Hvernig erfist séreignin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. janúar 2026 07:02 Björn Berg Gunnarsson svarar lesendum Vísis aðra hverja viku. Hægt er að senda honum spurningu í spurningaforminu hér fyrir neðan. Vísir/Vilhelm 74 ára karl: „Ef ég á inni séreignasparnað þegar ég fell frá, hvernig skattleggst hann til erfingja? Er fyrst greitt í skatt og útsvar rúm 47% og síðan 10% erfðaskattur á rest, eða er einungis 10% erfðaskattur á alla upphæðina?“ Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér séreignarsparnaði í samhengi erfðamála. Hann er nefnilega meðhöndlaður með öðrum hætti en annar arfur og muninn er gott að kynna sér vel og vandlega. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Hvernig erfist séreign? Engin samtrygging fylgir séreignarlífeyri og er því ekki greiddur ævilangur ellilífeyrir, örorkulífeyrir, barna- eða makalífeyrir úr honum. Margar tegundir séreignarsparnaðar eru til en eins og aðrar eignir ganga allar tegundir hans (þ.m.t. viðbótarlífeyrissparnaður) þess í stað beint til erfingja við andlát. Það er ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi er séreign yfirleitt skipt til erfingja og ef áhugi er á að aðrir en skylduerfingjar fái hluta hennar þarf að ganga frá erfðaskrá með lögmanni. Þó hafa komið upp dæmi þar sem slíkt hefur ekki gengið eftir, t.d. féll dómur árið 2023 þar sem sambúðarmaki fékk ekki séreign í arf, þrátt fyrir sambúðarsamning og erfðaskrá. Allt slíkt er því gott að ræða við lögmann sem sérhæfir sig í erfðarétti. Kynntu þér betur muninn á séreign og samtryggingu í fyrra svari hér fyrir neðan: Skattlagningin Erfðafjárskattur er í dag 10%. Hann var tvöfaldaður árið 2011 og það er alls ekki útilokað að hann verði hækkaður enn frekar, ef marka má umræðu í tengslum við þau mál. Skylduerfingjar (börn og makar) greiða þó ekki erfðafjárskatt af séreign. Ef aðrir munu ekki erfa þig þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum 10% erfðafjárskatti nema reglum verði breytt, sem auðvitað er ekki hægt að útiloka. Barn getur því tekið við séreign frá foreldri án erfðafjárskatts og nefnist hún þá erfðaséreign. Erfðaséreign, t.d. þegar um viðbótarlífeyri er að ræða, er ekki bundin af 60 ára aldurstakmarki við úttekt heldur má erfingi leysa hana út að vild. Við úttekt eru svo greiddir staðgreiðsluskattar; tekjuskattur og útsvar. Þar getur skattlagningin náð allt að 46,29% í efsta skattþrepi, sem nú fylgir tekjum umfram 1.398.450 kr. á mánuði. Þú spyrð hvort greiddur verði einungis erfðafjárskattur eða bæði erfðafjárskattur og staðgreiðsla. Nema aðrir en skylduerfingjar erfi þig er hvorugt rétt heldur verða einungis greiddir staðgreiðsluskattar við úttekt séreignarinnar þegar þar að kemur. Er séreign besti arfurinn? Þegar við metum okkar persónulegu fjármál á lífeyrisaldri getur verið ágætt að velta fyrir sér hvort einhver hluti sparnaðar okkar sé ætlaður börnunum. Þegar svo er sýnist mér talsvert um að áhersla sé lögð á að séreign erfist og það er góð ástæða fyrir því. Erfingi tekur þá við séreigninni án erfðafjárskatts, getur sótt hana þegar hentar (t.d. með skattþrep í huga) og fær að ávaxta séreignina án fjármagnstekjuskatts og skerðinga á almannatryggingum. Það síðastnefnda ætti að geta haft verulega góð áhrif á langtímaávöxtun séreignar, fái hún nægan tíma, þar sem ekki eru klipin 22% af ávöxtuninni á hverju ári. Því mætti færa rök fyrir því að séreign sé með því besta sem hægt er að erfa. Ég vil í lokin hvetja þig til að ráðfæra þig alltaf við skattasérfræðing áður en ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á skattlagningu, sem og við lögmann áður en gengið er frá erfðaskrá. Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér séreignarsparnaði í samhengi erfðamála. Hann er nefnilega meðhöndlaður með öðrum hætti en annar arfur og muninn er gott að kynna sér vel og vandlega. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Hvernig erfist séreign? Engin samtrygging fylgir séreignarlífeyri og er því ekki greiddur ævilangur ellilífeyrir, örorkulífeyrir, barna- eða makalífeyrir úr honum. Margar tegundir séreignarsparnaðar eru til en eins og aðrar eignir ganga allar tegundir hans (þ.m.t. viðbótarlífeyrissparnaður) þess í stað beint til erfingja við andlát. Það er ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi er séreign yfirleitt skipt til erfingja og ef áhugi er á að aðrir en skylduerfingjar fái hluta hennar þarf að ganga frá erfðaskrá með lögmanni. Þó hafa komið upp dæmi þar sem slíkt hefur ekki gengið eftir, t.d. féll dómur árið 2023 þar sem sambúðarmaki fékk ekki séreign í arf, þrátt fyrir sambúðarsamning og erfðaskrá. Allt slíkt er því gott að ræða við lögmann sem sérhæfir sig í erfðarétti. Kynntu þér betur muninn á séreign og samtryggingu í fyrra svari hér fyrir neðan: Skattlagningin Erfðafjárskattur er í dag 10%. Hann var tvöfaldaður árið 2011 og það er alls ekki útilokað að hann verði hækkaður enn frekar, ef marka má umræðu í tengslum við þau mál. Skylduerfingjar (börn og makar) greiða þó ekki erfðafjárskatt af séreign. Ef aðrir munu ekki erfa þig þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum 10% erfðafjárskatti nema reglum verði breytt, sem auðvitað er ekki hægt að útiloka. Barn getur því tekið við séreign frá foreldri án erfðafjárskatts og nefnist hún þá erfðaséreign. Erfðaséreign, t.d. þegar um viðbótarlífeyri er að ræða, er ekki bundin af 60 ára aldurstakmarki við úttekt heldur má erfingi leysa hana út að vild. Við úttekt eru svo greiddir staðgreiðsluskattar; tekjuskattur og útsvar. Þar getur skattlagningin náð allt að 46,29% í efsta skattþrepi, sem nú fylgir tekjum umfram 1.398.450 kr. á mánuði. Þú spyrð hvort greiddur verði einungis erfðafjárskattur eða bæði erfðafjárskattur og staðgreiðsla. Nema aðrir en skylduerfingjar erfi þig er hvorugt rétt heldur verða einungis greiddir staðgreiðsluskattar við úttekt séreignarinnar þegar þar að kemur. Er séreign besti arfurinn? Þegar við metum okkar persónulegu fjármál á lífeyrisaldri getur verið ágætt að velta fyrir sér hvort einhver hluti sparnaðar okkar sé ætlaður börnunum. Þegar svo er sýnist mér talsvert um að áhersla sé lögð á að séreign erfist og það er góð ástæða fyrir því. Erfingi tekur þá við séreigninni án erfðafjárskatts, getur sótt hana þegar hentar (t.d. með skattþrep í huga) og fær að ávaxta séreignina án fjármagnstekjuskatts og skerðinga á almannatryggingum. Það síðastnefnda ætti að geta haft verulega góð áhrif á langtímaávöxtun séreignar, fái hún nægan tíma, þar sem ekki eru klipin 22% af ávöxtuninni á hverju ári. Því mætti færa rök fyrir því að séreign sé með því besta sem hægt er að erfa. Ég vil í lokin hvetja þig til að ráðfæra þig alltaf við skattasérfræðing áður en ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á skattlagningu, sem og við lögmann áður en gengið er frá erfðaskrá.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira