem nýtast í þróun lyfja sem bæta lífsgæði sjúklinga og í baráttunni við banvæna sjúkdóma“, segir Unnur Þorsteinsdóttir, meðframkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen Inc. sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í Bandaríkjunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is Íslensk erfðagreining Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Ekki hefur náðst í Unni Þorsteinsdóttur, forstjóra Decode, fyrir hádegi í dag. Starfsmaður í símsvörun hjá fyrirtækinu sagði ekki líkur á að ná tali af forstjóranum eða mannauðsstjóra í dag vegna fundarhalda. Í tilkynningu frá félaginu segir að 45 hafi verið sagt upp störfum en um 150 manns munu halda áfram að starfa hjá félaginu. „Móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, Amgen Inc., hefur tekið ákvörðun um áherslubreytingar og endurskipulagningu á rannsóknarsviði Amgen á heimsvísu sem mun hafa áhrif á tiltekin störf, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unni Þorsteinsdóttur að fyrirtækið muni áfram gegna lykilhlutverki í rannsóknarstarfsemi Amgen. „Í dag er hugur okkar þó fyrst og fremst hjá þeim góðu samstarfsfélögum sem þessar breytingar snerta. Við þökkum þeim öllum fyrir mikilvægt og metnaðarfullt starf sem hefur átt þátt í að gera Íslenska erfðagreiningu að leiðandi fyrirtæki í erfðarannsóknum á heimsvísu,“ er haft eftir henni. Tæpt ár síðan Kári var látinn fara Sú stóra breyting varð hjá Íslenskri erfðagreiningu í maí í fyrra að Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri, var rekinn frá fyrirtækinu. Tilkynnt var að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem tækju við stjórn fyrirtækisins og myndu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga,“ sagði í yfirlýsingu frá Decode við það tilefni. Lyfja- og líftæknirisinn Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012. Kári sagði í viðtali við Vísi í maí að hann hefði reynst Amgen erfiður ljár í þúfu. Reginmunur hefði verið á áherslum fyrirtækis eins og Íslenskrar erfðagreiningar og lyfjaframleiðandans bandaríska. Vísir greindi frá því í morgun að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Alvotech í dag, nágrönnum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni, vegna skipulagsbreytinga. Tilkynning Íslenskrar erfðagreiningar í heild sinni: Breytingar hjá Íslenskri erfðagreiningu Móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, Amgen Inc., hefur tekið ákvörðun um áherslubreytingar og endurskipulagningu á rannsóknarsviði Amgen á heimsvísu sem mun hafa áhrif á tiltekin störf, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu. Áherslubreytingarnar miða að því að beina kröftum félagsins enn frekar í verkefni sem hraða vísindalegum framförum og þróun byltingakenndra lyfja í baráttunni við erfiða sjúkdóma. Þessar breytingar hafa í för með sér að Íslensk erfðagreining þarf að fækka sem nemur 45 störfum í starfstöðvum sínum í Vatnsmýri og var þeim starfsmönnum sem um ræðir tilkynnt um starfslok í dag. Um 150 manns munu starfa áfram hjá félaginu og mun starfsemi þess áfram snúa að mikilvægum erfðafræðilegum rannsóknum, jafnframt því að varðveita og nýta rannsóknargögn félagsins enda hafa rannsóknir sem á þeim byggja lagt mikið af mörkum í að greina erfðafræðilega áhættuþætti algengra sjúkdóma. Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Amgen: „Íslensk erfðagreining mun áfram gegna lykilhlutverki í rannsóknarstarfsemi Amgen sem kjarnaeining á sviði erfðarannsókna. Í dag er hugur okkar þó fyrst og fremst hjá þeim góðu samstarfsfélögum sem þessar breytingarnar snerta. Við þökkum þeim öllum fyrir mikilvægt og metnaðarfullt starf sem hefur átt þátt í að gera Íslenska erfðagreiningu að leiðandi fyrirtæki í erfðarannsóknum á heimsvísu. Við munum halda áfram á þeirri vegferð og stunda rannsóknir sem nýtast í þróun lyfja sem bæta lífsgæði sjúklinga og í baráttunni við banvæna sjúkdóma“, segir Unnur Þorsteinsdóttir, meðframkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen Inc. sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í Bandaríkjunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is
Tilkynning Íslenskrar erfðagreiningar í heild sinni: Breytingar hjá Íslenskri erfðagreiningu Móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, Amgen Inc., hefur tekið ákvörðun um áherslubreytingar og endurskipulagningu á rannsóknarsviði Amgen á heimsvísu sem mun hafa áhrif á tiltekin störf, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu. Áherslubreytingarnar miða að því að beina kröftum félagsins enn frekar í verkefni sem hraða vísindalegum framförum og þróun byltingakenndra lyfja í baráttunni við erfiða sjúkdóma. Þessar breytingar hafa í för með sér að Íslensk erfðagreining þarf að fækka sem nemur 45 störfum í starfstöðvum sínum í Vatnsmýri og var þeim starfsmönnum sem um ræðir tilkynnt um starfslok í dag. Um 150 manns munu starfa áfram hjá félaginu og mun starfsemi þess áfram snúa að mikilvægum erfðafræðilegum rannsóknum, jafnframt því að varðveita og nýta rannsóknargögn félagsins enda hafa rannsóknir sem á þeim byggja lagt mikið af mörkum í að greina erfðafræðilega áhættuþætti algengra sjúkdóma. Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Amgen: „Íslensk erfðagreining mun áfram gegna lykilhlutverki í rannsóknarstarfsemi Amgen sem kjarnaeining á sviði erfðarannsókna. Í dag er hugur okkar þó fyrst og fremst hjá þeim góðu samstarfsfélögum sem þessar breytingarnar snerta. Við þökkum þeim öllum fyrir mikilvægt og metnaðarfullt starf sem hefur átt þátt í að gera Íslenska erfðagreiningu að leiðandi fyrirtæki í erfðarannsóknum á heimsvísu. Við munum halda áfram á þeirri vegferð og stunda rannsóknir sem nýtast í þróun lyfja sem bæta lífsgæði sjúklinga og í baráttunni við banvæna sjúkdóma“, segir Unnur Þorsteinsdóttir, meðframkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen Inc. sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í Bandaríkjunum.
Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is
Íslensk erfðagreining Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira