Handbolti

Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda á­fram að koma út í plús

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði Smárason skoraði átta mörk úr níu skotum gegn Ítalíu.
Janus Daði Smárason skoraði átta mörk úr níu skotum gegn Ítalíu. vísir/anton

Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram, var ánægður með frammistöðu Janusar Daða Smárasonar í 39-26 sigri íslenska handboltalandsliðsins á því ítalska í F-riðli Evrópumótsins í gær.

Janus skoraði átta mörk í leiknum í Kristianstad og var markahæstur á vellinum. Hann lét einnig til sín taka í vörninni.

„Janus var frábær og öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Auðvitað er þetta það sem maður vill sjá hjá honum. Hann er fyrsti maður inn af bekk og hann þarf að koma með framlag. Það er ekki nóg að koma þarna og vera þarna. Hann hefur svo sem alltaf gert það. Hann er frábær í handbolta,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

Hann vonast til að Janus haldi mistökunum í lágmarki á mótinu og hvetur hann til að halda áfram á sömu braut og gegn Ítalíu.

„Hann lítur rosalega vel út. Hættu bara tæknifeilunum. Þegar hann kom inn á held ég að hann hafi skorað eitt mark eða gefið eina stoðsendingu og svo kom hann með einhverja ömurlega sendingu. Boltinn var bara gripinn og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Einar.

„Hann fer stundum aðeins fram úr sjálfum sér. Spiluðu aðeins einfaldar því þú ert svo góður að þú þarft ekki að gera þetta. Hann hlustar kannski ekki á þetta en frændi hans hlustar á þetta og hendir þessum skilaboðum á hann. Vertu aðeins passívari. Þú þarft ekki að djöflast svona mikið. Slakaðu aðeins á. Taktu það besta og skerðu burt þessi örsmáu atriði. Hann á það til að eiga fimm góð augnablik en fimm tapaða bolta eða eitthvað þannig. Maður er bara: Ekki núlla þig alltaf. Vertu í plús.“

Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi klukkan 17:00 á morgun. Pólverjar töpuðu með átta marka mun fyrir Ungverjum í gær, 29-21.

Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. Þáttinn má einnig nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“

Einar Jónsson og Rúnar Kárason ræddu stórsigur Íslands gegn Ítalíu í hlaðvarpinu Besta sætið. Sérfræðingarnir voru ánægðir að sjá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon stimpla sig vel inn í mótið, en bíða og vona eftir því að sjá svipaða frammistöðu gegn stærri liðum.

Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur

Varnarleikur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi árið 2016 er ekki lengur versta varnarframmistaða í sögu Evrópumótsins í handbolta. Slóvenía og Svartfjallaland slógu markametið þegar þau skoruðu samtals 81 mark í gærkvöldi.

Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad

Ísland er komið á blað á EM eftir að hafa labbað mjög harkalega yfir sprækt ítalskt lið. Eftir erfiðar upphafsmínútur gáfu okkar menn í og unnu að lokum risasigur, 39-26.

Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu

Íslenski markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í miklu stuði á vítapunktinum í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í handbolta og sá til þess að Ítalir nýttu aðeins þrjú af sjö vítaköstum sínum í leiknum.

„Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“

„Ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér fannst þetta frábær leikur og góður sigur af okkar hálfu“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir mjög öruggan 39-26 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM. Hann byrjar nú að undirbúa liðið fyrir næsta leik gegn Póllandi en það verður eilítið erfitt.

„Við vorum búnir að kortleggja þá“

„Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×