Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar 2. janúar 2026 07:31 Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram. Þegar við gefum okkur rými til að líta til baka verður auðveldara að sjá heildarmyndina: hápunktana, áskoranirnar og það sem nærði okkur. Spurningarnar hér fyrir neðan bjóða upp á að líta yfir árið 2025 með mildi og forvitni og skapa rými fyrir minningar, þakklæti, lærdóm og innsýn. Þú þarft hvorki að svara þeim öllum né hafa skýr svör. Veldu þær spurningar sem tala til þín og leyfðu ferlinu að vera heiðarlegt, opið og ófullkomið. Spurningar um árið sem er að líða Hvað gekk vel á þessu ári? Hverjir voru hápunktarnir? Fyrir hvað eða hvern er ég þakklát/ur? Hvað eða hverjir lögðu mest af mörkum til vellíðanar minnar á þessu ári? Hvaða áskoranir sigraði ég á þessu ári og hvernig? Hvað lærði ég um sjálfa/n mig, aðra og heiminn? Hvaða athafnir eða fólk færði mér gleði? Ef ég gæti lifað þetta ár aftur, myndi ég gera eitthvað öðruvísi? Á hvaða hátt hef ég vaxið eða orðið seigari? Hvenær fannst mér ég vera mest í takt við sjálfa/n mig og vera sönn sjálfri/sjálfum mér? Hver var erfiðasta ákvörðunin sem ég tók á þessu ári og hvað lærði ég af henni? Hvað hefði ég sagt við sjálfa/n mig í upphafi ársins ef ég gæti farið aftur í tímann? Hvað eða hver lét mig finna að ég skipti raunverulega máli og gaf mér tilfinningu fyrir merkingu? Þegar við gefum okkur tíma til að líta til baka með mildi og heiðarleika vaknar oft næsta spurning af sjálfu sér: Hvernig vil ég halda áfram? Hér fyrir neðan eru spurningar sem beina sjónum að árinu 2026. Spurningar um komandi ár Hvers hlakka ég til á næsta ári? Hvað vil ég halda áfram með eða halda í þegar ég geng inn í nýtt ár? Á hvaða sviði ætti ég að sleppa takinu á eða hætta að verja orku? Hvað vil ég byrja á eða bjóða inn í líf mitt? Hvernig vil ég hlúa að mér, bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega? Með hverjum vil ég verja meiri tíma? Með hverjum vil ég verja minni tíma? Hvaða gildi vil ég lifa eftir og hvernig get ég iðkað þau í daglegu lífi? Í hverju vil ég vaxa, læra meira eða dýpka skilning minn á næsta ári? Hvaða ótta vil ég mæta og hvað gæti hjálpað mér að gera það? Hvaða áskoranir gætu beðið mín og hvernig vil ég mæta þeim? Á hvaða hátt vil ég hafa vaxið þegar árið 2026 er liðið? Í hvað er ég tilbúin/n að fjárfesta í þágu eigin þroska (tíma, orku, athygli, peninga)? Ef árið 2026 reynist mér gott og nærandi á helstu sviðum lífsins (sambönd, vinna, heilsa o.s.frv.), hvernig lítur það út? Og hvernig líður mér þá? Komandi ár þarf ekki að vera verkefni sem þú þarft að ná tökum á. Það má vera ferðalag sem þú stígur inn í, skref fyrir skref, með forvitni og mildi að leiðarljósi. Þú þarft ekki að vita allt núna. Það nægir að vita hvernig þú vilt mæta sjálfri/sjálfum þér á leiðinni. Leyfðu gildunum sem skipta þig máli að vera eins og leiðarljós, ekki til að dæma þig, heldur til að minna þig á það sem nærir þig og gefur lífinu merkingu. Mundu að vöxtur er ekki alltaf sýnilegur strax. Stundum á hann sér stað í kyrrðinni: í því að sleppa, í því að hlusta dýpra, í því að velja sjálfsumhyggju þar sem áður var sjálfsgagnrýni. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram. Þegar við gefum okkur rými til að líta til baka verður auðveldara að sjá heildarmyndina: hápunktana, áskoranirnar og það sem nærði okkur. Spurningarnar hér fyrir neðan bjóða upp á að líta yfir árið 2025 með mildi og forvitni og skapa rými fyrir minningar, þakklæti, lærdóm og innsýn. Þú þarft hvorki að svara þeim öllum né hafa skýr svör. Veldu þær spurningar sem tala til þín og leyfðu ferlinu að vera heiðarlegt, opið og ófullkomið. Spurningar um árið sem er að líða Hvað gekk vel á þessu ári? Hverjir voru hápunktarnir? Fyrir hvað eða hvern er ég þakklát/ur? Hvað eða hverjir lögðu mest af mörkum til vellíðanar minnar á þessu ári? Hvaða áskoranir sigraði ég á þessu ári og hvernig? Hvað lærði ég um sjálfa/n mig, aðra og heiminn? Hvaða athafnir eða fólk færði mér gleði? Ef ég gæti lifað þetta ár aftur, myndi ég gera eitthvað öðruvísi? Á hvaða hátt hef ég vaxið eða orðið seigari? Hvenær fannst mér ég vera mest í takt við sjálfa/n mig og vera sönn sjálfri/sjálfum mér? Hver var erfiðasta ákvörðunin sem ég tók á þessu ári og hvað lærði ég af henni? Hvað hefði ég sagt við sjálfa/n mig í upphafi ársins ef ég gæti farið aftur í tímann? Hvað eða hver lét mig finna að ég skipti raunverulega máli og gaf mér tilfinningu fyrir merkingu? Þegar við gefum okkur tíma til að líta til baka með mildi og heiðarleika vaknar oft næsta spurning af sjálfu sér: Hvernig vil ég halda áfram? Hér fyrir neðan eru spurningar sem beina sjónum að árinu 2026. Spurningar um komandi ár Hvers hlakka ég til á næsta ári? Hvað vil ég halda áfram með eða halda í þegar ég geng inn í nýtt ár? Á hvaða sviði ætti ég að sleppa takinu á eða hætta að verja orku? Hvað vil ég byrja á eða bjóða inn í líf mitt? Hvernig vil ég hlúa að mér, bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega? Með hverjum vil ég verja meiri tíma? Með hverjum vil ég verja minni tíma? Hvaða gildi vil ég lifa eftir og hvernig get ég iðkað þau í daglegu lífi? Í hverju vil ég vaxa, læra meira eða dýpka skilning minn á næsta ári? Hvaða ótta vil ég mæta og hvað gæti hjálpað mér að gera það? Hvaða áskoranir gætu beðið mín og hvernig vil ég mæta þeim? Á hvaða hátt vil ég hafa vaxið þegar árið 2026 er liðið? Í hvað er ég tilbúin/n að fjárfesta í þágu eigin þroska (tíma, orku, athygli, peninga)? Ef árið 2026 reynist mér gott og nærandi á helstu sviðum lífsins (sambönd, vinna, heilsa o.s.frv.), hvernig lítur það út? Og hvernig líður mér þá? Komandi ár þarf ekki að vera verkefni sem þú þarft að ná tökum á. Það má vera ferðalag sem þú stígur inn í, skref fyrir skref, með forvitni og mildi að leiðarljósi. Þú þarft ekki að vita allt núna. Það nægir að vita hvernig þú vilt mæta sjálfri/sjálfum þér á leiðinni. Leyfðu gildunum sem skipta þig máli að vera eins og leiðarljós, ekki til að dæma þig, heldur til að minna þig á það sem nærir þig og gefur lífinu merkingu. Mundu að vöxtur er ekki alltaf sýnilegur strax. Stundum á hann sér stað í kyrrðinni: í því að sleppa, í því að hlusta dýpra, í því að velja sjálfsumhyggju þar sem áður var sjálfsgagnrýni. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun